Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 41
SKÁK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2003 41 INDVERSKI ofurstórmeistarinn Viswanathan Anand sigraði á heims- meistaramótinu í atskák sem lauk í Frakklandi sl. föstudag. Þetta var eitt sterkasta atskákmót sem haldið hefur verið, en meðal keppendanna sextán voru ellefu af tólf sterkustu skákmönnum heims. Sá eini sem vantaði í hópinn var Gary Kasparov, en hann átti titil að verja og sigraði í þessari keppni í fyrsta skipti sem hún var haldin árið 2001. Anand sigraði Vladimir Kramnik í úrslitum keppninnar 1½–½. Sigur Anands kemur í kjölfar prýðilegs árangurs hjá honum að undanförnu. Hæfileikar Anands eru óumdeildir. Hann er eldsnöggur að átta sig á lyk- ilþáttum stöðunnar og útreiknings- hæfileikar hans eru annálaðir. Engu að síður mátti engu muna að hann kæmist ekki áfram úr undankeppn- inni eftir tap fyrir langsterkustu skákkonu okkar tíma, Judit Polgar. Það þýddi að í lokaumferð undan- keppninnar þurfti hann að sigra heimsmeistarann fyrrverandi, Anat- oly Karpov, sem hafði átt afleitt mót. Karpov reyndist hins vegar ekki auð- veldur andstæðingur. Hann virtist jafnvel ætla að ná að innbyrða sinn fyrsta vinning á mótinu með hrók og peð á móti þremur peðum Anands. Frípeð Anands reyndust þó hættuleg og í 59. leik missti Karpov af jafn- teflisleið. Anand rataði þó ekki bein- ustu leið að vinningnum og það tók hann 98 leiki að knésetja Karpov og tryggja sér sæti í fjórðungsúrslitum. Þar mætti hann Ruslan Ponomariov og sigraði 1½–½. Í undanúrslitum tefldi Anand síðan við Peter Svidler og átti í erfiðleikum með að hrista Rússann sterka af sér, en eftir hrað- skákir sigraði Anand 2½–1½. Á sama tíma sigraði Vladimir Kramnik landa sinn, hinn unga Alexander Grischuk, 2–0 í hinu einvígi undanúrslitanna. Úrslitin voru því hreint draumaein- vígi á milli þeirra Anands og Kram- niks. Fyrri skákinni lauk með jafn- tefli, og sú síðari reyndist úrslitaskákin þar sem Anand náði að knýja fram sigur. Hjörvar Steinn með flesta vinninga á HM ungmenna Heimsmeistaramóti ungmenna lauk á sunnudaginn í Halkidiki á Grikklandi. Hjörvar Steinn Grétars- son (1.355) fékk flesta vinninga ís- lensku keppendanna eða 6½, en hann keppti í flokki drengja 10 ára og yngri, en keppt var í aldursskiptum flokkum drengja og stúlkna. Árang- ur Hjörvars er í raun enn glæsilegri en vinningarnir segja til um því hann mætti mjög sterkum andstæðingum. Vinningafjöldi íslensku skákmann- anna: Hjörvar Steinn (U10) 6½ v. Dagur Arngrímsson (U16) 6 v. Guðmundur Kjartansson (U16), Svanberg Már Pálsson (U10) 5½ v. Björn Ívar Karlsson (U18) 5 v. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (U14) 4½ v. Helgi Brynjarsson (U12) 4 v. Elsa María Þorfinnsdóttir (U14) 3 v. Þessir fulltrúar Íslands komu úr fjórum taflfélögum sem geta verið stolt af sínu barna- og unglingastarfi. Fjórir keppendanna eru úr Tafl- félaginu Helli, tveir úr Taflfélagi Reykjavíkur, einn úr Taflfélagi Garðabæjar og einn úr Taflfélagi Vestmannaeyja. Fararstjórar í ferðinni voru Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands, Páll