Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú ert frjálslynd/ur og að- laðandi. Nánustu sambönd þín verða í brennidepli á komandi ári. Þú þarft að taka mikilvægar ákvarðanir. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Notaðu daginn til að gera eitt- hvað skapandi. Þetta er ekki góður dagur til að taka mik- ilvægar ákvarðanir eða til að kaupa eitthvað mikilvægt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú átt auðvelt með að tala við fólk í dag, bæði einstaklinga og hópa. Forðastu þó að skuldbinda þig eða lofa nokkru. Bíddu með það til morguns. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú munt eiga mikilvægar samræður við foreldra þína, yfirmenn eða aðra yfirboðara í dag. Bíddu þó með að fast- setja nokkuð. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Viðræður um stjórnmál, trú- mál og heimspeki ættu að verða gefandi í dag. Bíddu til morguns með að gera ferða- áætlanir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þig mun hugsanlega langa til að gefa eða lána einhverjum eitthvað í dag. Hugsaðu málið vel áður en þú lætur eitthvað frá þér. Annars er hætt við að þú sjáir eftir því síðar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er hætt við að samræður þínar við maka þinn og nána vini verði eitthvað ruglings- legar í dag. Reyndu að halda þig á léttu nótunum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Forðastu að skuldbinda þig til nokkurs í vinnunni í dag. Það eru miklar líkur á að þú þurfir að breyta þeim ákvörðunum sem þú tekur í dag. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þetta er dásamlegur dagur til listsköpunar. Gefðu hugsun þinni lausan tauminn og sjáðu hvert hún fer með þig. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Dagurinn hentar engan veg- inn til innkaupa til heimilisins. Bíddu til morguns því þú munt sennilega þurfa að skipta því sem þú kaupir í dag. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Reyndu að forðast hvers kon- ar verslun og viðskipti í dag. Hafðu í huga að þú munt sennilega þurfa að breyta þeim ákvörðunum sem þú tek- ur í dag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ekki láta undan löngun þinni til að kaupa eitthvað í dag. Þú getur keypt það á morgun ef þig langar ennþá til þess. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Tunglið er í merkinu þínu en vegna afstöðu þess við önnur merki er það óvenju áhrifalít- ið. Samkvæmislífið ætti að ganga vel en það er hætt við að viðskiptin gangi ekki eins vel. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. GVENDARBRUNNAR Getið er þess í gömlum sið, að Gvendur helgaði marga brunna, sem í aftökum aldrei kunna veita nú mönnum líkn né lið. Og þó menn bergi á þessum pollum, þegar heilsan er veik og lin, að læknisdómi aldrei hollum eru þeir drykkir, bezti vin! Þar sem fljótandi strengur stökk yfir hellur og stóra steina, styrkir hans drykkur, það ég meina, hrjáðan líkam og hjörtu klökk. En þessir Gvöndar biskups brunnar, sem bærast lítt eða hræra sig, með sínu vesli kalda kunna krafti sáralitlum næra þig. – – – Benedikt Jónsson Gröndal LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 50ÁRA afmæli. Á morg-un, 5. nóvember, verður fimmtug Valgerður Sigurðardóttir, bæjar- fulltrúi í Hafnarfirði. Í til- efni þessara tímamóta taka Valgerður og eiginmaður hennar, Friðbjörn Björns- son, á móti gestum í Hásöl- um, safnaðarheimili Hafn- arfjarðarkirkju, á milli kl. 19 og 21 á afmælisdaginn. ÞEGAR þrjú pör af sex í landsliðsflokki lenda í sama sagnslysinu hlýtur að vera einhver brotalöm í aðferða- fræðinni. Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠ KD42 ♥ KD743 ♦ 9 ♣K32 Vestur Austur ♠ G865 ♠ Á97 ♥ 5 ♥ G82 ♦ 102 ♦ ÁDG6 ♣Á109754 ♣DG4 Suður ♠ 103 ♥ Á1096 ♦ K87543 ♣8 Spilið er frá Yokohama- mótinu fyrir röskri viku, þar sem margir af sterk- ustu spilurum landsins keppa. Fyrirfram er erfitt að giska á „vinsælasta“ samninginn, sem reyndist vera fjórir spaðar í AV á lélega 4-3 samlegu. Á einu borði „gleymdist“ að dobla, en hin NS-pörin uppskáru 1.100 fyrir fjóra niður á hættunni. AV eiga góða laufsamlegu og fara aðeins tvo niður á fimm laufum, en ekkert par spilaði þann samning. Á tveimur borð- um fengu NS 420 fyrir fjögur hjörtu, sögð og unn- in, en eitt par spilaði hjartabút. Hvað fær margreynda meistara til að segja fjóra spaða á þennan stutta og mölétna lit? Það er full ástæða til að leita skýr- inga. Skoðum sagnir á borðunum þremur: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- Pass Pass 1 hjarta Dobl 4 lauf * 4 spaðar Dobl Allir pass „Splinter“ stökk suðurs í fjögur lauf gaf vestri tæki- færi sem hann nýtti sér ekki. Með því að dobla fyrst og segja svo fjóra spaða yfir fjórum hjörtum hefði hann getað boðið makker upp á lengri lauflit til hliðar við spaðann. Vestur Norður Austur Suður -- -- -- Pass Pass 1 hjarta Dobl 4 tíglar Pass 4 hjörtu Pass Pass 4 spaðar Dobl Allir pass Hér sýnir suður hliðarlit með fjórum tíglum („fit- showing“). Vestur bíður einn hring og segir svo fjóra spaða, sem ætti að neita fimmlit í spaða og sýna þá lengra lauf, en austur virðist ekki hafa verið með á nótunum. Vestur Norður Austur Suður -- -- -- Pass Pass 1 hjarta Dobl 4 hjörtu 4 spaðar Allir pass Þetta er erfiðasta staðan fyrir AV, því vestur á eng- an „millileik“ og verður að taka af skarið. Allt er þetta íhug- unarvert, en kannski snýst málið fyrst og fremst um opnunardobl austurs. Ætti það ekki að lofa fjórlit í spaða (eða sterkum þrílit og þá stuttu hjarta)? Greinilega vilja spilarar ekki setja svo ströng skil- yrði og spyrja á móti: „Hvað á austur að gera með þessi spil?“ Þetta er töluvert vanda- mál. Austur er með 15 punkta og getur vart þagað og eitt grand er vond sögn með gosann þriðja í hjarta. En hvað segja menn um tvo tígla? Vissulega lofar innákoman fimmlit, en kannski er það saklausasta lygin í stöðunni. A.m.k. umhugsunarvert. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 e5 5. Rb5 d6 6. c4 Be7 7. Be2 f5 8. exf5 Bxf5 9. Bg4 Bxg4 10. Dxg4 Rf6 11. Dh3 0-0 12. 0-0 a6 13. R5c3 Rd4 14. Rd2 b5 15. cxb5 axb5 16. Rb3 Rxb3 17. De6+ Kh8 18. Dxb3 d5 19. Bg5 d4 20. Bxf6 gxf6 21. Rxb5 Dd7 22. a4 Hg8 23. Hac1 d3 24. g3 Bd8 25. Hfd1 e4 26. Hc4 f5 27. Hd4 Dg7 28. Hd5 Hf8 29. Rd4 Dg6 30. Hc1 f4 31. Hc6 Bf6 32. Re6 fxg3 33. hxg3 Hfb8 34. Dc4 e3 35. Rf4 exf2+ 36. Kg2 f1=D+ 37. Kxf1 Dxg3 38. Hxd3 Dg7 39. Hc7 Dh6. Staðan kom upp í fyrri hluta Íslandsmóts skák- félaga, Flugfélags- deildinni, sem lauk fyrir skömmu í Mennta- skólanum í Hamrahlíð. Þröstur Þórhallsson (2.444) hafði hvítt gegn franska stór- meistaranum Igor Nataf (2.561). 40. Hh3! Bh4 41. Hxh4! Da6 Hvítur hefði einnig mátað eftir 41. – Dxh4 42. Dd4+. 42. Hhxh7#. Mjólkurskákmótið heldur áfram á Hótel Selfossi og nálgast lok þess óðfluga. Nánari upplýsingar um það er að finna á hrokurinn.