Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Emilía SjöfnKristinsdóttir fæddist í Reykjavík 12. ágúst 1927. Hún lést á Landakotsspít- ala hinn 26. október síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Em- ilía Björg Péturs- dóttir húsfreyja, f. í Reykjavík 14. ágúst 1900, d. 19. septem- ber 1965, og Kristinn J. (Júlíus) Markús- son, kaupmaður í Geysi, f. í Reykjavík 5. júlí 1894, d. 16. maí 1973. Bjuggu þau lengst af á Stýrimannastíg 12 í Reykjavík. Systkini Sjafnar eru: Oddbjörg (Stella), f. 25. marz 1922, d. í júní 2003, gift Richard Thors, f. 6. des- ember 1920. Arnþrúður (Lilla), f. 29. nóvember 1923, gift Óttarri Möller, f. 24. október 1918. Auður, f. 2. janúar 1932, gift Jóni Ólafs- syni, f. 26. apríl 1932 og Gylfi, f. 7. marz 1935, d. 14. júlí 1955. Hinn 21. nóvember 1947 giftist Sjöfn Birni Hallgrímssyni, fv. for- stjóra og stjórnarform. H. Bene- diktssonar hf., og fl. fyrirtækja, f. í Reykjavík, 17. apríl 1921. Foreldr- ar hans eru Áslaug Benediktsson, (f. Geirsdóttir Zoëga), húsfreyja, f. og Emilíu Sjöfn, f. 30. september 1981. 3) Emilía Björg, f. 19. júlí 1954, gift Sigfúsi Haraldssyni, f. 31. júlí 1955. Þau skildu. Börn þeirra eru Kristinn Björn, f. 29. september 1983, Haraldur Gísli, f. 5. október 1986 og Stefán Geir, f. 14. marz 1991. 4) Sjöfn, f. 19. júní 1957, gift Sigurði Sigfússyni, f. 1. júní 1955 og eiga þau fjögur börn, Emilíu Björgu, f. 9. nóvember 1984, Katrínu Erlu, f. 3. marz 1986, Sigurð Kristin, f. 15. sept- ember 1989, og Elínu Eddu, f. 28. febrúar 1996. Sjöfn er alin upp á Stýrimanna- stígnum í vesturbæ Reykjavíkur í nánu samneyti við frændfólk, sem margt hvert bjó í næstu grennd. Hún var mörg sumur í sveit á Mó- um á Kjalarnesi og tókst þá með henni og því góða fólki, sem þar bjó, ævilöng vinátta. Sjöfn gekk í Landakotsskóla og Kvennaskól- ann í Reykjavík en hóf síðan að vinna í Útvegsbanka Íslands þar sem hún vann þar til hún giftist Birni. Foreldrar Sjafnar byggðu sér sumarbústað í Grafningi á Þingvöllum árið 1936 og var sá staður Sjöfn alla tíð mjög kær. Sjöfn og Björn bjuggu frá árinu 1968 á Fjólugötu 1 í Reykjavík, en foreldrar Björns byggðu það hús. Þar undi Sjöfn sér vel alla tíð og var þar vel tekið á móti öllum, og var heimilið mikill samkomustað- ur fjölskyldna þeirra hjóna. Útför Sjafnar fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í Reykjavík 14. ágúst 1895, d. 15. ágúst 1967 og Hallgrímur Bene- diktsson, stórkaup- maður og alþingis- maður, f. á Seyðisfirði 20. júlí 1885, d. 26. febrúar 1954. Börn Sjafnar og Björns eru: 1) Áslaug, f. í Reykjavík 28. des- ember 1948. Eigin- maður hennar er Gunnar Sch. Thor- steinsson, f. í Reykja- vík 18. febrúar 1945 og eiga þau þrjú börn, Björn, f. 1. apríl 1970, unnusta hans er Arndís Sveinsdóttir, f. 31. júlí 1978, Laura Sigríður, f. 15. marz 1972, gift Aurelio Ravarini, f. 30. apríl 1969, sonur þeirra Giac- omo Gunnar, f. 17. marz 2002, og Gunnar Magnús, f. 7. nóvember 1978, unnusta hans er Anna María Guðnadóttir, f. 30. ágúst 1979, son- ur þeirra drengur, f. 7. október 2003. 