Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA 4 B MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ARSENE Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, er alls ekki ánægður með vinnubrögð enska knattspyrnusambands- ins, en fjórir leikmenn hans voru dæmir í samtals níu leikja bann í sl. viku og fengu einnig fjársektir fyrir leiðinlega fram- komu í leik gegn Manchester United á Old Trafford. Wenger sagði að dómurinn væri þungur og óskiljanlegur en hann var heldur ekki ánægður með framkomu Sir Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóra Man. Utd., sem skaust fram í sviðsljósið eftir dóminn og sagði að hann hefði verið of væg- ur – leikmenn Arsenal hefðu átt að fá þyngri dóma. Wenger sagði að Ferguson ætti að hugsa um sitt heimili frekar en að vera að skipta sér af málum annarra og sagði að Ferguson myndi ekki anda létt- ar þó svo að leikmenn Arsenal yrðu hengdir. „Ég legg það ekki í vana minn að vera að skipta mér af – eða ræða um aðra. Ég hef öðrum hnöppum að hneppa. Ég þrái ekki að leikmenn Manchester United verði reknir af leikvelli, settir í bann eða sektaðir. Það sem gerist hjá United er ekki mitt mál. Þeir vildu láta hengja okkur tvisvar og jafnvel í Hyde Park – fyrir framan landslýð. Sumir hata Arsenal svo mikið, að þeir fá aldrei frið – sofna og vakna með okkur á sinninu.“ Wenger ekki ánægður með framkomu Alex Ferguson Arsene Wenger FYRIRLIÐI enska landsliðsins í knattspyrnu, David Beck- ham, er nú í efsta sæti yfir tekjuhæstu íþróttamenn Bret- landseyja en undanfarin misseri hefur hnefaleikakappinn Lennox Lewis verið þar efstur á palli. Samkvæmt Sunday Times er Beckham með 20,5 millj. punda í árslaun eða 2.644 millj. ísl. kr. Þrátt fyrir það er hann „aðeins“ með rétt rúmar 600 millj. kr. í laun hjá spænska liðinu Real Madrid. Beckham er því með rétt rúma tvo milljarða á ári í laun fyrir auglýsingasamninga sem hann hefur gert. Lewis þarf að draga saman seglin því hann var með 3.870 millj. kr. í laun á síðasta ári en hann hefur aðeins önglað saman 1.161 millj. kr. á þessu ári. Michael Owen, framherji Liverpool og félagi Beckham í enska landsliðinu, er aðeins með 967 millj. kr. á ári í laun hjá félagi sínu auk auglýsingasamninga. Aðeins Ken Bates kemst nálægt Beckham hvað varðar laun þeirra sem tengjast knattspyrnunni á einhvern hátt en Bates seldi meirihluta sinn í enska liðinu Chelsea til Roman Abramovitsj og fékk Bates 2.258 millj. kr. í sinn hlut við þá sölu. Beckham sló Lewis niður af toppnum  JÓHANNES Karl Guðjónsson var í byrjunarliði Wolves sem tapaði fyr- ir Middlesbrough á River Side, 2:0. Jóhannesi var skipt útaf í stöðunni, 1:0, á 76. mínútu. Jóhannes Karl átti upphaflega ekki að vera í byrjunar- liðinu en á síðustu stundu var hann kallaður inn fyrir Colin Cameron.  ÍVAR Ingimarsson lék allan leik- inn með Reading sem tapaði á úti- velli fyrir Crewe, 1:0, í ensku 1. deildinni. Ívar var nálægt því að jafna metin undir lokin.  BRYNJAR Björn Gunnarsson var á varamannabekk Nottingham For- est allan leikinn þegar liðið tapaði fyrir Millwall, 1:0.  STOKE gerði 2:2 jafntefli við Sheffield United en Stoke komst í 2:0 eftir 17 mínútur. Wayne Thomas var rekinn af velli á lokamínútu fyrri hálfleiks og það færðu gestirnir sér í nyt. Þeir minnkuðu muninn á 52. mínútu og jöfnuðu úr vítaspyrnu á lokamínútunni.  GUÐJÓN Þórðarson knatt- spyrnustjóri Barnsley var afar svekktur með tap sinna manna gegn Bradford í ensku 2. deildinni. „Við óðum í færum og ef við hefðum nýtt eitthvert þeirra í fyrri hálfleik er ég viss um að við hefðum unnið,“ sagði Guðjón eftir leikinn.  ÞÓRÐUR Guðjónsson lék síðasta stundarfjórðunginn fyrir Bochum sem tapaði fyrir 1860 München, 3.1, í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu. Bjarni Guðjónsson var ekki í leik- mannahópi Bochum. Benjamin Lauth var á skotskónum í liði 1860 München en hann skoraði öll mörk sinna manna.  