Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FRANSKA seglbrettakonan Raphaela Le Gouvello kom til Tahítí í gær og lauk þar með 8.200 km för sinni yfir Kyrrahafið. Um 300 manns á hvers kyns fleytum fylgdu henni þrjá síðustu klukkutíma ferðarinnar, sem hófst í Lima, höfuðborg Perú, og tók alls 89 daga. Seglbrettið sem hún fór þetta á, ein síns liðs, var sérsmíðað til fararinnar og gat hún borðað og sofið á brettinu án þess að fá aðstoð. Ein yfir Kyrrahaf á seglbretti Reuters valda. Stokkhólmur gæti lært margt af þessu,“ sagði Billström í viðtali við sænska dagblaðið Dagens Nyheter á laugardag. Þegar henni var bent á að í Kína væri alræði eins stjórnmálaflokks sem væri að auki gagnrýndur reglulega fyrir mannréttindabrot sagðist hún sem Svíi ekki hafa neinar skoðanir á stjórnarfarinu í Kína, hún hefði ekkert vit á því. „En ég held að ákefðin við að auka hagvöxt hafi orðið til þess að opna samfélagið,“ sagði hún. Uppbygging hefur verið geysi- lega hröð í Shanghai en borgaryf- irvöld hafa rifið niður af hörku öll ALÞJÓÐLEGU mannréttinda- samtökin Amnesty International gagnrýndu jafnaðarmanninn Ann- iku Billström, borgarstjóra Stokk- hólms, í gær vegna ummæla hennar í Kína um helgina þar sem hún lof- aði kínverskt þjóðfélag í hástert fyr- ir efnahagslegan vöxt og almennar framfarir, að sögn AFP-fréttastof- unnar. Billström er stödd í borginni Shanghai í Kína með sænskri við- skiptanefnd og hefur m.a. rætt við kollega sinn á staðnum, Han Zhen. „Þessi borg [Shanghai] hefur þróast ótrúlega hratt og þetta er merki um öfluga stjórn og góða samvinnu atvinnulífsins og stjórn- gömul hús í nýja borgarhlutanum, Pudong. Billström sagði að þegar koma þyrfti á breytingum þyrfti sterka stjórn; sjálf hefði hún mikla trú á sterkri stjórn. Carl Söderbergh, formaður Amnesty í Svíþjóð, segir Billström fara yfir strikið með ummælum sín- um. Kínversk stjórnvöld myndu nota þessi jákvæðu ummæli hennar sér til framdráttar. Sagðist Söder- bergh vona að borgarstjórinn notaði tækifærið til að ræða mannréttinda- mál við ráðamenn í borginni. Ýmsir sænskir stjórnmálamenn hafa einn- ig gagnrýnt Billström fyrir ummæl- in. Amnesty International deila á borgarstjóra Stokkhólms Hrósaði leiðtogunum í Kína HAFT er eftir Tariq Aziz, fyrrver- andi aðstoðarforsætisráðherra Íraks, að Saddam Hussein hafi ekki fyrirskipað gagn- sókn er banda- rískur her réðst inn í landið vegna þess, að hann hafi talið innrás- ina blekkingu. Kom þetta fram í Washington Post í gær. Blaðið segir, að við yfirheyrslur Bandaríkjamanna yfir Aziz hafi komið fram, að fulltrú- ar stjórnvalda í Frakklandi og Rússlandi hafi talið Saddam trú um, að þau gætu tafið fyrir og jafnvel komið í veg fyrir innrás í Írak. Það gætu þau gert með því að beita neit- unarvaldi og tefja fyrir Íraksmálinu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þá hafi fulltrúar Frakka og Rússa einnig fullvissað Saddam um, að Bandaríkjamenn réðust ekki inn í Írak fyrr en eftir langvarandi loft- árásir. Washington Post segir, að banda- rískir embættismenn viti ekki fyrir víst hvort þeir eigi að leggja trúnað á yfirlýsingar Aziz þar sem hann og Saddam hafi verið farnir að fjar- lægjast mjög áður en ráðist var inn í Írak. Þar fyrir utan ætti hann sér langa sögu „blekkinga og tækifær- ismennsku“. Engin gereyðingarvopn Frakkar hafa opinberlega neitað því að hafa átt leynilegar viðræður við Saddam fyrir stríð og fyrrver- andi forsætisráðherra Rússlands, sem hitti Saddam á laun í mars, segist hafa notað tækifærið til að hvetja hann til að segja af sér. Haft er einnig eftir Aziz, að Sadd- am hafi ekki ráðið yfir neinum efna-, lífefna- eða kjarnavopnum er ráðist var inn í landið og er það samhljóða því, sem komið hefur fram hjá öðrum íröskum embættis- og vísindamönnum. Hann hafi hins vegar sjálfur pantað kaup eða smíði á langdrægum eldflaugum þótt það hafi verið bannað. Taldi innrásina vera blekkingu Tariq Aziz segir Saddam hafa trúað orðum Frakka og Rússa Washington. AFP. Tariq Aziz Þú gafst kost á þér í forvali Repúblikanaflokksins vegna for- setakosninga í Bandaríkjunum bæði 1996 og 2000. Þú hefur ekki hug á frekari afskiptum af stjórnmálum? Ég er núna pólitískur áróð- ursmaður. Sem slíkur berst ég fyr- ir tilteknum málefnum og hjálpa tilteknum frambjóðendum við að komast til metorða. Ég læt aðra um að vera í framlínunni. Hvaða frambjóðendur njóta þíns