Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 B 3 ADAM Spanich leikmaður úrvals- deildarliðs KFÍ skorar mest allra að meðaltali í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik, Intersportdeildinni, þeg- ar fimm umferðir eru búnar af deildinni. Athygli vekur að nýliðar KFÍ eru með tvo leikmenn af fimm efstu og nýliðar Þórs frá Þorláks- höfn eru með tvo leikmenn á meðal tíu efstu. Spanich hefur hitt mjög vel úr skotum sínum til þessa. Hann er með yfir 50 % nýtingu úr tveggja stiga skotum sínum og rúmlega 42% fyrir utan þriggja stiga línuna. Enginn íslenskur leikmaður kemst á lista yfir tíu efstu stiga- hæstu leikmenn deildarinnar og listinn þannig skipaður: Adam Spanich, KFÍ................ 34,8 Leon Brisport, Þór Þ.............. 30,8 Brandon Woudstra, UMFN .......29 Jeb Ivey, KFÍ........................... 28,2 Michael Manciel, Haukar ...... 27,2 Darrel Lewis, Grindavík .......... 25 Derrick Allen, Keflavík ......... 24,2 Raymond Robins, Þór Þ......... 24,2 Chris Woods, KR........................ 24 Clifton Cook, Tindastóll ........ 22,4 Páll Axel skorar mest af Íslendingunum Eins og sjá má komast íslenskir leikmenn ekki á listann en þrír leik- menn eru þó nálægt því að vera á þeim lista. Ef þeir eru teknir sérstaklega út þá er íslenski listinn yfir 10 stiga- hæstu að meðaltali þannig: Páll A.Vilbergson, Grindav... 21,6 Eiríkur S. Önundarsson, ÍR .. 21,3 Kristinn Friðriksson, Tind.... 21,2 Kevin Grandberg, ÍR ............. 18,4 Pálmi Sigurgeirsson, Brei. ....17,2 Sigurður Þorvaldsson, Snæf. 15,6 Friðrik E. Stefánsson, Nja. ... 15,2 Gunnlaugur Erlendsson, Þór... 14 Falur Harðarson, Keflavík.... 14,5 Lárus Jónsson, Hamar........... 13,8 Ísfirðingurinn Adam Spanich skorar mest En á móti kemur að inn í liðið komu menn núna sem sýndu að þeir hafa bætt sig verulega sem varnarmenn, eins og til dæmis Gunnar Berg Vikt- orsson. Við erum alltaf að leita að mönnum sem geta leyst þessa stöðu inn á miðjunni í vörninni til að létta aðeins á þeim sem þar mest brennur á. Gunnar kom vel út í þeirri stöðu. Þá lék Guðjón Valur vel sem bak- vörður, staða sem hann hefur ekki leikið mikið í vörn landsliðsins. Hann skilaði sínu hlutverki vel, eins nafn- arnir Róbert Sighvatsson og Gunn- arsson í horninu. Þeir voru einnig fínir. Það eru afar jákvætt að sjá fleiri leikmenn koma inn í þetta erf- iða hlutverk í vörninni, þessir leikir hafa fært okkur heim sanninn um það að aukin breidd er að færast í varnarleikinn okkar þótt margt sé ennþá ógert. Sex núll vörnin gekk betur heldur en fimm plús einn og fimm einn vörn, ekki satt? „Ég get tekið undir það. Fram- liggjandi vörnin gekk á tíðum ágæt- lega í Hafnarfirði í fyrsta leiknum en eftir það var hún lakari. Það er mikil vinna framundan í 5+1 vörninni og 5/1 en sex núll vörnin okkar gekk betur ég hafði ef til vill reiknað með. Það var bara ekki hægt að fara yfir öll þau atriði sem við vildum á þeim stutta tíma sem við höfðum til æf- inga. En fyrsta og fremst þá fengum við svör við mörgum spurningum og getum því hagað undirbúningi okkar á markvissan hátt þegar liðið kemur saman næst í byrjun næsta árs. “ Guðmundur sagðist vera í heild sáttur við útkomu leikjanna og þau svör sem hann fékk, en undirstrikar að það sé mikil vinna framundan fyr- ir EM og þótt liðið standi að mörgu leyti vel nú þá sé ekki sopið kálið. Allt verði hreinlega að ganga upp þegar á EM verði komið, meðal ann- ars það að hann geti stillt upp sínu sterkasta liði. Þá megi heldur ekki byggja upp of miklar væntingar þótt staðan sé góð í dag, nánast allt verði að gang upp á EM til þess að árang- ur náist, bestur þjóðir heim í hand- knattleik séu í mikilli framför. „Við setjum að sjálfsögðu markið hátt en þegar komið er í hóp þeirra bestu má ekkert bera út af því bestu þjóðirnar eru það sterkar.