Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2003 29 formaður skólanefndar aðspurður á fundinum. Hvers vegna ættu einkaaðilar að neita að taka að sér verkefni sem þetta ef Seltjarnarnesbær fer þess á leit? Þessi skýring formannsins er af- ar ótrúverðug. Rúsínan í pylsuendanum Í kjölfar þessarar ákvörðunar kemur svo rús- ínan í pylsuendanum. Ákveðið er að skipa starfshóp, tvo frá meirihluta og einn frá minni- hluta úr skólanefndinni ásamt skólastjórn- endum, til að sjá um framkvæmdina. Í fyrsta lagi er ákveðið að fækka fulltrúum í lögbundinni nefnd og takmarka með þeim hætti aðgang ann- arra kjörinna fulltrúa að henni og þar með að málinu. Fulltrúar Neslistans munu ekki skipa í starfshópinn fyrr en niðurstaða hefur fengist hjá félagsmálaráðuneytinu um lögmæti þessa fyrirkomulags. Í öðru lagi er skólastjórnendum nú gert skylt að taka þátt í samstarfi um að leggja stöður sínar niður. Þetta er svo arfavit- laust og niðurlægjandi að það tekur engu tali. Rannsóknarnefnd skipuð Neyðarfundur var boðaður í skólanefndinni sama dag og fyrrnefndur fundur var haldinn. Bæjarstjóri hafði fengið persónulegt bréf frá vini sínum, sem hófst svona: „Kæri Jónmund- ur.“ Í bréfinu var að finna ávirðingar á tvo starfsmenn annars skólans um trúnaðarbrot og/ eða brot í starfi. Hvað átti að gera á fundinum? Jú, skólanefndin átti að fela embættismönnum bæjarins að „rannsaka“ málið. Fulltrúar Nes- listans bókuðu mótmæli við þessum málatilbún- aði og bentu á að andmælaréttur stjórn- sýslulaga væri hér þverbrotinn. Andmælaréttur aðila felst ekki í því að sitja í munnlegum yf- irheyrslum hjá embættismönnum bæjarins. Eiga hinir „grunuðu“ að fá réttarstöðu sakborn- ings hjá þessari „rannsóknarnefnd“? Í ljósi hinnar umdeildu ákvörðunar um sameiningu skólanna vaknar sú spurning hvaða hvatir stjórna svona aðgerðum. Eins og í „Villta vestrinu“ Bæjarfulltrúum ber að fara að lögum og reglum og sannfæringu sinni við störf sín (sveit- arstj.lög). Bæjarfulltrúar meirihlutans verða, þegar ákvarðanir eru teknar, að fara eftir lög- um og reglum. Landslög gilda líka á Seltjarn- arnesi! Sannfæringu sína á hver við sig. Þegar vísvitandi er farið á svig við lög og reglur og allar samskiptareglur – formlegar sem óform- legar – eru brotnar er lýðræðið vanhelgað. Um það snýst þetta mál og við það vilja fæstir búa. Gagnrýnin beinist að forkastanlegum vinnu- brögðum, vinnubrögðum sem í eðli sínu hafa ekkert með stjórnmál að gera. Aðferðir þær sem meirihluti bæjarstjórnar gerir sig sekan um í máli þessu, minna óneitanlega á aðferðir kúrekanna í „Villta vestrinu“; þeir skutu án þess að láta sig lög og reglur nokkru skipta. Síðasta orðið Ég fæ ekki skilið hvers vegna bæjarfulltrúar í meirihluta, sem geta í skjóli meirihlutans náð öllu sínu fram, skuli kalla svona vandræðagang yfir sig. Ekki er farið að grunnskólalögum, stjórnsýslulögum, sveitarstjórnarlögum eða samþykkt Seltjarnarnesbæjar um stjórn og fundarsköp. Bæjarstjóri telur þessa ákvörðun bera vott um mikla „djörfung í stjórnun“. Ég tek ekki undir það það. Að beita valdi í stað samræðna ber ekki vott um annað en lítinn kjark og ómálefnalegan málstað. Það alvarlegasta í þessu öllu er þó það að með þessari ákvörðun hafa bæjarfulltrúar meirihlutans gjörsamlega brugðist börnunum sem sækja skólana tvo. Hagsmunir