Morgunblaðið - 04.11.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 04.11.2003, Síða 1
STOFNAÐ 1913 299. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Kemst ekki í bobba Jón Þorvaldsson á 500 tegundir skelja og kuðunga Daglegt líf 25 Með Matthíasi Johannessen á sýningu á höfundarverki hans Bækur 1 Pólitískur áróðursmaður Steve Forbes rekur fjölmiðla- fyrirtæki og beitir því Erlent 16 FINNSK stjórnvöld sendu þúsundir sovéskra stríðsfanga í fangabúðir nasista á árum síðari heimsstyrjaldar. Þessu er haldið fram í nýrri bók sem gefin hefur verið út í Finnlandi. „Árin 1941 og 1942 sendi Finnland 2.892 sov- éska stríðsfanga til Þýskalands, þ.á m. 500 gyð- inga,“ sagði Elina Sana, finnskur sagnfræðingur og blaðamaður, í samtali við AFP-fréttastofuna en hún er höfundur bókarinnar „Luovutetut“, eða „Þeir sem voru framseldir“. Heldur Sana því fram í bók sinni að stjórnvöld í Helsinki hafi látið undan þrýstingi nasista í þessum efnum í mun ríkari mæli en áður hefur verið talið. Niðurstöður sínar byggir Sana á viðtölum við menn sem framseldir voru og afkomendur þeirra, auk þess sem hún hefur rannsakað skjalasöfn í bæði Þýskalandi og Finnlandi. Hún segir að vísu að það hafi gert henni erfitt fyrir að finnsk stjórnvöld eyddu öllum gögnum í stríðs- lok sem gátu staðfest gjörðir þeirra og valdið þeim álitshnekki. Segir Sana að af þessum sökum hafi sennilega mun fleiri sovéskir stríðsfangar verið fram- seldir; tölur hennar séu einungis byggðar á til- fellum sem henni tókst að staðfesta. Ekki tókst að fá fulltrúa stjórnvalda til að tjá sig um efni bókar Sana í gær en AFP ræddi við Ohto Manninen, þekktan sagnfræðing í Finn- landi, sem sagðist telja að Finnland hefði hugs- anlega skipt á um 1.500 sovéskum stríðsföngum og sambærilegum fjölda rússneskra fanga sem voru í haldi Þjóðverja og voru af finnsku bergi brotnir. Nýjar ásakanir um hlut finnskra stjórnvalda í seinni heimsstyrjöld Afhentu nasistum sovéska stríðsfanga ÁKVÖRÐUNAR um aðlögun EES að stækkun ESB er að vænta á miðvikudag eða fimmtudag þegar utanríkisráðherrar Ís- lands, Noregs og Liechtenstein ræða málið, að sögn Ernst Walch, ut- anríkisráðherra Liechten- stein. Hann sagðist þakk- látur utanríkisráðherrum Íslands og Noregs fyrir að hafa beitt sér fyrir lausn málsins. „Samvinna okkar gengur vel og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera stækk- un ESB vel heppnaða,“ sagði Walch við Morgunblaðið í gær. Walch mun funda með Jan Pedersen, ut- anríkisráðherra Noregs, á miðvikudag eða fimmtudag, og verða þeir í sambandi við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra: „Ég þarf að afla mér allra upplýsinga. Við munum ræða þetta á miðvikudag, eða fimmtudag í síðasta lagi. Þar munum við ræða málið og taka ákvarðanir.“ Þakklátur Íslandi og Noregi Utanríkisráðherra Tékka, Cyril Svoboda, sagði að loknum fundi með utanríkisráð- herrum Íslands og Noregs í Prag á sunnu- dag að á honum hefði komið greinilega fram að Ísland og Noregur ætli að skrifa undir samning um aðlögun EES að stækkun ESB innan skamms og að þau vonist til þess að Liechtenstein muni gera það einnig. Walch segir ekki um það rætt að Íslend- ingar og Norðmenn skrifi undir án Liecht- enstein. Halldór og Pedersen hafi einungis sagt að skrifað verði undir samninga um að- lögun EES að ESB, og þeir vonist til að Liechtenstein geri það líka þótt málamiðl- unartillögur þeirra hafi ekki borið árangur. „Ég er mjög þakklátur íslenska og norska utanríkisráðherranum, þeir hafa litið á þessar viðræður sem hluta af okkar EES- samvinnu. Það hefur sannarlega aukið sam- stöðu okkar. Við erum þakklátir fyrir að þeir gera sér grein fyrir að þetta tengist fullveldi því sem öll lönd eiga rétt á innan EES,“ segir Walch. Norski vefmiðillinn Nationen sagði í gær- kvöldi að talsmaður stjórnvalda í Liechten- stein hefði sagt NRK að Liechtenstein hefði í gær ákveðið að undirrita samninginn um aðlögun EES ásamt Noregi og Íslandi. Utanríkisráðherra Liechten- stein um EES og ESB Ákvörðun tekin í vikunni  Ísland og Noregur/6 Ernst Walch MÍKHAÍL Khodorkovskí, aðaleig- andi og forstjóri rússneska olíufé- lagsins Yukos, lýsti því yfir í gær að hann væri hættur störfum hjá fyr- irtækinu. Hann sagðist hins vegar áfram ætla að vinna að því „að byggja upp opið og raunverulega