“ Sóknin var í heildina ágæt Það eru ennþá nokkur vandræði í sóknarleiknum á vinstri vængnum sem ekki tókst að leysa fyllilega í þessum þremur leikjum? „Í raun veru finnst mér það ekki. Sóknarleikurinn var góður í fyrsta leiknum og eins í viðureigninni í Ólafsvík ef undan er skilin sá kafli þar sem Pólverjarnir tóku tvo leik- menn úr umferð. Þá komu upp atriði sem við teljum okkur hafa leyst. Það var hins vegar gott að þetta atriði kom upp núna til þess að við getum brugðist við í tíma. Þegar heildina er lítið finnst mér helst hægt að gangrýna sóknarleik- inn hjá okkur síðustu fimmtán til tuttugu mínúturnar í síðustu viður- eigninni. Þá misstum við niður hrað- ann og við gerðum okkur seka um mistök. Það er ef til vill ekki óeðlilegt þegar á það er litið að þetta þriðji leikurinn á þremur dögum og menn máski farnir að þreytast. Þá má heldur ekki gleyma því að Pólverjar voru að reyna eitt og annað í sínum varnarleik, breyttu mikið innan leikjana og því hefði kannski mátt eiga von á sóknin hjá okkur gengi eitthvað verr en raun varð á. “ Hvernig finnst þér líkamlegt ástand manna vera? „Ástand manna er yfir höfuð mjög gott, ég er sáttur við það eins og það er. Menn verða hins vegar að gera sér grein fyrir því að það er mikil keppni framundan. Það má ekki slaka á nú þótt staðan sé góð. Fram- undan er hörkukeppni á EM þar sem allir leikmenn verða að vera fullkom- lega klárir í slaginn, leika átta leiki á tíu dögum. Það kostar gríðarlega orku og er ólíkt því að leika tvo leiki á viku. Leikmenn verða því haga æf- ingum sínum miðað við það á næstu vikum og mánuðum. Með þetta gríðarlega álag í huga þá var það ætlun mín að nota sem flesta leikmenn í leikjunum við Pól- verja og það tókst og án þess að kom niður á hraða og leikskipulagi okk- ar.“ Þrátt fyrir að hraðaupphlaupin hafi gengið vel þá segir Guðmundur það greinilegt að menn sakni mjög Patreks, Ólafur og Patrekur „bera“ boltann mun hraða upp völlinn en aðrir og greinilegt að fjarvera Pat- reks veiki liðið einnig að því leytinu. „Seinni bylgjan í hraðaupphlaupum var ekki nógu góð og er eitt þeirra atriða sem við verðum að skoða ofan í kjölinn og leita skýringa á.“ Markvarslan hefur á stundum verið áhyggjumál. Þegar þú lítur yfir þessa þrjá leiki hvað finnst þér um hana? „Hún var viðundandi, en því miður þá detta markverðirnir svolítið niður á milli og þá kannski á mikilvægum augnablikum eins og undir lokin í þessum þriðja og síðasta leik. Eins undir lokin í viðureigninni í Ólafsvík. En þetta atriði ekki í augnblikinu eins mikið áhyggjuefni og oft áður. Á þessi stundu hef ég mestar áhyggjur af Róberti Sighvatssyni línumanni sem hugsanlega er fing- urbrotinn eftir þennan leik, það að lítur að minnsta kosti ekki vel út á þessari stundu. “ hefur úr miklu að moða eftir vináttuleikina þrjá við Pólverja um helgina Morgunblaðið/Árni Torfason Guðmundur Guðmundsson gefur hér lærisveinum sínum góð ráð í leiknum við Pólverja í gær. iben@mbl.is  LOGI Gunnarsson skoraði 6 stig fyrir Giessen 46’ers í þýsku úrvals- deildinni í körfuknattleik á laugar- dag en liðið tapaði 109:112 fyrir TBB Trier eftir framlengingu. Staðan var 95:95 að loknum venjulegum leik- tíma. Þess má geta að Jón Arnór Stefánsson var í herbúðum Trier á síðustu leiktíð. Giessen 46’ers hefur unnið tvo leiki til þessa af fjórum og er um miðja deild sem stendur.  