Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2003 13 Fram til 24. nóvember vinna Og Vodafone og Ericsson að uppbyggingu GSM kerfis Og Vodafone á höfuðborgarsvæðinu. Við biðjumst velvirðingar á truflunum sem farsímanotendur okkar kunna að verða fyrir á meðan vinna stendur yfir. www.ogvodafone.is Við eflum GSM þjónustu okkar ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 22 59 0 10 /2 00 3 SAMÞYKKT var ályktun um skatta- mál á trúnaðarmannaráðstefna Raf- iðnaðarsambands Íslands þar sem segir að skattalækkanir verði ekki skiptimynt í komandi kjaraviðræð- um. Það sé forgangsverkefni að styrkja og efla velferðarkerfið. Ef svigrúm reynist vera fyrir hendi til að lækka skatta eigi að haga skatta- lækkunum með þeim hætti að þær gagnist þeim sem eru með lægri tekjurnar. Ennfremur var lögð áhersla á að draga ætti úr jaðar- sköttum á lægri tekjur og jaðaráhrif- um barnabóta með því að hækka skerðingarmörk verulega, til að auð- velda þeim tekjulægri að vinna sig úr fátæktargildrum. „Ráðstefnan telur ástæðu til þess að árétta að mögulegar skattalækk- anir munu ekki verða skiptimynt í stað réttmætra launahækkana sem launamenn munu semja um í næstu kjarasamningum,“ segir í ályktun trúnaðarmannaráðstefnu RSÍ. Á ráðstefnunni var lögð áhersla á að í komandi kjarasamningum yrði tryggt að launafólk fengi réttláta hlutdeild í aukningu þjóðartekna og hagvexti. „RSÍ hefur fylgt stefnu um „Stígandi lukku í undanförnum kjarasamningum, en með því hefur tekist að tryggja vaxandi kaupmátt. RSÍ lýsir sig reiðubúið til að halda áfram á þeirri braut, en leggur áherslu á að tengja verður þannig samninga skýrum efnahagslegum markmiðum og virkum mælistikum sem aðilar vinnumarkaðar og stjórn- völd eru sammála um. Lengd samn- ingstíma mun ráðast af vilja samn- ingsaðila til að viðhalda stöðugleika og kaupmáttaraukningu. Meðal helstu verkefna samninganefnda rafiðnaðarmanna í komandi samn- ingum verður að skilgreina raunlaun og færa taxtakerfin að þeim,“ segir í ályktun fundarins. Skattalækkun ekki skipti- mynt í kjaraviðræðum MENNTAMÁLARÁÐHERRA tók nýja byggingu við Verzlunarskóla Íslands formlega í notkun í gær og afhenti skólanum hana fyrir hönd Sjálfseignarstofnunar Verslunar- ráðs Íslands um viðskipta- menntun. Byggingin er 2.090 fermetrar að stærð og eru í henni 20 skóla- stofur og tveir fyrirlestrarsalir, segir Þorvarður Elíasson, skóla- stjóri Verzlunarskólans. Hann seg- ir að nýja byggingin muni breyta miklu fyrir nemendur: „Nú munu loksins allir bekkir hafa sína heimastofu, sem er mikill munur.“ Nemendur sjá sjálfir um sínar stofur og segir Þorvarður það mjög jákvætt fyrir nemendur, þótt húsnæðið nýtist vissulega aðeins verr en ella. Nú þegar framkvæmdum við nýju bygginguna er lokið er stefnt að því að kanna með hvaða hætti er best að bjóða nemendum sem það vilja upp á heitan mat í hádeg- inu, segir Þorvarður. Ný bygging Verzlunarskólans opnuð Morgunblaðið/Sverrir Þorvarður Elíasson skólameistari tók við lyklinum að nýrri byggingu Verzlunarskólans úr hendi Tómasar Inga Olrich menntamálaráðherra. Kolbeinn Kristinsson, formaður sjálfseignarstofnunarinnar, fylgist með. SAMKVÆMT skoðanakönnun Gallup telja 48% svarenda að fram- lag Íslands til þróunarmála sé hæfilegt. Jafnhátt hlutfall telur framlagið of lítið, en 4% telja það of mikið. Heldur fleiri karlar en kon- ur telja framlag of lítið eða 52% karla á móti 44% kvenna. Meiri- hluti kjósenda Samfylkingar og vinstri grænna er frekar þeirrar skoðunar að auka þurfi framlag Ís- lands til þróunarmála, en meiri- hluti kjósenda Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks telur að fram- lagið sé hæfilegt. Í þjóðarpúlsi Gallup kemur einn- ig fram mikill stuðningur við til- lögu um styttingu námstíma til stúdentsprófs. 72% styðja tillög- una, 20% eru andsnúin henni og 8% taka ekki afstöðu. Könnunin var gerð dagana 29. september til 28. október. Úrtakið var 3.495 manns á aldrinum 18–75 ára. Úrtakið var valið með tilviljun úr þjóðskrá og var svarhlutfall 65%. 48% telja framlag Íslands hæfilegt FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.