Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 5
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 B 5 EVRÓPUMEISTARAR Real Madr- id tilkynntu í gær að þrír leikmenn félagsins hefðu framlengt samn- inga sína við félagið – fyrirliðinn Raúl, Michel Salgado og Jose Maria Guti. Raúl og Guti voru með samninga til ársins 2005, en samningur Salgado átti að renna út næsta sum- ar og fastlega var búist við því að hann yrði ekki endurnýjaður. Salgado var sterklega orðaður við Chelsea, en eftir að ljóst var að hann yrði áfram í herbúðum félags- ins sagðist hann yfir sig ánægður – hann vildi hvergi vera annars stað- ar vera. Salgado, sem er landsliðs- maður Spánar með 30 landsleiki að baki, kom til Real Madrid frá Celta Vigo árið 1999. Raúl, eða gulldrengurinn eins og hann er jafnan nefndur – skrifaði undir samning sem er til ársins 2009. Hann er fjórði markahæsti leikmaður Real Madrid frá upphafi – hefur skorað 225 mörk fyrir Real frá því hann byrjaði að leika með liðinu aðeins 17 ára fyrir níu árum. Þá er hann markahæsti leikmaður spænska landsliðsins frá upphafi – hefur skorað 35 mörk í 66 lands- leikjum. Sannur vinur Helstu kostir Raúl eru hvað hann er vinnusamur og óeigingjarn – maður liðsheildarinnar. Þau vanda- mál sem kappinn hefur helst lent í – eru oftar en ekki tengd því að vera trúr vinum sínum. Gulldrengurinn er tryggur Real Madrid „ÞETTA er spurning um KR eða Grindavík, en ég er ekki alveg búinn að ákveða hvort félagið verður fyrir valinu,“ sagði Orri Freyr Hjaltalín knattspyrnumaður í samtali við Morgunblaðið í gær en Orri hefur ákveðið að yfirgefa Þór á Akureyri og hafa bæði Grindavík og Íslandsmeist- arar KR-inga gert honum hon- um tilboð. „Ákvörðunin er erfið en ætli ég reyni ekki að taka hana á morgun eða hinn,“ sagði Orri. KR eða Grindavík hjá Orra Arsenal gerði út um leikinn gegnLeeds á fyrsta hálftíma leiksins en skæðar skyndisóknir Lundúnal- iðsins skiluðu þremur mörkum í fyrri hálfleik, tvö frá Henry og eitt frá Ro- bert Pires. Brasilíumaðurinn Gilberto kom Arsenal í 4:0 í upphafi síðari hálf- leiks en Alan Smith lagaði stöðuna fyrir Leeds og úrslitin þau sömu og í leik liðanna á Elland Road í fyrra. Áttum að skora fleiri mörk „Í hvert sinn sem við náðum hröð- um sóknum á Leeds í fyrri hálfleik skoruðum við mörk eða vorum við það. Það var þægilegt að fara inn í leikhléið með þriggja marka forskot en ég verð að hrósa leikmönnum Leeds fyrir að gefast ekki upp. Við áttum nú samt að skora fleiri mörk og þá sérstaklega á lokamínútunum þeg- ar við sköpuðum okkur mörg góð færi en ég gekki kvartað yfir þriggja marka sigri og það á útivelli,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eftir leikinn. Réðum ekkert við Henry „Við réðum hreinlega ekkert við Henry. Þegar hann fær að leika jafn lausum hala og hann fékk í þessum leik, er Arsenal nánast óstöðvandi,“ sagði Peter Reid, knattspyrnustjóri Leeds. Ástralinn Mark Viduka var ekki í liði Leeds og var ástæðan aga- brot sem Ried vildi ekki ræða nánar um eftir leikinn. Eiður fékk þrjár mínútur Eiður Smári Guðjohnsen fékk að- eins að spreyta sig í þrjár mínútur þegar Chelsea vann sætan sigur á Everton með marki Rúmenans Adr- ian Mutu, 1:0. Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, var við sama heygarðshorn- ið og áður. Hann gerði breytingar á framlínu liðsins frá leiknum við Notts County í deildarbikarkeppninni á miðvikudaginn. Eiður Smári Guð- johnsen, sem skoraði tvö mörk í þeim leik, var settur á bekkinn og Mutu tók stöðu hans – lék í fremstu víglínu með Jimmy Floyd Hasselbaink. Muto skoraði sigurmarkið á 49. mínútu, mark sem leikmenn Everton mót- mæltu kröftuglega – töldu Rúmenann hafa notað höndina til að koma knett- inum í netið. „Við kræktum okkur í dýrmæt stig. Ég verð að segja að við höfum oftast leikið betur. Seinni hálfleikurinn var þó mun betri hjá okkur og ég verð að hrósa Joe Cole sérstaklega – hann var frábær,“ sagði Claudio Ranieri knattspyrnustjóri Chelsea. Refsað fyrir að nýta ekki færin „Chelsea er að mínu mati verð- skuldað í öðru sæti deildarinnar, en ég er samt mjög svekktur að hafa tap- að leiknum. Við sköpuðum okkur fleiri færi í þessum leik en flestum hinum leikjunum sem við höfum spil- að en þegar maður nýtir ekki færi sín þá er manni refsað. Markið sem Mutu gerði var að mínu mati kolólöglegt,“ sagði David Moyes, knattspyrnu- stjóri Everton. Varamennirnir hetjur United Varamennirnir