Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Esja, Laugarnes og Dettifoss koma í dag. Brúarfoss fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Markus og Brúarfoss koma í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5. Fataúthlutun þriðju- daga kl. 16–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað og vinnustofa, kl. 9 jóga, kl. 13 postulíns- málun. Hársnyrting, fótaaðgerð. Versl- unarferð í Hagkaup Skeifunni á morgun, miðvikudag, kaffi í boði Hagkaupa. Farið frá Aflagranda kl. 10. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9 leikfimi, kl. 9.30 dans, kl. 9.45 boccia, kl. 13– 16.30 smíðar, kl. 20.30 línudans. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10– 11.30 sund. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og hárgreiðsla, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist, kl. 9–16.30 púttvöllurinn opinn þegar veður leyfir. Félagsstarfið, Dal- braut 27. Kl. 8–16 handavinnustofan opin og vefnaður, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16 vinnustofa, tréskurður, postulín, kl. 10–11 leik- fimi, kl. 12.40 versl- unarferð, kl. 9–12 hár- greiðsla, kl. 13.15–13.45 bókabíll. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 10 leir- list, kl. 12.50 leikfimi karla, kl. 13 málun, kl. 13.30 tréskurður. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9, frjáls prjóna- stund, leikfimi í Bjark- arhúsi kl. 11.30, brids og saumur kl. 13, bilj- ard kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Skák kl. 13. Haustmót skákdeildar hefst 11. nóvember. Alkort spil- að kl. 13.30. Miðvikud: Göngu- Hrólfar ganga frá Ás- garði kl. 10. Söngvaka kl. 20.30. Umsjón Sig- urbjörg Hólmgríms- dóttir. Félagsstarf eldri borg- ara, Mosfellssveit. Op- ið kl. 13–16. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar m. a. perlusaumur án leið- beinenda fyrir hádegi, glerskurður, kl. 10 létt ganga, kl. 13 boccia, s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 gler og postu- línsmálun, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 10.50 róleg leikfimi, kl. 14 ganga, kl. 14.45 boccia, kl. 19 brids. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulín, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handavinna. Hraunbær 105. Kl. 9 postlín og glerskurður, kl. 10 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 12.15 versl- unarferð, kl. 13 mynd- list og hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–10 boccia, kl. 9–16.30 handavinna, kl. 9.45 baknaþjónusta, fyrsta þriðjudag í mánuði, kl. 13.30 helgistund. Fóta- aðgerðir, hársnyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 skinnasaumur, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.15–16 postulín, kl.10.15–11. 45 enska, 13–16 spilað og búta- saumur. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og leik- fimi, kl. 13 handmennt, og postulín, kl. 14 fé- lagsvist. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fundartíma. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgar- svæðinu, Hátúni 12. Kl. 20 bingó. Kvenfélag Seljasókn- ar, fundur í kvöld kl. 20. Kvennakórinn Selj- ur sjá um fundinn, upp- lestur, Jónína Bene- diktsdóttir, bingó og kaffiveitingar. Í dag er þriðjudagur, 4. nóv- ember, 308. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Ég er ljós í heiminn komið, svo að enginn, sem á mig trúir, sé áfram í myrkri. (Jóh. 12, 46.)     Tómas Ingi Olrichmenntamálaráðherra hefur haft frumkvæði að umræðum um tillögu nefndar á vegum menntamálaráðuneytis- ins, sem leggur til að framhaldsskólinn verði styttur úr fjórum árum í þrjú og skólaárið lengt lítið eitt. Ekki verður annað ráðið af ummælum menntamálaráðherra í fjölmiðlun en að hann styðji þessa tillögu. Þannig var mál ráð- herrans endursagt í frétt Morgunblaðsins af blaða- mannafundi um þetta mál: „Æskilegt sé að nemendur hér á landi séu samstiga nemendum annarra landa og eigi kost á að útskrifast eftir þriggja ára stúdentsnám. Íslendingar séu eina þjóðin á Evrópska efna- hagssvæðinu sem út- skrifi nemendur eftir fjögur ár og rannsóknir sýni að það skili okkur ekki betri árangri sem því nemi.