Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 12
12 ∼ Morgunblaðið í 90 ár 1913 ∼ 2003 Júlíus Jónasson Júlíus Jónasson hlýtur að vera merkilegur maður, því að hann er vinur Benedikts frá Hofteigi og mágur Guðmundar á Rafn– kelsstöðum. Og svo er hann ætt- aður frá Hólsfjöllum. Ef að lík- um lætur, ættu þetta að vera ær- in meðmæli með manninum. Júlíus segist vilja láta lítið á sér bera, þó að hann sé ramm- pólitískur og þess vegna verður þetta hlédrægt samtal. Og þegar þessar línur eru skrifaðar er allt útlit fyrir, að það verði nógu stutt fyrir hvern sem er. Auk þess var hann næsta tortrygginn og hélt því blákalt fram að allir blaðamenn væru með segulbandstæki innan klæða, það var ekki fyrr en ég hafði farið úr jakkanum og sannfært hann um að ég notaði ekki slík tæki í viðtölum, að hann sagðist mundu svara upp á „skynsamlegar spurningar“. Mörgum spurningum lét hann því ósvarað. Til að brjóta ekki fyrsta boðorð samtalsmálvenjunnar, spurði ég Júlíus: „Manstu eftir nokkru sérstöku úr lífi þínu?“ Hann þagði sem fastast og svaraði engu. „Er þetta kannski ekki nógu gáfuleg spurning?“ „Nei.“ Júlíus Jónasson er heiðarlegur maður, hugsaði ég, hann segir það sem honum finnst. „Ef þú værir blaðamaðurinn og ég Júlíus Jónasson, að hverju mundir þú þá spyrja?“ „Ég mundi segja: Geturðu ekki sagt mér eitthvað um baráttu þína við Framsóknarflokkinn? Þegar þú áttir í útistöðum við hann?“ „Ég er ekki viss um að lesendurnir yrðu hrifnir af því.“ „Nú, hvers vegna ekki?“ „Ætli þeir séu ekki búnir að fá sig fullsadda á pólitík í bili eftir útvarpsumræðurnar.“ „Það getur verið, en ég skal segja þér –.“ „Já, segðu mér, þykir þér fallegt á Hólsfjöllum?“ „Hvers vegna ætti mér að þykja fallegt þar? Ertu kannski að reyna að veiða mig?“ „Nei, ég er bara að reyna að lokka út úr þér einhverja rómantíska stemningu.“ „Nú-já, hefur þú komið á Hólsfjöll?“ „Já.“ „Þótti þér fallegt þar?“ „Sumt þótti mér fallegt, en þér?“ „Nei.“ „Þykir þér ljótt þar?“ „Nei.“ „Hvað þá?“ „Ég segi ekkert um það. Þetta er framsóknarkjör- dæmi.“ „Þú ert þó fæddur þar.“ „Já, en ég ber samt enga ábyrgð á því. Ég hef nóg samt.“ „Hvað áttu við?“ „Jú sjáðu til, þeir segja það séu eldgos þar núna.“ „Eldgos?“ „Já, eldgos og brennisteinn.“ „Heyrðu Júlíus, þú veizt að þetta er alvörusamtal.“ „Já, veit ég vel, þess vegna vil ég tala um pólitík. Ég vil tala um móðuharðindi og Framsóknarflokkinn. Það er annars einkennilegt að mér hefur alltaf fundizt brenni- steinslykt af Framsókn.“ „Eigum við ekki að tala um annað en pólitík, svona til að byrja með?“ „Nei, ég vil tala um það, þegar ég átti í útistöðum við –“ „Ég vil gera við þig samning.“ „Samning?“ „Já, fyrst tölum við um sjálfan þig, og svo getum við farið út í pólitíkina.“ „Jæja, á þetta að verða eitthvert bölvað kjaftæði? Þú berð þá ábyrgð á því.“ Elías Hólm „Hvað eruð þið að sniglast hér?“ hreytti Elías út úr sér, þegar við birtumst í dyrunum á lítilli kjallaraíbúð hans að Berg- staðastræti 19. Við snökuðum okkur innfyrir, og sem við stóð- um þarna ráðvilltir á miðju gólfi, lausir við persónuleikann og þann hátíðlega góðborgara, sem við höldum svo fast í á hærri stöðum, spurði karlinn aftur, hvern fjandann við værum að gera. Hann lá á svörtum dívaninum og yggldi sig framan í okkur í myrkrinu. Við ætluðum að kveikja ljósið, en þá sagði hann okkur að snauta burt. „Ég hef ekkert með svona skítkokka að gera í mínum húsum,“ sagði hann, reis upp við dogg, fékk sér góðan sopa úr glasi, sem stóð á borðinu, og skolaði innihaldi þess niður með molakaffi. Við þessar tilfæringar var eins og hann sefaðist heldur: „Já, hvern fjandann viljið þið eiginlega?