Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar R ÍFLEGA 80 manna hópur Íslendinga er nú að und- irbúa ferð til Daytona í Flórída á árlega bílasýn- ingu sem þar fer fram og kallast Turkey Run. Bílasýningin er kennd við þakkagjörðarhátíð þeirra Bandaríkjamanna og er sýn- ingin sú stærsta sinnar tegundar í suðausturhluta Bandaríkjanna. Á síðasta ári fóru um 50 Íslendingar saman á Turkey Run og vakti heimsókn þeirra talsverða athygli og á heimasíðu sýningarinnar, www.turkeyrun.com, er mynd af hópnum og hann titlaður „Long Distance Winners“, sem útfæra má sem sigurvegara meðal þeirra sem lengst koma að á sýninguna. Sigurður Ó. Lárusson hefur farið árlega á Turkey Run síðustu átta árin og átti hugmyndina að því að bjóða Íslendingum að komast á sýningu. „Ég fór upphaflega á bíla- sýningu með fjölskyldunni á sínum tíma og varð heillaður að sjá alla þessa bíla. Þá var sagt við mig; þetta er ekkert, þú ættir að koma á Turkey Run. Ég ákvað því að fara ári síðar til Flórída og fékk Ice- landair til að setja upp fyrir mig ferðapakka og síðan hefur þetta vafið upp á sig og í ár ætla ég að fara með yfir 80 manns.“ Að sögn Sigurðar er sýningin hreint stórkostleg en á síðasta ári voru þar hátt í 7.000 bílar frá tíma- bilinu 1940 og fram dagsins í dag. „Til þess að átta sig á umfanginu getur þú ímyndað þér vegalengd- ina frá hringtorgunum í Mos- fellsbæ og alla leið niður á Lækj- argötu, tvöfaldar akgreinar með bílum. Það er alveg ótrúlegt að sjá þetta,“ segir Sigurður. Ekkert kynslóðabil á sýningunni Hann segir þetta vera allar hugsanlegar tegundir af bílum, bæði lítið breyttum og orginal, og síðan mikið breyttum bílum sem eru jafnvel svo upptjúnnaðir að þeir eiga erfitt með gang og bens- ínlyktin gífurleg. „Það sem er svo skemmtilegt við þetta er að þarna verður enginn var við kynslóðabilið eða aldurs- mörk, en hver hefur sína línu til að horfa á. Þá er stemningin þarna rosaleg og það segir sitt um sýn- inguna að menn eru að fara aftur og aftur, og núna eru þó nokkrir að fara aftur í þriðja og fjórða sinn.“ Turkey Run-bílasýningin á Daytona rekur sögu sína aftur til ársins 1974 og varð til vegna þess að á bílasýningu í grenndinni voru eingöngu leyfðir fornbílar, þar sem bílar frá 1940 til 1974 voru ekki meðtaldir. Upphaflega komu sam- an eigendur um 40 bíla en síðan hefur sýningunni vaxið jafnt og þétt fiskur um hrygg og á síðasta ári voru þar um 5.600 bílar, jeppar og pallbílar auk rúmlega 1.000 bíla sem sýndir voru í svokallaðri griparétt. Þá er fjöldi söluaðila varahluta og aukahluta í bíla á sýn- ingunni og í fyrra voru þar um 3.000 sölubásar og hátt í 100.000 sýningargestir. Trúa ekki þessu ferðalagi Að sögn Sigurðar taka jafnan sýningarhaldarar kynningarmynd á hverri sýningu og í fyrra fór hluti íslenska hópsins með Sigurði í við- tal vegna myndarinnar. „Út frá því fóru þeir að pæla í þessu ferðalagi okkar og þeir trúa þessu ekki.“ Sigurður segir ferðina aðeins kosta tæpar 75.000 krónur og inni- falið í því er flug, gisting í átta nætur og rúta sem flytur fólkið frá flugvelli að hóteli. Turkey Run-bílasýningin við Daytona-kappakstursbrautina í Flórída er draumaland bílaáhugamanna. Hópur Íslendinga vakti þar mik Þeir eru af ýmsum gerðum bílarnir á Turkey Run og má sjá marga svipaða þessum á rúntinum. Ótrúleg upplifun á 7.000 bíla sýningu Síðustu átta árin hefur Sigurður Ó. Lárusson farið ár- lega á Turkey Run-bílasýninguna í Flórída og síðustu árin með stækkandi hópi Íslendinga. Eiríkur P. Jör- undsson ræddi við Sigurð um þennan mikla áhuga á sýningunni og athyglina sem Íslendingarnir hafa vakið fyrir ferðalag sitt. Bílarnir á sýningunni eru flokkaðir samkvæmt gerðum og tegundum og breytingum. Þarna má sjá nokkra svokallaða Hot Rod-bíla Nokkrir úr hópi Íslendinganna sem fóru á Turkey Run-bílasýninguna á síðasta ári. Glæsilegur Chevrolet Impala árgerð 1961 vakti athygli sýningargesta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.