Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Steinþór Eyþórs-son fæddist í Reykjavík 6. ágúst 1948. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 27. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar Steinþórs voru Eyþór Árnason, sjómaður og síðar vaktmaður í Reykja- vík, f. 18.4. 1896, d. 24.10. 1970, og eigin- kona hans Margrét Pálína Einarsdóttir húsmóðir, f. 2.6. 1909, d. 10. mars 2000. Bræður Steinþórs eru Birgir bifreiðar- stjóri, kvæntur Þóru Sigurjóns- dóttur og Þórarinn, fyrrverandi bankastarfsmaður, kvæntur Sig- dúklagningameistari, f. 14. októ- ber 1976, maki Rut Erla Magnús- dóttir hársnyrtisveinn. 3) Eiríkur Líndal gröfustjóri, f. 14. október 1982, unnusta hans er Fjóla Þor- steinsdóttir nemi. Steinþór hóf nám í veggfóðrun og dúklagningu við Iðnskólann í Reykjavík árið 1963. Lauk hann prófum frá Iðnskólanum árið 1968 og lauk sveinsprófi í iðninni ári síðar. Öðlaðist hann meistararétt- indi í veggfóðrun og dúklögn árið 1972. Steinþór starfaði mikið að félagsmálum, var forseti Kiwanis árin 1987–1988 og aftur 2002– 2003 og gengdi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum þar. Einnig var hann formaður Félags dúklagn- inga- og veggfóðrarameistara 1990–2001 og í stjórn frá 1977– 2001. Heimili Steinþórs og Eiríku hefur frá 1974 verið í Víðilundi 7 í Garðabæ. Útför Steinþórs verður gerð frá Vídalínskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. ríði Eiríksdóttur. Steinþór kvæntist 30. desember 1972 Ei- ríku Haraldsdóttur hárgreiðslumeistara, f. 20. mars 1944, úr Keflavík. Foreldrar Eiríku eru Fjóla Ei- ríksdóttir húsmóðir, f. 3. júní 1919 og Har- aldur Ágústsson smiður, f. 3. október 1910, d. 25. október 1988. Börn Steinþórs og Eiríku eru: 1) Mar- grét Líndal rekstrar- fræðingur, f. 4. október 1972, gift Mogens Gunnari Mogensen við- skiptafræðingi. Þau eiga tvö börn, Steinþór Örn og Helenu Sif. 2) Þórarinn Líndal veggfóðrara- og Elsku yndislegi pabbi minn, hverj- um hefði dottið í hug fyrir nokkrum mánuðum síðan að ég myndi sitja hér í dag og skrifa um þig minningar- grein? Pabbi minn, þú sem alltaf hef- ur verið svo stór og sterkur að ég hélt að ekkert gæti bugað þig, jafnvel eft- ir að þú varst kominn með þennan ógeðslega sjúkdóm þá trúði ég því ekki að hann gæti átt eftir að taka þig frá okkur. Elsku pabbi minn, þú ert einn sá allra yndislegasti pabbi sem nokkur getur átt og ég er þakklát fyrir að hafa átt þig fyrir pabba og allar þær yndislegu stundir sem við höfum átt saman. Alltaf varstu tilbúinn að hjálpa okkur systkinunum hvernig sem á stóð hjá þér, þú varst okkar stoð og stytta og við gátum öll leitað til þín hvenær sem við þurftum á að halda. Þú gerðir allt sem þú gast til að kæta mig og segja mér að halda áfram þegar áhyggjurnar voru að hrella mig, í hvern get ég nú hringt þegar mig vantar styrka hönd til að hjálpa mér upp fjall lífsins? Fjölskyldan var þér allt og ekki minnkaði ást þín þegar afabörnin fæddust. Þið nafnarnir gátuð brallað mikið saman og mátti varla á milli sjá hvor ykkar skemmti sér betur, alveg sama hverju þið tókuð upp á, og var ótrúlegt hvað Steinþór gat fengið þig til að gera. Elsku pabbi, ég er svo ánægð með að þú skyldir hafa fengið að hitta Helenu Sif, þó svo þið hafið aðeins náð þremur mánuðum saman þá áttuð þið yndislegar stundir og þá sérstaklega helgina áður en þú fórst frá okkur. Þú varst svo ánægður að sjá okkur mæðgurnar þegar við kom- um inn um dyrnar og var yndislegt að sjá ánægjusvipinn á andliti þínu þeg- ar Helena Sif spjallaði við þig – þó að- eins væri um barnamál að ræða. Þú fékkst hana næstum í afmælisgjöf og ég vona svo innilega að hún hafi feng- ið í vöggugjöf þá manngæsku og góð- mennsku sem þú hefur að geyma. Vertu hljóð elsku vina, ekki gráta pabbi kemur til þín litla hnáta. Vertu hljóð elsku vina reyndu að sofa ég kem aftur til þín því ég lofa. Ekki gráta elskan mín ég bið engla að gæta þín. Guð þér færi góða nótt og gefi að ég komi fljótt. Þú mátt aldrei óttast neitt allt sem lifir, elska heitt. Þó margir vilji þér vinna mein mundu að þú ert aldrei ein. (Hannes Örn Blandon.) Elsku pabbi minn, takk fyrir allar yndislegu minningarnar sem ég á um þig og megi góður guð geyma þig og varðveita fyrir okkur hvar sem þú ert núna. Elsku mamma, megi góður guð vernda þig og varðveita á þessum erf- iðu tímum. Þín dóttir, Margrét. Elsku pabbi minn. Þetta er ekki raunverulegt að þú sért tekinn frá okkur svona snöggt. Það er svo stutt síðan að við vorum að vinna saman og svo allt í einu ertu orðinn veikur og það mikið veikur að þú ert tekinn frá okkur allt í einu. Þú varst að grínast í mér nokkrum mínútum áður en þú kvaddir