Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 1
Á næstunni kemur út hjá Almenna bókafélaginu ævisaga Valtýs Stefánssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, og stærsta eiganda blaðsins, á árunum 1924–1963. Ævisöguna skrifar Jakob F. Ásgeirsson rithöfundur. Hér verður gripið niður í bókinni á nokkrum stöðum sem tengjast sögu og þróun Morgunblaðsins. Valtýr Stefánsson Ritstjóri Morgunblaðsins Þessi eru upphafsorð Valtýs sögu: „Valtýr Stefánsson var meðal áhrifamestu Íslendinga á 20. öld og verka hans sér enn stað með mjög áþreifanlegum hætti. Hann var maðurinn á bak við veldi Morgunblaðsins. Hann kom að blaðinu þegar það átti erfitt uppdráttar og vann því á fáum árum þann sess sem það hefur ætíð haft síðan sem áreiðanlegasta og fjölbreyttasta fréttablað landsins. Valtýr var ritstjóri og stærsti eigandi Morgunblaðsins um nærri fjörutíu ára skeið, 1924–1963. Á þeim árum var blaðaútgáfa í landinu með einum eða öðrum hætti undir forræði stjórnmálaflokka. En með því að standa fast á grund- vallarsjónarmiðum nútíma blaðamennsku tókst Valtý að gera Morg- unblaðið að sannkölluðu blaði allra landsmanna , þrátt fyrir að það fylgdi einum stjórnmálaflokki, Sjálfstæðisflokknum, mjög eindregið að málum. Valtýr var blaðamaður fram í fingurgóma og gætti þess að stjórnmálaskrif þrengdu ekki að öðru efni blaðsins og lituðu ekki um of almennan frétta- flutning þess. Það var lykillinn að velgengni Morgunblaðsins. Valtýr Stefánsson var maður jarðbundinn og raunsær en jafnframt fullur af eldmóði hugsjónamannsins. Hann lifði tímana tvenna – heims- styrjaldirnar tvær, heimskreppuna, kalda stríðið og hatramma stjórn- málabaráttu. En þrátt fyrir að kenna til í stormum sinna tíða var bjart- sýni hans og framfaratrú óbilandi. Á hverjum degi gekk hann kappsamur til starfa; sérhver dagur var honum ný og spennandi reynsla óháð karpi og erjum gærdagsins. Og hann gekk upp í fleiru en ritstjórn Morgunblaðsins. Á yngri árum vann hann að umbótum í land- búnaði og síðar varð hann einn helsti skógræktarfrömuður landsins. Ástríðu Valtýs að klæða landið hefur verið lýst sem táknmynd hinna daglegu starfa hans að upplýsa og fræða á síðum Morgunblaðsins. Hann var mikill áhugamaður um myndlist, en eiginkona hans var Kristín Jónsdóttir listmálari, og beitti Valtýr sér fyrir nútímalegum skrifum um myndlist í blað sitt. Hann kom víða við í menningarlífi landsins með því að gegna formennsku í Menntamálaráði um langt skeið. En fyrst og síðast var hann blaðamaður – og réttnefndur „höfundur“ Morgunblaðsins.“ „Höfundur“ Morgunblaðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.