2) Kristinn, f. í Reykjavík 17. apríl 1950. Eiginkona hans er Sól- veig Pétursdóttir, f. í Reykjavík 11. marz 1952, og eiga þau þrjú börn, Pétur Gylfa, f. 6. september 1975, Björn Hallgrím, f. 3. janúar 1979, unnusta hans er Herborg Harpa Ingvarsdóttir, f. 2. júlí 1979, Í dag verður jarðsett tengdamóðir mín, Emilía Sjöfn Kristinsdóttir. Það eru 36 ár síðan ég kom fyrst inn á heimili þeirra Sjafnar og Björns í fylgd Áslaugar minnar. Mér er sérstaklega minnisstætt hversu elskulega þau tóku á móti mér og létu mig finna það frá fyrsta degi að ég væri einn af fjölskyldunni og upp frá því má segja að heimili þeirra Sjafnar og Björns hafi verið mitt annað heimili. Allar mínar minningar um Sjöfn eru góðar og tengjast einhverju léttu og skemmtilegu enda var Sjöfn alltaf hress og kát og gestrisin og hjálp- söm með létta lund og smitandi hlát- ur. Fjólugata 1 og Birkilundur voru alltaf opin og þar var alltaf kátt á hjalla. Það var sérstök upplifun að upplifa samtöl Sjafnar og Nanný, vinkonu hennar, því að hláturrok- urnar voru stundum svo miklar að þær urðu að slíta samtalinu tíma- bundið á meðan þær náðu andanum. Sjöfn og Björn voru einstaklega samrýnd og svo mikið með hvort öðru að ég man ekki þann dag sem þau voru ekki saman, ef hann þurfti að fara eitthvað í viðskiptaerindum þá fór Sjöfn alltaf með honum alla tíð, alltaf. Björn sagði alla tíð að hann myndi fara á undan henni Sjöfn sinni því að hann kynni ekki að lifa án hennar. Nú er hann án hennar í fyrsta skiptið í 56 ár. Ég vona að góður Guð gefi þér, Björn minn, góð ár enn hjá okkur áð- ur en þið Sjöfn hefjið aftur saman sambúð á nýjum stað þar sem Sjöfn er núna að spjalla við Stellu systur og Nanný af slíkri glaðværð að undir tekur í himnahæðum. Ég kveð þig, elsku Sjöfn mín, með þakklæti fyrir allt það sem þú varst mér og Áslaugu minni og börnum og barnabörnum okkar. Þú lifir áfram í ljúfum minningum okkar um trygga og góða móður, ömmu, langömmu og vinkonu. Gunnar Sch. Thorsteinsson. Í dag kveð ég elskulega tengda- móður mína, stórkostlega og æðru- lausa konu með stórt hjarta og létta lund. Mér er það mjög minnisstætt þegar ég kynntist henni fyrst eftir að ég fór að venja komur mínar á Fjólu- götuna. Hún tók mér strax sem einni af fjölskyldunni og kenndi mér allt það sama og sínum börnum, hvort sem það var heilbrigð afstaða til lífs- ins og samferðafólksins eða að und- irbúa veisluborð, sem hún gat töfrað fram á svipstundu. Sjöfn hafði líka alltaf tíma til að hlusta og gefa góð ráð, ekki síst ef eitthvað á bjátaði en hún hafði einnig þá tröllatrú að hlát- urinn lengdi lífið. Ég fann það glöggt þegar ég var umvafin hlýju og ástúð tengdafjölskyldu minnar, hvað þetta er gott fólk og vill leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Tengda- foreldrar mínir hafa alltaf verið ákaf- lega réttsýnt og sanngjarnt fólk, lögðu aldrei illt til nokkurs manns en voru alltaf tilbúin að rétta þeim hjálparhönd sem á þurftu að halda. Samband Sjafnar og Björns var alla tíð afar náið og gott og augljóst var að þeim leið best, þegar þau voru ná- lægt hvort öðru. Sjöfn starfaði lengi fyrir kven- félagið Hringinn og lagði sitt af mörkum til góðgerðarstarfa. Hún rak heimili þeirra hjóna af miklum