Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. TÆPLEGA átta prósent íslenskra 10. bekkinga hafa einhvern tímann notað rítalín án lyfseðils læknis. Þetta kemur fram í niðurstöðum ís- lenska hluta ESPAD-rannsóknarinnar sem var framkvæmd í mars sl. og náði til 82% allra 10. bekkinga á landinu. Rítalín er lyf við ofvirkni en það hefur örvandi áhrif á einstaklinga sem ekki eru ofvirkir. Kallar ekki á sértækar aðgerðir Að sögn Matthíasar Halldórssonar aðstoðar- landlæknis er ekki ástæða til að herða það eftir- lit sem haft er með rítalíni umfram önnur eftir- ritunarskyld lyf. „Það eru mörg lyf sem hætt er við að fólk misnoti með þessum hætti og ég tel að það þurfi frekar almennar aðgerðir um aukið eftirlit með lyfjaminstokun í stað þess að taka rítalínið sérstaklega út úr hópnum. Það er vissulega haft eftirlit með rítalíni en ég sé ekki ástæðu fyrir því að eftirlitið sé strangara en hvað snertir önnur ávanabindandi lyf,“ segir Matthías. Samkvæmt skýrslunni segjast í kringum 4% nemenda í 10. bekk einhvern tímann hafa notað vímuefni sem þau ekki vissu hvað var. Í kynn- ingu á niðurstöðum rannsóknarinnar kom fram að brýna þurfi fyrir foreldrum og forráðamönn- um að hafa öll lyf á lokuðum stöðum. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, benti á að með nýrri löggjöf sé komið skilvirkara eftirlit með því sem oft hefur verið vísað til sem læknadóps. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að áfengisdrykkja og reykingar meðal unglinga hafa minnkað en svo virðist sem þær hafi náð ákveðnum hápunkti árið 1998. Jón fagnar þessum jákvæða árangri en segir jafnframt að margt þurfi að skoða í framhald- inu. „Við verðum að halda vöku okkar. Það að forða einum manni frá því að reykja eða verða áfenginu að bráð á þessum aldri er gríðarlega mikilvægt fyrir einstaklinginn og fyrir þjóðfé- lagið allt.“ Tæp 8% unglinga hafa notað rítalín án lyfseðils  Reykingar og drykkja/6 SNJÓ hefur kyngt niður í Eyjafirði síðustu daga og er nú svo komið að kafsnjór er yfir öllu. Margir notuðu tækifærið og skelltu sér á gönguskíði á útivistarsvæði Akureyringa, í Kjarnaskógi um helgina. Þar var þónokkuð af fólki á laugardag, en veðrið var heldur verra á sunnudag og því aðeins þeir hraustustu sem létu sig hafa það að ganga hringinn í skóginum að sögn Hallgríms Indriðasonar, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Eyfirðinga. Taldi Hallgrímur að þetta væri fyrsta skíðasvæði landsins sem væri opnað þetta haustið, „og hér er alveg frábært færi, þannig að það er um að gera fyrir skíðagöngumenn að nota tækifærið á meðan það gefst,“ sagði hann. Aðeins hefur borið á því að ökumenn vélsleða þeysi um í Kjarnaskógi, en þar er öll umferð slíkra farartækja bönnuð utan akstursleiða að sögn Hallgríms. Hann sagði að nú nýlega hefðu ökumenn jeppa einnig verið að reyna farskjóta sína í skóginum, en bæði þeir og vélsleðamenn ættu það til að skemma mikið fyrir starfsmönnum skógarins. Morgunblaðið/Kristján Kári Árnason íþróttakennari var mættur á gönguskíði í Kjarnaskógi í gær. Þar voru líka vélsleðamenn en þeim er óheimilt að aka um skóginn. Fyrsta skíða- svæðið opnað „VIÐ fengum 300 til 310 krónur fyrir kílóið af eldisfiskinum á markaðnum í Grimsby. Það er heldur lægra en við vonuðumst eftir. Það var mikið framboð og svo er þetta fiskur