Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 52
52 C MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kári Fanndal Guðbrandsson, Sigrún Sigurpálsdóttir, lögg. fasteignasali S. 562 1200 F. 562 1251 2ja herbergja Vesturberg 2ja herbergja, 59,5 fm íbúð á 3. hæð í 4ra hæða húsi. Góð- ar vestursvalir. Mikið útsýni. Góð íbúð. Verð 8,9 millj. 3ja herbergja Skipasund - bílskúr Stórglæsileg 3ja herb. íbúð á 1. hæð (aðalhæð) í þríbýli.Glæsilega endurnýj- uð íbúð. Stór bílskúr fylgir. LAUS. Verð 15,9 millj. Goðheimar 5 herb., 129,7 fm íbúð á 2. hæð í fjórb. Íbúðin nýtist einstaklega vel, er stofa, 4 svefnherb., gott eldhús, baðherb., hol ofl. 25,4 fm bílskúr. Góð eign í góðu hverfi. Hagstæð lán. Naustabryggja 5-6 herb. 190 fm falleg íbúð á 3. hæð og í risi í 3ja hæða fjölbýlishúsi. Stæði í bíl- geymslu. Í risi er hátt til lofts, sem gefur íbúðinni skemmtilegt yfir- bragð. Spennandi íbúð fyrir ungt fólk sem vill búa rúmt. Góð lán. Raðhús - einbýlishús Meistaravellir Mjög góð 3ja herb. íbúð á efstu hæð í góðu fjöl- býlishúsi á þessum vinsæla stað. Suðursvalir, gott útsýni. Vandaðar innréttingar. Góð sameign. Verð 12,6 millj. 4ra herbergja og stærra Sólvallagata 3ja herb. 58,4 fm í kjallara í góðu þríbýlishúsi. Íbúðin er með sérinngangi og sérhita. Mjög snotur og notaleg eldri íbúð á frá- bærum stað. Laus strax. SELJENDUR ATHUGIÐ! Okkur vantar allar stærðir og gerðir fasteigna á söluskrá. Ef þið eruð í söluhugleiðingum, þá vinsamlegast hafið samband. Vitastígur Húsið er tvær hæðir og kjallari, samt. 152,1 fm. Mikið endurnýjað og ákaflega bjart og vinalegt einbýlishús. Auðvelt er að gera íbúð í kjallara með sérinng. 3 einkabílastæði. Áhv. húsbr. ca 7,2 m. Atvinnuhúsnæði Glæsibær Höfum í sölu húsnæði Félags eldri borgara í Glæsibæ. Húsnæðið er á jarð- hæð hússins og er 962,7 fm, er skiptist í stóran sal, stórt mjög vel búið eldhús, anddyri, snyrtiherbergi, geymslur o.fl. Nýtist mjög vel fyrir skemmtistað, veit- ingastað (afkastamikið eldhús) eða sem verslunarhúsnæði. Glæsibær hefur ver- ið endurnýjaður á glæsilegan hátt og verður einnig stækkaður umtalsvert. Gott tækifæri fyrir veitingamenn, verslunareiganda og fjárfesta. Reykjavíkurvegur 408,8 fm atvinnuhúsnæði á 2. hæð. Vel staðsett. Laust. Verð 21,0 millj. Sumarhús Sumarhúsalóðir Höfum til sölu sumarhúsalóðir í Grímsnesi, stærðir 0,5-1,0 ha. Mjög gott tæki- færi til að eignast lóð á mjög góðum stað á sanngjörnu verði. Smiðjuvegur Atvinnuhús- næði, götuhæð og önnur h., samt. ca 335 fm Á götuhæðinni er upplagt lagerhúsnæði og uppi skrifstofu- /þjónusturými. Laust. Verð 16 millj. Hörpugata Höfum í sölu spennandi húseign, sem er 332,9 fm með tveim íbúðum. Stórar glæsi- legar stofur, rúmgóð herb. Sólskáli. 2ja herb. séríbúð á jarðhæð. Með í kaupum fylgir byggingalóð fyrir ein- lyft einbýlishús. Leitið frekari upp- lýsinga. Seiðakvísl Einstaklega vand- að, stórt og glæsilegt einbýlishús í suðurhluta Ártúnsholts. Húsið er hæð og kjallari og er draumahús þeirra er vilja búa rúmt og á rólegum stað. Allt tréverk er sérlega vandað og samstætt. Örstutt í útivistarpar- adísina Elliðaárdalinn. „ÉG HEF verið að vinna að því að fá þetta efni flutt hingað inn síðast- liðið ár. Ég var um tíma á sjó og heyrði þá fyrst um það, en efni þetta hefur verið notað mikið á gler í allskonar skipum með góðum ár- angri,“ segir Arnar. „Það var síðan fyrir um það bil þremur mánuðum sem við hófum innflutning Sea- thru til landsins,“ heldur hann áfram. „Sea-thru er framleitt af Marine glass í Bretlandi og það hefur verið notað um allan heim um árabil. Mest er það notað erlendis á gler í háhýsum og á gler í allar tegundir skipa, sem dæmi er efnið á ári hverju borið á um hundrað og fimmtíu þúsund fermetra af gleri á skemmtiferðaskipum víðs vegar um heiminn,“ segir Arnar Þór. Reynist vel á hverskyns húsnæði Hérna heima höfum við borið þetta á gler í togurum, einnig hefur verið að aukast mjög að beðið sé um þetta á gler í heimahúsum,“ segir Arnar. „Efnið virkar þannig að það myndast þunn húð utan