Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ STÓRSTJÖRNUR NBA-liðsins Los Angeles Lakers, Kobe Bryant og Shaquille O’Neal, hafa ekki farið leynt með það á undanförnum vikum að þeir eru ekki sammála um hver sé aðalmaðurinn í liðinu. Bryant sagði m.a. að leikmaður sem teldi sig vera leiðtogi liðsins ætti ekki að mæta „feitur“ og í illa á sig kominn lík- amlega þegar keppnistímabilið hæf- ist og átti þar við O’Neal. Miðherjinn stóri svaraði fyrir sig og sagði að Bryant ætti að gefa knöttinn oftar á samherja sína þar sem hann væri enn að jafna sig á meiðslum auk þess sem hann stæði í ströngu utan vallar vegna ákæru um að hafa nauðgað 19 ára stúlku í sumar. Lakers hefur hinsvegar unnið fyrstu þrjá leiki sína til þessa og í viðtali við dagblaðið USA Today segja Bryant og O’Neal að hinn gamalreyndi leikmaður Karl Malone hafi gert sitt til þess að þeir félagar vinni betur saman. Malone er fertugur og hafði leikið með Utah Jazz í 18 ár áður en hann hóf að leika með Lakers. „Það bera allir virðingu fyrir Malone og ég hlustaði á það sem hann hafði að segja. Hann segir ávallt það sem honum liggur á hjarta,“ segir O’Neal. Bryant tekur í sama streng og segir að Malone standi honum nær en aðrir fé- lagar hans í liðinu. Malone fær að- eins brot af þeim launum sem hann hefði getað fengið hjá Utah Jazz en hann fær „aðeins“ um 80 millj. kr. á ári en hefði getað fengið allt að 2 milljörðum á ári hjá Jazz.  ALEXANDERS Petersons skor- aði átta mörk þegar lið hans Düss- eldorf vann TSG Ludwigsburg- Ossweil, 37:32, á útivelli í uppgjöri efstu liðanna í suðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknattleik um helgina. Þar með er Düsseldorf í efsta sæti deildarinnar með 16 stig að loknum níu leikjum. Þetta var um leið fyrsti leikur Petersons, fyrrum leikmanns Gróttu/KR, með Düsseldorf í þrjár vikur en hann var meiddur.  HALLDÓR Sigfússon var með fjögur mörk þegar Frisenheim tap- aði 31:28 fyrir TSG Gross-Bieberau á útivelli í suðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknattleik á sunnudagskvöldið. Frisenheim er 12. sæti af 18 liðum í deildinni með 7 stig.  HEINER Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja í handknattleik, hefur framlengt samning sinn við þýska handknattleikssambandið til ársins 2008, eða fram yfir Ólympíuleikana í Peking, takist í þýska landsliðinu að komast á leikana. Fyrri samn- ingur Brands var til 2005 en þar sem nokkur félagslið voru farin að bera víurnar í hann ákváðu for- ráðamenn þýska handknattleiks- sambandsins að setjast niður með Brand og freista þess að lengja samninginn við hann og það hefur nú tekist. Brand hefur þjálfað þýska landsliðið frá árinu 1997.  CHRIS Coleman, knattspyrnu- stjóri Fulham, ætlar að sekta leik- mann sinn, Luis Boa Morte, fyrir grófa tæklingu á Florent Sinama- Pongolle, leikmann Liverpool, í leik liðanna á sunnudaginn. Morte fékk reisupassann réttilega fyrir brotið en í fyrstu var haldið að hann hefði fótbrotið Frakkann unga. Svo reyndist þó ekki og gat Pongolle klárað leikinn.  ANGELO Peruzzi getur ekki staðið á milli stanganna í liði Lazio í kvöld þegar liðið mætir Chelsea í Meistaradeildinni á heimavelli sín- um í Róm. Peruzzi er meiddur og tekur Matteo Serini, fyrrverandi markvörður Ipswich, stöðu hans í markinu.  FERNANDO Ricksen, einn af þremur Hollendingum í liði Glas- gow Rangers, og Þjóðverjinn Christian Nerlinger, verða fjarri góðu gamni í kvöld vegna meiðsla þegar Rangers sækir Manchester United heim í Meistaradeildinni á Old Trafford.  PAUL Scholes leikur ekki með United þar sem hann er frá vegna meiðsla en að öðru leyti getur Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri, teflt fram sínu sterkasta liði. Unit- ed hafði betur í fyrri rimmu lið- anna, sem oftast er nefnd baráttan um Bretland, í Glasgow fyrir hálf- um mánuði – þegar Phil Neville skoraði eina mark leiksins. FÓLK Sú þróun sem er að verða í Þýska-landi – að ungir leikmenn velja frekar að fara til Englands, hefur vakið athygli. Þjóðverjar hafa hingað til verið þekktir fyrir að vera heima- kærir á yngri árum. Aðalástæðan fyr- ir þessari þróun er að það hefur verið erfitt fyrir unga leikmenn að komast að hjá þýskum liðum þar sem stöð- ugur straumur er af leikmönnum frá Austur-Evrópu, Afríku og Suður- Ameríku til Þýskalands, þannig að ungir Þjóðverjar fá ekki tækifæri til að spreyta sig. Ofan á þetta bætist að ungir Þjóðverjar eru geysilega spenntir fyrir að leika í Englandi, þar