Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ REYKINGAR og áfengisdrykkja hafa minnkað meðal íslenskra ung- linga í 10. bekk frá árinu 1995 en hass- neysla hefur aftur á móti aukist lít- illega. Þetta kemur fram í niðurstöðum íslenska hluta ESPAD- könnunarinnar (European School Survey Project on Alchohol and other Drugs) en þetta er ein umfangsmesta rannsókn sem gerð er á vímu- efnaneyslu 15 og 16 ára unglinga í Evrópu og Bandaríkjunum. Tilgangur rannsóknarverkefnisins er að fylgjast með breytingum á vímuefnaneyslu ungmenna en það er gert með stöðl- uðum könnunum á fjögurra ára fresti. Að sögn Stefáns Hrafns Jónssonar, lýðfræðings frá Rannsóknum & grein- ingu, liggur fjölþjóðlegur sam- anburður ekki fyrir sem stendur en ís- lenski hlutinn býður upp á samanburð milli ára. Þetta er í þriðja sinn sem ESPAD-rannsóknin er framkvæmd og þátttökuþjóðirnar eru nú orðnar 35 talsins. Á Íslandi hafa verið gerðar sambærilegar rannsóknir nær árlega frá árinu 1995 og því hefur myndast hér vísir að traustum langtímagagna- grunni. Nýjasta rannsóknin var fram- kvæmd í mars sl. og náði til 82% allra tíundu bekkinga á landinu. Í takt við viðhorf almennings Samkvæmt niðurstöðum hefur dregið jafnt og þétt úr reykingum unglinga í 10. bekk síðan árið 1995 og jafnframt hefur dregið úr reykingum yngri nemenda. Unglingar í dag reykja minna en forverar þeirra, eru líklegri til að hafa aldrei reykt og ólík- legri til að reykja stundum eða dag- lega. Þannig höfðu til dæmis rúmlega 60% aðspurðra árið 1995 prófað að reykja en í dag er það hlutfall um 45%. Breytingin er ekki eins mikil á daglegum reykingum en fimmtungur 10. bekkinga reykti árið 1995 en nú er það hlutfall komið niður í tæp 14%. Heldur færri stúlkur en piltar reykja en kynjamunurinn virðist fara sífellt minnkandi. Unglingum sem aldrei hafa reykt hefur jafnframt fjölgað til muna en árið 1995 var það hlutfall 39% en er nú komið upp í 54%. Stefán Hrafn bendir á að þessar niðurstöður séu í takt við viðhorf al- mennings. „Þessi minnkun á sér stað á sama tíma og andstaða almennings við reykingar hefur aukist.“ Hlutfall unglinga sem einhvern tíma hafa smakkað áfengi hefur hald- ist nokkuð stöðugt í gegnum tíðina en vanalega hafa fjórir af hverjum fimm unglingum bragðað áfengi. Þetta hlut- fall hefur þó minnkað eilítið og er núna í kringum 75%. Rúmlega annar hver unglingur hefur einhvern tíma orðið drukkinn um ævina en það hlut- fall hefur minnkað um rúm 10% síðan árið 1995. Þarna hefur kynjamun- urinn einnig minnkað en það bendir til þess að áfengisneysla pilta og stúlkna virðist ekki að öllu leyti þróast með sama hætti. Færri drekka en drekka meira Stefán Hrafn bendir á að nú drekki hlutfallslega færri nemendur en 1999 en svo virðist sem þeir sem drekka drekki að jafnaði meira en áður. Neysla ólöglegra vímuefna sveiflast lítillega milli ára en neysla á hassi hef- ur aukist eilítið. 13,1% tíundu bekk- inga hafa prófað að reykja hass, 10,3% hafa sniffað, 4,5% hafa tekið amfeta- mín eða spítt og 2,3% hafa neytt al- sælu (ecstacy). Á bilinu 5,1–11,4% unglinga telja sig geta keypt hass á skólalóðinni en flestir nefndu þó aðra staði eins og húsnæði dópsala eða skemmtistaði. Það vekur athygli að af þeim nem- endum sem aldrei hafa reykt hass telja rúm 60% sig hvergi geta keypt hass ef þau kæra sig um það. Stefán Hrafn bendir á að minni vímuefnaneysla unglinga haldist jafn- framt í hendur við aukna samveru þeirra með foreldrum sínum. „Stuðn- ingur foreldra hefur mikil áhrif. Nið- urstöður rannsóknanna eru sterk vís- bending um að forvarnarstarf okkar skilar árangri. Við megum hins vegar ekki slaka á. Forvarnarstarf er ekki verk sem er klárað í eitt skipti fyrir öll,“ segir Stefán Hrafn. Niðurstöður ítarlegrar rannsóknar á vímuefnaneyslu 15–16 ára ungmenna Reykingar og drykkja minnk- uðu meðal tíundu bekkinga                             ! " #      $    %    &   '( %  & &       %  & &  '(      ! " #      )    %     '( %          ) *    UTANRÍKISRÁÐHERRA Tékka, Cyril Svoboda, sagði að loknum fundi sínum með utanríkisráðherrum Ís- lands og Noregs í Prag að á honum hefði komið greinilega fram að Ísland og Noregur ætli að skrifa undir samn- ing um aðlögun EES að stækkun ESB innan skamms og að þau vonist til þess að Liechtenstein muni gera það einn- ig. Hvorki Halldór Ásgrímsson né Jan Petersen, utanríkisráðherra Noregs, ræddu við fjölmiðla eftir fundinn. Enn er unnið að lausn deilunnar og koma bæði Ísland og Noregur að