Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 4
4 ∼ Morgunblaðið í 90 ár 1913 ∼ 2003 Með því að leitast sífellt við að segja sem mest frá innlendum við- burðum og öllum nýjungum sem gerast á sviði andans mála og veraldlegra framfara, á sviði uppeldis og íþrótta og ótal margs annars, er unnið að því að örfa og glæða hraða daglegra fram- fara, þjóðfélagsþróunina. En því má heldur ekki gleyma að lögð skal sívaxandi áhersla á að flytja fréttir af hinu stórfenglega iðukasti heimsviðburðanna. Eftir því sem blöðunum tekst betur að vekja lesendur sína til fróðleikslöngunar um fjölbreyttari og fjarlægari viðburði, eftir því verður svið það stærra sem lesandinn getur vænst áhrifa frá, þeim mun betri verða þroskaskilyrði hans. Valtýr sló botn í þessar hugleiðingar sínar með stuttri lýsingu á nútíma blaðamanni og þar með lýsingu á því hvernig hann sjálfur nálgaðist starf sitt: [Blaðamaðurinn] á að standa í straumþungri móðu daglegra við- burða og leitast við að greina samstundis frá því sem fyrir hann ber og hann veit að er að gerast fjær og nær. Blaðamaðurinn sem fréttir flytur á að vera tilfinninganæmur, alsjáandi, ópersónulegur áhorfandi hinna daglegu viðburða. – Hann á að leiða lesendurna við hönd sér og gefa þeim útsýn yfir allt sem er að gerast, gera þá þátttakendur í viðburðunum og kenna þeim að greina tildrög þeirra, orsakir og afleiðingar. Engin fyrirhöfn á að vaxa blaðamanni í augum er getur bætt frásögn hans. Og þó hann að kvöldi sjái hvað lítið hefur áunnist, hve ábótavant er öllu því sem hann vann í dag fyrir lesendur sína, verður hann að vakna að morgni með sama áhugann, sömu viss- una og í gær um það, að hver dagur færi hann í einhverju nær því marki að umbæta starf hans, blað hans. Á hverjum degi verður hann að finna til þess, að blaða- mennskan, hin daglega þátttaka í öllu því sem gerist og máli skiptir, er gróandi þjóðlífsins á öllum sviðum – er lífið sjálft.“ Sólarhringur við Morgunblaðið Á 25 ára afmæli Morgunblaðsins 2. nóvember 1938 lýsti Valtýr hvernig blaðið yrði til á dæmigerðum degi. Eftirfarandi kafli er stytt endursögn á grein Valtýs: „Reykjavík árið 1938. Klukkan er að ganga 5 að morgni. Bærinn er í svefni og göturnar auðar. Út á Austurvöll berst dynur úr prentvélum Ísafoldarprentsmiðju. Lögregluþjónn gengur að vélasalnum við Vall- arstræti. Hann bankar á gluggann. Lampaskinið úr vélasalnum varpar birtu framan í hann. Laganna vörður er þarna kominn til þess að fá ein- tak af Morgunblaðinu sem verið er að prenta. Kannski fær hann tvö eintök upp á gamlan kunningsskap. Því hann er daglegur gestur í prentsmiðjunni um þetta leyti sólarhrings. Lög mæla svo fyrir, sjálf prentfrelsislögin frá árinu 1855, en í þeim segir: Af sérhverju riti því, sem ekki er stærra en 6 arkir, skal prent- arinn, jafnframt því sem hann lætur af hendi ritið úr prentsmiðj- unni, og í síðasta lagi, áður en ein stund er liðin frá því hann byrj- aði að láta ritið af hendi, senda eitt exemplar af því í lögregluhúsið og skal hann þegar fá kvittun fyrir því ef hann beiðist. Ef út af er brugðið varðar það 10–250 rd. bótum. Frá því um miðnætti hafa tvær prentvélar verið í gangi með miklum dyn og skrölti við að prenta Morgunblaðið. Hvor vél prentar fjórar síð- ur. Brotvél er tengd við þá prentvél sem prentar seinni síðurnar og skil- ar hún 8 síðna blaði uppúrskornu, brotnu og samanlímdu. Prentvél- arnar eru að til að minnsta kosti klukkan 6 að morgni en oft lengur eða þangað til búið er að prenta allt upplag blaðsins. Það ræðst af því hve- nær prentsíðurnar eru afgreiddar um nóttina úr setjarasalnum. Þegar