Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 21
Morgunblaðið í 90 ár 1913 ∼ 2003 ∼ 21 Þ að er óhætt að segja, að um árabil hafi rauði þráðurinn í fréttastefnu blaðsins ver- ið traust og áreiðanleiki. Að lesendur gætu treyst því að fréttir okkar væru unnar með það að leiðarljósi að segja rétt og skil- merkilega frá atburðum líðandi stund- ar,“ segir Björn Vignir Sigurpálsson. „Með tímanum hefur Morgunblaðið sett sér talsvert strangar fréttareglur, sem eru sumpart skráðar og sumpart óskráðar, en fela auðvitað oft í sér mat á aðstæðum hverju sinni. En að sjálfsögðu er fréttastefna lif- andi fjölmiðils alltaf að einhverju leyti barn síns tíma. Svo hefur fréttasviðið víkkað umtalsvert í seinni tíð. Ágætt dæmi um það er að fyrir um tveimur áratugum þekktist vart það, sem við köllum viðskiptafréttir í dag, og eru svo fyrirferðarmiklar í fjölmiðl- unum að mörgum þykir nóg um. Morgunblaðið hefur þurft að end- urspegla þetta og yfirhöfuð æ fjöl- breyttara atvinnulíf og Björn Vignir segir, að til að gera það með ein- hverjum vitrænum hætti hafi þurft að þjálfa upp sérhæfða blaðamenn til að sinna þessum fréttaheimi sérstaklega. Og hann segir þetta vera svona á fleiri sviðum. Að þekkja umhverfi sitt Annar rauður þráður í fréttastefnu Morgunblaðsins er að þekkja umhverfi sitt. Þar segir Björn Vignir, að skipti miklu að vera sér meðvitandi um að við búum í litlu samfélagi og að návígið er mikið. „Þetta á ekki sízt við, þegar upp koma mál sem varða einstaklinga, sem í einni svipan eru lentir inn í fárviðri fjölmiðlaumræðu, án þess að á þeim tíma liggi fyrir sekt viðkomandi eða sakleysi. Margir fjölmiðlar nútímans hafa tilhneigingu til að taka að sér dómstól götunnar. Morgunblaðið hefur stundum verið sakað um ofurvarfærni í slíkum málum. Reynslan hefur hins vegar einfaldlega kennt okkur að blanda okkur seint inn í mál af þessu tagi, sem iðulega eru meira í ætt við múgsefjun og einelti, heldur en kalt og raunsætt mat á þeim ávirðingum, sem viðkomandi einstaklingur er borinn. Þess vegna er oft betra að láta storm- inn lægja lítið eitt og freista þess að koma þá fram með hlutlæga lýsingu á því sem um ræðir, ef ástæða er til. Þetta þykir kannski ekki alltaf fín eða „metnaðarfull“ blaðamennska, en varfærnin hefur reynzt þessu blaði far- sæl, og menn mega gjarnan hafa það í huga að á stundum þarf meiri kjark og aga til þess að standast freistingarnar, heldur en fylgja fjöldanum. Morgunblaðið hefur á hinn bóginn iðulega tekið upp stór, flókin og um- deild mál, brotið þau til mergjar í viða- miklum greinaflokkum, og opnað les- endum sínum nýja sýn á hlutina. Slíkar úttektir munu áfram verða ein af kjölfestunum í fréttastefnu blaðs- ins.“ Á tánum nótt sem nýtan dag Við lifum á viðburðaríkum tímum í íslenzkri fjölmiðlun. Morgunblaðið stendur án efa frammi fyrir meiri sam- keppni en blaðið hefur átt að venjast um árabil, en Björn Vignir segir, að um það sé ekki nema gott eitt að segja. „Samkeppnin eflir og kennir mönnum að vera á tánum nótt sem nýtan dag.