Sigurðsson og Lenka Ptácníková, stórmeistari kvenna. Nikolic efstur á Mjólkurskákmótinu Íslensku keppendurnir á stór- meistaramótinu á Selfossi hafa ekki náð að blanda sér í toppbaráttuna á mótinu þegar fjórum umferðum af níu er lokið. Þeir eru báðir með einn vinning. Þröstur (2.444) vann það ágæta afrek að gera jafntefli með svörtu við ofurstórmeistarann Ivan Sokolov (2.695) í annarri umferð mótsins. Þótt Sokolov fengi betra tafl út úr byrjuninni náði hann aldrei að skapa sér vinningsfæri og Þröstur tryggði sér jafnteflið á skemmtilegan hátt. Staðan í meistaraflokki: 1. Predrag Nikolic 3½ v. 2.-4. Vladimir Malakhov, Franc- isco Vallejo Pons, Ivan Sokolov 3 v. 5. Viktor Bologan 2½ v. 6. Laurent Fressinet 2 v. 7.-9. Þröstur Þórhallsson, Jonath- an Rowson, Hannes Hlífar Stefáns- son 1 v. 10. Nick deFirmian 0 v. Í áskorendaflokki er Stefán Krist- jánsson von okkar Íslendinga um verðlaunasæti, en staðan er þessi eft- ir fjórar umferðir: 1.-3. Tomas Oral, Stefán Krist- jánsson, Luis Galego 3½ v. 4.-5. Henrik Danielsen, Jan Vot- ava 2½ v. 6.-9. Regina Pokorna, Ingvar Þór Jóhannesson, Tómas Björnsson, Ró- bert Harðarson 1 v. 10. Jón Árni Halldórsson ½ v. Bandaríski stórmeistarinn Nick deFirmian (2.553) hefur ekki átt sjö dagana sæla fyrir austan fjall. Í þriðju umferð var hann fórnarlamb spænska stórmeistarans Francisco Vallejo Pons (2.662), sem sigraði á glæsilegan hátt. Hvítt: deFirmian Svart: Vallejo Pons Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. a4 – Hvítur velur mjög rólega leið, sem færir svarti strax frumkvæðið í skák- inni. Oftast er leikið hér 7. Bg5 a6 8. Bxf6 gxf6 9. Ra3 b5 o.s.frv. 7. – a6 8. Ra3 Bg4 9. f3 Be6 10. Be3 – Eftir 10. Bc4 Db6 er hvítur í óþægilegri stöðu, t.d. 11. Rd5 (11. b3 Be7 12. Bxe6 fxe6 13.Rc4 Dd4 14.Bd2 d5) 11. – Bxd5 12. exd5 Re7 13. Dd3 Rexd5 o.s.frv. (Bremond-Degraeve, L’Etang 2001). 10. – Rb4 11. Rc4 d5 12. Bb6 De7 13. exd5 Rbxd5 14. Rxd5 Rxd5 15. Bf2 Hd8 16. Dd2 – Nýr leikur. Þekkt er 16. Dc1 Dc7 17. c3 Bc5 18. b4 Bxf2+ 19. Kxf2 0–0 20. a5 e4 21. Re3 exf3 22. Rxd5 Bxd5 23. g3 Hfe8 24. Bd3 Bc4 og svartur vann 0–1 (Müller-Babula, Þýskalandi 1998). 16. – Rb4 17. Dc3 Dg5! 18. Hd1 – 18. – Rxc2+!! Þruma úr heiðskíru lofti! 19. Dxc2 Bb4+ 20. Rd2 – Ekki gengur 20. Ke2 (20. Hd2 Bxc4 21. Bxc4 Hxd2) 20. – Bxc4+ 21. Dxc4 Hd2+ 22. Ke1 Hxd1+ 23. Kxd1 Dd2+ mát. 20. – Bf5 21. Dc1 Hc8 22. Da1 – Eða 22. Bc4 Bd3 23. Bb5+ (23. b3 Hxc4! 24. Dxc4 (24. bxc4 Dxg2 25. Hg1 Dxf3 26. Hxg7 De2+ mát) 24. – Bxc4 25. bxc4 0–0) 23. – Ke7 24. Dxc8 Hxc8 25. Bxd3 Hc1 26. 0–0 Bxd2 og svartur á mun betra tafl. 22. – Bc2 23. h4 Df4 24. g3 – Eftir 24. Ke2 Hd8 25. Re4 (25. Be3 Bd3+ 26. Kf2 Dxe3+! 27. Kxe3 Bc5+ mát) 25. – Hxd1 26. Dxd1 Bxd1+ 27. Kxd1 f5 á svartur unnið tafl. 24. – Dxf3 25. Hh2 – Eða 25. Bb5+ axb5 26. 0–0 Bxd2 27. Hxd2 Be4 28. Be1 Dh1+ 29. Kf2 Dg2+ 30. Ke3 Dxf1 o.s.frv. 25. – De4+ 26. Be2 Bxd1 27. Dxd1 Hd8 og hvítur gafst upp. U-2000-mótið 2003 U-2000-mótið hófst á sunnudag í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Þetta er skemmtilegt mót sem aðeins er opið skákmönnum sem hafa minna en 2.000 skákstig, og er því stílað inn á áhugamennina. 