Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 22
AUSTURLAND 22 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTARITARI Morgunblaðsins á Norður-Héraði rakst fyrir nokkrum dögum á sérkennileg skilaboð á bergvegg í Kambaskriðum. Hafði verið sprautað á stálið orðin „Óskar lögga fífl!“ og lítur út fyrir að gerandinn sé fremur ósáttur við tiltekinn lögreglumann á Fáskrúðsfirði einhverra hluta vegna. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Skilaboð í alfaraleið Reyðarfirði | Um helgina kom flutningaskipið Edda Fjord til Reyðarfjarðar. Það kom frá Stavanger í Noregi og var lestað 4 sementssílóum og sjálfvirkri sements- afgreiðslustöð sem setja á upp við Ægisgötu fyrir framan skemmur sem áður tilheyrðu Loðnubræðslunni, en eru nú í eigu BM Vallár. Framkvæmdir við uppsetningu sílóanna hefjast nú í vikunni og er reiknað með að upp- setningu stöðvarinnar verði lokið um miðjan desember. Sílóin og afgreiðslustöðin eru byggð af NORCEM á Ís- landi og Sementsverksmiðjunni hf. á Akranesi. Hlutverk stöðvarinnar verður að þjóna eftirspurn eftir sementi á Austurlandi og mun afgreiðslugetan verða um 140 tonn á klst. eða þrjár til fjórar tankbifreiðar á klst. Hvert síló tekur 2.000 tonn af sementi Það var norska fyrirtækið Tau-Mek sem smíðaði sílóin, en hvert þeirra er 1.700 rúmmetrar að stærð og taka því um 2.000 tonn af sementi. Þau eru um 45 m á hæð og 9 m í þvermál. Annar búnaður kemur frá fyrirtækinu Caspar Hansen, rafbúnaður kemur frá fyrirtækinu Arne Byberg og verktakafyrirtækið Ístak sá um smíði og frágang und- irstöðunnar fyrir sílóin. Tau-Mek sér síðan um að setja búnaðinn upp í samvinnu við íslenska verktaka í málm- og rafiðnaði. Áætlaður kostnaður við mannvirkið nemur um 20 milljónum norskra króna. Áætlaður markaður fyrir sement á Austurlandi á næstu árum er um 200.000 tonn og eru samningar um sölu á langstærstum hluta þess í höfn. Má þar nefna framkvæmdir við Fáskrúðsfjarðargöng sem BM Vallá selur steypu til og einnig sementssölu til verktaka á virkjunarsvæði við Kárahnjúka. Setja upp sjálfvirka sementsafgreiðslustöð Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir Sílóin fjögur og undirstöður þeirra: Hvert síló er á stærð við tólf hæða blokk, komið á undirstöður sínar. Egilsstöðum | Sveitarfélög bæjanna Karleby í Finlandi, Vejle og Skagen í Danmörku, Þrándheims í Noregi, Sundsvall og Växjö í Svíþjóð og Eg- ilsstaða hafa ákveðið að ganga til samstarfs um að stuðla að þróun þéttbýlis sem byggist á timbri og timburbyggingum. Frá þessu grein- ir á heimasíðu Austur-Héraðs. Sveitarfélögin telja það eftirsókn- arvert að notkun timburs og trjá- vöru fái stærri sess í bæjunum. Rök- in fyrir því eru að timbur er byggingarefni sem endurnýjast stöðugt, aukin eftirspurn er eftir timburhúsum vegna jákvæðra um- hverfisþátta, trjávara sem notuð er til bygginga og mannvirkja krefst minni orkunotkunar við framleiðslu og við byggingarstarfsemina en önn- ur byggingarefni og bæjarhlutar og hverfi með nútímatréarkitektúr geta boðið upp á meiri fjölbreytni, sem getur haft jákvæð félagsleg áhrif og stuðlað að aðflutningi íbúa. Þá er það talið til kosta að timburhúsabygg- ingar geta í dag keppt í verði við byggingar úr öðrum byggingarefn- um og hafa að auki mikla þróunar- möguleika hvað hagkvæmni varðar. Auk þess bindur timbur CO2 og notkun þess því jákvætt framlag til ákvæða Kyoto-sáttmálans um að draga úr losun CO2. Látið reyna á nýjar hugmyndir Samstarfssveitarfélögin stefna að því að timbur verði í auknum mæli notað við byggingu einbýlis- og fjöl- býlishúsa, atvinnuhúsnæðis, stofn- ana á vegum sveitarfélagsins, skóla, sjúkra- og umönnunarstofnana, mannvirkja, o.m.fl. Í fyrsta áfanga verkefnisins er stefnt að því að í hverjum bæjanna verði reistar byggingar þar sem látið verður reyna á nýjar hugmyndir og aðferðir, tæknilega, fjárhagslega og fagurfræðilega, og í samstarfi við íbúana. Verkefnin verða m.a.: Moderna Trästaden í Karleby, Svartlamoen hverfið í Þrándheimi, Moderna Trästaden í Växjö, Nørre- skovparken í Vejle, Inra Hamn í Sundsvall og Toldergården í Skagen. Verið er að vinna að mótun verkefnis á Egilsstöðum. Sveitarfélögin hafa ákveðið að starfa saman á þessu sviði, í stað þess að vinna hvert fyrir sig, og er það einkum gert í þeim til- gangi að ná sem mestum margfeldis- áhrifum af verkefnunum. Með því verður til sameiginlegur reynslu- og þekkingargrunnur sem nýtist þeim sjálfum og getur að auki orðið upp- hafið að víðtækari rannsóknar- og þróunarverkefnum. Auk sveitarfélaganna eru bygg- ingaraðilar, byggingarvöruframleið- endur, hönnuðir og opinberar stofn- anir þátttakendur í verkefninu. Verkefnið mun hafa tengsl við há- skóla og rannsóknarstofnanir. Verk- efnið hefur hlotið stuðning frá Nor- ræna fjárfestingasjóðnum til forvinnunnar. Sótt hefur verið um styrk frá sjóðnum að upphæð NOK 3.000.000,- til áframhaldsins, sem gert er ráð fyrir að verði næstu þrjú árin. Vilja skapa þéttbýli úr timbri Norrænt samstarf um þróun þéttbýlis með áherslu á timbur sem byggingarefni Byggja við ME | ÞG-verktakar í Reykjavík buðu lægst í byggingu kennsluhúss við Menntaskólann á Egilsstöðum, eða 169,4 milljónir króna. Kostnaðaráætlun nam rúm- um 156 milljónum. Fimm tilboð bár- ust og voru öll yfir áætlun. Kennsluhúsið verður 1.100 fer- metrar og er stefnt að því að hægt verði að hefja kennslu í húsinu næsta haust. Húsgögn Ljós Gjafavara Mörkinni 3, sími 588 0640 www.casa.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.