Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 15
Morgunblaðið í 90 ár 1913 ∼ 2003 ∼ 15 miðið er að eiga jafnan 3ja til 4ra vikna birgðir á lager. Í árslok 2002 var gengið frá samn- ingum við Ferag í Sviss um kaup á pökk- unarvélum. „Það hafa orðið gífurlegar framfarir í innskotsbúnaði og búnaði til að vinda upp og geyma blöð sem síðan fara í inn- skot í aðalblaðið. Þá fáum við líka búnað til að hreinskera blöð ásamt öðrum nýj- ungum. Flutningur fer með færiböndum á milli véla á fullri ferð. Heimilisföng á blaðapakkana eru skrifuð út í tölvu og fara sjálfvirkt á pakkana og tölvulesari skilar hverjum pakka í réttan útkeyrslubíl. Við setjum þarna líka böggunarpressu sem pressar allan pappírsúrgang. Þegar við förum að skera utan af blöðum þarf að vera hægt að hemja afskurðinn og auk hans verður allur annar pappírs- úrgangur settur í þessa pressu og fluttur út til endurvinnslu.“ Kostnaðinn við þennan prentvéla- og pökkunarbúnað segir Örn vera um hálf- an annan milljarð. „Á síðasta ári kepptu Íslandsbanki og Landsbankinn um fjármögnun þessara framkvæmda og voru fjármögn- unarsamningar undirritaðir við Íslands- banka. Samhliða því fengum við Ráðgjöf og efnahagsspár ehf. til að annast fjárstýr- ingu.“ Þegar prentun hefst í nýju prentsmiðj- unni, verða prentun og pökkun aftur á öðrum stað en aðrar deildir blaðsins. Þegar Morgunblaðið var í Aðalstræti og prentvélin í Skeifunni og síðar Kringl- unni, voru plöturnar fluttar með leigubíl- um í milli. Nú mun þeirra ekki þurfa við, því ljósleiðaratenging verður á milli Kringlunnar og Hádegismóa. Prentvélin í Kringlunni og pökk- unarvélar hafa verið seldar erlendis, en ekki er ákveðið hvað gert verður við prentsmiðjuhúsið í Kringlunni. Samkvæmt samningum á allt að vera tilbúið í nýja prentsmiðjuhúsinu 29. sept- ember 2004. „Menn voru svona að grínast með það hvort við vildum fá klukkan 9 eða 10 inn í samninginn. En við ákváðum að vera ekki með neina smámunasemi og láta bara daginn ráða!“   Prentsmiðjuhúsið við Hádegismóa er þriðja byggingin sem Árvakur hf. reisir yfir prentsmiðju sína en prentvélin þar verður sú fjórða í eigu félagsins. Fyrstu þrjá áratugina var Morgunblaðið sett og prentað í Ísafoldarprentsmiðju; á vélar sem Ísafold átti. Fyrsta prentvélin, sem blaðið var prentað í, var flatpressa, keypt til landsins 1896, og fyrst og fremst ætluð til bóka- prentunar; prentaði á arkir sem síðan voru unnar í sérstakri brotvél. Þegar blaðið var stækkað í átta síður haustið 1927 þurfti til þess tvær prentvélar en ganghraði þeirra var um 1.500 eintök á klukkustund. Útgáfufélag Morgunblaðsins, Árvakur, keypti sína fyrstu prentvél 1943; frá Bandaríkjunum og var henni komið fyrir í Ísafoldarsalnum við Vallarstræti. Þar hafði rýmkast um þeg- ar Ísafoldarprentsmiðja flutti í nýtt hús við Þingholtsstræti. Samvinna Árvakurs og Ísafoldarprentsmiðju um prentun Morgunblaðsins hélzt til 1. júlí 1948 að Árvakur tók við allri prentvinnslu blaðsins. Bandaríska vélin var rúlluprentvél af tegundinni Goss. Hún gat prentað 16 síðna blað og afkastaði 3.500 eintökum á klukkustund. Árið 1948 keypti Árvakur byggingalóð; Aðalstræti 6 og þar byggði félagið hús í samstarfi við Vélsmiðjuna Héðin. Um líkt leyti og lóðin var keypt keypti Árvakur nýja rúlluprent- vél frá Gossverksmiðjunni í Chicago og kom vélin til landsins 1949. Það var þó ekki fyrr en vorið 1956 að Morgunblaðið flutti alla starfsemi sína í nýja húsið; Aðalstræti 6, Morg- unblaðshúsið. Þar var þá tekin í notkun prentvélin sem hafði beðið í kössum í sjö ár eftir að fá fast þak yfir höfuðið. Hún gat prentað 24 síður í einu og afkastaði 11 þúsund eintökum á klukkustund. Árið 1973 tók Morgunblaðið offsetprenttæknina í sína þjónustu með nýrri prentvél; Harris-Cotrell, sem gat prentað 48 síður í einu, en 32 síður ef um fjögurra lita blað var að ræða. Prentvélin afkastaði 25 þúsund eintökum á tímann. Með offsettækninni varð prentsmiðjan aftur viðskila við aðra starfsemi blaðsins en prentvélin og afgreiðslan voru til húsa í leiguhúsnæði að Skeifunni 19. Fjórða prentvél Morgunblaðsins var tekin í notkun sum- arið 1984 í nýju 2.500 fermetra prenthúsi að Kringlunni 1. Það prenthús var fyrsti áfangi nýs Morgunblaðshúss og aðr- ar deildir blaðsins fluttu í sinn hluta á páskum 1993. Prentvélin í Kringlunni er af tegundinni Koenig und Bauer; Express 60 og getur prentað 128 síður í einu; fyrst að- eins 16 síður í fjórum litum og 16 síður með einum aukalit en með viðbótum getur hún nú prentað 64 síður í lit. Afköstin eru 30 þúsund eintök á tímann en geta farið upp í 60 þúsund ef blaðstærðin er takmörkuð við 64 síður. Skipti á papp- írsrúllum fara fram á meðan vélin er á fullri ferð og allar stillingar eru fjarstýrðar frá sérstöku stjórnborði. Auk prentvélarinnar hýsir prenthúsið pappírsgeymslu; þá fyrstu sem Morgunblaðið á, og pökkunarsal.  Þriðja húsið og fjórða pressan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.