Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU BRESKI fjárfestingarbankinn Sing- er & Friedlander hefur selt 26,2% hlut í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie, en bankinn átti fyrir 30,8% hlut og á nú um 4,6%. Tilkynnt var í gærmorgun í kauphöllinni í London að til stæði að selja bréfin og salan fór þannig fram að safnað var áskriftum frá kaupendum. Í gær- kvöldi var svo tilkynnt um lok söl- unnar. Í síðustu viku var tilkynnt að Kaupþing-Búnaðarbanki ætti 6% hlut í Singer & Friedlander en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er talið að Kaupþing-Búnaðarbanki hafi aukið hlut sinn nokkuð frá þeim tíma. Í breskum fjölmiðlum hefur því verið haldið fram að kaup Kaup- þings-Búnaðarbanka í Singer & Friedlander kunni að tengjast áhuga á hlutnum í Carnegie, en Kaupþing- Búnaðarbanki hefur ekki staðfest það. Sigurður Einarsson, stjórnar- formaður Kaupþings-Búnaðar- banka, vildi í gær ekkert tjá sig um sölu Singer & Friedlander á hluta- bréfunum í Carnegie eða hvort Kaupþing-Búnaðarbanki tengdist henni með einhverjum hætti. Í yfirlýsingu frá Singer & Fried- lander segir framkvæmdastjóri bank- ans að bankinn hafi verið að reyna að draga úr verðbréfamiðlun og auka eignastýringu. Salan nú sé framhald af skrefi sem tekið hafi verið árið 2001 þegar Carnegie hafi verið skráð á markað, en Singer & Friedlander keyptu 55% hlut í Carnegie árið 1995. Singer & Friedlander selur 26% í Carnegie Talið að Kaupþing- Búnaðarbanki hafi aukið hlut sinn í breska bankanum HAGNAÐUR Sæplasts nam 4 millj- ónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 23 milljónum króna. Hagnaður fyrir afskriftir, fjár- magnsgjöld og skatta (EBITDA) nam 236 milljónum króna en var 242 milljónir á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur Sæplasts voru á fyrstu níu mánuðum ársins 2 milljarð- ar króna en rekstrargjöldin voru 1,8 milljarðar króna. Til samstæðu Sæplasts teljast nú í fyrsta sinn Plasti Ned í Hollandi og Icebox á Spáni. Handbært fé félagsins var tæpar 449 milljónir króna í lok september og jókst um tæpar 386 milljónir króna á tímabilinu. Eiginfjárhlutfall var 24,5% í lok september, en 31,5% um áramót. Rekstur fyrstu níu mánaða ársins einkenndist af erfiðum ytri aðstæð- um, að því er segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Sterk staða ís- lensku og norsku krónunnar auk sterks Kanadadollars hafa mjög nei- kvæð áhrif á afkomu þarlendra fé- laga. „Þrátt fyrir sterka stöðu ís- lensku krónunnar skilaði verksmiðja Sæplasts á Dalvík sinni bestu afkomu í sögu félagsins. Rekstur Sæplasts Norge var mjög erfiður á fyrstu níu mánuðum ársins. Á tímabilinu lokaði Sæplast verksmiðju sinni í Norður- Noregi. Nokkur kostnaður er gjald- færður vegna þess í uppgjörinu,“ seg- ir ennfremur í tilkynningu. Sæplast með 4 milljónir í hagnað STEINÞÓR Ólafsson, forstjóri Sæplasts hf., hefur óskað eftir því við stjórn félagsins að láta af störfum en hann hefur verið forstjóri þess síðan 1998. Stjórn Sæ- plasts hefur ráðið Geir A. Gunnlaugsson sem forstjóra fyrirtækisins. Geir hefur verið stjórnarformaður félagsins frá 2002 og hefur hann sagt sig úr stjórn félagsins. Stjórn félagsins hefur kosið Magnús Jónsson stjórnarformann. Geir A. Gunn- laugsson nýr forstjóri Geir A. Gunnlaugsson ÍSLENSK fyrirtæki sem hafa ekki þegar hafið undirbúning á innleið- ingu alþjóðlegra reikningsskila- staðla þurfa að hefja þá vinnu strax, að sögn Heimis Þorsteins- sonar, löggilts endurskoðanda hjá Deloitte. Össur hf. er fyrsta íslenska