“ Í fréttinni sagði jafn- framt: „Hann [Tómas Ingi] reiknar því með að aðilar atvinnulífsins taki þessum tillögum vel. Jafnframt bendir menntamálaráðherra á að stytting námstímans getur dregið úr brottfalli nemenda … Tómas segir að stytting námsins gæti haft jákvæð áhrif í þá átt að fleiri útskrifuðust með stúdentspróf þar sem það væri ákjósan- legri kostur.“     Í ljósi þess hvað mennta-málaráðherrann er já- kvæður út í styttingu framhaldsskólans, hlýtur að koma á óvart hvað hann kvað fast að orði í umræðum um sama mál í nóvember 1994, er rætt var á Alþingi um frum- varp til nýrra framhalds- skólalaga. Þá sagði Tóm- as Ingi: „Út úr því [frumvarpi] til laga um framhaldsskóla sem hér er til umræðu hafa verið felld ákvæði sem hafa valdið nokkrum ágrein- ingi og taugatitringi. Á ég þá við ákvæði sem áð- ur voru í [frumvarpinu] um lengingu skólaársins og styttingu framhalds- skólans. Ég ætla ekki að fjalla um þessi ákvæði sem komin eru út úr [frumvarpinu] en vil að- eins geta þess við um- ræðuna nú að ég tel að þessi breyting á [frum- varpinu] muni auðvelda framgang þess í þinginu enda er ég einn þeirra í þessu þjóðfélagi sem telja að lenging skólaárs- ins hefði orðið til skaða og stytting framhalds- skólans sé ekki til bóta.“     Það er kunnara en fráþurfi að segja, að minni stjórnmálamanna er frekar stutt. Hins veg- ar geta að sjálfsögðu verið einhverjar mál- efnalegar ástæður fyrir því að menntamálaráð- herrann hefur skipt um skoðun – ýmsar for- sendur breytast á níu ár- um. En hvað ætli hafi orðið til þess að Tómas Ingi skipti um skoðun? STAKSTEINAR Stutt minni og styttri framhaldsskóli Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur lengi haft hug áað nýta sér þjónustu Breið- varps Símans, ekki síst vegna þess að þar var hægt að fá aðgang að þýskum, frönskum og norrænum sjónvarpsstöðvum. Þegar Víkverji flutti sig um set innan borgar- markanna í nýlegt hverfi þar sem breiðbandið hafði verið lagt í hús var eitt hans fyrsta verk því að hefja viðskipti við Breiðvarpið. x x x ÞAÐ skyggir hins vegar verulegaá ánægjuna að margar af þeim stöðvum er Víkverji hefur keypt aðgang að birtast ekki á skjánum. Það á til dæmis við um allar þýsku stöðvarnar, sem Víkverji hlakkaði svo mikið til að fá til að geta haldið þýskunni sinni við og fylgst með því sem er að gerast í þýsku sam- félagi. Á rásunum þar sem gert er ráð fyrir þessum stöðvum birtist einungis svartur kassi þar sem stendur „ekkert sjónvarpsmerki“. Það er sama hvað reynt er, ekki næst útsendingin. Víkverji hefur gert nokkrar til- raunir til að hringja í þjónustuver Símans til að fá úrlausn sinna mála en allt kemur fyrir ekki. Honum hefur verið sagt að athuga allar snúrur, reyna að kveikja og slökkva á afruglaranum en allt kemur fyrir ekki. Þá var honum í eitt skiptið tjáð að hugsanlega væru einhverjar bylgjur í gangi í nágrenninu er trufluðu útsend- inguna. Víkverji er ekki mjög tæknilega sinnaður og á erfitt með að átta sig á því hvernig bylgjur geti truflað útsendingu er leidd er í gegnum kapal. Engu að síður gerði hann dauðaleit að einhverjum tækj- um er gætu sent út truflandi bylgj- ur en fann engin. Niðurstaðan af flestum samtölum við þjón- ustuverið var hins vegar einfald- lega að þetta vandamál væri ekki þeirra vandamál. Ef eitthvað væri að gæti Víkverji fengið sér raf- virkja til að athuga málið. x x x ÞETTA sýnir ekki mikla þjón-ustulund af hálfu Símans að mati Víkverja. Síminn er að selja honum þjónustu fyrir nokkur þús- und krónur á mánuði en sú þjón- usta skilar sér ekki. Ef vandamál sem þessi eru algeng hefði mátt ætla að tæknimenn reyndu að bregðast við þeim og finna ein- hverja lausn fyrir viðskiptvini. Víkverji var um skeið í við- skiptum við annað breiðbandsfyr- irtæki, AT&T Broadband í Banda- ríkjunum. Þar var þannig gengið frá málum að tæknimaður frá AT&T kom á heimili Víkverja með afruglarann, tengdi hann og sá til þess að allt væri eins og það ætti að vera. Ef eitthvað bjátaði á var því kippt í liðinn undir eins. Enda AT&T í harðri samkeppni á þessu sviði. Morgunblaðið/Ásdís Skyldi hún ná öllum rásum? Afleiðing friðunar ÞEGAR minnst er á friðun fuglastofna eins og rjúp- unnar halda margir að það hljóti að vera jákvæð og góð leið til að styrkja ís- lenska fuglastofna. Þetta þarf þó alls ekki að vera raunin. Gott dæmi er Reykjanesskaginn sem nú hefur verið friðaður um árabil, Bláfjöll, Heiðin há og Hengillinn. Þetta er svæði sem mikið var sótt þegar veiðar voru leyfðar og er óhætt að segja að það hafi verið að einhverju leyti ofveitt. Það vildi samt svo einkennilega til að þótt svæðið væri nánast þurrk- að upp af fugli var þar alltaf af nógu að taka næsta haust. Annað sem gerðist var það að stór hluti veiði- manna á Reykjavíkursvæð- inu lét sér nægja að stunda þetta svæði og var því mun minna veiðiálag á öðrum veiðisvæðum. Það er því augljóslega engin lausn að friða einstök svæði eða all- an stofninn eins og verið er að gera með rjúpuna núna, „vandinn“ færist bara til eða réttara sagt, vandinn verður til! Veiðimenn hætta ekki að veiða, þeir snúa sér heldur að annarri veiði og færist þannig veiði- álagið til. Það hefði verið skynsam- legri ákvörðun að aflétta veiðibanni á Reykjanes- skaganum og þar með mönnum og börnum þeirra boðið á Línu Langsokk og í afmælisköku á blaðinu á eftir. Ég á dóttur sem er blaðberi og var henni ekki boðið. Eru blaðburðarbörn ekki starfsmenn blaðsins? Guðmundína Kolbeinsdóttir. Vegna athugasemdar móður blaðbera vill Morg- unblaðið taka fram að blað- berar Morgunblaðsins eru að sjálfsögðu starfsmenn blaðsins. Húsakynni Morg- unblaðsins leyfðu því miður ekki heimsóknir allra starfsmanna á afmælisdegi blaðsins, en í undirbúningi er sérstakur dagur fyrir blaðbera sem verður kynntur síðar. Örn Þórisson dreifingarstjóri Morgunblaðsins. Tapað/fundið Þrefaldur gull- hringur týndist ÞREFALDUR gullhringur týndist, líklega við Garð- heima í Mjóddinni, á Dal- vegi eða í Kringlunni fyrir tveimur vikum. Skilvís finnandi hafi samband í síma 568 9343. Fundarlaun. Gullarmband týndist GULLARMBAND týndist á eða við veitingahúsið Rauðará sl. laugardags- kvöld. Skilvís finnandi hafi samband í síma 565 6140 eða 692 6140. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart dreifa veiðiálaginu og beita svo skynsamlegum aðferð- um við veiðistjórnunina. Það er heildarstofnstærðin sem skiptir máli en ekki fjöldi rjúpna á afmörkuðu svæði. Annað mikilvægt atriði í þessu sambandi er að mjög mikil afföll eru á rjúpna- stofninum af náttúrulegum ástæðum og er það m.a. skýringin á ungafjölda rjúpunnar, þ.e. viðbrögð náttúrunnar við afföllun- um. Talið er að allt að 80– 90% stofnsins drepist yfir veturinn af ýmsum ástæð- um, m.a. í umhleypings- veðrum. Með öðrum orð- um, megnið af þeirri rjúpu sem nú hefði endað á jóla- borði landsmanna endar í kjafti refs, fálka og Veturs konungs. Gleðileg jól. Höskuldur Ólafsson. Svik og prettir? ÉG keypti á dögunum Villi- paté frá Goða. Gerði mjög góð kaup því kæfan kostaði sama og ekki neitt. Þegar ég kom heim fór ég að velta því fyrir mér hvaða villibráð hafi verið skotin og bragðaðist svona vel. Ég skoðaði umbúðirnar og fann innihaldslýsingu aftan á pakkningunni. Inni- hald: Svínalifur, svínafita, soð, hveiti, undanrennu- duft, laukur, salt, sykur, krydd, bindiefni, (E450). Ekki hafði ég hugmynd um að það ráfuðu villt svín um heiðar landsins! Sælkeri í Hæðargarði. Eru blaðburðarbörn ekki starfsmenn? Í TILEFNI 90 ára afmælis Morgunblaðsins var starfs- LÁRÉTT 1 ós, 8 innheimti, 9 æða yfir, 10 hnöttur, 11 kjaft, 13 fæddur, 15 hjólgjörð, 18 hvell, 21 veiðarfæri, 22 fitustokkin, 23 illur, 24 dauðadrukkin. LÓÐRÉTT 2 refsa, 3 sé í vafa, 4 tappi, 5 byr, 6 þurrð, 7 erta, 12 nægileg, 14 trjá- króna, 15 planta, 16 smá, 17 ilmur, 18 vinna, 19 guðlega veru, 20 nema. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 atvik, 4 bókin, 7 telur, 8 róður, 9 geð, 11 aðal, 13 taki, 14 elnar, 15 form, 17 étur, 20 aða, 22 kapal, 23 neita, 24 aðrar, 25 tossi. Lóðrétt: 1 aftra, 2 villa, 3 korg, 4 borð, 5 koðna, 6 nærri, 10 efnuð, 12 lem, 13 tré, 15 fokka, 16 rápar, 18 teigs, 19 róaði, 20 alir, 21 annt. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.