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Ljósmynd/Vala Jónsdóttir BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. júní sl. í Háteigs- kirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur þau Ingi- björg Jónsdóttir og Ey- steinn Ari Bragason. Heim- ili þeirra er í Kópavogi. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. september sl. í Landakotskirkju af sr. Hjalta Þorkelssyni þau Randi E. Logadóttir og Sölve Rasussen. Heimili þeirra er í Noregi. Mynd, Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. október í Kross- inum í Kópavogi af Gunnari Þorsteinssyni þau Anna Berta Geirsdóttir og Andri Franklín Þórarinsson. Heimili þeirra er í Stara- rima 11, Reykjavík. FRÉTTIR FERMINGARBÖRN úr 49 sókn- um um allt land ganga í hús í dag, 4. nóvember, milli kl. 18-20 og safna fé til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku. Þetta er í 5. sinn sem ferming- arbörn safna vegna Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku. 53 prestar fræða 3.000 fermingarbörn um erf- iðleika sem jafnaldrar þeirra eiga við að etja í fátækum löndum Afr- íku, s.s. vatnsskort, fáa möguleika til menntunar og lélega heilsu- gæslu. Skuldavanda fátækra landa ber einnig á góma og ójafnvægi milli ríkra og fátækra. Um leið fræðast fermingarbörnin um ár- angur af verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar, segir í fréttatilkynn- ingu. Safna til hjálpar- starfs í Afríku ÚT eru komin ritin Sjávarfallatöfl- ur 2004 ásamt Sjávarfallaalmanaki 2004. Sjómælingar Íslands, sem eru deild innan Landhelgisgæsl- unnar, hafa gefið út töflur yfir sjávarföll í yfir 50 ár. Töflur yfir sjávarföll í Reykjavík og flóðbið annarra staða við Ísland gáfu Sjó- mælingar Íslands fyrst út árið 1954. Útreikningur taflnanna byggðist á athugun sem gerð var af starfsmönnum Sjómælinganna á sjávarföllum í Reykjavíkurhöfn allt árið 1951. Áður höfðu birst í almanaki Þjóðvinafélagsins og í Sjómanna- almanakinu töflur yfir sjávarföll sem byggðust á athugunum er náðu yfir skemmra tímabil og gátu því ekki orðið eins nákvæmar. Fylgst hefur verið með sjávar- föllum í Reykjavík nær óslitið síð- an 1951 og grundvallast útreikn- ingur töflunnar fyrir Reykjavík nú á greiningu sjávarfalla frá árunum 1956 til 1989. Auk töflunnar fyrir Reykjavík eru töflur fyrir Ísafjörð, Siglufjörð og Djúpavog. Athuganir voru gerðar á árunum 1972–1973 fyrir Ísafjörð, 1976 fyrir Siglufjörð og 1977–1980 fyrir Djúpavog. Sjávarfallaalmanakið sýnir út- reiknaða hækkun og lækkun sjávar í Reykjavík fyrir hvern dag ársins. Breyting sjávarfallabylgjunnar frá degi til dags og hlutfallsleg stærð hennar við stórstraum og smá- straum kemur greinilega fram á línuritinu. Hverjum sólarhring er deilt nið- ur í tveggja klukkustunda bil og er sjávarhæðin sýnd í metrum miðað við núllflöt sjókorta. Með hjálp línuritsins má því áætla sjávar- stöðuna á hverjum tíma. Sé þörf á meiri nákvæmni er vísað til töflu yfir sjávarföll við Ísland, en í þeirri töflu er tími og hæð flóðs og fjöru gefinn upp nákvæmlega. Stórstreymt er einum til tveim dögum eftir að tungl er nýtt eða fullt en smástreymt einum til tveim dögum eftir fyrsta og síðasta kvartil. Í almanakinu er sýnt hvenær kvartilaskipti tungls verða. Bækur um sjávar- föll komnar út Í 12 ár Hausttilboð Sérmerkt Handklæði & flíshúfur Flíspeysur, flísteppi, o.fl. Fáið sendan myndalista Myndsaumur Reykjavíkurvegur 62 220 Hafnarfjörður Sími 565 0488 www.myndsaumur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.