“ spurði hann, og benti á svarta rúllugardínu sem var dregin niður til hálfs. „Ef þið þurfið endilega að kveikja ljós hér inni, þá verðið þið að draga niður fyrst,“ bætti hann við, ómjúkur á manninn að vísu, en ekki fjandsamlegur eins og í fyrstu. Svo hnipraði hann sig saman í kúrunni sinni, en við kveiktum ljósið og sýndum honum mynd, sem Ólafur hafði tekið: „Við erum hérna með ákaflega fallega mynd af þér, Elías Finnsson Hólm,“ sögðum við. „Viltu ekki líta á hana?“ Við þau orð birti yfir þessu brennimerkta and- liti, sem var hrjúft og skorið af þeim jökulfljótum lífsins, sem ekkert stenzt, og hann strauk það ósjálfrátt og við fundum að það var honum jafnframandi og ókunnur gest- ur, sem ber óforvarandis að garði: „Sjaldan verður tófa trygg,“ sagði hann, „ónei. En þetta er fallegur maður, sem er á myndinni, já bara nokk- uð góður. Á ég ekki að gefa ykkur svo sem eina flösku af rauðvíni? Það veitir ekki af í þessari bölvaðri nepju. Það er ekki hægt að fá nokkurn mann í vinnu í þessu veðri. Ég á 200 poka af flöskum ósorteraða og fór samt með 4125 flöskur niður í ríki í fyrradag. Magnús Sakaríasson tók líka 4000 flöskur og samt sér ekki högg á vatni, allir skúr- ar fullir og garðurinn líka. Þetta eru krakkar, sem vilja fá aura fyrir tyggigúmmíi, karlaræflar, sem hafa engar skruplur í þjóðfélaginu, og kerlingavargar, sem læðast hingað í myrkrinu með þetta einn og einn pela héðan og handan. Annars er þetta nú allt eins, maður fær ekki lengur krakka í vinnu, komið svartamyrkur þegar skólinn er úti á daginn.“ Svo fékk hann sér sykurmola og beit hann í tvennt. Guðmundur G. Hagalín „Aldrei hefur þú setið á þingi, Hagalín.“ „Nei, ég vildi ekki fara á þing. Kom ekki til mála nema ég beitti mér þá til forystu. Vildi ekki sitja á þingi sem atkvæðatæki. Mundi hafa átt þess kost, en æi-nei, ég skal heldur segja þér frá því þeg- ar ég verð sjötugur.“ „Hvernig var þetta sem er eftir þér haft við hann Harald?“ „Þegar ég hafði eitt sinn haldið ræðu um kommúnisma á Heimdallarfundi hringdi Har- aldur Guðmundsson til mín og spurði hvort ég væri kom- inn í Sjálfstæðisflokkinn. „Hví ekki það,“ svaraði ég – þótti þetta vægast sagt skrýtin spurning. Hann spurði hvers vegna. Ég svaraði, hef alltaf verið nokkuð munnhvatur: „Ég hef alltaf kunnað betur við mig á höfuðbólinu en í hjáleigunni.““ „Þú minntist á kommúnismann áðan. Það hefur verið þitt sérfag, Hagalín, að berja á tröllum.“ „Já, Andréssynir hafa aldrei verið mínir menn.“ „Fyrst þú minnist á Kristin Andrésson langar mig að spyrja: Hvað segirðu um það þegar hann í bókmennta- sögu sinni telur þig hafa svikið verkalýðinn?“ „Ekki ertu nú billegur! Auðvitað varð Kristinn að borga fyrir sig eftir viðureign okkar um margra ára skeið, er það ekki mannlegt? Ég skal segja þér dálítið skrýtna sögu ef þú nennir að hlusta á hana. Þegar ég var á fyrirlestraferð í Noregi kom ég í smáþorp nokkurt á Þelamörk. Á bryggjunni stóð dökkhærður maður með svört augu og tillit sem var í einhver óhugnanlegur fana- tískur eldur. Ég spurði hver maðurinn væri. Mér var sagt að þetta væri voldugur maður, trúboðinn á staðnum. Hann hélt marga trúarlega fundi og átti mikil ítök í fólk- inu, en svo gerðist það að stúlka ein í þorpinu fór að þykkna undir belti. Hún var spurð hver faðirinn væri, og þegar gengið hafði verið á hana sagði hún: Trúboðinn! Þá var hann spurður hvort satt væri. Hann játti því að hann hefði gerzt fjölþreifinn við stúlkuna en kvaðst ekki mundu tala um málið fyrr en á samkomu um kvöldið. Svo kom hann í ræðustólinn og flutti ræðu; aðalinntak hennar var þetta: „Nú hefur guð notað mig sem verkfæri til að sýna ykkur vald djöfulsins og hvernig fara mundi fyrir ykkur, syndugum mönnum, fyrst svona fer fyrir mér, heilögum manninum.“ – Þegar ég sá Kristin Andrésson fyrst í bókageymslu Landsbókasafnsins hnykkti mér við: Mér fannst trúboðinn frá Þelamörk kominn. Og þótt ég ætti erindi við Kristin – ætlaði að biðja hann um að taka að sér kennslu við Gagnfræðaskóla Ísafjarðar – lét ég erindi mitt niður falla og sneri mér að öðrum málum. Ég hef nefnilega aldrei verið þeirrar skoðunar, að slíkir trúboðar væru heppilegir uppalendur. Þetta eru okkar fyrstu kynni – og má segja að þau séu táknræn fyrir öll okkar samskipti. Láttu þetta bara fjúka ef þú vilt.