myndarskap og var höfðingi heim að sækja. Hennar dyr stóðu alltaf opnar og fjölskylduboðin voru stór þáttur í okkar lífi. Sjöfn og Björn eiga fjögur börn, þrjár dætur og einn son, Krist- in, sem er eiginmaður minn. Hann er fæddur á afmælisdegi föður síns, hinn 17. apríl, en tengdamóðir mín sagði jafnan að þar hefði orðið til af- mælisgjöf fyrir lífið. Þau mæðginin voru ákaflega samrýnd og náin og við Kristinn vorum ekki búin að þekkjast lengi þegar hann bað mig um það að ef við myndum eignast dóttur fengi hún nafn móður sinnar og yrði þá alnafna hennar. Við vorum svo lánsöm að þetta gekk eftir. Sjöfn var fædd og uppalin á Stýri- mannastígnum í Reykjavík og talaði oft um sitt fólk, systurnar þrjár og bróðurinn Gylfa, sem lést aðeins tví- tugur að aldri. Föðursystir hennar, Gillý frænka, var henni líka náin og mikil hjálparhella ásamt því að vera sérstakur vinur barnabarnanna. Foreldra sinna minntist hún jafnan af mikilli væntumþykju og virðingu, þeirra Kristins í Geysi og Emilíu, ekki síst dvölinni með þeim í sum- arbústaðnum í Grafningnum við Þingvallavatn. Þar áttum við Krist- inn og börnin síðar jafnan athvarf hjá henni í „ömmusveit“ eins og stað- urinn var nefndur. Þar ríkti ávallt mikil gleði og þótt oft væri ekki þurr þráður á börnunum, þá var þeim bara þvegið úr vaskafati og fötin þurrkuð á stóra rauða ofninum. Það var ótrúlegt að sjá snilld tengdamóð- ur minnar við kolaeldavélina og hvað hún var lagin við að hafa alltaf fínt og heimilislegt í kringum sig og sína. Já, þær eru svo margar þessar ynd- islegu stundir sem við áttum öll með þér, mín kæra vinkona, og þær munu lifa áfram með okkur um ókomna tíð. Elsku Sjöfn, ég kveð þig nú með söknuði en jafnframt virðingu og þakklæti. Virðingu fyrir þér, sem hefur alltaf staðið upprétt og tekist á við lífið með trú, skynsemi og hug- rekki að leiðarljósi og þakklæti fyrir allt það sem þú hefur gefið mér. Ég bið Guð um að varðveita minningu þína og veita Birni, tengdaföður mín- um, og allri fjölskyldunni styrk í þeirra söknuði. Þín tengdadóttir, Sólveig Pétursdóttir. Elsku amma. Þakka þér fyrir vináttuna. Þakka þér fyrir væntumþykjuna. Þakka fyrir að hafa verið stór partur af minni tilveru þau 33 ár sem ég hef lifað hér á jörð og þakka þér fyrir þau heilræði sem þú gafst mér í ár- anna rás. Það voru ófáar næturgistingarnar sem ég fékk á yngri árum hjá þér og afa á Fjólugötunni enda var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til ykkar. Við spiluðum yatzi, rommí, veiðimann og flest önnur spil sem til eru – oft langt fram á nótt. Við fórum í langa bíltúra á R-92 og töluðum um allt milli himins og jarðar. Við vorum vinir. Stórvinir. Samverustundir okkar í „Ömmu- sveitinni“ eru svo sérkapítuli útaf fyrir sig enda meðal minna kærustu bernskuminninga. Þar kom öll stór- fjölskyldan saman hvert sumar og þá var sko trallað og sungið enda sam- heldni fjölskyldunnar mikil og vænt- umþykjan sterk á alla kanta. Stuttu eftir andlát þitt sunnudag- inn 26. október sl. kom ég á Landa- kot og átti yndislega bænastund með börnum þínum og finnst mér afskap- lega vænt um þá minningu. Elsku afi minn, þú hefur misst