Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ UM nokkra hríð hefur Christina Aguilera verið ein vinsælasta poppsöngkona í heimi og hefur í dag selt yfir 20 milljónir platna. En þrátt fyrir þetta þjáist hún hið innra vegna erfiðra uppvaxt- arára, eins og fram kemur í við- tali sem hún átti við Evu Simp- son, blaðamann breska blaðsins Mirror. Þar lýsir hún ennfremur aðdáun sinni á Björk Guðmunds- dóttur. Aguilera, sem er 23 ára, ólst upp í New York þar sem faðir hennar, sem er frá Ekvador, barði írska móður hennar reglu- lega. Aguilera segir að hún beri varanleg sár á sálinni vegna þessa og þetta hafi haft áhrif á hennar eigið ástarlíf. Hún segist hafa byggt upp sterkan múr sem hún sé fyrst í dag að reyna að brjóta niður. Aguilera fékk taugaáfall í fyrra og hvað föður sinn varðar seg- ist hún halda honum í tilfinningalegri fjarlægð. Hann hafi reynt að koma sér í samband við hana eftir að frægð- in fór að banka á dyrnar en hún segist ekki vera neinn vitleysingur og hafi vaðið fyrir neðan sig. „Hann lamdi okkur systkinin líka, og sprengdi á mér vörina eitt sinn svo illa að það varð eftir varanlegt ör,“ segir hún. „Ég hef þó lært að fyrir- gefa honum. Og þessir erfiðleikar hafa gert mig sterkari – svona erf- iðleikar eru til að læra af þeim og þroskast.“ Aguilera hefur undanfarið lent upp á kant við stjörnur eins og Eminem, Kelly Osbourne og Pink, sem hún segir að sé sífellt að herma eftir sér. Þá toppar hún reglulega lista yfir verst klæddu stjörnurnar. Aguilera hefur með tímanum breyst úr sakleysislegri ljósku í harð- gerða, kynæsandi dívu. Myndband hennar við lagið „Dirrty“ er frægt að endemum og þá sat hún nakin fyrir á forsíðu Rolling Stone blaðins. „Ég varð nú eiginlega hálf- svekkt að komast ekki á lista People yfir þá verst klæddu í ár,“ segir hún. „Ég elska t.d. Björk því hún er alltaf á jaðrinum og alltaf áhugaverð í klæðaburði. Það eru bara þeir sem taka áhættu sem fara á lista yfir þá verst klæddu og ég vil miklu frekar vera á þeim lista en listan- um yfir þá „best“ klæddu. Ég meina, það er auðveldasta mál í heimi að standa brosandi í kjól á rauða dreglinum. En það er bara hundleiðinlegt!“ Aguilera segir að ímynd henn- ar á fyrstu plötu sinni, sem kom út 1999 og er samnefnd henni, hafi verið gervileg. Mömmu- stelpuímyndin hafi verið það sem útgáfan vildi. „Þetta varð þó til þess að ég komst inn í bransann og get gert það sem ég vil núna. Mér var farið að líða eins og vélmenni á tímabili en ég er listamaður og vil vinna sem slíkur. Plata mín Stripped var því mikilvægt skref í áttina að hinni raunverulegu Christinu Aguilera.“ Christina Aguilera berar tilfinningar sínar Reuters Er hrifin af Björk Svarthærð Christina Aguilera á mynd- bandahátíð MTV í New York í ágúst. Christina Aguilera mun kynna evrópsku MTV-verðlaunin á fimmtudaginn. Ný smáskífa, „The Voice Within“, kemur út 8. desember. HRÆÐSLUMYND 3 græddi heil- mikið á hrekkjavökunni sem banda- ríska þjóðin hélt hátíðlega um helgina. Myndin hélt toppsætinu frá því um síðustu helgi, sú fyrsta sem afrekar það síðan hrollvekjan Jason gegn Freddie