ekkert óvenjulegt er á ferðinni er það milli klukkan tólf og eitt. Áður en Dómkirkjuklukkan hefur slegið 6 stundarslög, snarast Að- alsteinn Ottesen afgreiðslumaður inn í prentvélasalinn við Vallarstræti. Á sumrin, til dæmis þegar Laxfoss leggur af stað klukkan 5 að morgni, er Aðalsteinn kominn til afgreiðslunnar á fimmta tímanum. Hann þarf nú að hafa hraðan á við að telja blöðin og skammta blaðabunkana til „sendisveitarinnar“ svokölluðu, blaðburðarfólksins. Það fer að hópast að afgreiðslunni á sjöunda tímanum og er allt komið áður en klukkan slær sjö. Afgreiðslan hefur skipt bænum í um 30 hverfi og hefur hver sendisveitarmaður eitt hverfi að hugsa um. Nú er komið það fram á morguninn að umferð er farin að aukast í Austurstræti. Í afgreiðslu blaðsins er þá oft troðningur af fólki sem vill líta yfir helsta efni blaðsins þar á staðnum um leið og það kaupir blaðið. Sendisveitin er öll farin með sína blaðabagga. Og þá koma þeir krakkar, sem vilja fá blaðið til lausasölu. Þeir fyrstu sem fá blaðið í götusöluna hafa hraðan á, skella á eftir sér hurðinni um leið og þeir þjóta út á götuna og hrópa: Morgunblaðið! Morgunblaðið! Einn hleypur í austur, annar í vestur og sá þriðji veit af skipi sem er að leggja úr höfn og þýtur þangað niður á hafnarbakkann. Eftir skamma stund kveða við köll blaðadrengjanna um allan miðbæinn. Með þessum söluhrópum blaðadrengjanna gerir Morgunblaðið vart við sig á hverjum morgni – nema mánudögum. Sex daga vikunnar er blaðið sú vekjaraklukka sem vekur bæjarbúa til starfa um leið og blaðið flytur þeim frásagnir af því sem markverðast hefur gerst daginn áður og hvað helst er væntanlegt þann daginn. Klukkan átta byrjar dagvinnan í prentsmiðjunni. Lesmál blaðsins er vélsett ásamt meginmáli auglýsinga. Vélsetninguna annast þrír vélsetj- arar á degi hverjum. Einn þeirra vinnur á dagvaktinni til kl. 5 en hinir tveir á kvöldvaktinni. Þegar fram á daginn kemur byrjar starf blaðamannanna. Oftast nær hafa þeir verið við blaðið fram yfir miðnætti kvöldið áður. Þeir geta því ekki að jafnaði byrjað dagsverkið snemma. Starf blaðamannsins er eitt í dag og annað á morgun en þó alltaf hið sama – að vinna að því að afla efnis í blaðið sem á erindi til lesenda, að fylgjast með því sem gerist innanlands og utan og skýra frá því á læsi- legan hátt, að vinna að þeim áhuga- og stefnumálum sem blaðið berst fyrir, að greiða götu þeirra manna sem til blaðsins leita í margvíslegum erindum, að tala við menn um ýmislegt sem máli skiptir þann daginn, að lesa það sem hönd á festir og tími vinnst til, og skrifa, seint og snemma, og hálfgert á hlaupum. En allt sem gert er verður að miðast við það að efnið sem safnað er saman komist fyrir á 8 blaðsíðum Morgunblaðsins næsta dag. Þegar líður að miðaftni lýkur dagvaktin í Ísafoldarprentsmiðju störf- um. Prentararnir sem eiga að setja í blaðið um kvöldið koma til vinnu. Á ritstjórnarskrifstofunni hefur ýmist verið ös eða „mannlaus bær“ að kalla, eftir því, hvernig á hefur staðið þann daginn. Hver blaðamaður hefur haft sínu að sinna, kannski þurft að vera úti um hvippinn og hvappinn að hitta menn að máli, eða vera þar sem eitthvað markvert gerðist. En fyrir hinum, sem hefur ætlað að hafa handrit til fyrir „kvöldvaktina“ í prentsmiðjunni og setið í skrifborðsstólnum, rennur það kannski upp klukkan að ganga fimm að hann hefur sama og engum staf komið á pappírinn, því að hjá honum hefur verið svo mikill erill all- an daginn. Til hans hafa komið menn í margvíslegum erindagjörðum, sumir með greinar sem þurfa að komast í næsta blað eða að minnsta kosti í það næstnæsta. Aðrir