Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2003 11 SAMKVÆMT skoðanakönnun Gall- up í síðasta mánuði hafa litlar breyt- ingar orðið á fylgi flokkanna frá kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn virðist þó heldur vera að bæta við sig fylgi á kostnað Samfylkingarinn- ar. Í könnuninni mældist Sjálfstæð- isflokkurinn með 39% fylgi (34% í kosningunum í maí), Samfylkingin mældist með 29% fylgi (31%), Fram- sóknarflokkurinn með 16% fylgi (18%), Vinstrihreyfingin með 10% fylgi (9%) og Frjálslyndi flokkurinn með 6% fylgi (7% í kosningunum). Helstu breytingar frá síðustu könnun Gallup er að fylgi Samfylk- ingarinnar dalar um tvö prósentu- stig, en frjálslyndir bæta við sig tveimur prósentustigum. Sjálfstæð- isflokkur og VG bæta hins vegar við sig einu prósentustigi. Þessar fylgis- breytingar eru innan vikmarka. Samkvæmt könnuninni lýsa 58% svarenda yfir stuðningi við ríkis- stjórnina. Samanlagt fylgi stjórnar- flokkanna er hins vegar 54%. Könnunin var gerð dagana 29. september til 28. október. Úrtakið var 3.495 manns á aldrinum 18–75 ára. Úrtakið var valið með tilviljun úr þjóðskrá og var svarhlutfall 65%. Litlar breyt- ingar á fylgi flokkanna KALLAÐ var á aðstoð lögreglunn- ar í Reykjavík um helgina þegar maður kom að tveimur sofandi mönnum á veitingastað í miðborg- inni. Gleymst hafði að læsa veit- ingastaðnum og höfðu tveir erlendir menn sem ekki áttu í nein hús að venda farið þar inn og lagt sig á gólfið til að forðast kuldan úti. Mönnunum var ekið að húsnæði Hjálpræðishersins þar sem þeir ætluðu að fá gistingu. Lögreglunni fékk aðra tilkynn- ingu um menn sem leituðu sér skjóls í kuldanum. Um var að ræða tvo menn sem brotist höfðu inn í anddyri húss í vesturborginni og sváfu þar ölvunarsvefni. Þegar lög- regla kom á staðinn fannst þar sof- andi maður. Hann mun hafa kveikt smáeld inni í anddyrinu til að ylja sér og voru smávægilegar skemmd- ir á mottu eftir eldinn. Manninum var vísað út. Leituðu sér skjóls undan kuldanum GRUNUR leikur á að kveikt hafi verið í sumarbústað í Eilífsdal, en hann brann til kalda kola á sunnu- dagskvöld. Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins fór á staðinn eftir að til- kynning um eldinn barst en gat lítið gert til að bjarga bústaðnum. Vart varð við mannaferðir við bú- staðinn nokkru áður en eldurinn braust út og því hefur ekki verið útilokað að hann sé af mannavöld- um. Grunur um íkveikju ÖKUMAÐUR jeppa keyrði á naut á þjóðveginum undir Eyjafjöllum, til móts við bæinn Hrútafell, um kvöld- matarleytið á sunnudag. Ökumann sakaði ekki en jeppinn er nokkuð skemmdur, þó ökufær. Nautið fótbrotnaði við árekstur- inn. Það stóð þó upp eftir árekstur- inn og haltraði út af veginum af sjálfsdáðum. Nautið hafði losnað úr girðingu með tveimur öðrum naut- gripum í gegnum opið hlið og ráfað út á veginn. Ók á naut ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.