skóla- barnanna eru algjörlega fyrir borð bornir með því uppnámi sem skapast hefur í skólunum af þessum ómálefnalegu og gerræðislegu aðgerð- um. Hægt er að skjóta álitaefnum um máls- meðferð sveitarstjórna til æðra stjórnvalds. Stjórn foreldraráðs Mýrarhúsaskóla mun þegar hafa sent menntamálaráðuneytinu beiðni um úr- skurð varðandi rétt foreldraráða í máli þessu. Undirrituð hefur f.h. Neslistans sent félags- málaráðuneytinu málið til meðferðar. Þegar nið- urstöður liggja fyrir kemur í ljós hvort bæj- arstjórinn og formaður skólanefndar eigi hér síðasta orðið. MIKILL hiti er hjá foreldrum skóla-barna á Seltjarnarnesi vegna að-ferðar meirihluta sjálfstæðismannavið að sameina Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla en fundur um málið var haldinn 27. október sl. Fundurinn var hvergi auglýstur, en foreldrar voru boðaðir með óformlegum hætti. Bæjarfulltrúum Nes- listans var ekki boðið á fund- inn. Bæjarstjóri og formaður skólanefndar fluttu ávörp. Fundarmönnum var ekki boðið að taka til máls, en spurningar leyfðar úr sal. Oddviti Neslistans í bæj- arstjórn, sem sat í fremstu sætaröð á fundinum, bað margsinnis um orðið. Ekki var orðið við því fyrr en gengið var til fund- arstjóra og spurt hverju það sætti. Þrátt fyrir það að bæjarstjóri sakaði minnihlutann um óeðlileg vinnubrögð í ræðu sinni átti oddviti minnihlutans ekki að fá tækifæri til andsvara. Þetta lýsir slíkum valdahroka að engu tali tek- ur. Hörð gagnrýni á fjölmennum fundi Á þriðja hundrað manns mætti á fundinn. Hörð gagnrýni kom fram á bæjarstjóra og for- mann skólanefndar. Skilaboð foreldra til fund- arins voru þau að þeim væri stórlega misboðið vegna þess hvernig haldið væri á málum. Bæj- arstjóri telur engu að síður að mikil ánægja ríki um ákvörðunina. Rökin eru þau að 1.500 manns hafi fengið fundarboð, en einungis 200 hafi kom- ið á fundinn. Þetta sýni ótvíræðan stuðning við aðgerðirnar. Af hverju var ákveðið að slíta fundinum þegar margir fundarmenn voru enn að biðja um orðið? Var bæjarstjórinn búinn að fá nóg af öllu lofinu? Ég ætla að leyfa mér að minna bæjarstjóra á að enginn fagnaði meira en hann „stórkostlegri þátttöku“ bæjarbúa á Íbúaþinginu sem haldið var fyrir um ári. Ekkert var til sparað við að auglýsa það þing og mættu um 300 manns. Bæjarstjóra væri því hollt að hugleiða það hvers vegna á þriðja hundrað manns mætti á fundinn hinn 27. október sl., sem hvergi var auglýstur, til að hlýða á ávörp um „Nýjungar í skólamálum“. Hlutverk foreldraráða Í grunnskólalögum er kveðið á um að í hverj- um skóla skuli vera foreldraráð sem hefur lög- skipaðan umsagnarrétt í málefnum skólans. Það er alveg ljóst að foreldraráðin áttu að fá tillögu um sameiningu skólanna til umsagnar en fengu ekki. Hefur stjórn foreldraráðs Mýrarhúsaskóla því farið fram á að menntamálaráðuneytið úr- skurði um það hvort leita hefði átt umsagnar ráðsins áður en ákvörðun var tekin. Bæjarstjóri sagði í sjónvarpsviðtali að það væri af og frá að beiðni stjórnar foreldraráðs Mýrarhúsaskóla um úrskurð tengdist á nokkurn hátt máli þessu! Slík tilsvör minna á þekkt hátterni strútsins. Valdsvið formanns skólanefndar Í hverju skólahverfi skal vera skólanefnd sem fari með málefni skólanna. Nefndin er skipuð kjörnum fulltrúum en auk þess skulu eiga sæti í nefndinni fulltrúar kennara, skólastjórnenda