sem knattspyrnan er mun hraðari en í Þýskalandi og stemmningin á völl- um í Englandi er miklu meiri. Það er nokkuð sem Þjóðverjar og fleiri hafa öfundað Englendinga af. Til að skapa þannig stemningu eru Þjóðverjar byrjaðir að byggja nýja velli fyrir HM í Þýskalandi 2006 – velli sem eru ekki með hlaupabrautir í kringum leikvöllinn, heldur eru áhorfenda- stúkurnar við völlinn. Einn af nýju völlunum er leikvöllurinn í Hamborg, þar sem landsleikur Þýskalands og Íslands fór fram á dögunum. Fyrirliði unglingalands- liðsins valdi Arsenal Moritz Volz, 20 ára – fæddur í Sieg- en, kom til Arsenal frá Schalke 1999. Hann er bakvörður, sem getur einnig leikið á miðjunni. Volz er nú í láni hjá Fulham, þar sem hann hefur leikið mjög vel að undanförnu og öðlast góða reynslu í keppni í úrvalsdeild- inni. Með því að öðlast leikreynslu með Fulham á hann mun meiri mögu- leika á að ná að festa sig í sessi í leik- mannahópi Arsenal, þegar hann snýr til baka til Highbury og er hann ánægður með þróun mála. „Ég hef sýnt það að ég get vel leikið í úrvals- deildinni. Ég hef fengið góða reynslu og er tilbúinn að leika fyrir Arsenal,“ segir Volz, sem Fulham hefur í láni til 31. desember. Þess má geta að hann lék sem lánsmaður um tíma hjá Wimbledon sl. keppnistímabil. Miðjumaðurinn Thomas Hitzlsperger, 21 ára – fæddur í München, kom til til Aston Villa frá Bayern München 2000. Hann hefur leikið yfir 50 úrvalsdeildarleiki fyrir Villa og skorað nokkur mörk. Hann hefur verið fastur leikmaður með lið- inu í vetur og þakkar hann og ber knattspyrnustjóranum David O’Leary vel söguna. Hraðinn er meiri Þriðji Þjóðverjinn skaust fram í sviðsljósið á dögunum, er hann lék stöðu miðvarðar hjá Chelsea. Það er hinn 19 ára Robert Huth, sem kom til Lundúnaliðsins frá Union Berlín 2000. Hann hefur fengið mikla reynslu að æfa með og umgangast leikmann eins og heimsmeistarann frá Frakklandi Marcel Desailly, sem hefur víkkað sjóndeildarhring hans. „Öll umgjörðin hjá Chelsea hefur styrkt mig sem leikmann. Leikurinn í Englandi er mun hraðari en heima í Þýskalandi,“ sagði Huth, sem var mjög spenntur þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir framan 40.000 þús- und áhorfendur. „Ég varð að fá mér bjórglas til að ég gæti sofnað.“ Þessir þrír leikmenn hafa fengið tækifæri til að leika í úrvalsdeildinni í Englandi, en það eru einnig nokkrir ungir Þjóðverjar sem eru í herbúðum hjá liðum í Englandi. Markus Neumayr, 17 ára miðherji frá Frankfurt, er hjá Manchester United. Eugen Bopp, 19 ára miðvallarleik- maður – frá Bayern München, er hjá Nottingham Forest. Bopp, sem er fæddur í Kiev í Úkraínu, er mjög fljótur og útsjónarsamur leikmaður, sem les leikinn vel. Sebastian Kneissl, 20 ára miðherji, er hjá Chelsea. Hann kom til liðsins frá Frankfurt, en Lazio, Real Madrid og Bayern München höfðu áhuga á að fá hann til sín. Það vakti mikla athygli að hann valdi frekar England en að fara á samning hjá meisturum Bay- ern í Þýskalandi. Tékkar náðu sér ekki á strik TÉKKAR, sem verða með Íslendingum í riðli á Evrópumótinu í handknattleik í Slóveníu í byrjun næsta árs, náðu sér ekki á strik á æfingamóti í Sviss um nýliðna helgi. Þeir unnu aðeins einn leik en töpuðu tveimur. Tékkar lögðu Túnis, 34:30, en töpuðu fyrir Aust- urríki, 26:24, og fyrir Sviss, 27:25. Sviss vann alla leikina á mótinu, en auk Tékka lögðu þeir Austur- ríkismenn, 29:18, og Túnisbúa, 30:28. Svisslendingar koma hingað til lands og leika þrjá vináttulandsleiki við Íslendinga í upphafi næsta árs. Sviss verður einnig með á EM í Slóveníu þar sem þeir verða í riðli með Svíum, Rússum og Úkraínu. Robert Huth fagnar marki sem hann skoraði fyrir Chelsea í Evrópuleik gegn MSK Zilina. Reuters Mortiz Volz (t.h.) í leik með Fulham, þar sem hann á í höggi við Cristiano Ronaldo, leikmann Manchester United. Þýsku strákarnir í Englandi ÞJÓÐVERJAR verða að sætta sig við að nokkrir af þeirra efni- legustu leikmönnum í knatt- spyrnu leika ekki með liðum í Þýskalandi – heldur í Englandi. Þar má nefna Moritz Volz, sem var fyrirliði 19 ára landsliðs Þjóðverja, leikmann Arsenal, sem nú er í láni hjá Fulham, Ro- bert Huth hjá Chelsea og Thom- as Hitzlsperger hjá Aston Villa. Þeir hafa leikið með ungmenna- landsliði Þýskalands og fara fljótlega að banka á dyr Rudi Völlers, landsliðsþjálfara Þýskalands. Karl Malone ber klæði á vopnin hjá Los Angeles Lakers Reuters Shaquille O’Neal og Kobe Bryant.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.