gerði slíkt hið sama í ágúst. Disney tók upp á því óvenjulega bragði að setja mynd í almennar sýningar á laugardeginum en al- mennar mælingar á helgaraðsókn ná til aðsóknar frá föstudegi til sunnudags. Það breytti því ekki að teiknimyndin Bjarnarbróðir (Broth- er Bear) náði alla leið í annað sætið á helgarlistanum. Myndin hafði verið frumsýnd í tveimur kvikmynda- húsum um síðustu helgi en þeir hjá Disney ákváðu að bíða með almenna dreifingu fram yfir aðalhrekkja- vökudaginn, sem var á föstudag. Það er mál manna að hrekkjavaka verði með hverju árinu meiri og meiri tekjulind fyrir Hollywood og að þar á bæ keppist menn við að framleiða myndir sem þykja falla að stemmningunni sem þá ríkir, hrekkjum, hrolli og hvers konar hryllingi. Ekki skemmir fyrir ef hægt er svo að hlæja að öllu saman. Því má líklegt telja að Hræðslumynd 3 verði héreftir notuð sem upp- skriftin að farsælli hrekkjavöku- mynd. Annars er lítið fréttnæmt að ger- ast, nema þá kannski að In the Cut, sem státar af tónlist eftir Hilmar Örn Hilmarsson, náði inn á topp tíu og það þrátt fyrir að hafa verið sýnd í helmingi færri bíóhúsum en gerist og gengur. Hin nýsjálenska Jane Campion leikstýrði myndinni og Meg Ryan leikur aðalhlutverkið. Talsvert hefur verið fjallað um hana í bandarískum fjölmiðlum, einkum vegna djarfra nektaratriða sem Ryan kemur við sögu í en hingað til hefur þessi vinsæla leikkona veigrað sér við að taka að sér slík hlutverk. Myndin hefur hlotið blendna dóma vestra, allt frá því að vera hampað sem meistaraverki til þess að vera úthrópuð mistök.                                                   ! ! ! ! ! ! ! ! ! !  ! ! ! ! ! ! ! ! ! !                            " #  "            $% &%' (%) (%$ *%) *% +%, +%+ $%, $% ,&%* &%) **% $*%& %, %* *%( *)%$ $% $%' Hræðslumynd 3 enn á toppnum vestra Hlegið á hrekkja- vöku Reuters Meg Ryan, Jennifer Jason Leigh og meðleikarar eyða víst drjúgum tíma í bólinu í In the Cut við undirleik tónlistar Hilmars Arnar Hilmarssonar. skarpi@mbl.is HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 4 og 6. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. kl. 6 og 9. B.i. 16. Kl. 8. B.i. 16. Sýnd kl. 4. með ísl. tali. Miðav erð kr. 50 0 BRJÁLUÐ BÍÓUPPLIFUN!  Kvikmyndir.com Skonrokk FM909 HJ MBL „Snilldarverk“ HK DV „Brjálæðisleg Kvikmynd“ „Frábær mynd“ 4. myndin frá Quentin Tarantino Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. Þú deyrð úr hlátri enn og aftur! Stærsta október opnun allra tíma í USA! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 10 ára.  ÞÞ FBL TOPP MYNDINÁ ÍSLANDI TOPP MYNDIN Í USA! Síðu stu sýn inga r 3D gleraugu fylgja hverjum miða Yfir 20.000 gestir Stærsta grínmynd ársins! Sýnd kl. 8. B.i. 16 ára.Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 10 ára. 4 myndin fráQuentin Tarantino BLÓÐBAÐIÐ ER BYRJAÐ Miðav erð kr. 50 0 Sýnd kl. 6. Skonrokk FM909  Kvikmyndir.com HJ MBL „Snilldarverk“ HK DV „Brjálæðisleg Kvikmynd“ „Frábær mynd“  ÞÞ FBL Sýnd kl. 10.10. B.i. 16 ára. Yfir 20.000 gestir TOPP MYND IN Á ÍSLA NDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.