HELGI Kolviðsson var í byrjunar- liði Kärnten sem tapaði fyrir Pasch- ing, 3:0, í austurrísku 1. deildinni. Helga var skipt útaf á 61. mínútu. Kärnten er í næst neðsta sæti deild- arinnar.  AGF, liðið sem Ólafs H. Kristjáns- sonar, fyrrverandi knattspyrnumað- ur hjá FH, er hjá, vann í gær annan sigur sinn í röð í dönsku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu þegar liðið lagði Frem, 2:1. Þar með hefur sænski þjálfarinn Sören Åkeby fagnað sigri í báðum leikjunum sem hann hefur stjórnað liði AGF en hann og Ólafur eru þjálfarar liðsins.  HARALDUR Ingólfsson, fyrrver- andi landsliðsmaður í knattspyrnu frá Akranesi, var í byrjunarliði Rau- foss sem sigraði Sandefjörd í loka- umferð norsku 1. deildarinnar, 2:1. Haraldi var skipt útaf á lokamínút- unni en þetta var hans síðasti leikur með félaginu en hann hefur ákveðið að ganga í raðir ÍA. Raufoss hafnaði í fjórða sæti deildarinnar.  HARALDUR varð þriðji marka- hæsti leikmaður norsku 1. deildar- innar, skoraði 15 mörk í 28 leikjum. FÓLK Það var gaman að enda tímabilið ájákvæðan hátt og ég var alveg staðráðinn í að nýta tækifærið vel. Ég náði alla vega að minna á mig og þetta hjálpar mér vonandi eitthvað í framhaldinu,“ sagði Hannes Þ. við Morgunblaðið í gær. Fyrra markið skoraði Hannes beint úr aukaspyrnu og það síðara með skoti úr vítateign- um. Hannes, sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Viking, hefur sagt að hann vilji breyta til og yf- irgefa félagið – er ósáttur við hversu fá tækifæri hann hefur fengið. „Það hefur ekkert breyst og forráðamenn Vikings vita minn hug. Ég hef reynt að einbeita mér alfarið að fótboltan- um en nú þegar tímabilið er búið, geri ég ráð fyrir að eitthvað fari að gerast í mínum málum,“ sagði Hann- es, sem hitti landa á leikvelli – Tryggva Guðmundssyni, sem kom inná sem varamaður hjá Stabæk. Tryggvi hefur ákveðið að yfirgefa Stabæk og er að leita að nýjum dval- arstað. Tromsö náði að bjarga sér á æv- intýralegan hátt frá falli með því að leggja meistara Rosenborg að velli, 1:0, á Lerkendal, heimavelli Rosen- borg. Sigurmarkið kom þegar komið var þrjár mínútur fram yfir venju- legan leiktíma og skoraði Arne Vidar Moen markið framhjá Árna Gauti Arasyni sem lék síðustu 35 mínútur leiksins eftir að Espen Johnsen varð fyrir meiðslum. Bryne og Álasund féllu en Vålerenga þarf að fara í aukaleiki við Sandefjord um sæti í deildinni. Helgi Sigurðsson lék ekki með Lyn, sem steinlá fyrir Lilleström á heimavelli, 3:0. Gylfi Einarsson lék allan leikinn fyrir Lilleström. Bjarni Þorsteinsson var í byrjun- arliði Molde sem sigraði Sogndal, 3:2. Bjarna var skipt útaf á 70. mín- útu en Ólafur Stígsson kom ekkert við sögu hjá Molde. Tjaldið er fallið í Noregi og Íslendingar hugsa sér til hreyfings Hannes Þ. á skotskónum HANNES Þ. Sigurðsson fékk langþrátt tækifæri í byrjunarliði Viking í lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á laugardaginn. Hannes þakkaði traustið og skoraði tvö mörk gegn Stabæk. 3:1. Hannes var í fyrsta skipti í byrjunarliði Vikings, en hann hafði komið inná sem varamaður í 22 leikjum á keppnistímabilinu. Hannes skor- aði fyrsta og þriðja mark Vikings og skoraði því alls fimm mörk í deildinni og varð markahæstur íslensku leikmannanna í deildinni. Ljósmynd/Stavanger Aftenblad Hannes Þ. Sigurðsson hleypur hér fagnandi eftir að hafa skorað annað mark sitt fyrir Viking í sigri á Stabæk í norsku úrvalsdeildinni. Hannes Þ. skoraði fimm mörk HANNES Þ. Sigurðsson, Viking, varð í 32.-42. sæti yfir markahæstu leikmenn norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, sem lauk um helgina. Hannes skor- aði fimm mörk í 23 leikj- um sem hann tók þátt í. Þess má geta að aðeins einn leikmaður Viking skoraði fleiri mörk en Hannes. Það er Erik Nev- land, sem setti ellefu mörk. Helgi Sigurðsson, Lyn, skoraði 3 mörk í 24 leikj- um. Gylfi Einarsson, Lille- ström, og Tryggvi Guð- mundsson, Stabæk, skoruðu 2 mörk – Gylfi í sautján leikjum, Tryggvi fimmtán. Jóhann B. Guðmunds- son, Lyn, skoraði eitt mark.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.