Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 1
SÉRRIT MORGUNBLAÐSINS UM BÆKUR þriðjudagur 4.nóvember 2003 Hefur þú haft áhrif á mannkynssöguna í dag? Hefur þetta líka komið fyrir þig? Að vakna og muna ekki hvað þú gerðir kvöldið áður. Getur verið að þú hafir óafvitandi breytt mannkynssögunni? Guðmundur Steingrímsson hefur skapað sér sess sem einn helsti pistlahöfundur þjóðarinnar. Nú stígur hann fram á ritvöllinn með nýja skáldsögu sem lætur leyndarmál sitt ekki uppi fyrr en á síðustu síðu. BÆ UR Skáld kemur til sögunnar Hávar Sigurjónsson ræðir við Bergsvein Birgisson um skáldsöguna Landslag er aldrei asnalegt SÝNINGIN staðfestir það sem vitað var að Matthías hefur verið með ein- dæmum afkastamikill, því að baki skáldferlinum liggur heil starfsævi blaðamannsins og ritstjórans. Vafa- laust væri það ríflegt efni í aðra sýn- ingu ef gera ætti því skil með viðlíka hætti. Matthías verður hálfvandræða- legur við spurninguna hvernig hon- um lítist á sýninguna. „Hún hefur verið unnin af alúð. Hins vegar datt mér fyrst í hug þeg- ar þetta bar á góma hvort það gæti verið að ég væri dauður án þess hafa tekið eftir því! Það er óneitanlega dálítið skrítin tilfinning að skoða þetta. Ég verð að viðurkenna að í fyrstu var ég gripinn tómleika- kennd. Ég spurði sjálfan mig hvort ég hefði lifað lífinu eins og ég hefði átt að gera. Eða halda mig meira til hlés við veröldina. Þá hefði ég ekki verið fyrir neinum og fengið meiri frið. En það var greinilega ekki í eðli mínu. Og mér finnst að of margir listamenn geri út á friðinn. Það er ekki þroskavænlegt,“ segir Matthías þegar við horfum yfir salinn og virðum fyrir okkur sýningarkassana og glerborðin þar sem bókum hans, handritum og blaðaúrklippum hefur verið fallega fyrir komið. Það er Þjóðmenningarhúsið í sam- starfi við Landsbókasafnið sem stendur að sýningunni en samhliða hefur verið sett upp vefsíða á Skóla- vefnum þar sem ítarlegar upplýsing- ar er að finna um skáldferil Matth- íasar ásamt ritaskrá. Þar má einnig sjá samtal við Matthías um ævi hans og skáldskap, viðtal sem unnið var sérstaklega fyrir Skólavefinn af þessu tilefni (skolavefurinn.is). „Mér finnst gaman að skoða þetta og ýmislegt rifjast upp fyrir mér sem ég var næstum búinn að gleyma,“ segir Matthías. „Mér þykir líka vænt um hversu vel hefur verið staðið að allri upplýsingaöflun varð- andi sýninguna og hvað því er komið skilvíslega fyrir á Skólavefnum. Hann er heimilislegt athvarf.“ Fræðin Matthías staldrar við fyrsta kass- ann þar sem fræðibókum hans hefur verið fyrir komið og við blasir tit- ilsíðan á Njálu í íslenskum skáld- skap. „Ég lærði norræn fræði í Há- skólanum og hafði framúrskarandi kennara. Ég skrifaði ritgerð í mál- fræði um Kristrúnu í Hamravík Hagalíns undir leiðsögn Halldórs Halldórssonar. Síðan skrifaði ég rit- gerð um Grím Thomsen undir hand- leiðslu Steingríms J. Þorsteins- sonar. Einar Ólafur Sveinsson trúði mér svo fyrir Njálu, treysti mér fyr- ir henni og það þótti mér mikið til um. Njála í íslenskum skáldskap var kandídatsritgerð mín í bók- menntum. Endurskrifaði hana svo til útgáfu.“ Ljóðin Á næsta borði hafa verið lögð út sýnishorn af ljóðabókum Matthías- ar. Það vekur strax athygli að sumar ljóðabækurnar eru fagurlega mynd- skreyttar af þjóðþekktum listmál- urum, Gunnlaugi Scheving, Erró og Louisu Matthíasdóttur. „Mér þótti fara vel á því að tengja saman mynd- list og ljóð með þessum hætti og ég er dálítið hreykinn af að hafa blásið myndunum í brjóst þessara frábæru listamanna. Ragnar (í Smára) vildi gefa þetta út og síðar Almenna bókafélagið. Þetta mæltist vel fyrir og Dagur ei meir sem Erró mynd- skreytti seldist upp á hálfum mán- uði. Ég var erlendis þegar bókin kom út og var í vandræðum með að eignast fáein eintök af bókinni síð- ar.“ Matthías bendir á handskrifað uppkast að ljóði sem hann hefur hripað á saurblað bókar sem hann var að lesa á ferðalagi. „Þetta ljóð hefur aldrei komið út í ljóðabók en það birtist svo í endanlegri mynd í skáldsögunni Vatnaskil sem kom út á síðasta ári.“ Hann bendir á annað blað sem breytingar hafa verið skrif- aðar á út á spássíuna. Ljóðið heitir Frétt og sýnir hvernig nátt- úrubarnið og blaðamaðurinn hafa mæst á miðri leið. Fréttin sem ljóðið segir af er vorkoman. „Mesta nautn- in er að taka ljóð sem maður hélt að væri fullbúið og umbylta því, ef nauðsyn krefur. Bora sig inn í orð og setningar eins og ormur í lauf. Leggjast yfir ljóðið og grandskoða hvert einasta orð, velta því fyrir sér og skoða alla kosti. Heilinn vekur mig ennþá upp á nóttunni með at- hugasemdum um orð sem ég hef skrifað daginn áður. Hann getur verið svolítið þreytandi, þessi heili! Alltaf að hugsa um orð og setningar. Heilinn, sagði prófessor Dungal í samtölum okkar, er merkilegasta líf- færið, minnst rannsakað og ofar okkar skilningi.“ Viðtölin Samtalsbækur Matthíasar við marga af þekktustu listamönnum þjóðarinnar á 20. öldinni hafa á sér nánast goðsagnakenndan blæ. Hann talaði við Jóhannes Kjarval, Ásmund Sveinsson, Halldór Laxness, Þór- berg Þórðarson, Tómas Guðmunds- son, Gunnlaug Scheving, Pál Ísólfs- son, Sverri Haraldsson og auðvitað fjölmarga aðra sem ekki urðu efni í heila bók, en minnistæð samtöl engu að síður. Morgunblaðið/Kristinn Alltaf að hugsa um orð Skáldið, fræðimaðurinn og ritstjórinn Matthías Johannessen er Skáld mánaðarins í Þjóðmenning- arhúsinu. Þar stendur yfir sýning á höfundarverki hans, ljóðabókum, leikritum, fræðiritum og samtalsbókum. Hávar Sigurjónsson fékk Matthías til að ganga með sér um sýninguna. „Skrifaði þær bækur sem ég vildi skrifa og orti þau ljóð sem ég vildi yrkja.“ 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.