um glerið, hún hindrar það að óhreinindi fest- ist á því. Í raun má segja að glerið sé sem nýtt eftir að Sea-thru hefur verið borið á það,“ segir Arnar. Vinnum verkið frá upphafi til enda „Við tökum að okkur að vinna verkið frá upphafi til enda, þ.e. að bera efnið á glerið og allt sem því fylgir. Það er ekki nóg að bera efn- ið beint á rúðuna, það þarf að vanda mjög til verksins,“ segir Arnar. „ Það skiptir miklu máli að rétt aðferð sé notuð, fyrst er glerið þvegið á hefðbundinn hátt og svo er skafið yfir. Þegar því er lokið þá förum við aðra umferð með sér- stakri sápu sem er sótthreinsandi og drepur allar bakteríur,“ segir Arnar Þór. „Glerið er svo látið þorna. Það er afar mikilvægt að glerið sé alveg hreint og það reyn- ist stundum nauðsynlegt að þrífa það tvisvar. Þegar glerið er orðið vel þurrt þá er Sea-thru-efnið borið á með bómull,“ heldur hann áfram. Endist í rúmlega þrú ár „Skilyrðin þurfa að vera nokkuð góð til þess að hægt sé að bera efn- ið á, það er hvorki hægt að bera það á í frosti né rigningu. Þó þarf ekki mikinn hita til þess að hægt sé að vinna þetta, eða um þrjár gráð- ur,“ heldur hann áfram. „Á háhýsum úti í heimi er talað um að ending efnisins á rúðunum sé um þrettán ár við góð veðurskil- yrði. Veðrið hér á Íslandi er afar breytilegt eins og við könnumst öll við og má því segja að miðað við ís- lenska veðráttu sé eðlilegt að himnan sem myndast um glerið endist í um þrjú ár. Til þess að lengja endingartímann enn frekar mælum við með því að borin sé á glerið sérstök sápa sem að vinnur með efninu “sergir Arnar þór „Ég gerði nýlega tilraun með þetta efni og bar það á bílrúðuna hjá mér, það hefur reynst mjög vel. Mér fannst sérstaklega ánægjulegt að koma út í morgun og sjá að allir í kringum mig voru að hamast við að skafa, ég þurfti hinsvegar rétt aðeins að strjúka yfir rúðuna á bílnum mínum og við það rann ís- inn af. Það hefur sýnt sig að Sea- thru hentar á hverskonar gler,“ segir Arnar. Fjarlægjum rispur af gleri „Við höfum einnig tekið að okkur að fjarlægja rispur og erfið óhrein- indi af gleri, við notum til þess sér- staka vél og hefur árangurinn verið mjög góður. Við hreinsuðum meðal annars kísil af rúðum í Nesjavalla- virkjun og steiningarlím af blokk hér í bænum. Það hafði gengið afar illa að ná því af og var verið að tala um að skipta um gler í allri blokk- inni. Þess reyndist ekki þörf þar sem okkur gekk afar vel við verk- ið,“ heldur hann áfram. Miklir möguleikar „Ég tel að ekki sé mikið um efni með sambærilega eiginleika og Sea-thru, við erum því afar ánægð- ir að hafa fundið það,“ segir Arnar Þór. „Við hjá Heimsgleri munum í nánustu framtíð taka upp þá þjón- ustu að hreinsa upp bílrúður, við getum bæði fjarlægt rispur og sett á vörn,“ heldur hann áfram. „Ég er reyndar alveg sérstaklega spennt- ur fyrir nýju efni sem við eigum von á og er það frá fyrirtæki sem heitir Glas-weld í Bandaríkunum. Það efni hefur þá eiginleika að það eyðir móðu inni í bílum, ég held að við séum flest sammála um að það er eitthvað sem við viljum vera laus við,“ segir Arnar Þór að lokum. Ver gler fyrir óhreinindum Arnar Þór Þorsteinsson og Valdimar Þór Ólafsson hjá fyrirtækinu Heimsgler hófu nýlega innflutning á efni sem nefnist Sea-thru. Efnið er það eina sinnar tegundar sem vitað er um hér á landi og er það notað til þess að verja gler. Perla Torfadóttir ræddi við Arnar Þór. Morgunblaðið/Árni Torfason Arnar Þór Þorsteinsson ber Sea-thru-efnið á gler. Sea-thru hefur reynst einkar vel á gler í skipum. Hér má sjá hvernig rúðurnar eru fyrir og eftir notkun á Sea-thru-efninu. Bókastoðir má nota í öðrum til- gangi en styðja við heims- bókmenntinar í heimilishillunum, þótt það sé algengasta notkunin. Bókastoðir má t.d. nota til þess að varðveita bréf og aðra pappíra sem eiga að vera vísir. Þessar bókastoð- ir eru raunar úr steini og því vel stöðugar, þær geyma vel póst gest- anna sem gista í Flughótelinu í Keflavík. Morgunblaðið/Guðrún Bókastoðir fyrir póst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.