Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 22
AUSTURLAND 22 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hrunamannahreppi | Kúabændur í Hrunamannahreppi og margir góðir gestir minntust þess að kvöldi fyrsta nóvember í Félagsheimilinu á Flúð- um að eitt hundrað ár eru liðin frá stofnun Nautgriparæktarfélags Hrunamanna. Í tilefni afmælishátíðarinnar var haldin ráðstefna á vegum Bún- aðarsambands Suðurlands um naut- griparækt á Íslandi í eina öld, frá 1903 til 2003 þar sem færustu vís- indamenn á sviði nautgriparæktar héldu gagnmerk erindi. Páll Lýðsson bóndi og fræðimaður í Litlu-Sandvík flutti inngangserindi en hann tók að sér að skrifa bók um 100 ára sögu og starfsemi Naut- griparæktarfélagsins. Bókin er hin vandaðasta og geymir mikinn fróð- leik í máli og myndum. Hún er ætluð til sölu fyrir almenning. Sveinn Sigurmundsson, fram- kvæmdastjóri Búnaðarsambands- ins, flutti yfirgripsmikið erindi um nautgriparæktarstarfið á Suður- landi. Kom meðal annars fram hjá honum að fyrsta rjómabúið á land- inu var stofnað hér í sveitinni en það var á Syðra-Seli. Þá minntist hann farsæls starfs Páls Zóphóníassonar sem tók við starfi nautgriparækt- arráðunautar 1928 og gegndi því í áratugi. Sveinn ræddi m.a. um sögu sæðingastöðvarinnar í Laug- ardælum og starfsemi hennar. Einn- ig um tilraunastöðina að Stóra- Ármóti sem Búnaðarsambandið rek- ur. Jón Viðar Jónmundsson ráðu- nautur ræddi um þátt Hrunamanna í íslenskri nautgriparækt. Einkum þó um merkiskúna Huppu frá Kluftum sem var fædd árið 1926. Allar mjólk- urkýr á Íslandi eiga ættir að rekja til þessa einstaka grips að einhverju leiti. Tilurð Huppu er sveipuð æv- intýraljóma, enda talin komin út af huldunauti. Stefán Aðalsteinsson flutti erindi um litarerfðir nautgripa og þau Bragi Líndal Ólafsson og Emma Ey- þórsdóttir um próteinarfgerðir mjólkur. Þá talaði Ágúst Sigurðsson erfða- fræðingur um erfðaframfarir í ís- lenska kúastofninum. Kom meðal annars fram hjá honum að erfða- framfarir á síðustu öld hefðu verið Ráðstefna um nautgriparækt á Flúðum Nautgriparækt- arfélag Hruna- manna 100 ára Góð gjöf: Sveinn Sigurmundsson færir Jóni Viðari Finnssyni, formanni fé- lagsins, listaverk eftir systurnar Helgu og Ragnhildi Magnúsdætur. Þar er Huppa við bæinn sinn Kluftir. Gjöfin er frá Búnaðarsambandi Suðurlands. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Við stjórnvölinn: Stjórn Nautgriparæktarfélags Hrunamanna við málverk af hinni landskunnu Huppu frá Kluftum. Þau halda á 100 ára afmælisritinu. F.v. Esther Guðjónsdóttir, Þórunn Andrésdóttir og Jón Viðar Finnsson. LANDIÐ Á GÚST Ármann Þorláks- son hefur verið skóla- stjóri Tónskóla Nes- kaupstaðar frá árinu 1981. Hann er organisti og rokkari frá gamalli tíð og segir orgelið vera það hljóðfæri sem honum þyki vænst um. Hann kennir þó mest á píanó og kennir sjálfur 28 nemendum af þeim 120 sem skólann sækja. Að lang- mestu leyti eru það börn sem stunda tónlistarnám við skólann, en einnig eru nokkrir fullorðnir nemendur. „Við erum nokkuð góð í því sem við erum að gera hér og veitum ágæta alhliða kennslu,“ segir Ágúst þegar hann er inntur eftir skóla- starfinu. „Við erum þó ekki með strengjahljóðfæri, sem kennt er á í tónlistarskólunum á Eskifirði og Reyðarfirði. Við erum nýbyrjuð að kenna einsöng og erum hér með mjög öfluga poppdeild. Það helgast af því að karlpeningurinn sem hér kennir er allur gamlir popparar. Í því samhengi tel ég mikilvægt að popparar fái almennilega kennslu í þeim geira fremur en að þeir gangi sjálfala í fræðunum. Það er líka skemmtilegt að ég hef fengið til mín nemendur sem hafa byrjað að læra klassíska tónlist einvörðungu og endað sem popparar og líka á hinn veginn, að þeir sem byrjuðu í popp- inu enduðu í klassískri tónlist. Poppið vanmetin kennslugrein Ég hef sjálfur mjög gaman af rokk- og popptónlist, ef hún er vönd- uð og vel flutt er virkilega gaman að henni. Ef þú nærð aldrei í skottið á poppurunum ertu að afsala þér rétt- indum til að ná í margt músíkalsk- asta og mest lifandi fólkið í þorpinu. Mér finnst endilega að tónlistarskól- arnir eigi að reyna að ná í þetta fólk,“ segir Ágúst og lætur að því liggja að poppið sé nánst vanmetin kennslugrein innan tónlistar- skólageirans. Aðspurður um hvers vegna rokkið þrífist svo vel í Nes- kaupstað sem raun ber vitni segir Ágúst að rokklífið standi þar á göml- um merg. „Hér var til dæmis ein besta dixielandhljómsveit Íslands á sínum tíma, HG sextettinn, og upp úr 1960 urðu rosalega sterk popp- einkenni í Fjarðabyggð. Það var til hljómsveit frá Eskifirði sem hét Como, önnur á Reyðarfirði, Ómar var hún kölluð og enn önnur hér á Neskaupstað sem hét Fónar. Síðan gerðist það, svo merkilegt sem það nú er, að þetta stækkaði og dafnaði hér, en rénaði annars staðar. Við þessir gömlu popparar ílentumst í tónlistarbransanum og snerum okk- ur sumir að tónlistarkennslu. Sjáðu bara Smára Geirsson; hann er nú til dæmis gamall poppari og einn af ráðamönnum Austurlands, einn af gráhærðu poppurunum hérna!“ Ágúst er einn af stofnendum og aðalburðarásum Blús-, rokk- og jazzklúbbsins á Neskaupstað, BRJÁN, sem var stofnaður árið 1990 og lifir góðu lífi. „Við viljum gera okkar besta og teljum okkur nokkuð góða í þessu,“ segir Ágúst. „Þetta er til að mynda í fjórtánda skiptið sem BRJÁN setur upp rokkveislu, sem sýnd er nokkr- um sinnum hér og svo farið með suð- ur á Broadway. Við erum að velta því fyrir okkur að fara með rokk- veisluna til Grænlands í ár vegna þess að forseti þjóðþingsins græn- lenska bauð okkur heim eftir að hafa setið rokkveislu í Neskaupstað kampakátur. Í því boði virðist því miður ekki um neina kostun að ræða og því hugsanlega of dýrt dæmi fyr- ir okkur. BRJÁN fór til Færeyja síðasta sumar og það kostaði okkur sjö hundruð þúsund krónur sem er mikill peningur fyrir klúbbinn. Grænlandsferðin virðist að svo komnu máli geta kostað þrjár til fjórar milljónir og ég held ekki að við höfum bolmagn til þess ef við Ágúst Ármann, skólastjóri Tónskóla Neskaupstaðar og tónlistarfrömuður, tekinn á tóneyrað Gráhærður rokk- arinn organisti inni við beinið Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Í góðum gír á rokkveislu BRJÁN í Neskaupstað: Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, fagnar ákaft með borðnautum sínum. Á leið með rokkveisluna til Græn- lands: Ágúst Ármann Þorláksson, skólastjóri Tónskóla Neskaup- staðar, er bjartsýnn og vongóður með tónlistarlífið á Austurlandi. lægsta sem gerist á Íslandi. Skóla- gjöld fyrir heilt nám við Tónskóla Neskaupstaðar eru 27.500 krónur meðan tölur fyrir samsvarandi nám geta verið allt að hundrað þúsund kr. á höfuðborgarsvæðinu,“ heldur Ágúst áfram. „Sveitarfélögin hér standa sig bara miklu betur. Bæði er aðgengið að skólunum þægi- legra hér, vegna nærveru við grunnskóla getum við tekið nem- endur út úr tímum í langflestum til- fellum og námið er ódýrara. Aðal- ástæðan er velvilji sveitarstjórna hér.“ Ágúst segist hafa áhyggjur af því hvernig svo virðist sem þrengt sé að tónlistarkennurum og tónlist- „SVEITARFÉLÖGIN á Austurlandi hafa í langflestum tilfellum staðið miklu betur að rekstri tónlistar- skóla heldur en gert er annars stað- ar á landinu og greitt hlutfallslega meira niður en önnur sveitarfélög á Íslandi hafa gert,“ segir Ágúst Ár- mann Þorláksson, skólastjóri Tón- skóla Neskaupstaðar. Í könnun sem Félag tónlistar- skólakennara lét vinna kemur fram að mun fleiri börn stunda tónlist- arnám á landsbyggðinni en á höf- uðborgarsvæðinu og skarar Aust- urland þar framúr, þar sem 45% barna á grunnskólaaldri stunda tónlistarnám. „Skólagjöld hér eru með því arnámi í Reykjavík. „Þetta kom til þegar verið var að auka framboð í skólunum, verið að breyta úr 650 tímum í 685. Borgarstjórnin í Reykjavík tók sig þá til og stytti skólaárið úr 36 vikum í 34. Tónlist- arkennarar verða nú að bæta við sig einu til tveimur nemendum á viku til að ná sömu launum og áður sem er í raun kennsluskylduhækk- un. Reykjavík er eina sveitarfélagið sem hefur gert þetta, ásamt því að lækka framlög til tónlistarskól- anna.“ Ágúst segir þann mikla velvilja sem sveitarstjórnir eystra sýni tón- listarnámi tilkominn vegna þess að menn telji að þeir þurfi að gera vel til að halda fólkinu ánægðu. „Þetta er liður í meðvitaðri stefnu til þess að hafa íbúana ánægða. Sama gildir um flest önnur gjöld sveitarfélag- anna, íþróttahús og alla hluti, þau eru langtum lægri hér en á höf- uðborgarsvæðinu. Þetta er vegna þess að sveitarfélögin hér leggja meira á sig til að halda íbúunum, heldur en hinir.“ Ágúst segir 8,5% Norðfirðinga vera í tónlistarskóla og 10% Seyð- firðinga, svo dæmi sé tekið. Sam- kvæmt því segir Ágúst að um 9-12 þúsund manns ættu að vera í tón- listarskólum í Reykjavík, en eru að- eins rétt rúm 4.000 samkvæmt könnun tónlistarskólakennara. Liður í meðvitaðri stefnu sveitarfélaga eystra til að halda íbúum ánægðum Flestir í tónlistarnámi á Austurlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.