Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 20
VALDÍS Hallgrímsdóttirkom sá og sigraði enn einusinni á ÞrekmeistaramótiÍslands sem fram fór í Íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Hún sigraði bæði í opnum flokki kvenna og í flokki 39 ára og eldri. Þetta var í þriðja sinn sem mót- ið er haldið og hefur Valdís sigrað í báðum kvennaflokkunum í öll skipt- in, auk þess sem hún sigraði á al- þjóðlegu þrekmeistaramóti sl. vor. Hún var í sveitinni sem sigraði í sveitakeppninni í fyrra en varð að gera sér annað sæti að góðu að þessu sinni. „Nú er ég hætt þátttöku í ein- staklingskeppninni,“ sagði Valdís í samtali við Morgunblaðið en hún er orðin 41 árs. Mjög erfið keppni Valdís hefur líka lagt aðeins meira á sig en aðrir keppendur til að kom- ast á mótið, því undanfarin ár hefur hún búið í Noregi, í bænum Sandnes, skammt frá Stavanger. Valdís flutti með fjölskyldu sína frá Akureyri fyr- ir sex árum og í Noregi hefur hún stundað æfingar af miklum krafti, bæði hlaup og lyftingar. „Þetta er mjög erfið keppni, það þarf að æfa mjög vel til að ná árangri og ég hef ekki áhuga á að mæta til leiks svona langt að, bara til að vera með. Ég hef alltaf komið til að vinna.“ Á Þrekmeistaramótinu er keppt í tíu greinum, þar sem reynir mjög á styrk og ekki síður úthald. „Ég æfi fimm sinnum í viku og oftar þegar ég er að undirbúa mig undir keppni. Ég er hins vegar komin á þann aldur að ég þarf aðeins að hlusta á líkamann. Ég hef verið meidd á hendi sl. tvo mánuði og gat því ekki beitt mér af fullum krafti við undirbúninginn. frá Stavanger og sl. vor tók hún þátt í boðhlaupskeppni með hópnum, frá Bislett-leikvanginum upp á Holmen- kollen og til baka, alls tæplega 18 km leið. „Þessi keppni er deildaskipt en í hverri sveit eru 15 manns. Sveitin mín er í efstu deild ásamt 20 öðrum sveitum.“ Meiðslin voru þó ekki að hrjá mig í keppninni en það kom mér samt á óvart að ég skyldi bæta tíma minn frá því í vor.“ Mikill hlaupaáhugi er á því svæði sem Valdís býr á í Noregi og töluvert er um keppni sveita í boðhlaupum. Valdís er farin að æfa hlaup með hópi „Það kom í minn hlut að hlaupa fyrsta sprett, alls 1.200 metra, eða þrjá hringi á Bislett. Á meðal and- stæðinga minna var Bente Skari margfaldur heimsmeistari í skíða- göngu. Við rásmarkið var 21 hlaup- ari, ég langelst. Ég var ákveðin gefa allt í botn í byrjun og ná mér þannig í vænlega stöðu á brautinni. Ég var fyrst eftir startið en skildi ekkert í því af hverju hópurinn fylgdi mér ekki eftir. Ég var farin að halda að um þjófstart hefði verið að ræða og að hópurinn hefði verið kallaður til baka. Þá heyrði ég þulinn á leikvang- inum tala um að mitt lið væri með forystuna og þá vissi ég að hlaupið var í fullum gangi. Ég hélt forystunni fyrsta hringinn en síðan fóru þessar bestu að sækja á mig, m.a. Bente Skari og þær fóru svo fram úr mér eftir um 500 metra. Ég náði þó að halda mér um miðjan hóp og bætti reyndar tíma sveitarinnar á þessum fyrsta spretti um 24 sekúndur. Við héldum sæti okkar í efstu deild og fæ að taka fyrsta sprett aftur næsta vor. Þetta var virkilega gaman, fjölmiðlar sýndu hlaupinu mikinn áhuga og fjöl- margir áhorfendur á pöllunum.“ Veðráttan miklu betri í Noregi Valdís sagðist ætla að einbeita sér að því æfa hlaup með þessu liði í Stavanger. Hún sagði að aðstaðan á svæðinu væri mjög góð og merktar hlaupaleiðir um allt. „Það er mikið um að starfsfólk í fyrirtækjum hlaupi saman, fólk á öllum aldri.