mikið – eins og við öll, en mundu hversu marga þú átt að og hversu mörgum þykir svo undurvænt um þig, kallinn minn. Hvíl í friði, amma mín, og takk fyr- ir allt saman – ég og Arndís biðjum góðan guð að varðveita þig og vernda á himnum. Þinn dóttursonur, Björn Sch. Thorsteinsson. Elsku amma, nú þegar ég kveð þig í hinsta sinn hrannast upp minningar frá þeim stundum sem við áttum saman. Stundir sem því miður urðu alltaf færri og færri eftir að ég flutti út. Ég minnist þess þegar við spil- uðum yatzy við afa í ömmusveit, randalínunum sem þú bakaðir fyrir jólin, hvað þú hlóst alltaf mikið þegar þú varst að tala við Nanný vinkonu í símann, heimatilbúna ísnum, þegar þú kenndir mér að leggja kapal, ég gæti haldið áfram endalaust. Allt eru þetta yndislegar minningar sem ég mun varðveita í hjarta mínu að eilífu. Ég er svo þakklát fyrir að G. Gunnar hafi fengið að kynnast þér og þó svo að hann sé ungur að árum mun ég sjá til þess að hann muni alltaf eftir langömmu Sjöfn. Elsku amma, það er svo erfitt að þurfa að kveðja þig, ég hefði viljað eiga meiri tíma með þér, ég á eftir að sakna þín og þeirra stunda sem við áttum saman. Ég er viss um að Nanný vinkona og Stella systir þín hafa tekið vel á móti þér og að þú munir vaka yfir okkur. Ég vil biðja góðan Guð að gæta þín. Elsku afi, megi góður Guð hugga þig í sorg þinni. Og þó að leiðirnar skildu, sá þráður er bundinn var þar. Hann sterklega og þétt var ofinn, og aldreigi slitinn var. Því er það mín hinsta kveðja, að Hann, er mér sendi þig, taki þig traustum örmum, er tókst þú forðum mig. (Ingibjörg Árnadóttir.) Laura Sigríður. Ömmusveit. Jólin hjá ömmu í Fjólu. Þetta voru fastir punktar í lífi ungs drengs. Án þeirra hefði barn- æskan orðið ólíkt grárri. Fjörið, fjöl- mennið og stórt bros voru hlutir sem maður gat gengið út frá sem vísu þegar maður kom í heimsókn til ömmu Sjafnar. Ég hlakkaði alltaf til með margra vikna fyrirvara að fara uppí ömmusveit, litla bústaðinn við Þingvallavatn, á sumrin. Mér þótti alltaf alveg sérstaklega skemmti- legt, þegar farið var að róast á kvöld- in, að koma mér vel fyrir á þægileg- um stól úti í horni og fylgjast með hinum fullorðnu spila kana eða yatsí við kertaljós, með eyrun sperrt svo nýjustu sögurnar færu nú örugglega ekki framhjá mér. Spenningurinn náði þó alltaf hámarki á jólunum. Þá safnaðist öll fjölskyldan saman hjá ömmu og afa og gerði sér glaðan dag. Þá var mikill veislumatur á borðum, en mér fannst alltaf forrétt- urinn og eftirrétturinn langbestir. Aspassúpan stórkostlega sem maður fékk bara um jólin og heimatilbúni ísinn með marins- og súkkulaðibitum sem maður fékk líka bara um jólin. Svo þurfti maður auðvitað að kíkja inn í stofu til að sjá hvað pakkahrúg- an var stór þetta árið, en hún tók alltaf undir sig allan gula sófann, og flæddi meira að segja stundum yfir á nærliggjandi stóla líka. Eini gallinn við að stinga nefinu inn í stofu var sá, að þá neyddist maður til að heilsa öllu fullorðna fólkinu. Þetta var jafn- an mikið vandamál í þeim risavöxnu fjölskyldu- og vinaboðum sem amma oft hélt því maður kannaðist varla við helminginn af andlitunum – hvað þá að maður myndi