28 skákmenn hófu keppni, en enn er hægt að komast inn í mótið. Áhuga- sömum er bent á að hafa samband við Torfa í síma 697 3974, eða Rík- harð í síma 896 3969. Lokaskráning er í dag og frestaðar skákir verða tefldar í kvöld. Úrslit urðu öll eftir bókinni í fyrstu umferð nema hvað að Bergsteinn Már Gunnarsson, 12 ára, náði jafn- tefli við Viðar Másson (1.450). Einnig náði Ingi Tandri Traustason jafntefli við Sigurjón Haraldsson (1.785). Movsesjan sigrar í fjöltefli Stórmeistarinn Sergej Movsesjan tefldi nýlega klukkufjöltefli í boði Kögunar hf. við suma af þeim fjöl- mörgu efnilegum krökkum sem æfa skák hjá Taflfélaginu Helli. Movsesj- an sigraði í öllum skákunum, 10 að tölu. Nokkrir af efnilegustu skák- mönnum Hellis voru þó fjarri góðu gamni á heimsmeistaramóti barna og unglinga. Anand heimsmeistari í atskák SKÁK Cap d’Agde, Frakklandi HEIMSMEISTARAMÓTIÐ Í ATSKÁK 24.–30. okt. 2003. Morgunblaðið/SverrirViswanathan Anand Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson dadi@vks.is FRÉTTIR Suðurlandsbraut 54 við Faxafen, 108 Reykjavík. Sími 568 2444, fax 568 2446. Ingileifur Einarsson lögg. fasteignasali. 4ra herbergja íbúð á efstu hæð við Brávallagötu. Parket á gólfum. Eldhús, baðherbergi og gluggar nýlega endurnýjað. Getur losnað strax. Þetta er góð íbúð í góðu húsi á góðum stað. Verð 15,9 millj. BRÁVALLAGATA LÖGREGLUNNI í Reykjavík var tilkynnt um 38 umferðaróhöpp með eignatjóni um helgina. Einhver meiðsl urðu á fólki en ekki er vitað til þess að þau hafi verið alvarleg. Síðdegis á föstudag var bifreið ekið á vegg á þvottaplani í austurborginni. Hálka var á plan- inu og missti ökumaður stjórn á bif- reiðinni með þeim afleiðingum að hún lenti á vegg sem geymir þvotta- slöngur, kústa og krana. Þar sat bif- reiðin föst í vatnsrennu og varð dráttarbíll að fjarlægja hana. Rétt fyrir miðnætti á föstudag fór bifreið útaf á vegamótum Reyn- isvatnsvegar og Biskupagötu. Bif- reiðinni var ekið eftir Reynisvatns- vegi og beygði inn á Biskupagötu. Ökumaður náði ekki beygjunni og lenti bifreiðin út fyrir veg. Flughált var í beygjunni en vegurinn annars auður. Um miðjan dag á laugardag varð árekstur tveggja bifreiða á Hringbraut, móts við BSÍ. Ökumenn kenndu báðir eymsla í hálsi og ætl- uðu sjálfir að leita til læknis. Á laug- ardagskvöld varð ökumaður fyrir því óhappi að snúa kveikjuláslykli aðeins of langt þegar hann ætlaði að kveikja á útvarpinu, svo bifreið hans hökti af stað og lenti á hurðaropi bónstöðvar. Um helgina var 51 ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur, sá sem hraðast fór mældist á 139 km hraða í Ártúnsbrekkunni þar sem leyfilegur hraði er 80 km á klukku- stund. Þrettán ökumenn voru tekn- ir, grunaðir um ölvun við akstur. Dýr drepast úr kulda Nokkuð var um tilkynningar vegna dýra um helgina þar sem kólnað hefur í veðri. Lögreglunni barst ábending um dauðan kött sem frosinn var fastur við göngustíg á Miklatúni og einnig fundust dauðar kanínur í kofa í Grafarvogi en talið er að kanínurnar hafi króknað úr kulda. Á föstudagskvöld tilkynnti starfs- maður kaffihúss í austurborginni að gestur hefði gleymt veski á staðnum. Reynt var að hafa upp á eiganda en í ljós kom að í veskinu voru nokkur greiðslukort með mismunandi nöfn- um. Hringt var í handhafa eins kortsins en þá kom í ljós að kortið var stolið. Líklegt þykir að önnur kort í veskinu hafi einnig verið illa fengin. Nokkur hópamyndun unglinga var fyrir framan félagsmiðstöð í Breiðholtinu á föstudagskvöld. Lög- regla fór tvisvar á staðinn vegna þessa og gerði m.a. upptækan eld- húshníf sem einn viðstaddra hafði meðferðis. Rétt eftir miðnætti var maður staðinn að þjófnaði á veitingahúsi í miðborginni. Maðurinn viðurkenndi að hafa komið með klippur og klippt á lás í vínherbergi staðarins. Hafði hann meðferðis tóma skjalatösku og er talið líklegt að hann hafi ætlað að geyma þýfið í henni. Eftir miðnætti var lögregla kölluð til í gleðskap þar sem ung stúlka reyndi að kaupa áfengi út á debet- kort systur sinnar. Stúlkan hafði ekki aldur til áfengiskaupa og neit- aði að sýna eigin skilríki, en lög- reglan fann út nafn hennar. Brenndist á heimili sínu Á laugardag höfðu eigendur þriggja bíla samband við lögreglu til að tilkynna að bifreiðum þeirra hefði verið stolið um nóttina. Tveimur bif- reiðanna var stolið í Breiðholti en einni af bílasölu í Ártúnsbrekku. Þá hringdi maður á lögreglustöð- ina og sagðist hafa týnt seðlaveski. Hann var að setja vörur í bifreið sína, setti veskið upp á þak bílsins og sá það ekki meir. Seinna sama dag hringdi maður sem fundið hafði veskið og kom því til eiganda. Síðdegis á laugardag fóru lögregla og slökkvilið í útkall í austurborginni vegna manns sem brenndist á heim- ili sínu. Maðurinn hafði verið að láta renna í bað þegar hann missteig sig og féll í baðið. Hann var fluttur á slysadeild með 2. stigs brunasár á sitjanda og olnboga. Á laugardagskvöld fékk lögregla tilkynningu um landasölu til barna fyrir utan verslunarmiðstöð í aust- urborginni. Þrír menn voru hand- teknir og yfirheyrðir vegna málsins og 17 lítrar af landa haldlagðir. Skömmu eftir miðnætti stöðvaði lögregla ökumann á Vesturlandsvegi til að kanna ástand hans. Í ljós kom að ökumaður var próflaus og með meint þýfi í bifreiðinni. Skráning- arnúmer voru jafnframt tekin af bif- reiðinni þar sem hún var ótryggð. Hnífur tekinn af unglingi Óskað var aðstoðar lögreglu vegna líkamsárásar fyrir utan veit- ingastað í miðborginni. Ráðist var á mann, sparkað í hann og hann lam- inn. Fékk hann áverka á andlit, vinstra gagnauga, hægri kinn og nef. Vitað er hver árásarmaðurinn var. Stuttu síðar var maður sleginn með glasi í höfuðið á skemmtistað í miðborginni. Þar höfðu tveir karl- menn verið að deila og lauk deil- unum með þessum hætti. Á fjórða tímanum var kallað á lög- reglu vegna slagsmála á bensínstöð í Breiðholti. Mikill órói var á staðnum en þar hafði farið fram uppgjör tveggja pilta. Sjúkralið flutti annan þeirra á slysadeild en hann hafði hlotið 10 cm langan skurð á fæti. Dagbók lögreglunnar 31. október til 3. nóvember Tilkynnt um 38 óhöpp með eignatjóni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.