Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ VIÐAMIKIL flugslysaæfing var haldin í Vest- mannaeyjum um helgina og gekk hún vel að sögn Heimis Más Péturssonar, upplýsingafull- trúa Flugmálastjórnar. Sett var á svið flugslys og æfð viðbrögð við því að flugvél með fimm- tíu farþega hlekkist á við flugvöllinn í Eyjum. Æfðar voru björgunaraðgerðir þar sem um var að ræða látna farþega, mikið slasaða, minna slasaða, óslasaða, sem og aðhlynningu við aðstandendur og samskipti við fjölmiðla. Á æfingunni reyndi á samhæfingu vegna flutnings slasaðra frá Vestmannaeyjum, sem og á boðunarkerfi, störf fólks á vettvangi, stjórnun, fjarskipti, rannsóknir og fleira. Á æfingunni tókst að finna nokkra veikleika sem gott var að fá fram í dagsljósið. Ljóst er að endurnýja þarf t.d. fjarskiptabúnað lög- reglu og annarra viðbragðsaðila og huga bet- ur að flokkun slasaðra. Í lokin var síðan hald- inn rýnifundur þar sem farið var yfir öll atriði æfingarinnar. „Þessi æfing var mik- ilvægur hlekkur í því að gera áætlun um hvernig megi bæta einstök atriði,“ sagði Heimir Már. Hátt í 200 manns tóku þátt í æfingunni en æft var í fyrsta skipti eftir nýrri flugslysa- áætlun fyrir Vestmannaeyjar, sem tók form- lega gildi hinn 27. júní síðast liðinn. Áætlunin byggist á samræmdu starfsskipulagi fyrir alla neyðaraðila á Íslandi, svokölluðu SÁBF-kerfi, sem stendur fyrir stjórnun, áætlanir, bjargir, framkvæmdir. Að æfingunni komu fulltrúar ríkislög- reglustjóra, Landspítala – háskólasjúkrahúss, flugrekenda, Rannsóknanefndar flugslysa, Rauða kross Íslands, Biskupsstofu, lögregl- unnar í Reykjavík, Neyðarlínunnar, Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, Slökkviliðs Ak- ureyrar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Um 50 „slasaðir“ á viðamikilli flugslysaæfingu í Vestmannaeyjum Fjarskiptamálin þarf að laga Æfingin byggðist á því að flugvél með um fimmtíu farþega hefði hlekkst á við flugvöllinn í Vestmannaeyjum. Morgunblaðið/Sigurgeir Sumir þátttakendur í æfingunni voru mikið slasaðir. AÐ MATI embættis ríkislögreglu- stjóra er dómsmál sem nú er til með- ferðar hjá EFTA-dómstólnum og varðar tollalagabrot á Íslandi dæmi um að milliríkjasamningar og al- þjóðastofnanir séu komnar með hlut- verk í meðferð refsimála á Íslandi. Þetta mál sýni vel að regluverk um atvinnurekstur á Íslandi sé sífellt að verða flóknara og það geri ríkar kröf- ur til þeirra sem þar starfa um þekk- ingaröflun og öflun sérfræðiþjón- ustu. Fyrir helgi fór fram málflutningur fyrir EFTA-dómstólnum í Lúxem- borg vegna fyrsta refsimálsins sem kemur til kasta dómstólsins. Málið barst EFTA-dómstólnum frá Hér- aðsdómi Reykjaness á grundvelli 34. gr. samnings EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlits stofnunar og dóm- stólsins. Í lagagreininni er heimild fyrir dómstóla aðildarríkja EFTA til að beina beiðnum til EFTA-dóm- stólsins um ráðgefandi álit á skýr- ingu EES-samningsins og reglna sem á honum byggja. Umrætt ákvæði hefur það að markmiði að tryggja einsleita framkvæmd EES- reglna á öllu Evrópska efnahags- svæðinu. Grunur um útflutning á fiski með rangan uppruna Samkvæmt upplýsingum frá emb- ætti ríkislögreglustjóra, er umrætt mál rekið fyrir Héraðsdómi Reykja- ness á grundvelli ákæru ríkislög- reglustjórans á hendur þremur mönnum. Um er að ræða fram- kvæmdastjóra íslensks útflutnings- fyrirtækis og tvo