Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2003 35 ✝ Guðbjörg MaríaLilaa var fædd í Reykjavík 7. októ- ber 1966. Hún lést á heimili sínu í Stuðla- seli 2 í Reykjavík 26. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Charlot Andr- eas Lilaa sjómaður, færeyskur að upp- runa, og Guðlaug Stefánsdóttir, hús- móðir frá Syðri- Bakka í Keldu- hverfi. Þrjú systkini Charlots, sem kall- aður var Kalli, komu til Íslands: 1) Sólveig Lilaa kom í síðari heims- styrjöldinni og vann á Vífilsstöð- um en fór síðar til Svíþjóðar. 2) Jónhild, látin. Maður hennar var Vilberg Sigurðsson sjómaður sem fórst með trillunni Ásu. Þeirra börn eru: Sigurbjörn, Iris, Sólrún og Jóhann. Fyrir átti Jónhild börnin Ólaf Lilaa og Ólöfu Finn- bogadóttur. 3)Símon Lilaa vann um tíma á Vífilsstöðum og var síð- voru: a) Höskuldur, kennari og bóndi í Syðri-Haga á Árskógs- strönd og síðar iðnverkamaður á Akureyri. Kona hans Lilja Halblaub. Þeirra dóttir Sigrún. b) Þóroddur, bóndi á Syðri-Bakka. Kona hans Kristín Hannesdóttir. Þeirra börn: Jón Þór, Guðbjörg og Stefán. c) Rögnvaldur, bóndi á Leifsstöðum í Axarfirði. Kona hans Kristveig Friðgeirsdóttir. Þeirra börn: Sigurborg, Stefán og Friðgeir. d) Rósa Kristín sauma- kona. Maður hennar Kristján Röðuls skáld. Þeirra dóttir Mán- ey, látin. e) Egill bóndi á Syðri- Bakka. Kona hans Ingibjörg Jó- hannesdóttir. Þeirra börn Jó- hannes Haukur, látinn, Eyrún og Egill. f) Guðrún húsmóðir í Mið- húsum í Blönduhlíð. Maður Gísli Jónsson bóndi. Þeirra börn Jón, Guðbjörg, Stefán, Þrúður og Gísli. Guðbjörg María var einkabarn foreldra sinna. Hún dvaldist á heimili foreldra sinna meðan bæði lifðu og síðan hjá móður sinni þar til á síðasta ári er hún flutti í sam- býlið í Stuðlaseli 2. Guðlaug móð- ir hennar dvelur nú á Landakoti farin að heilsu. Útför Guðbjargar Maríu fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. an í Keflavík og Reykjavík. Hann er vistmaður á Drop- laugarstöðum. Kona hans Björg Gunn- laugsdóttir. Þau skildu. Börn þeirra eru: Jóhann, Gunn- laugur og Borghildur. Fyrir átti Símon son- inn Friðrik. Ein systir Charlots er á lífi í Leirvík í Færeyjum, Mia Justinsen. Charl- ot kom til Íslands um 1950. Hann var sjó- maður, fyrst í Kefla- vík og síðar á togurum Bæjarút- gerðar Reykjavíkur og vann við löndun hjá Togaraafgreiðslunni og Granda. Charlot lést árið 2001. Móðir Guðbjargar er Guðlaug Stefánsdóttir, f. 19. desember 1929, á Syðri-Bakka í Keldu- hverfi, yngst sjö systkina. For- eldrar hennar voru Stefán Jóns- son, bóndi á Syðri-Bakka, og kona hans Guðbjörg Jónsdóttur. Systk- ini Guðlaugar eru öll látin en þau Foreldrar Guðbjargar voru bæði aðkomufólk í Reykjavík og hafa bæði bundið bjartar vonir við stofnun heimilis og fæðingu síns fyrsta barns en Guðbjörg fæddist með Downs heilkenni og hjarta- galla sem lagði foreldrunum miklu meiri skyldur á herðar en uppeldi heilbrigðs barns. Þau önnuðust hana alla ævi og hún varð rósin þeirra. Ég man vel eftir Guðbjörgu þeg- ar hún var að setja plötu á fóninn á Laufásveginum og músíkáhuginn leyndi sér ekki. Þegar Höskuldur tengdafaðir minn kom í heimsókn til Reykjavíkur í sumar- eða jólafríum heimsótti hann alltaf Laugu systur sína og gisti hjá henni. Guðbjörg mat hann mikils. Hann hafði áhyggjur af Guðbjörgu