“ „Svar okkar hefur einfaldlega verið að einbeita okkur að því að gera betur það sem við höfum verið að gera. Og í allri hógværð vil ég halda því fram, að á síðustu misserum höfum við gert meiri breytingar á blaðinu en sést hafa um árabil. Með tilkomu mánudagsútgáfunnar, fréttaumfjöllun alla sjö daga vikunnar, hefur samfellan og allt samhengi í fréttaflutningi blaðsins gjörbreytzt.“ Björn segir, að Morgunblaðið hafi jafnframt lagt stóraukna áherzlu á fréttaflutning af landsbyggðinni. Langt er síðan Morgunblaðið kom sér upp ritstjórn á Akureyri til að sinna betur fréttum frá höfuðstað Norður- lands og byggðunum þar í kring. Nýtt skref var svo stigið í vor, þegar sett var á laggirnar starfsstöð á Egils- stöðum til að sinna betur fréttalega þeim miklu framkvæmdum, sem þar eiga sér stað, bæði inn við Kárahnjúka og niður á fjörðunum. Fréttastefna byggð á hefð Björn Vignir segir, að almennt megi segja að fréttastefna 90 ára dagblaðs taki mjög mið af hefðinni. „Þó að innlendar fréttir hafi verið, séu og verði bakfiskurinn í fréttum blaðsins, eigum við okkur ríkulega hefð í erlendum fréttum, sem við höf- um alltaf lagt mikla rækt við. Sama má segja um íþróttafréttir blaðsins og ekki síður fréttaljósmyndunina. Allt frá því að Ólafur K. Magnússon var ráðinn fyrsti blaðaljósmyndari lands- ins um miðja síðustu öld, hefur blaðið verið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga afburðaljósmyndara með einstakt fréttanef, sem hafa allar götur síðan sett mjög mark sitt á fréttasíður blaðs- ins. Og Morgunblaðið varð fyrst fjöl- miðla til að koma upp sérstökum rit- stjórnardeildum í viðskipta- og sjáv- arútvegsfréttum. Þótt þær séu yngri fer ekkert á milli mála að í fréttaflutn- ingi þar er tekið mið af hefðinni, leið- arljósinu um traust og áreiðanleika.“ Gjörbreyttur fjölmiðlaheimur Björn Vignir segir fátt erfiðara en að segja fyrir um framtíðina, en vitnar í fjölmiðlunargúrúinn, Marshall McLuhan, sem sagði eitthvað á þá leið fyrir margt löngu að breytingar í fjöl- miðlum á okkar tímum væru svo hrað- ar, að við þeyttumst inn í framtíðina horfandi á þær í baksýnisspeglinum. Hann var svo sannarlega sannspár og þetta segir Björn Vignir auðvitað eiga enn frekar við í dag en þegar McLuh- an lét þessi orð falla fyrir 30–40 árum. „Fjölmiðlaheimurinn er auðvitað gjörbreyttur, ekki síst með tilkomu gervihnattastöðva með fréttaútsend- ingar allan sólarhringinn og allar heimsfréttirnar í beinni, og svo aftur með fréttavefjunum, sem veita þér yf- irsýn yfir atburði líðandi stundar í tölvunni, hvort sem er á vinnustað eða heima, með mjög áþekkum hætti. Ókeypis blöð hafa sprottið upp út um allt og byggjast á svipaðri hug- myndafræði – að veita þér ágrip fréttanna í tiltölulega stuttu og að- gengilegu máli. Þessir miðlar leggja sjaldnast áherzlu á að skyggnast á bak við fréttirnar, að skýra út fyrir les- endum, hvað býr raunverulega að baki eða setja hlutina í samhengi. Það verður að koma í hlut hinna hefðbundnu dagblaða, eins og Morg- unblaðsins, og mun örugglega setja ríkulega mark sitt á allan fréttaflutn- ing blaðsins í framtíðinni.“  Hefðin er leiðarljósið Björn Vignir Sigurpálsson hóf fyrst störf við Morgunblaðið 1964. Hann varð fréttaritstjóri blaðsins í ársbyrjun 2001.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.