sem þeir þekkja ekki og þurfa að átta sig á að stendur til boða, en fiskurinn þótti mjög góður,“ segir Runólfur Guðmundsson, þorsk- eldismaður í Grundarfirði. Um var að ræða ríflega 1.200 kíló, en fiskinum var slátrað í síðustu viku og hann sendur utan í gámi. Alls fengust því tæplega 400.000 krónur fyrir fisk- inn. Runólfur gerir ráð fyrir því að slátra aftur í dag og þá meiru en síðast, um þremur tonnum, ef veður leyfir og fiskurinn verður áfram seldur á upp- boðsmarkaði í Grimsby. Eldisþorskur í Grimsby Stærstu eldisþorskarnir frá Grund- arfirði voru um 10 kíló óslægðir. Vonuðust eftir hærra verði NÝ barnalög tóku gildi 1. nóvem- ber og hafa að geyma ýmis ný- mæli, m.a. þau að dómstólar munu alfarið leysa úr ágreiningsmálum um forsjá. Þá getur dómari dæmt um meðlagsgreiðslur og um- gengni í forsjármálum og innleidd hefur verið heimild fyrir karlmann að höfða faðernismál telji hann sig föður ófeðraðs barns. Þá geta for- eldrar mælt fyrir um hver skuli að þeim látnum fara með forsjá barns þeirra. Samkvæmt nýju lögunum er móður gert skylt að feðra barn sitt og þá getur sýslumaður úr- skurðað um umgengni og meðlag þótt forsjá sé sameiginleg. Þá hafa ný þvingunarúrræði vegna brota á umgengnisrétti verið lögfest með nýju lögunum. Dómsmálaráðuneytið hefur í til- efni af gildistöku laganna gefið út sérprentun þeirra ásamt greinar- gerð. Þar eru ítarlegar skýringar við alla kafla laganna og sérstakar skýringar við einstakar greinar. Einnig hefur ráðuneytið haldið námskeið fyrir sýslumenn og lög- lærða fulltrúa þeirra um lögin. Yf- ir 50 manns sóttu námskeiðið. Karlmanni heimilt að höfða faðernismál BOLFISKVEIÐISKIP Eskju, Hólmanes SU1, kom í höfn á Eskifirði í gærkvöld eftir að hafa orðið vélarvana á Austfjarðamiðum seint í fyrradag. Emil Thorarensen, útgerðarstjóri Eskju, sagði í samtali við Morgunblaðið að dráttur Hólmanessins til hafnar hefði tekið sinn tíma vegna brælu. „Eftir að ljóst varð að vélarbilun hafði orðið í skipinu um 40 sjó- mílur frá Vattarnesi sendum við eitt af skipum okkar, Guðrúnu Þorkelsdóttur, til að taka það í tog,“ sagði Emil. Norðvestanáttin beint í nefið Steingrímur Jóhannesson, skipstjóri Hólmanessins, sagði enga hættu hafa verið á ferðum. „Það varð bilun í vél, sem ég reikna með að verði fljótgert við. Við vorum staddir Utanfótar sem kallað er, eða austur af Litladýpi þegar þetta gerðist og um kl. 23 var taug skutlað á milli skipanna og gekk vel. Veður var mjög slæmt fyrrihluta næt- ur, norðvestanáttin beint í nefið, en svo lægði og gekk betur,“ segir Steingrímur. Skipin komu inn um kvöldmatarleytið í gærkvöld og er unnið að viðgerðum. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Hólmanes kom til bryggju á Eskifirði í gærkvöldi eftir erfiða sjóferð. Seinfarið upp í norðvestan- bræluna Hólmanesið SU1 dregið til hafnar eftir vélarbilun FLUTNINGABÍLL og fólksbíll lentu saman á veginum í Súðavíkur- hlíð milli Ísafjarðar og Súðavíkur í gær. Ökumenn sakaði ekki, en fólks- bíllinn endaði utan vegar og er mikið skemmdur. Flutningabíllinn var hins vegar lítið skemmdur. Óhappið varð þegar ökumaður flutningabílsins var að taka fram úr fólksbílnum, en bíl- arnir rákust af einhverjum orsökum saman við framúraksturinn. Lentu sam- an í fram- úrakstri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.