og foreldra, með málfrelsi og tillögurétt. Sveit- arstjórnum er því ekki í sjálfsvald sett hvort hún skipi skólanefnd eða ekki. Hún skal gera það. Er því óskiljanlegt að formaður skóla- nefndar skuli leggja fram tillögu um meintar umbætur í skólastarfi sem sagðar eru byggðar eingöngu á faglegum forsendum, beint á fund í bæjarstjórn og sniðganga þannig skólanefndina sem samkvæmt lögum á að fjalla um málið. Af hverju sniðgengur hann fagnefndina sem hann veitir forstöðu? Er það á valdi formanns skóla- nefndar að ákveða að mál af þessari stærð- argráðu skuli ekki fá umfjöllun í nefndinni? Ég svara þessu hiklaust neitandi. Hann hefur ekk- ert umboð til þess. Skólanefnd var í vor samhljóða búin að sam- þykkja að láta fara fram faglega og hlutlausa úttekt á kostum og göllum sameiningar. Ekki hafði verið fallið frá þeirri fyrirætlan í nefnd- inni. „Það vildi enginn gera þessa úttekt,“ sagði Stjórnsýsla meirihlutans á Seltjarnarnesi eins og í „Villta vestrinu“ Eftir Guðrúnu Helgu Brynleifsdóttur Höfundur er lögmaður og oddviti Neslistans í bæjarstjórn. Guðrún Helga Brynleifsdóttir að markaðurinn skrifum sínum hreinræktaðan em hann kallar kanið (Americ- ). Þetta kerfi á því að eigin- gi ráði ferðinni, að starfa óheft- eim séu af hinu vera í lágmarki lmennt haldið í a hagkerfi sem mörgum vanda- ers staðar til í el bandarískur nsi fjarri hinu alíkani Kays. sulega ekki að Kay. „Þetta er eru margir sem Ef þessu líkani ndvallaratriðum það væri æski- andaríska hag- kki byggt upp á unir til að færa hafa ekki gefið og bætir við að markaðssetning la þetta líkan líkanið“ en með til sé einhvers k útgáfa. Hins i Evrópu hrun- og margir telji rfið beri af því evrópska. Því sé hins vegar ekki hægt að finna stað í tölum. En hverja telur hann vera skýr- inguna á því að Evrópu skortir sjálfs- traust? „Það eru margar beinar og óbeinar ástæður fyrir því. Ein sú mikilvægasta er að sósíalismi er ekki lengur til staðar sem hugmynda- fræðileg stefna sem mark er takandi á. Það hefur gert að verkum að marg- ir evrópskir vinstriflokkar eru haldn- ir óvissu um það hverjar séu þeirra hugmyndafræðilegu rætur. Banda- ríkin unnu líka kalda stríðið sem ýtti undir bandarískt sjálfstraust. Þá var efnahagsþróun í Bandaríkjunum mjög hagstæð á tíunda áratugnum.“ Hugmyndalegt tómarúm Að sögn Kays er ákveðið hug- myndalegt tómarúm nú að finna í vitsmunalegri um- ræðu í Evrópu. Tal um „þriðju leiðina“ fyrir nokkrum árum hafi fyrst og fremst verið yfirvarp fyrir innantóma frasa. Hins vegar segir hann þörf fyrir raunverulega þriðju leið sem sé alls ekki sósíalismi en heldur ekki byggð á bandaríska viðskiptalíkaninu. „Meginröksemd mín er að markaðir eru hluti af hinum pólitísku og fé- lagslegu stofnunum. Þess vegna tek- ur svo langan tíma að koma þeim á. Markaðir eru félagslegar stofnanir, afurðirnar eru flóknar og þau við- skipti sem eiga sér stað eru flókin. Við þurfum á meiri samvinnu að halda en líkan er byggist á eiginhags- munum gerir ráð fyrir. Það er þörf fyrir hugmyndafræði sem er jarð- bundin, markaðshagfræði sem er raunsærri varðandi það hvernig markaðir starfa í raun.