“ Gunnlaugur Scheving „Tekur þú þá þessa alþýðulist fram yfir erlenda listmenningu, eins og hún kann annars að vera á hverjum tíma?“ spurði ég nú. „Nei,“ svaraði Gunnlaugur, „en ég er nýtinn í listinni, ef svo mætti segja, ég vil engu fleygja. Ég vil helzt ekki fordæma eða fyrirlíta, mann getur iðrað þess seinna – þá kannski þarf maður á þessu að halda.“ „En hvað viltu segja um nú- tímalist?“ „Mér líkar hún mjög vel. En það er með hana eins og listina áður fyrr, sumt var gott, annað vont. Ég álít að það sé list einstakra listamanna og persónueinkenni þeirra sem hefur gefið listinni í dag líf og lit. Fyrir mér er það ekki einhver leiðindaspeki og manífestó viðurkenndra spámanna sem hefur lyft listinni í dag.“ „Og hverjir telur þú að hafi gefið myndlistinni líf og lit á þessari öld?“ „Miro, Juan Gris, Picasso, Léger, Chagall og margir fleiri, en það er líka til svo margt annað í nútímalist sem er ágætt. Mér finnst til dæmis surrealisminn eftirtekt- arverður. Litsýn eða smekkur margra þessara málara er skemmtileg mótsetning við yndisþokkann í litum sumra áður nefndra málara. Tassisminn er oft ágætur, mikil lita- dýrð, mjúk og fín – þetta minnir mann ofurlítið á impress- ionismann. Annars er margt hversdagslegt af þessu, sumt skrýtið. Poppið er líklega nokkuð gott, mér finnst það muni þurfa andlegan styrk til að meðtaka það.“ „Og hvar ert þú svo í listinni?“ spurði ég Gunnlaug Scheving að lokum. „Ég hef gaman af að vinna og hugsa um verkið, það er mér nóg. Listin er mér ekki andleg plága með dramatík og stórmennskubrjálæði. Ég hef sem sagt ánægju af verkinu, hljóðlátu verki, án reginátaka og fellibylja hinna útvöldu stóru anda.“ Steinn Steinarr „Þú hefur komizt yfir skaflinn,“ sagði Steinn Steinarr um leið og hann bauð mér inn. Ég kinkaði kolli og leit snöggt til baka: Þarna lá hann í túninu eins og særður dreki og var ekki á því að yfirgefa hús skáldsins, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn. Þegar ég hugsaði um skaflinn og veturinn kom í mig einhver óhugur. Það var eins og ég væri heltekinn af einhverjum óljósum ótta; vet- u í h s k a n d u þ m a e e b a „ b o f k s s f s i f k e s L a H n s l þ l e e á e s þ M a s ö Í fáum orðum sa Í fyrsta brotinu sem birt er hér úr samtölum Matthíasar Johannessen segist hann aldrei nota segulband er hann ræðir við viðmælendur sína. Þegar Matt- hías hóf að skrifa samtöl í Morgunblaðið í byrjun sjötta áratugarins var seg- ulbandið sennilega ekki komið til sögunnar, að minnsta kosti datt engum í hug að rogast með slíka græju á fund annars manns að spjalla. Matthías vandist á að notast við blað og blýant og þannig vann hann alltaf sín samtöl. Og þau bera þess merki. Skýr merki. Í stað þess að lesandinn heyri suð segulbandsins í gegnum textann þá heyrir hann höfund samtalsins hlusta, horfa, hugsa, já og skrifa. Samtöl Matthíasar eru skrifuð. Þau eru ekki spiluð af bandi. Þau eru beinlínis samin af höfundi sínum. Auðvitað eru þau samin undir beinum áhrif- um af því sem viðmælandinn sagði og gerði meðan á samtalinu stóð, en orðin sem standa á blaðinu eru höfundarins, þess sem skrifaði samtalið. Þessi áhersla á höfundinn í samtölum Ma sjálfur fram mikilvægi hennar með tveimu ilinn og hins vegar um spyrðilinn. Hið síða í raun spyrtur við spyrilinn. Spyrillinn er h talið, hann er upphafsmaður þess, hann e skrifar síðan það sem sagt er. Spyrðillinn Hugtakið spyrðill lýsir ekki vanvirðingu samtölum sem bókmenntaformi. Og hér irlögðu ráði. Samtöl Matthíasar eru bókme arlega verið. Þeim er ekki aðeins ætlað a miðla skoðunum viðmælenda, eins og lang ur er þeim einnig ætlað að vera persónulý

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.