Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Áhugahópur um slitgigt Fyrst og fremst verkir í liðum STOFNFUNDUR fé-lags áhugafólks umslitgigt verður haldinn á Grand hóteli við Sigtún í kvöld og hefst hann klukkan 19.30. Svala Björgvinsdóttir er verk- efnisstjóri hjá Gigtarfélagi Íslands og svaraði nokkr- um spurningum Morgun- blaðsins um væntanlegan félagsskap og sjúkdóminn sjálfan. Segðu okkur fyrst Svala, hvað er slitgigt? „Slitgigtin er gigtar- sjúkdómur sem leggst á marga liði líkamans og er algengast að hún leggist á hné, hendur og mjaðmir, auk hálsliða og mjó- hryggjar. Það sem gerist við slitgigt er að það koma smásprungur í liðbrjóskið, það verður ójafnara og við það eykst viðnám í liðunum. Stundum losna litlar og stórar brjóskflögur og þá þynnist liðbrjóskið og getur horf- ið á blettum. Sömuleiðis koma fram beinnabbar á mótum beins og brjósks og beinið undir brjóskinu verður þéttara og ósveigjanlegra. Slitgigtin ein- kennist fyrst og fremst af verkj- um í liðum, stirðleika, minnkaðri hreyfigetu og stundum þrota. Seinna á ferlinu getur komið brak í liðina og þeir geta aflagast. Á höndum verða hnútamyndan- ir.“ Hverjir fá slitgigt og hvers vegna? „Mun fleiri konur en karlar fá slitgigt. Stundum eru ástæður slitgigtar augljósar, t.d. við með- fædda galla eða eftir áverka og bólgu. Oftar eru ástæðurnar óljósar en vitað er um ákveðna áhættuþætti eins og að auknar líkur eru á að fólk fái slitgigt eftir því sem aldurinn færist yfir, ef líkamsþyngd er mikil og ef fólk stundar mjög erfiða líkamlega vinnu. Nýjustu rannsóknir sýna að erfðir skipta mjög miklu máli.“ Er vitað hversu margir Íslend- ingar eru með slitgigt? „Slitgigt er algengasti og dýr- asti langvinni stoðkerfissjúkdóm- urinn á Vesturlöndum og er talið að um 15% allra séu með ein- kenni um slitgigt á hverjum tíma sem gefur okkur hugmynd um hve stórt vandamálið er.“ Hversu alvarleg gigt er slit- gigt? „Eins og aðrir gigtarsjúkdóm- ar þróast slitgigtin mismunandi frá einum sjúklingi til annars, en slitgigt er algengasti valdur bæklunar á meðal stoðkerfissjúk- dóma. Slitgigtin getur haft mikið áhrif á vinnugetu og daglegt líf.“ Er hægt að lækna slitgigt? „Nei, ekki er hægt að lækna slitgigt, en það er hægt að hægja á þróun sjúkdómsins og bæta líð- anina. Fræðsla um sjúkdóminn og hvað maður getur sjálfur gert til að viðhalda færni skiptir miklu máli þegar í upphafi sjúkdóms. Það er hægt að draga úr einkenn- um með lyfjameðferð og sjúkra- og iðjuþjálf- un auk þess sem hægt er að fá hjálpartæki sem auðvelda dagleg störf og draga úr álagi. Liðskiptaaðgerðir skipta sköpum fyrir þá sem eru með slæma slit- gigt í mjöðmum og hnjám. Ný- birtar lyfjarannsóknir sýna ótví- rætt að hægt er að draga úr brjósktapi úr hnjám með slit- gigt.“ Hver er tilgangurinn með stofnun áhugahópsins? „Innan Gigtarfélagsins starfa átta áhugahópar um hina ýmsu gigtarsjúkdóma og löngu orðið tímabært að stofna hóp um slit- gigt. Tilgangurinn er að gefa fólki með slitgigt tækifæri til að hitta aðra sem eru í sömu stöðu og það sjálft og að glíma við sömu vandamál. Margir upplifa sig mjög eina með sjúkdóm sinn og þarna gefst tækifæri til að deila reynslu og sækja stuðning hvert hjá öðru. Við munum stuðla að fræðslu innan hópsins um sjúk- dóminn, áhrif hans á daglegt líf og hvað sé hægt að gera til að bæta líðanina. Sömuleiðis viljum við stuðla að fræðslu almennings. Því miður virðast ennþá vera for- dómar og ranghugmyndir um að slitgigt sé bara eitthvað sem allir fái þegar þeir verða gamlir. Svo er alls ekki, fólk á öllum aldri get- ur fengið slitgigt þó svo að tíðni hennar aukist eftir því sem fólk eldist.