en var ánægður með að hún væri „vel siðuð“, þann karakter fékk hún alltaf. Síðar urðu samskipti okkar nánari þegar Höskuldur hafði hvatt fjölskylduna til að kaupa húsnæði á Hringbraut 76 og ég hjálpaði þeim við að koma sér fyrir. Samskipti okkar voru þó strjál þangað til fyrir fimm árum þegar ég datt út úr atvinnustörfum og Kalli leitaði ráða hjá mér um hús- næðismál. Þá hafði ég tíma til að sinna Guðbjörgu meira og við fór- um í margar bílferðir og alltaf byrjuðum við á að finna rokk í út- varpinu og þá var nú gaman að skrúfa almennilega upp í græjun- um og sveifla sér í takt við músík- ina og síðan var gaman að koma við og gefa öndunum. Og alltaf man ég þegar fjölskyldan var stödd hjá stoðtækjaversluninni Össuri að kaupa göngugrind fyrir Guðbjörgu. Við höfðum leitt hana inn í búðina og þegar hún fékk göngugrindina í hendur brunaði hún af stað ein, kom síðan til baka og mælti skörulega: „Fá einn svona.“ Heimili foreldranna var Guð- björgu allt en á síðasta ári þurfti hún að flytja er heilsu móður hennar hrakaði. Hún flutti þá í in- dælt sambýli í Stuðlaseli 2 þar sem fimm félagar sakna hennar nú. Undanfarið höfum við Guðbjörg heimsótt mömmu hennar í Víðines og setið hjá henni og svo höfum við sett plötu á fóninn og dansað svolítið. Guðbjörg, nú ertu komin í him- ininn og hjá þér er fullt af músík, þú ert að spila rokk og trommu- takturinn fer ekki framhjá nein- um. Þú slærð taktinn með fingr- inum og horfir á hann alveg eins og hann Höskuldur gerði og Kalli, Máney og systkini mömmu þinnar frá Syðri-Bakka og frændfólkið hans Kalla frá Færeyjum, þau kunna nú að dansa. Lífið var stundum erfitt en margir voru boðnir og búnir til að veita aðstoð. Kristján Eyjólfsson og Hróðmar Helgason læknar voru átrúnaðargoð fjölskyldunnar og Helga Hjörleifsdóttir, liðsmað- ur Guðbjargar, varð hluti af fjöl- skyldunni. Styrktarfélag vangef- inna og sérstaklega Hrefna Haraldsdóttir nutu óskoraðs trausts. Starfsfólkið í Lyngási og Bjarkarási, starfsfólk Félagsþjón- ustunnar, sérstaklega hún Rafn- hildur, heimahjúkrunin, starfsfólk Skrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík og starfsfólkið í Stuðla- seli 2 auk margra annarra sparaði ekkert til að auðga líf Guðbjargar Maríu. Öllum þessum aðilum fær- um við þakkir fyrir óþreytandi hjálpsemi á liðnum árum. – Við Sigrún vottum Guðlaugu og öllum vinum Guðbjargar inni- legustu samúð okkar. Símon Steingrímsson frá Laufhóli. Kær vinkona mín, Guðbjörg María Lilaa, er fallin frá aðeins 37 ára gömul, svo ung, svo óvænt, og þó? Mig langar að minnast hennar með nokkrum minningarbrotum. Ég byrjaði að vinna í Lyngási fyr- ir 25 árum. Strax þá vöktu sérstaka eftir- tekt mína lítil skötuhjú, Bjössi og Maja. Þau voru háð hvort öðru, hún svolítið ráðrík og Bjössi til í að gera allt fyrir Maju sína. Ásamt því að vera á Lyngási stundaði hún nám í Safamýrarskóla. Við Maja vorum svo samtíða á tán- ingastofunni á Lyngási, þar áttum við margar góðar stundir, þótt ekki værum við alltaf sammála. Þegar unglingsárunum lauk byrj- aði Maja að vinna á hæfingarstöð- inni Bjarkarási. Við þau tímamót vildi hún ekki lengur láta kalla sig Maju heldur Guðbjörgu Maríu. Fljótlega eftir að Guðbjörg fór í Bjarkarás gerð- ist ég liðsmaður hennar. Þá kynnt- ist ég vel