þeirri vinnu en málið mun engu að síð- ur vera nokkuð snúið. Í Liechtensteiner Vaterland er haft eftir talsmanni utannríkisráðuneytis- ins í Liechtenstein að lögð hafi verið fram ný sáttatillaga en enn beri þó mikið á milli í deilunni. Lausnin gangi út á það að skilja að fullnægjandi við- urkenningu Tékklands og Slóvakíu á sjálfstæði Liechtenstein og svo eigna- kröfum liechtensteinsku furstafjöl- skyldunnar vegna eignaupptöku í Tékkóslóvakíu eftir lok heimsstyrjald- arinnar síðari; ganga eigi frá sjálf- stæðisviðurkenningunni í tengslum við undirritunina en deilan um fjár- hagskröfur furstafjölskyldunnar verði látin bíða síðari tíma. Heimildarmenn Morgunblaðsins í íslenska utanríkis- ráðuneytinu staðfestu að unnið væri að lausn málsins á þessum nótum. Haft er eftir utanríkisráðherra Liechtenstein, Ernst Walch, á heima- síðu Radio Liechtenstein að það hafi ekki komið honum á óvart að fátt hafi komið út úr samningaviðræðunum í Prag og Liechtenstein muni halda fast í kröfur sínar. „Okkur þykir það miður að Tékkar hafa ekki gefið eftir, ekki einu sinni um millimetra,“ sagði Walch en tók jafnframt fram að hann væri þakklátur fyrir að Íslendingar og Norðmenn væru að reyna að miðla málum. Ísland og Noregur ákveðin í að skrifa undir aðlögun EES ÞÓRIR Einarsson afhenti Ásmundi Stefánssyni lyklavöldin að embætti ríkissáttasemjara í gær. Kjarasamn- ingar á almennum vinnumarkaði eru lausir um áramót og segist Ásmund- ur ekki kvíða því þó að mikið verði að gera hjá honum á næstunni. Þórir, sem hefur verið rík- issáttasemjari undanfarin tæp níu ár, sagði bæði söknuð og létti fylgja því að láta af starfinu. Engin logn- molla er þó framundan hjá Þóri, hann hyggst m.a. rita sögu embætt- isins og sáttastarfs á Íslandi en það megi rekja allt aftur til ársin 1925 og væntanlega enn lengra aftur. „Það eru afskaplega mikil átök í þessu starfi á köflum og í raun oft frekar lítill tími á milli þeirra. Það fylgja þessi starfi oft miklar vökur og fjarvistir að heiman og stundum er nánast dvalið hér nokkra mánuði í Karphúsinu, kannski bara skotist heim í nokkra klukkutíma. En það má segja að það hafi verið sæmilegur friður og fá mál í um ár vegna þess að samningarnir hafa verið lengri. En nú blasir við törn á árunum 2004 og 2005. Þetta er því mjög góður tími til að skipta um því ekki er gott að skipta um hest í miðri á,“ segir Þórir. Ásmundur Stefánsson segir að búast megi við að ýmislegt verði á döfinni á næstu mánuðum. „En það er ekki endilega það versta sem fyr- ir mann kemur að fá verkefni strax og ég kvíði því ekki. Það er að vísu ekki útséð um það með hvaða hætti komandi samningar verða og hversu auðveldlega mönnum geng- ur að leysa málin og þess vegna án þess að tala við sáttasemjara. En ég hef auðvitað reynslu af því að vera hér sólarhringunum saman, bæði sem fulltrúi fyrir ASÍ á sínum tíma og svo sem fulltrúi fyrir bankana. Þannig að ég veit alveg hvað það þýðir. Ég kvíði því ekki og er sæmi- lega úthaldsgóður í slík verk,“ segir Ásmundur. Morgunblaðið/Sverrir Ásmundur Stefánsson tekur við lyklunum af Þóri Einarssyni. Enginn kvíði þó að mikið verði að gera Ásmundur tekur við af Þóri HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt starfsmann bílaumboðs í 85 þús- und króna sekt og þriggja mánaða ökuleyfissviptingu fyrir að aka 400 hestafla sportbíl á 195 km hraða á Krýsuvíkurvegi í sumar, en þar er leyfilegur hámarkshraði 90 km. Maðurinn var á sýningarbíl sem bílaumboðið hafði að láni frá framleið- anda. Mun tilgangur ökuferðarinnar hafa verið sá að prófa afl og gæði bíls- ins. Maðurinn ætlaði að prófa bílinn á Kvartmílubrautinni við Straumsvík, en þar sem hún var lokuð tók hann „í andartaks dómsgreindarleysi“ þá röngu ákvörðun að prófa bílinn á Krýsuvíkurveginum. Þar var lögregl- an og stöðvaði ökuþórinn. Málið dæmdi Jónas Jóhannsson héraðsdómari. Verjandi ákærða var Jóhannes Rúnar Jóhannsson. Málið sótti Arnþrúður Þórarinsdóttir, fulltrúi lögreglustjórans í Hafnarfirði. Missti prófið eftir ofsaakstur á 400 hest- afla bíl FLUG Icelandair til og frá London tafðist ekki í tveggja daga löngu verkfalli hlaðmanna á Heathrow- flugvelli, en verkfallinu lauk í nótt. „Okkar flugferðir gengu sam- kvæmt áætlun og án truflunar,“ seg- ir Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair. „Við björguðum þessu bæði með okkar fólki héðan og frá London með aðstoð Swissport.“ Engin trufl- un vegna verkfalls ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.