þennan heim. Allt sem við gerðum saman er ógleymalegt öll ferðalögin bæði utan- lands og innan, og þá oft í tjaldvagn- inum. Allar veiðiferðirnar sem við hlökkuðum alltaf svo mikið til að fara í og skemmtum okkur konunglega í þeim, það skipti ekki máli hvort við fengum fisk eða ekki, það var strax farið að plana næstu veiðiferð. Það var alveg sama hvað maður bað þig um, elsku pabbi minn, það var allt sjálfsagt. Og ef það var einhver vitleysa sem ég bað þig um þá sagð- irðu aldrei nei, heldur reyndir bara frekar að tala mig ofan af því, í góðu. Það kom ekki sá dagur að við töl- uðumst ekki saman, ef við vorum ekki að vinna á sama staðnum hringdumst við á milli. Ég gat alltaf spurt þig ráða, það var alveg sama hvað það var þú hafðir alltaf ráð við því. Þið mamma voruð alltaf svo sam- rýnd og þér þótti alltaf svo vænt um hana alveg sama hvað kom upp á, þú hugsaðir alltaf um þína. Meira að segja strákarnir í vinnunni hjá þér voru eins og þínir synir, þú passaðir vel upp á þá. Þegar ég kynnti þig fyr- ir Rut, tókst þú á móti henni eins og hún væri þín eigin dóttir. Þegar við vorum einhvers staðar að skemmta okkur saman þú og ég, og Rut var ekki með mér varstu alltaf að spyrja mig hvort ég ætlaði ekki að drífa mig heim til hennar. Þegar við Rut keypt- um okkur hús í byggingu varstu fljót- ur að koma og hjálpa okkur. Elsku pabbi minn, ég get ekki lýst því í orðum hvað ég sakna þín mikið. Ég kveð þig með þakklæti fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og allar þær stundir sem við áttum saman. Megi góður guð geyma þig fyrir okk- ur þar sem þú ert núna. Þinn sonur að eilífu, Þórarinn. Elsku Steinþór, ég á erfitt með að trúa því að þegar við kvöddumst á sunnudagskvöldið fyrir rúmri viku væri það í síðasta skipti sem við myndum kveðjast. Það er ótrúlegt hve skjótt þú varst tekinn frá okkur eftir að hafa barist hetjulega við hræðilegan sjúkdóm. Þrátt fyrir erf- iða baráttu varstu alltaf svo jákvæður og stutt í húmorinn hjá þér. Þegar ég veiktist svo skömmu á eftir þér ákváðum við að líta á veik- indi okkar sem fjallgöngu sem við færum saman í og myndum ná toppn- um eins fljótt og mögulegt væri. En því miður þá reyndist þín leið ekki eins auðveld og mín þrátt fyrir að þú legðir mjög hart að þér við að komast á toppinn. Það hefur verið höggvið stórt skarð í fjölskylduna í Víðilundi 7 sem ekki verður hægt að fylla. Eftir sitja þó góðar minningarnar um frábæran tengdapabba sem allt vildi fyrir mann gera. Þú varst alltaf boðinn og búinn til að hjálpa öllum. Þú varst alltaf svo hlýr og barngóður. Alltaf stóðstu með mér ef ég og Margrét vorum að rökræða eitthvað. Það eru margar góðar minningar sem hrannast upp í huga mér á þess- ari stundu. Til dæmis skemmtilegar veiðiferðir sem við fórum í á hverju sumri með fjölskyldunni, sumarbú- staðarferðir, útilegur og síðast en ekki síst ferðalög erlendis. Þessar góðu minningar mun ég geyma vel í hjarta mínu til minningar um þig sem yndislegan tengdapabba. Núna ertu kominn á stað sem ég veit að þér á eftir að líða vel á og ég veit líka að þú átt eftir að fylgjast vel með okkur og styðja okkur í gegnum lífsins þrautir. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyr- ir okkur og fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Elsku Eirika og fjölskylda, megi góður guð gefa ykkur styrk á þessari miklu sorgarstundu. Þinn tengdasonur, Mogens G. Mogensen. Elsku Steini minn. Það er erfitt og sárt að trúa því að þú sért ekki lengur meðal okkar og Víðilundurinn er frekar tómlegur án þín. Ég man okkar fyrstu kynni, er Tóti kom með mig í Víðilundinn. Hann var stoltur yfir því að fá kynna mig fyrir foreldrum sínum. Þá tók á móti mér þetta fallega bros þitt og ég var tekin inn í fjölskylduna eins og ég hefði alltaf verið ein af ykkur. Ástrík- ari og samheldnari fjölskyldu hafði ég ekki kynnst fyrr. Eftir stendur í minningunni öll matarboð sem við áttum saman í Víðilundinum og öll ferðalögin okkar. Jafnt hér innan- lands sem erlendis. Þú varst alltaf svo hjálpsamur og aldrei stóð á hjálpsemi þinni í bygg- ingu okkar Tóta í Klettásnum. Ég man sérstaklega eftir því þegar verið var að flísaleggja mósaíkið í eldhús- inu. Allir höfðu misst þolinmæðina en þú og ég kláruðum verkið saman. Það var í lok sumars að þú varst orðinn svo mikið veikur. Þrátt fyrir það var alltaf stutt í brosið þitt. Bar- átta þín stóð í raun stutt yfir en þú barðist hetjulega við þennan vágest sem krabbameinið er. Það kætti þig alltaf svo mikið þeg- ar vel gekk hjá okkur og ég er svo glöð í hjarta mínu að þú hafir fengið að njóta með okkur allra góðra frétta áður en þú kvaddir þennan heim. Guð geymi þig. