Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 1
Gary Ridgway FYRRVERANDI bílamálari, sem býr í Seattle í Wash- ingtonríki í Bandaríkjunum, hefur játað á sig morð á 48 konum. Um var að ræða um- fangsmesta óleysta raðmorða- mál í sögu Bandaríkjanna. Það hefur verið kennt við Green River, á sem rennur í ná- grenni Seattle, en morðinginn faldi lík kvennanna nálægt ánni. Maðurinn, sem heitir Gary Ridgway, játaði fyrir rétti í gær að hafa myrt konurnar á 16 ára tímabili, frá 1982 til 1998. Ridgway náði samkomu- lagi við saksóknara sem fólst í því að hann játaði á sig morðin gegn því að sleppa við dauða- refsingu. Hataði vændiskonur Ridgway, sem er 54 ára gamall, var handtekinn árið 2001 og síðar ákærður fyrir sjö morð en viðurkenndi í gær að hafa myrt konurnar 48 sem voru vændiskonur eða heimil- islausar. Sagðist Ridgway hafa viljað myrða eins margar vændiskonur og hann mögu- lega gat, bæði vegna þess að hann hataði vændiskonur og vegna þess að hann taldi að litlar líkur væru á að þeirra yrði saknað strax og hugsan- lega yrði aldrei lýst eftir þeim. Ridgway var yfirheyrður vegna eins morðanna árið 1984 en engar sannanir fund- ust gegn honum þá. Játar 48 morð Seattle. AP. STOFNAÐ 1913 301. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Lifandi undirleikur Sinfónían leikur undir með perl- um þöglu myndanna Fólk 52 Metnaður og markaðsöfl Staða og starfsemi sjálfstæðu leikhúsanna Viðskipti 5 Almenn vitleysa Alþjóðlega leiksýningin Common- Nonsense frumsýnd Listir 27 TVEIR Íslendingar hafa á undanförnum dögum fengið gervilið, gerðan úr kolefn- issamböndum, settan í fingur. Þetta eru fyrstu aðgerðirnar af þessu tagi hér á landi og lofa góðu, að sögn Jóhanns Ró- bertssonar handarskurðlæknis. „Vandamálið með fingurliði er að þetta eru smá bein og það er lítil festa. Liðirnir eru vel hreyfanlegir og mikið álag á þeim. Það hefur því verið erfitt að þróa gervilið sem þolir þetta álag,“ segir Jóhann. „Við vonumst með þessu til að geta boðið gervi- liði sem draga úr verkjum, leyfa hreyfingu og þola álag.“ Sesselja Gísladóttir handavinnukennari fékk gervilið í fingur fyrst Íslendinga. Hálfur mánuður er frá aðgerðinni og get- ur hún nú hreyft fingurinn vel. „Það var annaðhvort fyrir mig að taka áhættu með þessari aðgerð eða láta gera puttann að staur,“ segir hún. Morgunblaðið/Kristinn Fyrstu gerviliðirnir í fingur  Tveir Íslendingar/13 LANDSBANKINN hefur ekki svarað mála- leitan Árvakurs hf., útgáfufélags Morgun- blaðsins, um viðræður um áframhaldandi út- gáfu DV. Blaðið kemur ekki út í dag eða næstu daga, en bæði Árvakur og Frétt hf., sem gefur út Fréttablaðið, hafa sýnt því áhuga að taka þátt í að blaðið komi út á nýjan leik. Hallgrímur Geirsson, framkvæmdastjóri Árvakurs hf., sendi í fyrrakvöld bankastjórum og bankaráðsformanni Landsbankans bréf. Í því óskaði hann eftir að teknar yrðu upp við- ræður milli bankans og hlutaðeigandi aðila og Árvakurs um mögulegan atbeina félagsins til að tryggja eins og kostur er áframhaldandi út- gáfu DV í samvinnu við Landsbankann. Hall- grímur tjáði Morgunblaðinu í gærkvöld að enn lægi ekki fyrir svar bankans við erindi Árvak- urs um viðræður. Frétt áfram áhugasöm Áður en DV óskaði gjaldþrotaskipta var Frétt, útgáfufélag Fréttablaðsins, í viðræðum um að koma að rekstrinum. Gunnar Smári Eg- ilsson, ritstjóri Fréttablaðsins, segir útgefend- ur blaðsins enn hafa áhuga á útgáfu á DV eða sambærilegu blaði. „Ég sé enga ástæðu til að ætla annað en að hægt sé að gefa út gott „síð- degisblað“ á Íslandi og byggja á því heilbrigð- an rekstur eins og í samfélögunum næst okk- ur,“ segir Gunnar Smári. Gunnar Thoroddsen, framkvæmdastjóri Hamla, dótturfélags Landsbankans, segist ekki geta sagt við hverja verði samið um áframhaldandi útgáfu. Forgangsverkefni sé að ganga frá endanlegu samkomulagi skipta- stjóra þrotabúsins og Hamla um leigu á út- gáfurétti og búnaði til blaðaútgáfu. Skiptastjóri