fjölskyldunni. Guðbjörg lifði eins og blómi í eggi á heimili sínu, foreldrar henn- ar báru hana á höndum sér, vildu allt fyrir hana gera til þess að henni liði sem best. Við upplifðum margt skemmtilegt saman, fórum í bíó, leikhús, kaffihús eða sátum heima og æfðum lag fyrir söngva- keppnir. Einnig fórum við að stunda Hitt húsið. Það fannst Guð- björgu skemmtilegt. Þar var mikil músík og þar hitti hún marga góða vini sína. Tónlistin var hennar líf og yndi og uppáhaldssöngkona hennar var Sigga Beinteins og vildi hún gjarnan hafa hvítt hár eins og Sigga Beinteins. Síðasta skiptið sem við hittumst var söngvakeppni í Hinu húsinu. Guð- björg var þar í essinu sínu, söng lag með Siggu Beinteins og fékk viðurkenningu fyrir góða frammi- stöðu. Mikil umskipti urðu í lífi Guð- bjargar þegar faðir hennar lést fyrir tveimur árum og heilsu móð- ur hennar hrakaði. Fyrir rúmu ári flutti Guðbjörg að sambýlinu Stuðlaseli 2. Þar var henni mjög vel tekið og átti hún þar góða daga þar sem allir voru tilbúnir að taka tillit til aðstæðna hennar. Þegar Guðbjörg missti föður sinn, hann Kalla, stóð hún sig eins og hetja. Hún var sann- færð um að þetta væri allt í lagi, hún taldi upp alla sem hún þekkti sem voru dánir og sagði að Kalli væri nú hjá Máneyju, Bertu, Villa, Önnu og Óla já og svo hefur Guð- rún frænka hennar bæst við í þennan hóp. Kalli tekur nú örugg- lega vel á móti henni ásamt öllum hinum. Þér kæra sendir kveðju með kvöldstjörnunni blá það hjarta, sem þú átt en sem er svo langt þér frá, þar mætast okkar augu þótt ei oftar sjáumst hér ó Guð minn ávallt gæti þín. Ég gleymi aldrei þér. (W.TH. Söderberg.) Elsku Guðlaug, ég votta þér mína innilegustu samúð svo og öll- um í Stuðlaseli 2. Helga Hjörleifsdóttir. GUÐBJÖRG MARÍA LILAA Vinkona okkar og bekkjarsystir dr. Sig- rún Guðmundsdóttir prófessor við háskólann í Þrándheimi lést 28. júní sl. langt um aldur fram. Hún hefði orðið 56 ára í dag, 4. nóvember 2003, og viljum við því heiðra minn- ingu hennar með fáeinum orðum á þessum degi. Leiðir okkar lágu fyrst saman haustið 1967 þegar Sigrún settist í 2. bekk A í Kennaraskóla Íslands. Hún hafði þá þegar lokið prófi frá Íþrótta- kennaraskólanum á Laugarvatni og hugðist bæta við sig almennum kenn- araréttindum. Fáa grunaði þá að þetta væri upphafið að jafn langri og víðfeðmri vegferð Sigrúnar um lönd kennslufræðanna sem raun bar vitni. Sigrún virtist á þessum árum ósköp venjuleg ung stúlka sem var upptekin af hefðbundnum kvenlegum gildum. Hugur hennar hneigðist t.d. mjög til hannyrða og saumaskapar á þessum árum og væri það vegleg sýning ef allir hennar listgripir og nytjahlutir væru saman komnir í einn stað. Heima fyrir saumaði hún glæsilega samkvæmiskjóla og bróderaði stór veggteppi eftir mynstrum frá Þjóð- minjasafni Íslands. Í skólatöskunni bar hún alltaf með sér smærri út- saumsstykki að grípa til, einkum undir langdregnum fyrirlestrum. Þessa iðju lagði hún alveg á hilluna er hún hóf háskólanám í uppeldis- og menntunarfræðum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þá beindi hún metn- aði sínum, eldmóði og afköstum af alefli að lífsverki sínu, að rannsaka og þróa kennarastarfið og ala upp nýja kynslóð vísindafólks á þeim vett- vangi. Sigrún ávann sér mikla viðurkenn- ingu á alþjóðavettvangi