Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT ORRI Freyr Hjaltalín knattspyrnu- maður gekk í gær til liðs við Grindavík frá Þór á Akureyri. Orri var með tilboð upp á vasann frá Grindvíkingum og Íslandsmeist- urum KR-inga en eftir góða um- hugsun ákvað hann að velja Suður- nesjaliðið. „Þetta var erfitt val enda tveir glæsilegir klúbbar þarna á ferð en á endanum ákvað ég að fara í Grindavík. Ég er búinn að vera við- riðinn Grindvíkinga í mörg ár en það hefur alltaf klikkað að ég færi til þeirra fyrr en nú. Umgjörðin er góð í Grindavík. Þar eru topp- aðstæður og mér líst vel á nýja þjálfarann,“ sagði Orri Freyr við Morgunblaðið í gær. Hann er annar lykilmaðurinn sem fer frá Þórs- náið með honum í fjögur ár, en þetta var þriðja tilraunin til að fá hann í okkar raðir. Málið er frá- gengið gagnvart Þórsurum en við höfum átt mjög góð samskipti við þá varðandi leikmennina sem hafa komið frá þeim til okkar,“ sagði Jónas en Þórsarinn Óðinn Árnason kom til Grindvíkinga fyrir síðasta tímabil. Í báðum tilfellum hafa þeir keypt leikmennina af hlutafélaginu Mjölni sem á sínum tíma var stofn- að í kringum efnilega leikmenn hjá Akureyrarfélaginu. Jónas sagði ennfremur að Grind- víkingar væru áfram að vinna í því að fá færeysku landsliðsmennina Jákup á Borg frá B36 í Þórshöfn og Hjalgrím Elttör frá KÍ í Klakksvík í sínar raðir. urum en í síðustu viku skipti Jó- hann Þórhallsson yfir til KA. Orri er 23 ára gamall sóknar- eða miðjumaður. Hann lék 16 leiki með Þór í 1. deildinni í sumar, aðallega sem miðjumaður, og skoraði 4 mörk en árið á undan lék hann 12 leiki með norðanliðinu í úrvals- deildinni og skoraði 4 mörk. Hann gekk í raðir Tromsö í Noregi í ágúst 2002 þar sem hann var í nokkra mánuði en veikindi ollu því hann sneri heim á leið. Orri á sex leiki að baki með U-21 árs landslið- inu þar sem hann skoraði eitt mark. Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, sagði við Morgunblaðið að það væri mikill fengur í Orra. „Við höfum mikla trú á honum og höfum fylgst Orri Freyr Hjaltalín gerði þriggja ára samning við Grindvíkinga SJÖ spor voru saumuð í höfuð Hermanns Hreiðarssonar, lands- liðsmanns í knattspyrnu, í leik- hléinu þegar lið hans, Charlton, vann Birmingham, 2:1, á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Rétt fyrir hlé lenti Hermann í harkalegu skallaeinvígi við Steph- en Clemence, leikmann Birming- ham, og lá alblóðugur eftir. Hann mætti eftir sem áður til síðari hálfleiks, reifaður um höfuðið, og lék af fullum krafti leikinn á enda. „Ég var í aðgerð hjá lækninum allt leikhléð og rétt náði að hlaupa inná þegar seinni hálfleik- urinn var að hefjast. Þetta var mikið högg en sem betur fer rot- aðist ég ekki og gat strax staðið upp, og ég á ekki von á að þetta komi til með að hafa neinar eft- irstöðvar,“ sagði Hermann við Morgunblaðið í gærkvöld. Það var Matt Holland sem skor- aði bæði mörk Charlton en Christ- ophe Dugarry minnkaði