“ Valdís er ánægð með lífið í Noregi og er ekki á heimleið. „Veðráttan í Noregi er miklu betri en á Íslandi. Launin eru líka betri og maður hefur það mun betra fjárhagslega. Það hef- ur hins vegar verið gaman að geta komið til Akureyrar að keppa og þar hafa aðstandendur líkamsrækt- arstöðvarinnar á Bjargi stutt vel við bakið á mér og vil ég þakka þeim fyr- ir það. Og einnig Símanum á Ak- ureyri, Ferðaskrifstofu Akureyrar og Bakarameistaranum Suðurveri í Reykjavík .“ Hef alltaf komið til að sigra Valdís Hallgríms- dóttir var enn einu sinni best á Þrek- meistaramóti Íslands Morgunblaðið/Kristján Í foreldrahúsum: Valdís Hall- grímsdóttir í garðinum heima hjá foreldrum sínum í Þverholtinu á Akureyri um helgina. AKUREYRI 20 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Dýrkeyptur ölvunarakstur | Tæplega þrítugur karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands verið dæmdur í 30 daga fang- elsi, til greiðslu 70.000 kr. sektar og ævi- langrar ökuréttindasviptingar fyrir að aka bifreið undir áhrifum áfengis og sviptur öku- rétti. Brotið átti sér stað á Akureyri í apríl sl. Mældist áfengi í blóði mannsins 1,12%. Refsingin var ekki bundin skilorði, en maðurinn hefur þrívegis hlotið dóm fyrir refsiverða háttsemi frá árinu 1999. Í sept- ember 1999 var hann sektaður fyrir umferð- arlagabrot, þ.á m. ölvunarakstur og sviptur ökurétti í 4 mánuði. Í október í fyrra var hann sektaður fyrir brot gegn ávana- og fíkniefnalöggjöf og í mars í ár var hann sekt- aður fyrir ölvunarakstur og sviptur ökurétti í 2 ár.    Vínveitingar? | Guðmundur Karl Jóns- son forstöðumaður Skíðastaða sendi nýlega erindi til íþrótta- og tómstundaráðs og ósk- aði eftir afstöðu ráðsins til umsóknar um vínveitingaleyfi í Hlíðarfjalli. Í bókun ÍTA kemur fram að ráðið telur á þessari stundu að ekki sé rétt að sækja um slíkt leyfi fyrir Hlíðarfjall.    Lögfræðitorg | Lýðræðislegt hlutverk fjölmiðla útfrá sjónarhóli mannréttinda er heiti á fyrirlestri sem dr. Herdís Þorgeirs- dóttir, Viðskiptaháskól- anum á Bifröst, flytur á Lögræðistorgi í dag, þriðjudaginn 4. nóvember, kl. 16.30 í Þingvallastræti 23, stofu 14. Hún mun m.a fjalla um ábyrgð rík- isvaldsins í að tryggja rit- stjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla út frá Mannrétt- indasáttmála Evrópu.    Herdís Þorgeirsdóttir Sjóferðabænir | Orð dagsins á Akureyri hefur gefið út heftið Sjóferðabænir eftir Sigurbjörn Einarsson. Í heftinu eru 11 bænir og þeim fylgja dúkristur eftir Guð- mund Ármann Sigurjónsson. AFLEIT skilyrði voru til aksturs á Akureyri um helgina, mikil hálka og snjókoma. Alls urðu fimmtán óhöpp í umferðinni um helgina og má rekja flest þeirra til lélegra akstursskilyrða, þar með talið banaslys sem varð á Ólafsfjarðarvegi síðdegis á sunnudag að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar. Þá valt bíll á Eyjafjarðarbraut vestri á móts við Hólshús, en ökumaður slapp ómeiddur. Þrír ökumenn voru kærðir fyr- ir ætlaðan ölvunarakstur um helgina og þá komu tvær líkams- meiðingar til kasta lögreglu, en þær má rekja til ölvunar. Morgunblaðið/Kristján Fjöldi óhappa vegna lélegra akstursskilyrða VALDÍS hefur stundað íþróttir frá unga aldri og náð góðum árangri. Hún var í landsliði Íslands í frjálsum íþróttum og lék tvo leiki með landsliðinu í handbolta. Valdís er margfaldur Íslandsmeistari í frjálsum, hún lék með handboltaliði Þórs sem sigraði í 2. deild á sínum tíma og þá hefur hún orðið Íslandsmeistari í kraftlyftingum. Í fyrra varð hún þrefaldur norskur meist- ari í frjálsum innanhúss, í flokki 40 ára og eldri. „Ég var skráð í fimm greinar en varð að hætta við keppni í tveimur greinum vegna meiðsla – en ég hefði unnið þær líka,“ sagði Valdís. Hún má hins vegar ekki taka þátt í norska meistaramótinu utanhúss, þar sem hún er íslenskur ríkisborgari. Margfaldur Íslandsmeistari hennar kröfur um frammistöðu og mætingu, hún hafi tekið vinnu sína alvarlega og innt störf sín af hendi af samviskusemi og trú- mennsku. Einkum útreiðatúrar Bóndinn taldi hins vegar að ekki hafi komist á vinnusamning- ur milli aðila og því bæri honum ekki að greiða stúlkunni laun. Hann sagðist hafa tekið stúlkuna í vist til sín í þeim tilgangi að hún lærði að umgangast hross þar sem hann stundi hrossabúskap og tamningar og hafi því haft tök á að taka stúlkuna til sín í þessum tilgangi. Stúlkan hafi ekki haft ákveðna viðveruskyldu eða vinnu- skyldu, enda um 13 ára barn að ræða, og hún hafi ekki haft ákveðin verkefni. Rétt sé hins vegar að hún hafi aðstoðað við umhirðu hrossa, sem reyndar hafi verið mjög lítil þar sem hross hafi ekki verið lengur á húsi. Vinna stúlkunnar hafi því einkum falist í útreiðatúrum og öðru því sem lot- ið hafi að umhirðu hrossa. HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands hefur dæmt hestabónda til að greiða 14 ára gamalli stúlku 50 þúsund krónur í vinnulaun fyrir störf sem stúlkan innti af hendi á búi bóndans í júní og hluta júlí á síðasta ári þegar stúlkan var 13 ára. Bóndinn taldi sig hafa ráðið stúlkuna gegn því að hún fengi reynslu í hestaumhirðu og um- gengni en stúlkan taldi sig eiga rétt á launum. Þegar bóndinn neitaði að greiða stúlkunni laun höfðaði móðir hennar mál fyrir hönd dóttur sinnar. Stúlkan sagði að hefði það ver- ið ætlan bóndans að hún nyti engra launa hafi það verið á hans ábyrgð að gera henni grein fyrir því strax við upphaf ráðningar- sambandsins. Stúlkan sagði aldahefð vera fyrir því að börn og ungmenni ráði sig til vinnu í sveitum yfir sumartímann sem og á vegum bæjar- og sveitarfélaga. Í þeim tilvikum séu þeim greidd laun fyrir vinnuframlag þeirra. Sagði stúlkan að gerðar hafi verið til Greiði 14 ára stúlku 50 þúsund krónur í laun NÍTJÁN ára karlmaður hefur verið dæmdur í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir að selja hass á Akureyri. Fyrir athæfið var hann og sektaður um 100.000 krónur. Héraðsdómur Norðurlands eystra felldi dóm á föstudag en manninum var auk refsingar og sektar gert að borga allan sakarkostnað, þ.m.t. 35.000 króna málflutningsþóknun skipaðs verj- anda síns. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa frá síð- astliðnum áramótum og fram í apríl, er hann var handtekinn, tekið við samtals 85 grömmum af hassi og 5–6 grömmum af amfetamíni og fyr- ir að hafa haft milligöngu um kaup og sölu á 105 grömmum af hassi á sama tímabili. Einnig fyrir að hafa verið með í vörslum sínum 5,1 grömm af hassi og 4,57 grömm af amfetamíni þegar hann var handtekinn. Meginhluta hassins seldi hann á Akureyri. Í dómi Héraðsdóms kemur fram að um nokkurt magn fíkniefna hafi verið að ræða og að mað- urinn hafi selt hluta þeirra til að fjármagna eig- in neyslu. Fram kemur að hann hafi nú látið af vímu- efnaneyslu og stundi vinnu, það ásamt und- anbragðalausri játningu og ungum aldri geri fært að fresta fullnustu refsingar hans. Sekt og skilorð vegna hasssölu Hlaupið til sigurs: Valdís á hlaupabrettinu á meistaramótinu á laugardag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.