ÁSBJÖRN Stefánsson, hornmað- ur í liði Vals, er kominn í herbúðir Víkings en félögin náðu samkomu- lagi um lánssamning. Ásbjörn á að taka stöðu Ragnars Hjaltested sem þurfti að fara í uppskurð og leikur ekki meira með á tímabilinu.  AC Milan og Juventus skildu jöfn, 1:1, í toppslag ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu. Evrópumeistararnir í AC Milan og Ítalíumeistarar Juv- entus tróna saman á toppnum með 20 stig en Roma er tveimur stigum á eftir. Danski landsliðsmaðurinn Jan Dahl Tomasson kom Mílanóliðinu yfir en Marco Di Vaio jafnaði sex mínútum fyrir leikslok.  VINCENZO Montella og norski framherjinn John Carew tryggðu Roma sigurinn á Reggina í gær. Carew kom inn á fyrir Montella í síð- ari hálfleik og þakkaði traustið með því að skora gott mark.  RONALDO skoraði tvívegis og Luis Figo eitt þegar Real Madrid vann öruggan sigur á Atletico Bilbao, 3:0, í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardagskvöld. David Beckham lék með Madridar- liðinu á nýjan leik eftir meiðsli.  BARCELONA og Real Sociedad skildu jöfn í miklum markaleik, 3:3. Thiago Motta, Marc Overmars og Gabri skoruðu fyrir Börsunga og jafnaði Gabri metin sjö mínútum fyr- ir leikslok en Börsungar voru þá orðnir manni færri eftir að Motta var vikið af velli á 78. mínútu.  TIM Henmann fagnaði sigri á at- vinnumannamóti í tennis í París í gær. Bretinn lagði Rúmenann Andr- ei Pavel í úrslitaleik, 6:2, 7:6 og 7:6. Á leið sinni í undanúrslitin lagði Henmann Gustavo Kuerten og Andy Roddick, sem er stigahæstur á styrkleikalista alþjóðatennissam- bandsins.  ZACH Randolph skoraði 21 stig og tók 13 fráköst er lið hans Port- land Trail Blazers lagði Cleveland Cavaliers, 104:85, í NBA-deildinni í körfuknattleik aðfaranótt sunnu- dags. Allra augu beindust að nýlið- anum LeBron James í liði Cavs en hann sá aldrei til sólar í leiknum og skoraði aðeins átta stig. FÓLK RÓBERT Sighvatsson, línumaður íslenska landsliðsins í handknattleik, meiddist á fingri undir lok leiksins við Pólverja í Laug- ardalshöll í gærkvöld. Róbert fer í lækn- isskoðun í Þýskalandi í dag og þá kemur endanlega í ljós hvers kyns meiðsli þetta eru. „Það er þrennt sem kemur til greina. Brot, slitið liðband eða ég hef farið úr liði. Ég verð bara að vona það besta en ég er mjög bólginn og aumur í fingrinum,“ sagði Róbert við Morgunblaðið en hann átti góð- an leik gegn Pólverjum í gær og skoraði 5 mörk. Elís Þór Rafnsson sjúkraþjálfari íslenska liðsins sagði í samtali við Morgunblaðið að líklega væri Róbert óbrotinn en liðbandið skaddað en reikna má með að Róbert verði frá æfingum og keppni næstu vikurnar. Óhappið varð með þeim hætti að Róbert var í baráttu við pólskan varnarmann um frákast sem endaði með því að sá pólski lenti harkalega ofan á hendi Róberts með fyrrgreindum afleiðingum. Róbert meidd- ist á fingri Morgunblaðið/Árni Torfason Róbert Sighvatsson skoraði fimm mörk gegn Pólverjum í gær en hann meiddist á fingri undir lok leiksins og það skýrist í dag hversu alvarleg meiðslin eru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.