Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eins og títt er um minningargreinar og þessi vafalaust ekki undanskilin þá fjallar hún kannski ekki minna um þann sem hana rit- ar. Það var um haustið 1998 að við fluttum að Auðarstræti 9 á efri hæðina sem við höfðum þá nýverið fest kaup á. Við hófum þegar að gera endurbætur á íbúðinni sem ÞORGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR ✝ Þorgerður Sig-urðardóttir fæddist á Grenjaðar- stað í Suður-Þingeyj- arsýslu 28. nóvem- ber 1945. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 14. októ- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hallgríms- kirkju í Reykjavík 24. október. tók okkur nokkurn tíma með tilheyrandi raski og ónæði fyrir aðra íbúa hússins eins og þeir þekkja sem slíkt hafa reynt. Að auki vorum við með lítið barn sem hafði ákveðnar skoðanir á lífinu og lét í sér heyra á öllum þeim tímum sem honum þóknaðist ef svo bar undir þannig að ekki er hægt að segja að við höfum komið hægt og hljótt sem nýir nágrannar. Eins og hefðin er þegar fólk býr í litlu þríbýli þá kynntumst við Þorgerði og Ólafi strax eftir að við fengum eignina afhenta og fram- kvæmdir hófust og mér er minn- isstætt í upphafi þegar þau höfðu heilsað okkur með virktum, boðið okkur velkomin í húsið og við kom- ið með afsakanir fyrir því ónæði sem við hlytum að valda þeim við standsetningu á íbúðinni, að þau brostu góðlátlega og stuttu síðar kom Þorgerður og bauð okkur í kvöldmat, þar sem við hlytum að vera orðin svöng í heimalagaðan mat sökum þess að á þeim tíma höfðum við eingöngu örbylgjuofn í stofunni til að hita okkur fæði. Þetta varð upphafið að hlýjum og góðum kynnum nágranna í milli sem ávallt voru góð þó ekki væri sambýlið í mörg ár. Þorgerður var ákaflega hæfi- leikarík og skemmtileg listakona sem hafði líka þann fágæta kost að hafa gengið í gegnum lífið með það að leiðarljósi að læra af því sem líf- ið bauð upp á hvort sem það var já- kvæð eða neikvæð lífsreynsla og nýta sér það með jákvæðum hætti. Þegar kom að öðrum málefnum en þeim sem hún þekkti fyrir vildi hún ávallt fá að vita út á hvað hlut- irnir gengu til að afla sér frekari þekkingar og var hún fljót að skynja tilveruna í kringum sig. Einhverju sinni ók ég með henni upp að Korpúlfsstöðum í erinda- gjörðum, þar sem hún hafði vinnu- aðstöðu. Gengum við þá þar um húsakynni og spjölluðum mikið að venju og gat hún frætt mig um margt sem tilheyrði sögu staðarins fyrr og síðar. Þó svo að við höfum ekki búið í Auðarstræti í mörg ár þá verður sú vera alla tíð góð í minningunni, ekki síst fyrir okkar hlýju og góðu nágranna, og viljum við því nota tækifærið og þakka fyrir þau góðu kynni við Þorgerði með þessum fáu orðum sem hér hafa verið sett á blað. Við viljum votta Ólafi og að- standendum Þorgerðar okkar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Hörður Gunnarsson, Rósa Matthíasdóttir. Kæru vinir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eig- inkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, GUÐLAUGAR HELGU SVEINSDÓTTUR, Möðrufelli 3, Reykjavík. Grímur Friðbjörnsson, Sigríður Grímsdóttir, Þórður Axel Magnússon, Gunnhildur Grímsdóttir, Yngvi Óðinn Guðmundsson, Þröstur Grímsson, Guðmundur Hrafn, Lena Sóley og Helga Kristín Yngvabörn, Vilhelmina Sofia Sveinsdóttir. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma, systir og mágkona, DAGBJÖRT SVANA HAFLIÐADÓTTIR, Sjafnargötu 6, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn 17. október sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum innilega auðsýnda samúð og starfsfólki Sóltúns fyrir góða umönnun. Hafliði M. Guðmundsson, Anna D. Sigurðardóttir, Guðbjörn I. Hafliðason, Dagbjört I. Hafliðadóttir, Matthew Sercombe, Helga Hafliðadóttir, Guðmundur S. Hafliðason, Egill H. Hafliðason, Daníel M. Hafliðason Magnús A. Sercombe, Freyja H. Sercombe, Þórður B. Hafliðason, Ásta Marteinsdóttir, Sjöfn Provard, George Provard. Okkar yndislegi og ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og tengdasonur, STEINÞÓR EYÞÓRSSON veggfóðrari og dúklagningameistari, Víðilundi 7, Garðabæ, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 27. október, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju fimmtudaginn 6. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á hjúkrunarþjónustuna Karitas. Eiríka Haraldsdóttir, Eiríkur L. Steinþórsson, Fjóla Þorsteinsdóttir, Þórarinn L. Steinþórsson, Rut Erla Magnúsdóttir, Margrét L. Steinþórsdóttir, Mogens Gunnar Mogensen, Steinþór Örn Helgason, Helena Sif Mogensen, Fjóla Eiríksdóttir og aðrir aðstandendur. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning- @mbl.is, svar er sent sjálf- virkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsyn- legt er að tilgreina símanúm- er höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Um hvern látinn einstak- ling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bil- um) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útför- in verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur afmælis- og minningar- greina Svölurnar félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja halda félagsfund í sal Flugvirkjafélags- ins í Borgartúni 22, 3. hæð í dag þriðjudaginn 4. nóvember kl. 20. Gestur fundarins verður Ottó Guð- jónsson lýtalæknir. Nýir félagar og gestir velkomnir. Fyrirlestur um háskólasjónvarp verður í dag, þriðjudag kl. 16. Lars-Åke Engblom og Cecilia Anderson Edwall munu flytja opinberan fyrirlestur um háskóla- sjónvarpið í Gautaborg. Lars-Åke Engblom er Íslendingum kunnur frá því hann var forstjóri Norræna hússins, var frumkvöðull að há- skólasjónvarpinu í Gautaborg. Cecilia Anderson Edwall er dag- skrárfulltrúi við háskólasjón- varpið. Fyrirlesturinn er í boði Kenn- araháskólans og félagsvísinda- deildar Háskóla Íslands og fer fram í Kletti, nýbyggingu Kenn- araháskólans við Stakkahlíð. HITTIÐ á Sólon í kvöld, 4. nóvem- ber kl. 20–22. Úr viðjum vanans – Fræðsluefni fyrir grunnskóla um jafnréttisbaráttuna, kynmótun og kynferðislegt ofbeldi. Kynning á lokavekefni Höllu Gunnarsdóttur úr Kennaraháskóla Íslands. Í DAG Þekkingarmiðlun heldur morgunverðarfund á morgun, miðvikudaginn 5. nóvember kl. 8.30–10 í Ársal á Hótel Sögu þar sem Hlín Agnarsdóttir mun fjalla um bókina sína „Að láta lífið ræt- ast – ástarsaga aðstandanda“. Í fyrirlestrinum talar hún einnig um kvöl aðstandandans og hvort hún sé óumflýjanleg o.fl. Frekari upp- lýsingar fást hjá ingrid- @thekkingarmidlun.is. Fyrirlestur um japanskt mál verður á morgun, miðvikudaginn 5. nóvember kl. 12.15 í stofu 101 Odda. Kaoru Umezawa, lektor í japönsku við Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur um nokkur sér- stök einkenni japansks máls. Fyr- irlesturinn er haldinn á vegum Stofnunar Vigdísar Finnboga- dóttur í erlendum tungumálum og er fluttur á ensku. Hrafnaþing á Hlemmi – fræðslu- erindi Náttúrufræðistofnunar Ís- lands. Sveinn P. Jakobsson jarð- fræðingur flytur erindið „Surtsey: 40 ára vöktun eldfjallaeyjar“, á morgun, miðvikudaginn 5. nóvem- ber, kl. 12.15, í sal Möguleikhúss- ins á Hlemmi, Reykjavík. Hrafna- þing eru öllum opin, nánari upplýsingar um erindið er að finna á heimasíðu stofnunarinnar www.ni.is undir liðnum „Efst á baugi“. Er sjókvíaeldi ógn við villta lax- inn Stangaveiðifélag Reykjavíkur heldur opinn fund á morgun, mið- vikudaginn 5. nóvember kl. 20, á Grand hóteli Reykjavík. Yfirskrift fundarins: „Er sjókvíaeldi ógn við villta laxinn?“ Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra flytur ávarp á fundinum. Framsögumenn verða: Óðinn Sig- þórsson formaður Landssambands veiðifélaga, Vigfús Jóhannsson for- maður Landssambands fiskeldis- stöðva, Guðni Guðbergsson fiski- fræðingur og deildarstjóri hjá Veiðimálastofnun og Gísli Jónsson dýralæknir fisksjúkdóma á Til- raunastöðinni á Keldum. Fundar- stjóri verður Össur Skarphéðins- son líffræðingur og alþingismaður. Á MORGUN Röng tímasetning Í forystugrein Morgunblaðsins í gær var Bjarni Ármannsson, for- stjóri Íslandsbanka, sagður hafa sagt í viðtali við Morgunblaðið að stjórn Kauphallar Íslands hefði í „júní sl.“ falið forstjóra Kauphallar- innar að taka ákvarðanir í eftirlits- málum. Hið rétta er að Bjarni sagði að þetta hefði verið gert í júní 2002. Beðizt er velvirðingar á þessum mis- tökum. LEIÐRÉTT BLINDRAFÉLAGIÐ hefur um árabil gefið út jólakort til styrkt- ar starfseminni. Í ár er kortið myndskreytt með myndinni „Jólakettir, jóla- kjóll og jóla- stjarna“ eftir myndlistar- konuna Línu Rut Wilberg. Jólakortin eru seld átta saman í pakka ásamt umslögum á 1.000 kr. pakkinn. Einnig eru seld átta merkispjöld á jólapakka saman með sömu mynd á 200 kr. pakkinn. Hægt er að nálgast kortin og merkispjöldin hjá Blindrafélaginu, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík, eða senda tölvupóst á blind@blind.is. Sölumenn frá Blindrafélaginu munu ganga í hús í nóvember og bjóða kortin til sölu. Jólakort Blindra- félagsins UNDIRBÚNINGUR að sýning- unni Sumarið 2004 er hafinn en sýningin verður haldin í Laugar- dalshöll 7.-9. maí nk. Sýningin byggist á fjórum þátt- um, ferðum og útivist, sumarhús- um, garðinum og grilli og nesti. Kynntir verða afþreyingarmögu- leikar fyrir ferðamenn og hinar ýmsu hátíðir sem sveitarfélög og bæjarfélög bjóða upp á næsta sumar. Fyrir ræktunaráhugamenn verður kynning á plöntum, upplýs- ingar um ræktun, sýnd tæki og fræðsla einnig verður ýmislegt til sýnis fyrir sumarhúsaeigendur. Þá verða kynntar grillvörur, drykkjarvörur, lífræn ræktun og heilsuvörur og gestum verður boð- ið að smakka, segir í fréttatilkynn- ingu. Undirbúningur að sýningunni Sumar- ið 2004 hafinn GUÐBJÖRG Daníelsdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Geðhjálp frá 1. nóvember. Meginstarfssvið Guðbjargar verður móttaka og ut- anumhald aðstoðarbeiðna, sem til Geðhjálpar berast. Hún mun veita stuðningsviðtöl með áherslu á tengingu og eftirfylgni mála til meðferðar hjá þar til bærum að- ilum og yfirvöldum. Guðbjörg Daníelsdóttir er fædd 24. janúar 1968 og er með BA-próf í sálfræði frá Háskóla Íslands og MA í ráðgjafarsálfræði frá Boston College í Bandaríkjunum. Auk þess að hafa lokið kennsluréttind- um frá Háskóla Íslands hefur hún lokið viðbótarnámi í klínískri sál- fræði við Háskóla Íslands og sótt í framhaldi eftir löggildingu sem sál- fræðingur, segir í fréttatilkynn- ingu. Sálfræðingur ráðinn til Geðhjálpar EYVERJAR, félag ungra sjálfstæð- ismanna í Vestmannaeyjum, hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir stuðningi við sjálfstæðiskröfur Færeyinga. Eyverjar benda á að Færeyingar voru ekki Danir árið 1852 þegar Lögþingið var endurreist og urðu ekki Danir árið 1946 þegar þjóðarat- kvæðagreiðslan var virt að vettugi. Færeyingar séu því ekki Danir í dag. Eyverjar segjast „vilja að íslensk yfirvöld sýni Færeyingum sam- stöðu, nú sem fyrr. Ennfremur hvetja Eyverjar Færeyinga áfram á vegi frelsis og farsældar. Eyverjar styðja Fólkaflokkinn til forystu í frelsisbaráttu Færeyinga.“ Styðja kröfur Færeyinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.