koma að segja fréttir, stundum þær furðu- legustu fréttir sem þeir hafa eftir alveg áreiðanlegum heimildum og hljóta því að vera dagsannar, en reynast rammbjagaðar og afbakaðar þegar málið er athugað. Og enn aðrir koma með réttar fréttir, vondar og góðar, eða með afmælis-, hjónabands- og trúlofunarfréttir. Því allir merkisdagar manna koma Morgunblaðinu við. Í skrifstofu blaðsins hefur líka verið mikið að gera. Þar er innt af hendi allt bókhald fyrir blaðið og ýmislegt viðkomandi daglegum rekstri þess, annast samband við afgreiðslumenn út um land og séð um innheimtu á auglýsinga- og áskriftargjöldum. Um það leyti sem starfsfólk skrifstofunnar hættir vinnu á kvöldin, og verslanir bæjarins loka, er oft meginhlutinn óunninn af verki blaða- manna. Þá þurfa setjarar að fá handritin sem hraðast, svo sem minnst töf verði á verki þeirra. Þá reynir á hraðann, bæði hjá þeim sem skrifa og þeim sem setja. Blaðamaðurinn gengur mörg kvöldin undir próf hve fljótt hann getur fært það efni í letur sem hann hefur á prjónunum og setjarinn hve fljótt hann getur sett. Þannig líða kvöldstundirnar á rit- stjórnarskrifstofunum, þótt annríkið sé mismunandi mikið. Í dag mæðir það mest á einum, á morgun á öðrum. En hver tekur í það verk sem bíð- ur svo allir vinna sem einn maður. Framan af kvöldinu setja handsetjararnir tveir saman auglýsing- arnar. Þegar því verki er lokið er fyrst hægt að sjá hve mikið lesmáls- rúm verður í blaðinu það kvöldið. Þá kemur til kasta ritstjórnarinnar að ákveða hvaða efni verði að sitja fyrir öðru og hvað verður að sitja á hak- anum. Því 8 síður blaðsins verða að duga undir allt, auglýsingar og les- mál, smátt og stórt. Um þetta leyti dags fer að renna upp fyrsta myndin af því hvernig blaðið muni líta út í fyrramálið, enda má nú gera ráð fyrir að megnið af fréttum dagsins sé komið til ritstjórnarinnar. En alltaf geta einhver tíðindi spurst sem kollvarpa fyrstu hugmynd- unum um þetta, eitthvað óvænt gerst sem þarf að fá nánari vitneskju um, skrifa um, taka afstöðu til, allt fram á síðustu stundu sem unnið er við blaðið. Þess vegna á orðtak skátanna erindi til blaðamanna: Ávallt viðbúinn! Þegar farið er að ganga frá prentleturssíðum blaðsins má ekki gleymast að prentvélarnar sem prenta blaðið eru tvær og verður helst að haga afgreiðslu blaðsins úr setjarasal eftir því – afgreiða fyrst 1., 4., 5. og 8. síðu blaðsins, því þær eru prentaðar í þeirri vélinni sem prentar öðrumegin á örkina, en hinar síðurnar eru prentaðar í þeirri vél sem skilar blaðinu í brotvélina og eru þær afgreiddar síðar. Prófarkalestur fer að mestu leyti fram á kvöldin og sér hver blaða- maður jafnan um prófarkir af þeim greinum sem hann skrifar. Oft er það ekki fyrr en að afloknu dagsverki sem menn komast að því að lesa prófarkir, en það er mikið nákvæmnisverk og því óheppilegt að það skuli ekki hægt að vinna fyrr en menn eru orðnir þreyttir. Það líður að miðnætti. Símar blaðsins, sem alltaf hafa hringt með stuttu millibili allan daginn, hafa nú þagnað að mestu. Kliðurinn af um- ferðinni í Austurstræti er hættur. Allt bendir til þess að bæjarbúar séu yfirleitt gengnir til náða. Einn og einn maður, eftirlegukindur umferð- Úr erlendu fréttadeildinni snemma á sjötta áratugnum. Þorsteinn Thorarensen, síðar rithöfundur og bókaútgefandi, og Matthías Johannessen, skáld, arftaki Val- týs, sem setið hefur á ritstjórastóli Morgunblaðsins lengur en nokkur annar, eða í 41 ár. Þorsteinn leitar frétta í stóru og öflugu útvarpstæki en Matthías les frétta- strimlana frá Reuters.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.