“ Þegar Kay er spurður hvar hann telji að mörkin á milli ríkis og mark- aðar eigi að vera segist hann vilja nálgast spurninguna úr annarri átt. Það sé ekki hægt að ákveða skýr skil með lagasetningu eða samningum. Nauðsynlegt sé að prófa sig áfram, gera tilraunir á ýmsum sviðum og hætta þeim tilraunum er ekki skila árangri. Það sem skipti máli, t.d. varðandi heilbrigðismál og mennta- mál, er niðurstaðan en ekki hvaða leið var farin til að komast að henni. Ávís- anakerfi í skólum sé dæmi um leið er hann teldi ástæðu til að gera tilraunir með. Til að ná árangri, hvort sem er í til dæmis heilbrigðis- eða menntamál- um, verði að gera tilraunir og reyna nýjar leiðir en jafnframt byggja upp styrkt stjórnkerfi er veitir aðhald, tryggir að settum markmiðum sé náð en einnig að hagsmunahópir taki ekki völdin og fari að stjórna ferlinu. Þá verði hið opinbera að læra að viður- kenna mistök og snúa við blaðinu ef einhver tilraun gengur ekki upp. „Það hefur aldrei verið sterkasta hlið hins opinbera að játa mistök, allra síst í Bretlandi,“ segir Kay. „Ef við tökum dæmi af Bretlandi þá hefur einkavæðing skilað árangri þar sem um var að ræða samkeppnisrekstur sem gat allt eins verið á hendi einka- aðila, til dæmis í fjarskiptamálum og flugrekstri. Hins vegar hefur einka- væðingin ekki gefið eins góða raun þar sem um er að ræða rekstur sem er einokunarrekstur í eðli sínu, t.d. veitustofnanir. Þar er niðurstaðan sú að breytingin á rekstrarformi hefur engu breytt. Einungis hefur verið skipt um merkimiða. Græðgi ekki til góðs Það er lykilatriði í kenningum Kays að ekki eigi að ganga út frá því að „græðgi“ og hagnaðarvon sé meg- indrifkrafturinn í hinu kapítalíska kerfi. Kay segir í nýlegri grein að það sé í raun ekki fyrr en á síðustu tveim- ur áratugum sem það viðhorf hafi far- ið að ryðja sér til rúms að stjórnlaus græðgi væri kostur en ekki löstur. „Græðgi er af hinu góða“, líkt og and- hetjan Gordon Gekko lýsti yfir í kvik- mynd Olivers Stones, Wall Street, fyrir einum og hálfum áratug. Kay segir að þeir sem séu helteknir af auðsöfnun öðru fremur séu í raun sið- lausir (sociopaths). Lengi vel hafi slíkir einstaklingar fyrst og fremst sótt í stjórnmál og sú sé enn raunin í mörgum þróunarríkjum. Hann telur einnig að hlutdeildarsamningar og óhóflegar greiðslur til stjórnenda mengi kapítalismann. Í raun eigi hluthafar, neytendur, stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja sameiginlegra hagsmuna að gæta. Það sé þeim öll- um í hag að fyrirtæki vaxi og dafni með eðlilegum hætti en áherslan sé ekki einungis á skammtímahagnað. En hvernig telur Kay að hægt sé að bregðast við þessari þróun. „Þetta snýst um félagslegt aðhald. Okkur hefur tekist að koma í veg fyrir að stjórnmálamenn hafi af okkur fé. Andrúmsloftið í samfélaginu verður að vera þannig að mönnum er ekki stætt á að haga sér með þessum hætti. Mér er mjög minnisstætt er stjórnandi stórfyrirtækis kom í tíma er ég kenndi í MBA-námi. Eftir tímann sagði hann við mig að sér virt- ist sem nemendur teldu að það að verða stjórnandi í fyrirtæki væru verðlaun en ekki ábyrgð. Hugmynda- fræðinni að baki hinu bandaríska við- skiptalíkani er þarna um að kenna. Sú hugsun að virðing byggist á tekjum.“ kiptir mestu, em farin er Morgunblaðið/Árni Sæberg m helgina. gsins John Kay hafa vakið rgeirsson ræddi við Kay um á nýju nálgun er hann telur og gagnrýni á kenningar hans. sts@mbl.is Sjálfsöryggi Evrópu hefur hrunið á síð- ustu áratugum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.