lýðræðislegt samfélag í Rússlandi“. Khodorkovskí var handtekinn fyrir rúmri viku og hnepptur í gæsluvarðhald eftir að ákæra var gefin út á hendur honum fyrir víð- tæk fjársvik. Telja margir að að- gerðir á hendur honum séu af póli- tískum rótum runnar. Sagði ákvörðun hans um að hætta sem forstjóri Yukos, auðveldaði honum ekki aðeins að skipuleggja vörn sína vegna meintra fjársvika held- ur gerði hún honum einnig kleift að hefja pólitísk afskipti fyrir alvöru – en Khodorkovskí hefur áður lýst áhuga á því að láta til sín taka í stjórnmálum Rússlands. Sögðu heimildarmenn The New York Times ekki útilokað að Khod- orkovskí byði sig nú fram gegn sitj- andi forseta, Vladímír Pútín, í for- setakosningum sem eiga að fara fram í mars á næsta ári. Khodorkovskí einmitt í yfirlýs- ingu sinni að hann vildi með ákvörðun sinni í gær forða Yuk- os frá því að verða fyrir enn frekari ofsókn- um saksóknara í Moskvu, sem fyrst og fremst beindust gegn persónu hans. Í frétt The New York Times í gær sagði að tveir nánir samstarfs- menn Khodorkovskís teldu að Khodorkovskí Moskvu. AFP. Míkhaíl Khodorkovskí hættur sem forstjóri Yukos Sagður hugleiða pólitísk afskipti MOHAMMED Zahir Shah (fyrir miðju), sem í eina tíð var kon- ungur Afganistans, tekur hér við drögum að stjórnarskrá fyrir landið í Kabúl í gær. Honum á hægri hönd stendur Hamid Karzai, forseti Afganistans, en hann sagði í gær að stjórnar- skráin hefði verið samin með það í huga að hún yrði í gildi næstu 100–200 árin. Þess hefur verið beðið um nokkra hríð að lokið yrði við að semja nýja stjórnarskrá fyrir Afganistan. Stjórnarskrárdrögin gera ráð fyrir að landið verði lýð- ræðisríki þar sem forseti telst æðsti pólitíski leiðtogi landsins. Jafnframt er kveðið á um mik- ilvægi íslamstrúar. Afganska þjóðarráðið, Loya Jirga, fær drögin nú til umræðu en eftir samþykkt þeirra er stefnt að því að halda kosningar í Afganistan. AP Stjórnarskrá fyrir Afganistan FORYSTUMENN Evrópusam- bandsins (ESB) hörmuðu í gær þá fordóma gagnvart gyðingum sem þeir sögðu birtast í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem sýnir að íbúar Evrópu telja Ísrael helstu ógnina við heimsfriðinn. Fyrr í gær hafði Ísraelsstjórn lýst hneykslan sinni á niðurstöðunum og brýnt fyrir evrópskum leiðtogum að stuðla að auknum skilningi meðal íbúa Evrópu á erfiðu hlutskipti Ísraels. Fram kemur í umræddri skoðana- könnun, sem unnin var fyrir fram- kvæmdastjórn ESB, að 59% Evr- ópubúa álíta Ísraelsríki ógnun við heimsfriðinn. Eru þetta fleiri en telja Íran, Norður-Kóreu og Bandaríkin ógnun við frið í heiminum. Ítölsk stjórnvöld, sem nú fara með forystu í ESB, hafa lýst yfir að niður- staðan sé engin vísbending um opin- bera afstöðu ESB til Ísraels. Hringdi Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, í Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, til að lýsa „undrun og gremju“ á niðurstöðunum. Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, tók í sama streng. Niðurstaðan benti til að í Evrópu fyndist gyðingahatur og það yrði ekki liðið. Einhliða umfjöllun fjölmiðla „Evrópubúar virðast ekki átta sig á þeim þjáningum sem Ísraelar hafa mátt þola. Í staðinn hafa þeir sett gyðingaríkið á stall fyrir neðan helsta glæparíki veraldar og alþjóð- leg hryðjuverkasamtök,“ sagði í yf- irlýsingu sem sendiráð Ísraels í Brussel sendi frá sér vegna málsins. Sögðust Ísraelar vera að hugleiða að hefja sýningar á útúrsprengdum strætisvagni í borgum Evrópu til að sýna afleiðingar hryðjuverka. 59% Evrópubúa telja Ísrael helstu ógnina við heimsfriðinn Prodi segir ekki hægt að líða gyð- ingahatur Brussel. AP, AFP. ÍTALÍUDEILD kaþólsku góðgerð- arsamtakanna Caritas hefur opnað sérstaka vinalínu fyrir viðskipta- vini vændiskvenna. „Við erum að tala um þúsundir manna sem eng- inn hugsar um,“ sagði Don Giov- anni Sandona er hann vakti athygli á þeim sálarkvölum sem hann sagði menn sem greiða fyrir kynlíf gjarn- an líða. „Þetta frumkvæði er liður í því að koma í veg fyrir vændi,“ sagði Antonio De Poli, fulltrúi hjá Caritas. Um sjötíu þúsund vændis- konur eru á Ítalíu, um helmingur þeirra ólöglegir innflytjendur frá fátækum ríkjum Afríku. Vinalína fyrir viðskiptavini vændiskvenna Róm. AFP. ♦ ♦ ♦ Alltaf að hugsa um orð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.