“ Fyrir hverja er hópurinn? „Hópurinn er fyrst og fremst fyrir þá sem eru með slitgigt en aðstandendum er einnig velkomið að vera með og sömuleiðis þeim sem áhuga hafa og vilja ljá mál- efninu lið. Rétt að geta þess í leiðinni að allir eru velkomnir á stofnfundinn.“ Hvernig verður stofnfundur- inn? „Við byrjum kvöldið á því að Emil Thoroddsen, framkvæmda- stjóri GÍ, flytur ávarp og þar næst verður hópurinn stofnaður og eftir það mun Helgi Jónsson, gigtarsérfræðingur og dósent við Háskóla Ís- lands, halda erindi sem hann nefnir: Slitgigt – ný þekking. Helgi er sá gigtarsérfræðingur á Íslandi sem hefur rannsakað slitgigt hvað mest og hafa birst fjölmargar greinar um slitgigt eftir hann í erlendum tímaritum. Hann er nýkominn af Ameríku- þingi gigtarlækna en þar voru kynntar niðurstöður langtíma- rannsókna sem staðfesta vernd- andi áhrif fjögurra mismunandi lyfja á sjúklinga með slitgigt í hnjám.“ Svala Björgvinsdóttir  Svala Björgvinsdóttir fæddist í Reykjavík 25. janúar 1952. Varð félagsfræðingur frá Gautaborg- arháskóla 1983. Sjö ár fé- lagsráðgjafi í grunnskólum á Reykjanesi og í Reykjavík. Var tvö ár enn í námi í Stokkhólmi og vann þá hjá Gigtarfélagi Svíþjóð- ar og sem gigtarráðgjafi á Kar- olinska sjúkrahúsinu. Kom heim 1999 og hefur unnið síðan hjá Gigtarfélagi Íslands, bæði sem félagsráðgjafi og sem verkefn- isstjóri fræðslu og útgáfu. Svala er gift Baldri Kristjánssyni, dós- ent við KHÍ, og eiga þau þrjú börn. Mun fleiri konur en karl- ar fá slitgigt HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt hjón í skilorðsbundið fang- elsi fyrir vændi í framfærsluskyni. Er þetta fyrsti dómur sinnar tegundar sem kveðinn er upp hérlendis. Mað- urinn fékk 6 mánaða fangelsi en kona hans 3 mánaða fangelsi og 500 þúsund króna sekt. Dómurinn féllst ekki á kröfu kon- unnar sem krafðist sýknu á grund- velli þess að lög sem bönnuðu vændi væru í andstöðu við almenn viðhorf í þjóðfélaginu og tímaskekkja sem endurspeglaði úrelt viðhorf. Konan krafðist þess einnig að laga- ákvæðinu um bann við vændi yrði ekki beitt þar sem það færi í bága við stjórnarskrá lýðveldisins, en á það féllst dómurinn heldur ekki. Með eina milljón króna á mánuði Dómurum þótti engum vafa undir- orpið að konan hefði haft aðalfram- færslu af vændi á tímabilinu 5. júní 2002 til 27. febrúar 2003. Á þeim tíma veitti hún fjölda karlmanna kynlífs- þjónustu á degi hverjum á heimili sínu í Hafnarfirði, á gistiheimili í Hafnarfirði og í bílskúr við íbúðarhús í bænum. Þjónustuna, sem konan auglýsti á vefsíðu sinni sem erótískt nudd, sam- farir og munngælur, veitti hún gegn greiðslu og námu brúttótekjur henn- ar af starfseminni að minnsta kosti 9 milljónum króna eða um milljón á mánuði. Við húsleit á heimili hjónanna lagði lögregla m.a. hald á tvær dagbækur sem konan hélt um starfsemi sína og tölvu þar sem færðar voru inn upplýs- ingar um fjölda viðskiptavina á degi hverjum og fjárhæð greiðslu frá hverjum þeirra um sig. Þótti dómin- um ljóst að tekjum af vændi konunnar hefði