Ronaldo og Roy Keane innsigluðu sigur meistara Manchester United á nýliðum Portsmouth á Old Trafford. Báðir komu þeir inná á 76. mínútu og þeir settu svo sannarlega mark sitt á leik- inn. Ronaldo kom United í 2:0 með marki beint úr aukaspyrnu á 80. mín- útu og tveimur mínútum síðar skoraði fyrirliðinn þriðja markið með glæsi- legu vinstrifótarskoti. Diego Forlan skoraði fyrsta mark meistaranna á 37. mínútu, sitt þriðja í jafnmörgum leikjum. „Þar sem bæði Arsenal og Chelsea unnu sína leiki þá urðum við að gera það líka,“ sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United, en hann telur að baráttan um titilinn verði að- eins á milli þessarra þriggja liða. „Þetta var alls ekki auðveldur leik- ur. Það gat í rauninni allt gerst enda forysta okkar naum. Með skipting- unni á Keane og Ronaldo vildi ég tryggja að við töpuðum ekki leiknum. Það eru erfiðir leikir fram undan – fyrst gegn Glasgow Rangers í meist- aradeild Evrópu á þriðjudaginn og svo deildarleikur gegn Liverpool á sunnudag. Það er ástæðan fyrir því að ég hvíldi Keane stóran hluta leiksins,“ sagði Ferguson. Reuters Það var kátt á hjalla hjá leikmönnum Arsenal er þeir unnu öruggan sigur á Leeds á Elland Road. Hér fagna þeir öðru marki Frakkans Thierry Henry, sem er galdramaður með knöttinn. Þriggja liða bar- átta á Englandi TOPPLIÐIN í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, Arsenal, Chelsea og Manchester United, áttu öll góðu gengi að fagna í leikjum sínum um helgina. Arsenal, sem er eina taplausa liðið í deildinni, skellti Leeds á Elland Road, 4:1, þar sem Thierry Henry skoraði tvívegis, Rúmeninn Adrian Mutu tryggði Chelsea sigur á Everton á Goodison Park og meistarar Manchester United unnu öruggan sigur á nýlið- um Portsmouth, 3:0, þar sem portúgalski táningurinn Ronaldo opn- aði markareikning sinn fyrir félagið. ■ Úrslit/B10 ■ Staðan/B10  ALAN Shearer, fyrirliði New- castle, fékk gullið tækifæri til að tryggja sínum mönnum sigurinn á Aston Villa en honum brást boga- listin úr vítaspyrnu níu mínútum fyr- ir leikslok. Danski landsliðsmark- vörðurinn Thomas Sörensen sá við Shearer og leiknum lyktaði með jafntefli, 1:1. Dion Dublin, sem átti frábæran leik í miðvarðarstöðunni, kom Villa yfir í leiknum en Laurent Robert jafnaði metin. Aston Villa lék manni færri síðustu 20 mínúturnar eftir að Gavin McCann var vikið af velli.  DANNY Murphy tryggði Liver- pool sigurinn á Fulham í gær með marki úr vítaspyrnu tveimur mínút- um fyrir leikslok. Liverpool fagnaði sigri, 2:1, og komst með honum upp í sjöunda sæti deildarinnar. Emile Heskey er greinilega búinn að finna markaskóna en hann skoraði fyrra mark Liverpool og sitt þriðja í tveimur síðustu leikjum en Louis Saha jafnaði fyrir Fulham.  KEVIN Keegan, stjóri Manchest- er City, neitaði því eftir sigurinn á Southampton að hafa lent í rifrildi við Nicolas Anelka en Anelka var ekki í liði City í leiknum. Ástæðan fyrir því að Anelka var ekki í liðinu voru meiðsli í kálfa að sögn Keegans.  ROBBIE Fowler lék í fremstu víg- línu með Paolo Wanchope hjá Man- chester City og þeir gerðu hvor sitt markið. Fowler skoraði sitt fyrsta á leiktíðinni og hrósaði Keegan fram- herja sínum í hástert eftir leikinn. „Markið var í hæsta gæðaflokki og þetta er nokkuð sem við erum búnir að bíða lengi eftir,“ sagði Keegan.  TOTTENHAM tapaði sínum fyrsta leik undir stjórn Davids Pleats og það á heimavelli fyrir Bolt- on. Kevin Nolan skoraði eina mark leiksins og tryggði Bolton fyrsta sig- urinn á White Hart Lane í 44 ár.  BLACKBURN tapaði fimmta leik sínum í röð í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið lá fyrir Leicester, 2:0. Marcus Bent og Steve Howey skoruðu mörk Leicester á síðustu 15 mín., en það voru einu skot Leicester á mark Blackburn í leiknum.  WAYNE Rooney er búinn að taka af öll tvímæli. Hann ætlar að vera um kyrrt hjá Everton en Rooney hefur þráfaldlega verið orðaður við Chelsea. „Ég er nýbúinn að fram- lengja samning minn við Everton svo ég hef ekki áhuga á að fara til annars liðs,“ sagði Rooney við enska fjölmiðla um helgina.  ELFSBORG varð um helgina sænskur bikarmeistari í knatt- spyrnu þegar liðið sigraði 2. deildar- liðið Assyriska, 2:0, á Råsunda-leik- vanginum í Gautaborg. 10.000 áhorfendur sáu Lars Nilsson skora bæði mörk Elfsborg í leiknum. FÓLK Reuters Adrian Mutu fagnar marki sínu gegn Everton.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.