Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 22
Örn Þórisson tók við starfi áskriftarstjóra Morgunblaðs- ins í ársbyrjun 1999. Þ að skiptir miklu máli fyrir áskrifendur að þeir fái Morgunblaðið á þeim tíma sem hentar þeim best að lesa það. Það á við um flesta að fólk hefur alltaf minni og minni tíma til að lesa blöð og því er okkar markmið að blaðið sé komið heim til áskrifenda fyrir kl. 7 á morgnana.“ Þetta segir Örn Þórisson, áskrift- arstjóri Morgunblaðsins, en um 800 manns vinna daglega við að koma Morgunblaðinu heim til lesenda. Örn segir að þótt markmið dreifing- ardeildar væri að Morgunblaðið bær- ist áskrifendum sínum fyrir kl. 7 á morgnana tækist það ekki alls staðar á landinu. „Við náum þessum tíma á öllu Suðvesturlandi, frá Borgarnesi að Hvolsvelli. Sama á við um alla norð- urleiðina og þar er Akureyri meðtalin. Við erum því að ná markmiði okkar þar sem við dreifum blaðinu algerlega sjálf eða með verktökum okkar. Við erum hins vegar algerlega háð flutningi á nokkra þéttbýlisstaði. Það á við um Vestfirði að stærstum hluta, Austurland og Vestmannaeyjar. Blað- ið er flutt á þessa staði með flugi og dreifing hefst síðan í framhaldi af því. Blaðið er því ekki komið til áskrifenda á sumum þessara staða fyrr en um kl. 10–11. Á Egilsstöðum er dreifingu ekki lokið fyrr en í besta falli á há- degi.“ Farið var að keyra með Morg- unblaðið norðurleiðina árið 1996. Örn segir, að það hefði haft í för með sér miklar breytingar fyrir lesendur á þessu svæði. Áskrifendur á þétt- býlisstöðum á Norðurlandi fengju blaðið í hendur á sama tíma og áskrif- endur á höfuðborgarsvæðinu. „Fyrir lesendur á þessu svæði varð Morg- unblaðið allt í einu morgunblað.“ Stöðugt unnið að því að bæta Örn segir að það kæmi að sjálf- sögðu fyrir að blaðið skilaði sér ekki til áskrifenda. Ástæðurnar gætu verið ýmsar. „Við erum þakklát fyrir að fólk láti okkur vita ef það fær ekki blaðið eða fær það ekki á réttum tíma. Það er ein af forsendum þess að við getum bætt dreifikerfið og árangur hvers og eins. Við reynum að bregðast við strax og keyrum blaðið til áskrif- enda á þéttbýlisstöðum sem ekki hafa fengið blaðið.“ Örn segir að stöðugt væri unnið að því að bæta árangur í dreifingu blaðs- ins. Einn liður í því hefði verið að inn- leiða símkerfi í blaðadreifingunni. Blaðberar og aðrir þeir sem kæmu að dreifingu blaðsins skráðu sig inn þeg- ar þeir hæfu vinnu og út þegar dreif- ingu væri lokið. Með þessu fengist betri yfirsýn yfir dreifinguna og hægt væri að bregðast við fyrr ef eitthvað færi úrskeiðis. Örn segir að það léti nærri að um 800 manns kæmu nærri dreifingu á Morgunblaðinu á hverjum degi. Á höf- uðborgarsvæðinu væru starfandi um 500 blaðberar. Um allt land væru starfandi umboðsmenn og blaðberar sem væru í vinnu hjá þeim. Þetta væru 150–200 manns. Þar fyrir utan væru bílstjórar og flutningsaðilar. Samið við blaðbera Örn segir að á sama tíma og unnið hefði verið að því að bæta dreifinguna hefði líka verið reynt að bæta að- stæður og kjör þeirra sem vinna við dreifingu blaðsins. „Það eru ekki svo mörg ár síðan þessi hópur var alger- lega réttindalaus. Blaðberar Morg- unblaðsins öðluðust öll almenn rétt- indi launafólks fyrir um fimm árum. Síðastliðið vor gengu svo Morg- unblaðið og Verzlunarmannafélag Reykjavíkur frá kjarasamningi fyrir hönd blaðbera. Það má segja að það hafi verið lokaskrefið í þeirri vinnu sem unnin hefur verið á síðustu ár- um,“ segir Örn. „Áður fyrr var dreifing á dagblöðum fyrst og fremst unnin af krökkum. Þetta var tiltölulega eftirlitslaust starf og það má segja að um það hafi ekki gilt nein lög eða reglur. Það voru ekki einu sinni greiddir skattar af þessum launum. Þetta hefur breyst og í dag eru blaðberar meðhöndlaðir eins og hverjir aðrir launamenn. Það má líka segja að blaðberahóp- urinn hafi verið að breytast. Það er meira um eldra fólk í hópnum en áður var. Þetta er fólk sem er að sækjast eftir aðeins meiri vinnu og einnig líta margir á þetta sem mikilvæga hreyf- ingu.“ Örn segir að leitast hefði verið við að bæta aðstæður blaðbera. Morg- unblaðið hefði útvegað fólki kerrur og poka undir blöð og mannbrodda. Einnig hefði Morgunblaðið alfarið tek- ið að sér innheimtu á blaðinu, en sá þáttur í starfi blaðbera hefði verið mörgum erfiður. Örn segir að áskriftardeild Morg- unblaðsins leitaðist við að koma á móts við óskir lesenda eins og hægt væri. Meðal annars væri áskrifendum sem væru í sumarfríi boðið upp á að flytja áskriftina tímabundið á orlofs- stað. Einnig gætu áskrifendur látið safna blaðinu saman um ákveðinn tíma og fengið það síðan sent í einu þegar fríinu væri lokið. Örn segir að meðal verkefna áskriftardeildar væri að sjá um sölu á efni úr gagnasafni og ljósmyndasafni Morgunblaðsins. Í gagnasafninu væru gríðarlega miklar upplýsingar í aðgengilegu formi sem endurspegluðu sögu þjóðarinnar. Áhugi fólks, fyrirtækja og stofnana á að nýta sér þetta efni væri alltaf að aukast. Sama ætti við um ljós- myndasafnið, en í því væru nálægt 100 þúsund ljósmyndir, sem einnig hefðu mikla sögu að geyma. Auk þess varðveitti Morgunblaðið sérstakt safn með myndum Ólafs K. Magnússonar sem var ljósmyndari á Morgunblaðinu í áratugi. Örn segir að dreifikerfi Morg- unblaðsins væri ekki eingöngu nýtt til að dreifa Morgunblaðinu. Kerfið væri einnig notað til að dreifa blöðum og tímaritum fyrir aðra útgefendur. Þá væri auglýsendum einnig boðið upp á þá þjónustu að dreifa auglýsingablöð- um sem ýmist fylgdu með Morg- unblaðinu eða væri stungið inn í það.  Um 800 manns dreifa blaðinu 22 ∼ Morgunblaðið í 90 ár 1913 ∼ 2003

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.