og fulltrúar Landsbankans áttu fund með starfsfólki DV í gær og skýrðu frá stöðu mála. Að því loknu var það sent til síns heima. Í gærkvöldi var unnið að samkomulagi á milli skiptastjóra og Landsbankans um að bankinn leysi eignir þrotabús DV til sín. Árvakur hf. óskar eftir viðræðum um áframhaldandi útgáfu DV Svar Landsbanka ókomið  Vonast til/6 UM 4.000 liðsmenn stjórnarand- stöðunnar í Georgíu komu saman síðdegis við ráðhús höfuðborgar- innar Tbilisi og kröfðust afsagnar Eduards Shevardnadze forseta, en tvö ár eru eftir af kjörtímabili hans. Lögregla hafði mikinn við- búnað í miðborginni. Shevardnadze sagðist í gær staðráðinn í að sitja áfram. „Hótið mér ekki,“ sagði forsetinn. „Til- raunir til að þvinga mig til afsagn- ar eru tilgangslausar.“ Hann sagði að allir sem reyndu að æsa til of- beldis eða óhlýðni við stjórnvöld yrðu látnir svara til saka fyrir rétti. Í gær var búið að telja nær tvo þriðju greiddra atkvæða í þing- kosningunum, sem fram fóru á sunnudag, og virtist stjórnar- flokkabandalag Shevardnadzes, Fyrir nýja Georgíu, hafa beðið mikinn ósigur. Bandalag nokkurra stjórnarandstöðuflokka var með um 43,7% stuðning. Þótt flokkur forsetans væri sem fyrr stærstur með um 24,5% fylgi var Þjóðar- hreyfingin, flokkur ungs, fyrrver- andi ráðherra í stjórn Shevardn- adze, Mikhails Saakashvili, með næstum jafnmikið fylgi, um 23,8%. Ekki er ljóst hvenær lokatölur verða birtar en stjórnvöld segja að tæknilegar ástæður valdi því hve hægt talningin gangi. Stjórnarand- stæðingar sögðu að sigur þeirra hefði orðið enn meiri ef ekki hefði komið til svindl af hálfu stjórnvalda og ástæðan fyrir töfinni væri að enn væri verið reyna að falsa nið- urstöður, stjórnarflokkunum í hag. Eftirlitsmenn ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, hafa tekið undir gagnrýni á framkvæmd kosninganna. Krefjast afsagnar Shevardnadze Tbilisi. AP, AFP. GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti undirritaði í gær lög um bann við fóstureyðingum á fimmta eða sjötta mánuði meðgöngu. Voru margir þingmenn viðstaddir undirritunina. Þetta er í fyrsta sinn sem takmarkanir eru settar við fóstureyðingum í Banda- ríkjunum síðan þær voru heimilaðar með úrskurði hæstaréttar 1973. Samkvæmt lögunum á breytingin við fóstureyð- ingar þar sem fæðing er sett af stað áður en fóstrinu er eytt. Í lögunum er þó ákvæði um að heimilt skuli að beita þessari aðferð í þeim tilvikum þar sem líf móðurinnar er í hættu. Andstæðingar laganna hafa þegar leitað til dóm- stóla í því skyni að fá lögunum hnekkt. AP Bush undirritar lög um fóstureyðingar Í DRÖGUM að stjórnarskrársáttmála Evr- ópusambandsins er þess getið á áberandi stað að verndun lífríkis sjávar í lögsögu sambandsins skuli heyra undir valdsvið ESB, þ.e. að yfirþjóðlegar stofnanir þess fari með allt ákvörðunarvald á þessu sviði. Í samtali við Morgunblaðið segir þýzki þingmaðurinn Peter Altmeier, einn höfund- ur draganna, að með þessu sé umritað með skýrari hætti það sem þegar séu lög ESB. Ekki sé verið að færa nýjar valdheimildir frá aðildarríkjunum til yfirþjóðlega stjórn- stigsins. Upphaflega hafi mun lengri listi málefna verið í þessum hluta draganna en þau flest felld brott. „Hvers vegna þessi eina setning, varðandi vernd lífríkis sjávar, varð eftir, get ég bara skýrt þannig, að það hafi enginn getað eða viljað andmæla því að samkvæmt gildandi ESB-rétti hefði hið yf- irþjóðlega valdsvið alger yfirráð á þessu sviði, á hafsvæðum utan 12 mílna landhelgi aðildarríkjanna. Þar gildir sameiginlega sjávarútvegsstefnan,“ segir Altmaier. Hann segist þó aðspurður ekki telja að þetta þurfi að gefa mönnum tilefni til að verða vantrúaðri á að Íslendingar geti sam- ið þannig við ESB að þeir sjái sjávarútvegs- hagsmunum sínum borgið innan þess. Drög að stjórnarskrá ESB „Alger yfir- ráð“ ESB yfir verndun líf- ríkis hafsins  Höfum yfirgefið/29 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.