nöfnin. Ég mun sakna þín mikið, amma mín. Þú varst alltaf góð og tókst mér alltaf opnum örmum. Ekkert mun nokkurn tímann koma í staðinn fyrir brosið þitt stóra, en minningarnar munu hlýja mér um hjartarætur alla mína ævi. Pétur Gylfi Kristinsson. Mig langar að segja nokkur orð til minningar um ömmu mína. Eitt af því fyrsta, sem ég man eftir voru jól- in á Fjólugötunni, hversu gaman var þá og hversu hlýlega var tekið á móti okkur. Þetta var ævintýrastund í augum barns. Svipað var uppi á ten- ingnum um páskana, glæsilegt boð og skemmtileg fjölskyldustund sem amma hafði allan veg og vanda af. Þannig var þetta alltaf þegar maður kom í heimsókn á Fjólugötuna, þangað var alltaf gaman að koma og amma lumaði ætíð á einhverju góð- gæti handa okkur krökkunum. Sumrin sem ég eyddi sem barn í sumarbústað hjá ömmu og afa var frábær tími. Þar virtist alltaf vera gott veður og nóg að gera. Færi að rigna var amma alltaf tilbúin að spila við okkur krakkana og gefa okkur harðfisk með. Hún unni þessum stað heitt og kunni hvergi betur við sig. Verslunarmannahelgarnar og aðrar fjölskyldustundir í sumarbústaðnum eru meðal minna kærustu minninga um ömmu. Amma var hress og hláturmild kona, hún hafði svo sannarlega gam- an af því að lifa. Smitandi hlátur hennar ómar enn í huga mínum, öruggt merki um að nú væri boðið byrjað. Þessar minningar, sem og allar aðrar um ömmu mína, met ég mikils og geymi í hjarta mínu og mun gera áfram. Þótt söknuðurinn sé mikill get ég alltaf leitað til þeirra og hugs- að um allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þá líður mér betur og ég veit að amma vakir yfir mér. Elsku amma, ég veit að þú ert á góðum stað núna og hefur það gott. Minningin um þig lifir áfram í hjört- um okkra allra. Björn Hallgrímur Kristinsson. Elsku amma mín, þegar við sátum saman síðast á Landakoti grunaði mig aldrei að það væri hinsta stund okkar saman. Við vorum þarna fjöl- skyldan og rifjuðum upp liðna tíma og hlógum að. Þessi stund á eftir að vera mér lengi í minni. Nú þegar þú ert farin frá mér get ég aðeins ornað mér við allar skemmtilegu minning- arnar sem ég á um þig. Þegar ég var yngri og kom í heimsókn til þín á Fjólu, þá fórstu oftar en ekki með mig upp í skrínið þitt og valdir eitt- hvað fallegt til að gefa mér. Ef það var ekki eitthvað úr skríninu gauk- aðirðu að mér pening í bíó eða smá- kökum til að taka með heim. Þú varst einmitt afburðagóður kokkur og man ég að það var mikill heiður í boðum hjá þér að vera treyst til þess að búa til „fjallið“ úr heimalagaða ísnum og marengskökunum. Eftir- rétturinn var sko alvöru mál á Fjólu- götunni. Svo þegar ég varð eldri sát- um við oft inni í stofu, bara ég og þú, og þá vildirðu vita hvort ég væri ekk- ert að slá mér upp eða spá í „glák- ana“. Það var einstaklega gott að tala við þig um alla skapaða hluti og þú gafst mér jafnan góð ráð. Við átt- um alltaf sérstakt samband og ég var stolt af því að bera nafnið þitt. Hins vegar gátum við hlegið að því þegar EMILÍA SJÖFN KRISTINSDÓTTIR Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Sími 562 0200 Erfisdrykkjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.