fyr- irtækið sem birti árshlutareikning samkvæmt nýju alþjóðlegu reikn- ingsskilastöðlunum en fyrirtækið er viðskiptavinur Deloitte sem hefur veitt sérfræðiþjónustu við innleið- inguna. Samkvæmt reglugerð Evr- ópusambandsins verða teknir upp alþjóðlegir reikningsskilastaðlar á Evrópska efnahagssvæðinu 1. jan- úar 2005. Reglugerðin kveður á um að þau fyrirtæki sem eru með hlutabréf sín skráð í Kauphöll Ís- lands og samanstanda af samstæðu nokkurra félaga þurfi að hafa til- einkað sér að vinna samkvæmt stöðlunum í ársbyrjun 2005. Hins vegar þarf í raun og veru að hefja þessa vinnu strax um næstu ára- mót, en það er til þess að uppfylla kröfur staðlanna um að fyrirtækin hafi árið 2005 marktækan saman- burð við árið 2004. Stöðlunum er ætlað að gera árs- reikninga og árshlutareikninga fyr- irtækja auðskiljanlegri og auðvelda samanburð á fyrirtækjum og þar af leiðandi samanburð fjárfesta á fjár- festingarkostum. Þeir eiga að þjóna sem sameiginlegt tungumál á þessu sviði og gefa mjög greinargóða mynd af flestum þáttum í starfsemi fyrirtækjasamstæðu. Að sögn Heimis verða fyrirtæki að taka sér góðan tíma í undirbún- ing og þá sérstaklega þau sem eru með starfsemi erlendis. „Þau félög sem eru í starfsemi víða um heim þurfa að samræma sín reikningsskil á milli landa. Oft á tíðum er einhver munur á milli landa, þó misjafnlega mikill. Eitt af fyrstu skrefunum í undirbúningnum er þessi samræm- ing.“ Hann segir að það sem muni hafa mikil áhrif á íslensk fyrirtæki eru miklar breytingar á skýringum sem þurfa að fylgja með reikning- um fyrirtækja. Hófu undirbúning fyrir rúmu ári „Við hjá Deloitte hófum undir- búning að þessum breytingum fyrir rúmu ári. Meðal annars til þess að vera undirbúin undir að aðstoða okkar viðskiptavini við innleiðingu staðlanna. Það sem ég tel nauðsyn- legt hjá fyrirtækjum er að innan þeirra séu myndaðir vinnuhópar til að vinna að þessari aðlögun. Eins held ég að það sé ráðlegt að endur- skoðandi komi að þeirri vinnu,“ segir Heimir. Heimir segist telja að þrátt fyrir að fyrirtæki séu e.t.v. lítið und- irbúin undir þessar breytingar séu stjórnendur meðvitaðir um að það sé tímabært að huga að uppgjörum með tilliti til þessara breytinga. Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar Mikilvægt að hefja undir- búning strax Miklar breytingar á skýringunum VINNSLUSTÖÐIN hagnaðist um 216 milljónir króna eftir skatta á fyrstu 9 mánuðum árs- ins og dróst hagnaðurinn sam- an um 678 milljónir króna frá sama tímabili í fyrra þegar hann var 894 milljónir króna. Heildartekjur félagsins voru 2.686 milljónir króna og lækk- uðu um 435 milljónir króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 842 milljón- um króna og lækkaði um 22,6% frá fyrra ári. Veltufé frá rekstri nam 588 milljónum króna og var 21,9% af rekstrartekjum. Í fréttatilkynningu frá félag- inu segir að afskriftir hafi auk- ist um 46 milljónir króna frá fyrra ári sem skýrist aðallega af endurbótum á fiskimjöls- verksmiðju félagsins og aukn- um aflaheimildum. Fjármagns- gjöld félagsins voru tæpar 238 milljónir króna en á sama tíma- bili í fyrra voru fjármagns- tekjur upp á 291 milljón króna. Munar þar mest um að geng- ishagnaður og verðbætur lang- tímaskulda eru aðeins um 16 milljónir króna í ár en á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn um 320 milljónir króna. Einnig eru vaxtagjöld hærri í ár vegna aukinna skulda, að því er segir í tilkynningu félagsins. Tekjur Vinnslustöðvarinnar drógust saman á þriðja árs- fjórðungi miðað við sama tíma- bil