Morgunblaðið - 03.11.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 03.11.2003, Síða 1
2003  MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A HROLLUR FÓR UM RÍKHARÐ ER EIRÍKUR SÖNG / B9 KATRÍN Jónsdóttir skoraði eitt mark og lagði annað upp á síðustu mínútunum þegar Kolbotn vann Röa, 6:0, í gær og tryggði sér silfurverðlaun- in í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á ævintýralegan hátt. Staðan var 3:0 þegar fimm mínútur voru eftir og Kolbotn þurfti þrjú mörk til viðbótar til að ná silfrinu af Asker. Katrín, sem lék síðasta hálftímann, skoraði þá fjórða markið og lagði síðan upp það fimmta. Forráðamenn norska knattspyrnusambandsins voru búnir að taka upp brons- verðlaunin og gera þau tilbú- in fyrir leikmenn Kolbotn en þurftu að pakka þeim niður aftur og taka fram silfrið. Katrín tók fram skóna í haust eftir nokkurt hlé og lék síðustu fjóra leiki Kolbotn og skoraði í þeim fjögur mörk. Hún tók einnig þátt í nokkr- um leikjum í vor þegar mikil forföll voru í liðinu og var því með nægilega marga leiki til að hljóta verðlaunapening. Trondheims-Örn varð meistari með 47 stig, Kolbotn og Asker fengu 39 hvort og Röa var í fjórða sæti með 27 stig. Katrín með silfur í Noregi ÁSTHILDUR Helgadóttir og stöllur hennar í Malmö FF máttu þola tap fyrir Umeå í úrslitaleik sænsku bikar- keppninnar í knattspyrnu kvenna á Råsunda-leikvang- inum í Stokkhólmi á laug- ardaginn, 1:0. Úrslitin réðust á gullmarki, sem sænska landsliðskonan Hanna Ljung- berg skoraði á 103. mínútu leiksins. Þetta var þriðji bikarmeistaratitill Umeå, sem er Evrópumeistari kvenna- liða. Ásthildur stóð vel fyrir sínu í leiknum og sagði þjálfari norska liðsins Kolbotn, lið Katrínar Jónsdóttur, sem fylgdist með leiknum – að Ásthildur væri geysilega öfl- ugur leikmaður. Kolbotn mætir Malmö FF í Evrópu- keppninni á næstunni. Malmö mátti þola tap Forráðamönnum Fram leist best áRúmenann en hæfileikar hans, reynsla og þekking skara fram úr að mati þeirra sem fóru yfir umsóknirnar. Eftir viðræður við Geolgau um helgina var svo ákveðið að semja við hann um starfið. Geolgau er 42 ára gamall og var fastamaður í rúmenska landsliðinu í um áratug. Eftir að knattspyrnuferl- inum lauk hóf hann þjálfun hjá Constructorul Craiova, liðinu sem hann lék með í Rúmeníu, og þaðan lá leiðin til Færeyja þar sem hann hefur starfað undirfarin sex ár, fyrst hjá HB og síðan hjá B-36. Lið undir hans stjórn varð Færeyjameistari í tvígang og vann tvo bikarmeistaratitla. „Það er spennandi verkefni sem ég hef tekið að mér. Mér líst vel á félagið og eftir að hafa skoðað myndbönd af leikjum liðsins þá sé ég að Fram hefur nokkra góða knattspyrnumenn í sínum röðum og marga unga og efnilega leik- menn,“ sagði Geolgau við Morgunblað- „Ég veit ekki alveg hvers vegna Fram hefur verið í vandræðum und- anfarin ár en ég ætla mér að reyna að koma inn með nýtt hugarfar til leik- manna og mitt markmið verður að koma liðinu í hóp fimm efstu liða á næsta tímabili og að vinna meistaratit- ilinn innan þriggja ára. Ég öðlaðist mikla og góða reynslu í Færeyjum og ég lít á það sem stórt stökk fram á við fyrir mig að taka við liði hér á Íslandi. Ég hef fylgst með íslenskri knatt- spyrnu úr fjarlægð og veit að landslið- inu hefur vegnað vel og eins að margir góðir knattspyrnumenn eru hér á landi.“ Framarar hyggjast styrkja leik- mannahóp sinn fyrir komandi leiktíð en liðið varð fyrir blóðtöku á dögunum þegar fyrirliðinn Ágúst Gylfason gekk í raðir KR-inga. Framarar líta helst til Færeyja en þar þekkir Geolgau vel til. „Ég þarf tvær til þrjár vikur til að ljúka við að sjá alla leiki liðsins frá því í sumar og eftir það tek ég ákvörðun með stjórninni um það hvernig leik- menn við viljum fá til okkar, “ sagði Geolgau sem kemur til starfa í endaðan janúar en þar til mun aðstoðarþjálfari Fram og þjálfari 2. flokksins, Jörundur Áki Sveinsson, stýra æfingum. ið í gær eftir að hafa handsalað samn- inginn við Fram. Geolgau bíður erfitt verkefni hjá Frömunum en undanfarin fimm ár hef- ur þeim tekist að bjarga sér á ævin- týralegan hátt frá falli. Morgunblaðið/Jim Smart Rúmeninn Ioan Geolgau ásamt aðstoðarmanni sínum Jörundi Áka Sveinssyni í höfuðstöðvum Fram. Meistaratitill innan þriggja ára RÚMENINN Ion Geolgau var í gær ráðinn þjálfari karlaliðs Fram í knattspyrnu til næstu þriggja ára og þar með hafa öll liðin í efstu deild gengið frá þjálfaramálum sínum fyrir næstu leiktíð. Um 50 erlendir þjálfarar sóttust eftir þjálfarastarfinu hjá Fram, en Framarar auglýstu eftir þjálfara í blöðum í Hollandi og á Englandi. ÞJÁLFARARNIR hjá liðunum í efstu deild í knattspyrnu á næsta tímabili eru: KR: Willum Þór Þórsson FH: Ólafur Jóhannesson ÍA: Ólafur Þórðarson Fylkir: Þorlákur Árnason ÍBV: Magnús Gylfason Grindavík: Zeljko Sankovic Fram: Ion Geolgau KA: Þorvaldur Örlygsson Keflavík: Milan Stefán Jankovic Víkingur: Sigurður Jónsson Þjálfarar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.