Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 8
8 B MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar FIMMTA kynslóð Volkswagen Transporter vinnubílsins hefur nú litið dagsins ljós en 53 ár eru liðin frá því sú fyrsta kom á markað. Gamla „rúgbrauðið“ hefur tekið ýmsum breytingum gegnum árin og nú er það boðið í nánast ótal útgáfum. Eru þær 375 ef allir möguleikar eru tald- ir. Getur hver og einn kaupandi pantað þá samsetningu sem hæfir og vilji menn frekar fá gerð sem hentar sem fjölnotabíll eða fjölskyldubíll er nýr Multivan í boði, 7 manna bíll með öllum helstu þægindum. Hekla hefur undanfarið kynnt Transporter-línuna fyrir atvinnubíl- stjórum auk þess sem bílarnir eru sýndir í salnum við Laugaveginn og verða sýndir hjá nokkrum umboðs- mönnum. Þá var bíllinn kynntur fyr- ir blaðamönnum á dögunum og var þá unnt að taka í pallbíla og sendibíla auk Multivan-gerðarinnar sem tekið hefur við af Caravelle. Þrjár útgáfur af þaki Transporter er fáanlegur sem pallbíll með þriggja eða sex manna húsi, sem venjulegur sendibíll og nú með þeirri nýjung að hægt er að velja um þrjár þakhæðir, og síðan sem 10 farþega skutla eða enn betur búinn Multivan sem er 7 manna og hentar í raun sem fjölskyldu- og ferðabíll og í þaðan af enn fínni verk- efni. Grunnstærð Transporter er 4,89 m að lengd, 1,92 m á breidd og hæðin er 1,96 m. Hliðarnar eru brattar eða nær lóðréttar sem gefur betri nýtingu en var á eldri útgáf- unni. Þá er hægt að fá lengri gerð, 5,29 m og er hjólhafið þá orðið 3,4 metrar. Hærri útgáfurnar eru síðan 2,165 og 2,465 m á hæð. Transporter er framhjóladrifinn og í mars á næsta ári verða allar gerðir einnig boðnar með aldrifi. Þá verður sjálfskipting einnig fáanleg en ekki fer þó saman að hafa sjálf- skiptingu og aldrif. Sex vélar eru í boði í Transporter, fjórar dísilvélar og tvær bensínvélar. Tveggja lítra bensínvél er 116 hest- öfl og sex strokka 3,2 lítra vél er 235 hestöfl. Minnsta dísilvélin er 1,9 lítr- ar og 86 hestöfl eða 104 hestafla. Þá er í boði ný 5 strokka dísilvél með beinni innspýtingu og er hún 130 hestöfl eða 174 hestafla. Margs konar búnaður í innréttingu Allur aðbúnaður hið innra er þægilegur. Bæði eru sætin stillanleg á marga vegu og ekki síður hitt að ýmsar hirslur og geymslur eru nota- drjúgar, fyrir minnisblokkir, skjöl og dót og síðan mat og drykk ef svo ber undir. Multivan sem prófaður var í ferð- inni er með 2,5 lítra og 130 hestafla dísilvél og sex gíra handskiptingu. Unnt er að snúa sætunum afturí og þau eru á rennibrautum sem og borð þar þannig að menn geta unað sér vel þar við leiki eða störf meðan bíl- stjórinn sér um að koma mönnum á áfangastað. Hægt er að opna hlið- arrúður afturí og hurðir eru á báðum hliðum. Meðal búnaðar má nefna hemlalæsivörn, spólvörn, útvarp og geislaspilara og afturí er líka loft- kæling með ýmsum stillingarmögu- leikum. Multivan er í raun afskap- lega skemmtilegur ferðabíll og jafnframt snúningalipur þannig að ekkert er því til fyrirstöðu að nota hann sem venjulegan fjölskyldubíl. Og þótt einhverjum virðist hann stór er hann svipaður og meðalstór fólks- bíll, 4,89 m langur. Verðið á þessari gerð er 4,8 milljónir króna. Hljóðlátir og þýðir Sammerkt er með þessum út- gáfum sem reyndar voru lítillega á flandri austur um sveitir að dísilvél- arnar eru sérlega hljóðlátar. Þá eru bílarnir ekki síður notalegir fyrir hversu góð fjöðrunin er. Þær eru einnig viljugar og skiptingin er mjúk og hljóðlaus, stöngin rétt við stýrið og allt viðmót bílsins í meðhöndlun virkar vel á ökumann. Sem dæmi um verð má nefna að Transporter með 104 hestafla dísil- vél kostar eftir lengd frá tæpum 2,4 milljónum króna uppí 2,5 milljónir með vsk. og með 130 hestafla vél kostar sá lengri rúmar 2,7 milljónir króna. Morgunblaðið/jt Útgáfan sem heitir Multivan er sjö manna bíll með ýmsum þægindum. Með 130 hestafla dísilvél kostar hann um 4,8 milljónir. Fimmta kynslóð Transporter með enn meiri fjölbreytni Transporter hefur lengi vel verið í boði í ýmsum útgáfum. Þeim hefur enn fjölgað með nýrri kynslóð sem Hekla kynnir um þessar mundir. Jóhannes Tómasson kynnti sér flotann en þar er meðal annars að finna fjölnota- bílinn Multivan. Mælaborðið í Multivan er þægilegt og hefur allt til alls. Transporter-flotinn á bryggjunni á Stokkseyri. Pallbílarnir eru fáanlegir með tveimur gerðum af húsum.Í Multivan má snúa stólunum afturí saman þannig að menn geti haldið fundi á ferð sinni. joto@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.