stuðnings? Menn eins og [Pat] Toomey full- trúadeildarþingmaður en hann vill verða næsti öldungadeild- arþingmaður Pennsylvanyu-ríkis. Ég tek líka þátt í því að þrýsta á um umbætur í skattamálum. Telurðu þá að framboð þín hafi haft áhrif á pólitíska umræðu í Bandaríkjunum? Já, ég held það, sannarlega hvað varðar skattamálin. En einnig hvað varðar almannatryggingamál. Þú eyddir 37 milljónum Banda- ríkjadala úr eigin vasa vegna framboðs þíns árið 1996. Þegar þú lítur til baka telurðu þá að þeim peningum hafi verið vel varið? Ég lít svo á að um fjárfestingu hafi verið að ræða. Dætur mínar fimm eru hins vegar hugsanlega ósam- mála! Þær hafa ekki kvartað yfir þessum útgjöldum? Nei. Og ætli þær láti gremjuna nokkuð ná tökum á sér á meðan ég er enn á lífi. George W. Bush var kjörinn forseti í kosningunum 2000. Hvernig metur þú frammistöðu hans? Ég myndi gefa honum mun betri einkunn en kjós- endurnir eru að gera þessa stundina. Ég tel að hann hafi staðið sig vel. […] Ég tel að hann hafi tekið rétt- ar ákvarðanir í hryðjuverkastríðinu. Og ég tel að hann hafi tekið réttar ákvarðanir að því er varðar efnahag Bandaríkjanna. Bandarískur efnahagur er að ná sér á strik á nýjan leik og ég held að okkur gangi allt í haginn á næsta ári. Í ljósi atburðanna 11. september 2001 og eft- irleiks þeirra ertu þá ekki pínulítið feginn að þú varst ekki kjörinn forseti Bandaríkjanna? Þessir atburðir minna þig auðvitað á það hversu mikil ábyrgð hvílir á herðum Bandaríkjaforseta. Ég öfunda því engan veginn Bush forseta vegna þeirra ákvarðana sem hann hefur þurft að taka. […] Ég held að líf mitt sé mun auðveldara í dag en hans. Þú hefur mikla reynslu af útgáfu- málum. Hver telur þú að sé fram- tíð prentfjölmiðlanna? Ég held að framtíð prentfjöl- miðla sé björt jafnvel þó að net- miðlum vaxi nú áxmegin á ný. Dag- blöð standa þó frammi fyrir miklum vanda vegna þess að fólk er æ frekar að sækja sér upplýs- ingarnar á Netið, fremur en til dag- blaðanna. Tilkoma sjónvarps eyði- lagði hins vegar ekki rekstrar- grundvöll útvarps og ég tel því að prentmiðlar eigi sér framtíð. Staða þeirra verður að vísu önnur en hún hefur verið fram að þessu. […] Dagblöð eiga við erfiðleika að stríða. Það er ástæða þess að dag- blöð eins og The Wall Street Journal birta nú æ meira af yfirlits- greinum, greinum sem minna meira á það efni sem birtist venju- lega í tímaritum. Þetta eru eðlileg viðbrögð af hálfu dagblaða en við [hjá Forbes-tímaritinu] teljum að við séum betri í framleiðslu slíks efnis. Þú studdir Arnold Schwarzen- egger í nýafstöðnum ríkis- stjórakosningum í Kaliforníu. Hvers vegna? Vegna þess að hann er mjög klókur maður og greindur. Hann nálgast vandamálin sem Kalifornía á við að stríða á réttan hátt, einkum hin efnahagslegu. Davis ríkisstjóri og hinn pólitíski valdakjarni í Kali- forníu átti það skilið að vera hrakinn úr embætti vegna þess að þessir aðilar eyðilögðu fjárhag stærsta og öflugasta ríkis Bandaríkjanna. […] Schwarzenegger hefur sett saman gott teymi, eink- um að því er viðkemur fjárlagagerðinni og ég held því að á næstu 2 ½ ári muni hann ná árangri. Telurðu að Schwarzenegger verði í framlínu banda- rískra stjórnmála á næstu árum? Ég held að hann muni leika stórt hlutverk ef hon- um tekst vel upp, sem ég tel að verði raunin. Nái hann árangri í því verkefni að snúa málum við í Kali- forníu mun hann njóta mikilla áhrifa. Eins og þú veist getur hann ekki boðið sig fram til forseta þar sem hann fæddist ekki í Bandaríkjunum en hann mun samt verða mjög áhrifamikill í bandarískum stjórn- málum. Sérðu fyrir þér að gerð verði breyting á lögum hvað varðar kjörgengi fólks til forsetaembættisins? Nei, ég held ekki að gerðar verði breytingar á þessum þætti stjórnarskrár okkar. Spurt og svarað | Steve Forbes Forsetaframboðið var fjárfesting Milljónamæringurinn Steve Forbes sóttist eftir því að verða forseti Bandaríkjanna í síðustu og þarsíðustu kosningum en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann einbeitir sér nú að rekstri fjölmiðlafyrirtækis sem m.a. gefur út tímaritið Forbes. Forbes svaraði nýverið nokkrum spurningum Morgunblaðsins og hér á eftir fer útdráttur úr svörum hans. Steve Forbes ’ Dagblöð standaþó frammi fyrir miklum vanda vegna þess að fólk er æ frekar að sækja sér upplýs- ingarnar á Net- ið […] ‘ Davíð Logi Sigurðsson | david@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.