verið ráðstafað í þágu hjónanna beggja. Þótti sannað að maðurinn hefði haft viðurværi sitt af vændi konu sinnar. Við slíku broti er allt að fjögurra ára fangelsi. Dómurinn tiltók að við ákvörðun refsingar væri ekki við fordæmi að styðjast. Þótti í ljósi tekna konunnar af vændinu og fjölda viðskiptavina sýnt að um umfangsmikla starfsemi hefði verið að ræða af hennar hálfu. Ætti hún sér þær málsbætur að gögn bentu sterklega til þess að maður hennar hefði lagt að henni að leggjast í vændi og stuðlað með beinum hætti að því að viðhalda þeirri starfsemi. Dómurinn taldi að ekki yrði með réttu ályktað á þann veg að aðstæður konunnar að öðru leyti hefðu verið með þeim hætti að til refsimildunar horfði. Yrði ekki séð að örbirgð eða önnur félagsleg neyð, svo sem áfeng- is- eða vímuefnavandi, hefði leitt hana út á braut vændis, en slíkar ástæður hefðu jafnan verið taldar valda því að einstaklingar neyddust til að fram- fleyta sér á þennan hátt. Þá sagði hún sjálf upp fastri vinnu sem hún var í áður en hún hóf vændi. Málið dæmdu héraðsdómararnir Þorgeir Ingi Njálsson sem dómsformaður, Gunnar Aðalsteinsson og Jónas Jóhannsson. Sá síðastnefndi skilaði séráliti og vildi þyngja refsingu mannsins en hann taldi brot hans svo alvarleg að ekki ætti að skilorðsbinda refsingu hans að öllu leyti. Verjandi hjónanna var Guðmundur Kristjánsson hrl. Málið sótti Sigríður Jósefsdóttir saksóknari hjá ríkissak- sóknara. Hjón dæmd í fangelsi fyrir skipulagt vændi Sannað að ákærðu höfðu aðalframfærslu af vændi Svona mengaðan fugl getum við ekki haft á tjörninni okkar, strákar. HÁSKÓLINN í Reykjavík mun í vik- unni standa fyrir svokallaðri rann- sóknarviku, þar sem fyrirlesarar úr öllum deildum skólans segja almenn- ingi frá rannsóknum sínum. Fyrir- lestrarnir eru bæði ætlaðir hinum áhugasama leikmanni, sem og öðrum vísindamönnum. Vísindamenn hafa góð tækifæri til að koma niðurstöðum úr rannsóknum sínum á framfæri við aðra fræðimenn í fagtímaritum og ráðstefnum, en í rannsóknarvikunni kynna þeir niður- stöður rannsókna sinna fyrir almenn- ingi, segir dr. Rögnvaldur J. Sæ- mundsson, lektor í viðskiptadeild HR og einn af fyrirlesurunum. Fyrirlestr- arnir verða allir tengdir hinum þrem- ur sérsviðum Háskólans í Reykjavík, viðskiptafræði, tölvufræði og lögfræði og fjalla um þau út frá mismunandi áherslum. „Á föstudaginn verður svo málþing þar sem verður fjallað um hlutverk ís- lenskra háskóla í breyttu rannsókn- arumhverfi. Menn velta því fyrir sér hvað við eigum að vera að gera, hvort við eigum að rannsaka hér ein á Ís- landi, eða vera virkari innan annarra háskóla í Evrópu,“ segir Rögnvaldur. Hann segir umfang rannsókna í einkafyrirtækjum hafa aukist mikið á síðustu 10 árum hér á landi. „Það er í takt við það sem hefur verið að gerast erlendis þar sem hefur orðið gríðarleg aukning á þessu síðustu 10 árin.“ Um tveir þriðju rannsókna sem unnar eru í atvinnulífinu á Íslandi eru unnir hjá einkafyrirtækjum, en einn þriðji á vegum ríkisins, sem einnig er mikil breyting frá því sem áður var, segir Rögnvaldur. Hann segir þetta hugs- anlega kalla á breytingar í starfsemi háskóla, meiri tengsl við atvinnulífið og samstarf um rannsóknir. Rannsóknarvika í Háskólanum í Reykjavík Vísindamenn kynna almenn- ingi margs konar rannsóknir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.