fyrir rann- sóknir sínar og skrif. Hún var afar af- kastamikill fræðimaður og lagði áherslu á skólarannsóknir þar sem byggt er á vettvangsathugunum og viðtölum við kennara. Það skipti hana miklu máli að rannsóknir hennar tengdust veruleikanum í skólanum sjálfum og kennurum að starfi. Hún flutti erindi um niðurstöður sínar á alþjóðlegum ráðstefnum og birti um þær fjölda greina í viðurkenndum SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Sigrún Guð-mundsdóttir fæddist í Vestmanna- eyjum 4. nóvember 1947. Hún lést á heimili sínu í Þránd- heimi í Noregi að- faranótt 28. júní síð- astliðinn og var útför hennar gerð í Þránd- heimi 3. júlí. rannsóknartímaritum, auk bóka og bókarkafla. Til fárra, ef nokkurra Íslendinga, er meira til vitnað þegar um er að ræða rannsóknir á kennslu og kennara- starfi. Af sömu einurð og fagmennsku og Sigrún beitti á hannyrðirnar forðum, og síðar við- fangsefni fræðigreinar sinnar, tókst hún á við illvígan sjúkdóm sein- ustu 11 ár ævi sinnar. Enginn vafi er á að henni tókst að framlengja líf sitt um nokkur ár með því að taka á stundum djarfmannlegar ákvarðanir um með- höndlun sjúkdómsins, byggðar á um- fangsmiklum eigin rannsóknum, svo og með einstökum lífsviðhorfum og lífskrafti. Þó Sigrún byggi erlendis meiri- hluta fullorðinsáranna rofnuðu aldrei tengslin við gömlu bekkjarfélagana. Hún sá yfirleitt til þess að taka frá tíma fyrir okkur, jafnvel í örstuttum heimsóknum. Stundum var allur bekkurinn kallaður til, stundum að- eins innsti vinahringurinn. Þá var gjarnan setið og skeggrætt hálfa nóttina. Við sem ritum þessar línur eigum ógleymanlega minningu frá seinustu endurfundum. Það var í blíð- skaparveðri um hásumartíð 2001 við Meðalfellsvatn. Það var róið út á spegilfagurt vatnið, grillað, etið og drukkið, talað og hlegið. Sigrún lék við hvern sinn fingur og ræddi veik- indi sínu með óvenju opinskáum hætti. Hún vissi að hver dagur var dýrmætur. Hún hafði ákveðið að verja þeim misserum sem hún kynni að eiga eftir til að styðja ungar fræði- konur við að koma rannsóknum sín- um á framfæri á alþjóðavettvangi. Hún þekkti leiðirnar, enda átti hún sæti í ritstjórn fjölmargra virtra tímarita og vissi að kynsystur hennar gátu átt erfitt uppdráttar á þessum vettvangi. Að þessari hugsjón sinni vann hún uns yfir lauk. Þessi sam- verustund endaði eins og svo oft í gamla daga í morgunroðanum fyrir framan Bogahlíð 8, hús móður henn- ar og fósturföður. Við æskuheimili Sigrúnar eru bundnar minningar um ljúfar stundir sem vekja upp lokkandi ilm af nýsteiktu kleinunum hennar Möggu mömmu. Við þökkum Sigrúnu Guðmunds- dóttur trygga vináttu í hátt á fjórða áratug og vottum aðstandendum hennar okkar dýpstu samúð. Kristrún Ísaksdóttir, Regína Höskuldsdóttir, Ingvar Sigurgeirsson. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÓSKAR SIGFINNSSON fyrrverandi skipstjóri frá Neskaupstað, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 1. nóvember síðastliðinn. Útförin verður auglýst síðar. Guðný Þóra Þórðardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, FRIÐRIKA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Fremstafelli, andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga laug- ardaginn 1. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.