í fyrra og samkvæmt til- kynningu félagsins er lágt afurðaverð helsta ástæða þess. Hagnaður Vinnslu- stöðvar- innar 219 milljónir KOLMUNNAAFLI íslenzkra fiski- skipa er nú kominn yfir 400.000 tonn og hefur aldrei verið meiri. Alls hafa skipin landað 401.000 tonnum og standa því eftir óveidd um 146.000 tonn af leyfilegum heildarafla. Þessu til viðbótar hafa erlend skip, flest færeysk, skip landað um 74.000 tonnum hér á landi svo ís- lenzkar fiskimjölsverksmiðjur hafa tekið á móti 475.000 tonnum af kolmunna á árinu. Mestu hefur verið landað hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað, 108.000 tonnum, en Börkur land- aði 1.500 tonnum þar á sunnudag. Hjá Eskju á Eskifirði hefur verið landað 90.300 tonnum, 73.300 tonnum hjá Loðnuvinnslunni á Fá- skrúðsfirði og tæpum 70.000 tonn- um hjá Síldarvinnslunni á Seyð- isfirði. Tangi á Vopnafirði hefur tekið á móti 33.000 tonnum, HB á Akranesi 26.000, ríflega 22.000 hafa borizt til Samherja í Grinda- vík 20.350 tonn til Granda í Þor- lákshöfn. Rólegt hefur verið yfir síldveið- um samkvæmt upplýsingum Sam- taka fiskvinnslustöðva. Samtals hefur ríflega 29.000 tonnum verið landað til vinnslu í landi, en afli vinnsluskipa liggur ekki fyrir. 13.700 tonn hafa farið til fryst- ingar og söltunar en 15.500 tonn- um í bræðslu. Mestu hefur verið landað hjá Skinney Þinganesi á Höfn, 6.400 tonnum og 6.300 tonn- um hjá Loðnuvinnslunni á Fá- skrúðsfirði, Síldarvinnslan í Nes- kaupstað hefur tekið á móti 5.700 tonnum, Búlandstindur á Djúpa- vogi er með 4.400 tonn, Ísfélag Vestmannaeyja 2.800 tonn, Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum með 2.300 tonn og Samherji í Grindavík með 1.800 tonn. Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Guðmundur Ólafur ÓF að dæla kolmunna á miðunum við færeysku lögsög- una. Skipin hafa að undanförnu verið við veiðar innan landhelgi Færeyja. Rúm 400.000 tonn af kolmunna veidd FRESTUR sveitarstjórna þeirra byggðarlaga sem fengið hafa úthlut- að af byggðakvóta sjávarútvegs- ráðuneytisins til að leggja fram til- lögur um ráðstöfun kvótans rann út þann. 1. nóvember sl. Sjávarútvegsráðuneytið hefur samkvæmt reglugerð heimild til að úthluta 1.500 lestum af óslægðum botnfiski til stuðnings byggðarlögum sem lent hafa í vanda vegna sam- dráttar í sjávarútvegi. Ráðuneytið hefur tilkynnt ein- stökum sveitarstjórnum hversu mik- ið kemur í hlut hvers sveitarfélags, samkvæmt tilgreindum forsendum hvernig þessu heildarmagni verði skipt milli einstakra sveitarfélaga. Eftir það var sveitarstjórnum gefinn kostur á að koma með tillögur til ráðuneytisins um ráðstöfun þess magns til einstakra fiskiskipa og geta þær m.a. litið til atriða sem tryggja vinnslu aflans innan sveitar- félagsins. Komi ekki slíkar tillögur frá einhverju sveitarfélagi skiptir ráðuneytið þeim heimildum sem koma eiga í hlut sveitarfélagsins milli einstakra báta sem þar eru skráðir samkvæmt ákveðnum reglum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun það vera afar misjafnt hvort viðkomandi sveitar- félög muni hafa afskipti af úthlutun kvótans. Byggðakvóti sjávar- útvegsráðuneytisins Frestur til til- lagna út- runninn                      !   "   #   #! $   &  #&  '   ()   *(   &    &  + &  ,    - .  ( '   ) #       #!  /0    1    2        ( ' ()            &  3    4    !  '4 !() &  '& ()      ,!     *( #  &      "   '  5 6 ()   *   /                                                                        !"#  !" $ %"& & ' ( ")
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.