muninn fyrir Birmingham. Dean Kiely átti frábæran leik í marki Charlton og Maik Taylor í marki Birmingham gaf honum reyndar lítið eftir. Charlton komst í 7. sæti deildar- innar með sigrinum. Birmingham tapaði sínum fyrsta heimaleik í níu mánuði en er samt áfram í fjórða sæti. „Þetta var mikilvægur sigur og það hefði verið svekkjandi að missa þetta niður eftir að hafa komist í 2:0. Kiely var stórkost- legur í markinu en þeirra mark- vörður þurfti líka að taka vel á,“ sagði Hermann. Sjö spor í höfuð Hermanns Nú má ég byrja að æfa og leika ánýjan leik. Ég reikna ekki með að vera með í bikarleiknum gegn Grosswallstadt á morgun, verð kannski til taks ef þörf verður á, en ég verð örugglega með um næstu helgi þegar við mætum Barcelona í Meistaradeildinni í handknattleik, það er leikur sem enginn vill missa af,“ sagði Sigfús. Leikurinn er á heimavelli Magde- burg og er löngu uppselt á hann, átta þúsund áhorfendur hafa keypt að- göngumiða. Eins og fram hefur komið munaði minnstu að Sigfús missti sjón á aug- anu þegar hann fékk hönd eins sam- herja sína í augað á æfingu. Sigfús sagðist ekki hafa að fullu jafnað sig ennþá, en útlitið væri gott og hann reiknaði með að verða orðinn jafn- góður eftir örfáar vikur. „Fókusinn á auganu er ekki kom- inn í lag en það á að jafna sig smátt og smátt, þar sem það er vatn inn á nethimnu augans sem á að hverfa með tímanum. Gerist það ekki á næstu tveimur vikum, verður vökva sprautað í augað sem á að laga fók- usinn. Reynist þörf á því gæti þurft að taka það rólega í þrjá til fjóra daga, en það er ekkert hættulegt sem amar að, ég er heppinn að ekki fór verr, það mátti engu muna að ég missi algjörlega sjón á auganu,“ sagði Sigfús sem ekki gat tekið þátt í landsleikjunum við Pólverja hér á landi um síðustu helgi af þessum sökum. „Ég missi ekki af EM, það er klárt. Ég mæti klár í slaginn næst þegar landsliðið kemur saman fyrir Evrópukeppnina,“ sagði Sigfús hress í bragði eftir að hafa fengið hina jákvæðu niðurstöðu hjá lækni í Magdeburg í gær. Sigfús byrjaður að æfa á ný SIGFÚS Sigurðsson, handknattleiksmaður hjá Magdeburg og landsliðsmaður, mætti á æfingu hjá félaginu á nýjan leik í gær eftir að hafa verið frá keppni og æfingum á aðra viku eftir að hafa fengið þungt högg á auga á æfingu hjá félaginu. „Ég fékk grænt ljós hjá lækni í dag [í gær] og er núna á leið á æfingu. Það er þungu fargi af mér létt eins og nærri má geta,“ sagði Sigfús í samtali við Morg- unblaðið í gær, en þá var hann nýkominn úr heimsókn frá lækni. Fyrst eftir óhappið var reiknað með að Sigfús yrði frá í nokkrar vik- ur, í versta falli upp í þrjá mánuði. Morgunblaðið/Kristinn Tveir landsliðsmenn sem gátu ekki leikið með gegn Pólverjum um sl. helgi, þar sem þeir eru meiddir, Roland Valur Eradze, markvörður Vals, og Sigfús Sigurðsson, línumaður hjá Magdeburg. Sigfús er að komast í gang á ný en Roland verður frá keppni í allan vetur. KÖRFUKNATTLEIKUR Fyrirtækjabikarkeppni KKÍ, Hópbílabik- ar karla, 8-liða úrslit, fyrri leikur: KR - Njarðvík ....................................... 81:82 Hópbílabikarkeppni kvenna: ÍR - Grindavík....................................... 67:48 Haukar - KR ......................................... 70:63 NBA-deildin Leikur í fyrrinótt: LA Lakers – Golden State....................87:72 KNATTSPYRNA England Birmingham - Charlton .......................... 1:2 Christophe Dugarry 64. - Matt Holland 11., 59. - 27.225. Staðan: Arsenal 11 8 3 0 23:9 27 Chelsea 11 8 2 1 21:9 26 Man. Utd 11 8 1 2 21:6 25 Birmingham 11 5 4 2 10:7 19 Man. City 11 5 3 3 22:12 18 Fulham 11 5 3 3 21:15 18 Charlton 11 5 3 3 16:14 18 Liverpool 11 5 2 4 17:12 17 Newcastle 11 4 4 3 16:13 16 Southampton 11 4 4 3 10:7 16 Portsmouth 11 3 3 5 11:15 12 Tottenham 11 3 3 5 10:14 12 Aston Villa 11 2 5 4 9:13 11 Middlesbro 11 3 2 6 9:15 11 Bolton 11 2 5 4 9:19 11 Everton 11 2 4 5 12:15 10 Wolves 11 2 3 6 7:23 9 Leicester 11 2 2 7 16:21 8 Blackburn 11 2 2 7 15:21 8 Leeds 11 2 2 7 10:25 8 2. deild: Plymouth 17 8 7 2 38:20 31 Barnsley 17 8 5 4 22:20 29 QPR 16 7 7 2 27:13 28 Brighton 17 8 4 5 26:18 28 Bournem. 17 7 7 3 24:18 28 Colchester 17 8 4 5 21:20 28 Port Vale 17 8 3 6 24:23 27 Hartlepool 17 6 7 4 28:21 25 Bristol City 17 5 9 3 19:14 24 Swindon 17 6 6 5 25:21 24 Sheff. Wed. 17 6 6 5 22:20 24 Wrexham 16 7 3 6 19:17 24 Rushden & D. 17 7 3 7 29:29 24 Luton 17 6 5 6 30:31 23 Brentford 16 7 2 7 20:24 23 Oldham 17 5 7 5 29:28 22 Grimsby 17 6 4 7 21:25 22 Blackpool 16 6 3 7 22:26 21 Tranmere 17 4 7 6 18:27 19 Notts County 17 4 4 9 16:27 16 Stockport 17 3 6 8 20:29 15 Peterborough 17 2 8 7 20:26 14 Chesterfield 17 2 6 9 13:24 12 Wycombe 17 2 5 10 19:31 11  Staðan var ekki rétt í blaðinu í gær. ÍBV fær liðsstyrk frá Crewe EYJAMENN eiga von á að fá að fá liðsstyrk frá enska 1. deildarliðinu Crewe Alex- andra næsta sumar, eins og á síðasta tímabili. Tveir fulltrúar frá knattspyrnu- deild ÍBV, Birgir Stefánsson framkvæmdastjóri og Gísli Hjartarson stjórnarmaður, eru komnir frá Englandi þar sem þeir ræddu við for- ráðamenn Crewe. Tom Betts og Ian Jeffs, leikmenn Crewe, léku með ÍBV í sumar en Birgir sagði við Morgun- blaðið í gær að ekki væri ljóst hvort þeir kæmu aftur eða einhverjir aðrir. „Það skýrist nánar fljót- lega eftir áramótin en það er nokkuð víst að við fáum einn til tvo leikmenn frá Crewe. Forráðamenn félagsins voru afar jákvæðir um að sam- starfinu verði haldið áfram,“ sagði Birgir. Þeir Betts og Jeffs verða ekki löglegir með Crewe fyrr en eftir áramót þar sem þeir léku með ÍBV út tímabilið, en ekki er heimilt að skipta um félag frá 1. sept- ember til 1. janúar. „Þeir vildu frekar spila allt tímabil- ið hjá okkur en að fara fyrr og leika með varaliðinu.“ HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, RE/MAX-deildin: Vestmannaeyjar: ÍBV - Stjarnan ........19.15 Í KVÖLD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.