fyrirsvarsmenn fiskvinnslufyrirtækis en þeim er gef- ið að sök að hafa á árunum 1998 og 1999 brotið gegn tollalögum og al- mennum hegningarlögum þegar þeir fluttu út í 76 skipti samtals 803.962 kg af söltuðum þorskafurðum til fimm landa Evrópusambandsins með rangan tilgreindan uppruna. Hráefn- ið hafði útflutningsfyrirtækið flutt inn frá Rússlandi og Bandaríkjunum og flutt út aftur eftir að fiskurinn hafði verið þíddur upp, flattur eða flakaður og saltaður af fiskvinnslu- fyrirtækinu. Mönnunum er gefið að sök að hafa komið félögunum undan greiðslu að- flutningsgjalda við innflutning til Evrópusambandsríkjanna, samtals tæplega 57 milljónir króna, með því að tilgreina upprunann á útflutnings- pappírum sem íslenskan þrátt fyrir að hann uppfyllti ekki skilyrði milli- ríkjasamninga til að geta talist ís- lenskur. Samningar Íslands við Evr- ópusambandið, þ.e. bókun 9 við EES-samninginn, og ákvæði fríversl- unarsamnings Íslands og Evrópu- sambandsins frá 1972 tryggja ís- lenskum sjávarafurðum tollfríðindi en það sama á ekki við um fiskafurðir sem aflað er utan lögsögu EES- ríkjanna af skipum annarra þjóða. Í tilkynningu ríkislögreglustjóra segir, að mál þetta sé dæmi um sífellt flóknara regluverk um atvinnurekst- ur á Íslandi sem geri ríkar kröfur til þeirra sem þar starfa um þekking- aröflun og öflun sérfræðiþjónustu. Enn fremur sé þetta mál dæmi um að milliríkjasamningar og alþjóðastofn- anir séu komnar með hlutverk í með- ferð refsimála á Íslandi. Hlutverk þeirra í þessu máli hvíli á því að efnis- reglur þær, sem ákærðu sé gefið að sök að hafa brotið, eru hluti af EES- samningnum. EFTA-dómstóllinn hafi síðan það hlutverk að gefa ráð- gefandi álit um skýringar reglnanna sem dómstólum aðildarríkjanna ber að taka tillit til í úrslausnum sínum. Af sömu ástæðum verði rannsókn- ir sakamála, þar sem reyni á hið flókna regluverk, sífellt flóknari og geri meiri kröfur til þekkingar rann- sóknaraðila lögreglu og eftirlitsaðila auk þess sem rannsóknir þessara brota þurfi að fara fram í góðu sam- starfi lögreglu og eftirlitsaðila. Enn- fremur geri mál sem þessi miklar kröfur til sækjenda málanna sem þurfi að búa málin í þann búning að til skila komist auk þess að færa fram sönnur fyrir dómi um hin flóknu brot. Þá þurfi dómarar, sem fá slík mál til meðferðar, að setja sig inn í reglu- verkið sem starfsemin lúti og hafi þekkingu til að fjalla um málin. Í tilkynningu frá efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra segir að rík- islögreglustjóri hafi lagt áherslu á að byggja upp slíka þekkingu bæði hjá rannsakendum og ekki síður sækj- endum deildarinnar. Slík þekkingar- öflun sé dýr og krefjist tíma auk þess sem regluverkið sé sífelldum breyt- ingum undirorpið svo þekkingaröfl- uninni ljúki í raun aldrei heldur sé hún sífelld. EFTA-dómstóllinn tekur fyrir íslenskt tollalagabrot Sýnir hve regluverk um atvinnurekstur er orðið flókið STANGAVEIÐIFÉLAGIÐ Lax-á er með athyglisverða tilraun í gangi í Tungufljóti í Árnessýslu, en í sumar var þar tilraunaslepping á nokkur þúsund gönguseiðum og gera lax- ármenn sér vonir um að eitthvað skili sér í ána að ári. Verður sá lax allur veiddur í gildru og notaður í kreistingu vegna enn stærra rækt- unarátaks. Árni Baldursson hjá Lax-á segir að í sumar hafi tekist að afla tíu lítra af hrognum úr löxum á Hvítár/ Ölfusársvæðinu og tryggi það slepp- ingar upp á 50-60.000 gönguseiða árið 2005, en stefnt sé að enn stærri sleppingum í framtíðinni. Fljótið sé afar fallegt og fjölbreytt, það sé í kaldari kantinum og því erfitt fyrir lax að ná þar fótfestu. Þetta sé því sams konar ræktun og stunduð er í Rangánum með frábærum árangri. Laxastigi er í fossinum Faxa sem er neðst í ánni. Hann var smíðaður fyrir mörgum árum, er Stangaveiði- félag Reykjavíkur gerði tilraun til að koma upp laxveiði í ánni. Stiginn virkaði ekki og seiði sem sleppt var skiluðu sér ekki. Stiginn verður nú lagfærður og notaður til þess að ná þeim laxi sem skilar sér næstu sum- ur. Verður gildra í stiganum og lax- inn notaður í klak. Síðustu tvö sum- ur hafa nokkrir stangaveiðimenn farið um ána og leitað að heppileg- um veiðistöðum. Dálítið er af mjög vænum silungi í ánni, mest urriða sem er mikið á bilinu 2 til 5 punda. Lax-á er líka leigutaki Ytri- Rangár og þar hefur nú verið ráðist í að lengja laxveiðisvæði árinnar. Var það gert með því að bæta við fjórum sleppitjörnum á nýjum slóð- um, ofar en nokkur tjörn hefur verið til þessa. Þar bætast nú við tvö laxa- svæði sem heita Geldingarlækur og Heiði. 80.000 gönguseiðum var sleppt í þessar tjarnir í sumar og má því fastlega búast við því að þarna verði meiri eða minni veiði næsta sumar. Menn vita þó sjaldnast fyr- irfram hvernig einstakar tjarnir skila af sér. SVFR með opinn fund Stangaveiðifélag Reykjavíkur boðar til opins fundar á morgun, miðvikudaginn 5. nóvember, á Grand Hóteli í Reykjavík. Hefst hann kl. 20. Yfirskriftin er: Er sjó- kvíaeldi ógn við villta laxinn? Össur Skarphéðinsson verður fundarstjóri og fundurinn hefst með ávarpi Guðna Ágústssonar landbún- aðarráðherra. Framsögumenn verða Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga, Vigfús Jóhannsson, formaður Lands- sambands fiskeldisstöðva, Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur og deildarstjóri hjá Veiðimálastofnun, og Gísli Jónsson, dýralæknir fisk- sjúkdóma hjá Tilraunastöðinni á Keldum. Verður Tungu- fljót laxveiðiá? Garðar Geir Hauksson sleppir stór- um hæng sem hann veiddi í Selá. Var fiskurinn áætlaður 18 pund. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? UPPLÝSINGAFUNDUR um hjartarafstuðtæki fyrir almenning til notkunar utan sjúkrahúsanna verð- ur haldinn í Hringsal Landspítala – háskólasjúkrahúss í dag. kl. 10.30. Fundurinn er ætlaður þeim sem koma að endurlífgun. Tækin eru alsjálfvirk og mjög ein- föld í notkun og hafa gefið góða raun erlendis. Endurlífgunarráð land- læknisembættisins hefur mælt með því að tækjunum verði dreift utan sjúkrahúsanna t.d. á þá staði þar sem bíða þarf lengur en í 5 mínútur eftir sjúkrabíl ef einhver lendir í hjartastoppi. Nokkur tæki eru þegar komin til landsins og hafa verið for- rituð til að „tala“ íslensku við þann sem beitir þeim á sjúking. Ekki tæki til að gefa hjartahnoð Sagt var frá málinu í frétt Morg- unblaðsins í gær og var jöfnum höndum talað um tækin sem hjarta- rafstuðtæki og hjartahnoðtæki. Réttnefni er hjartarafstuðtæki og er beðist velvirðingar á mistökunum. Kynning- arfundur um hjarta- rafstuðtæki ♦ ♦ ♦ ELDUR kom upp í gluggatjöldum í íbúð í Engihjalla 9 í Kópavogi í gær. Talið er að kviknað hafi í út frá kerti en húsráðandi var búinn að slökkva eldinn þegar slökkviliðið bar að garði. Skemmdir voru minniháttar. Bruni í Kópavogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.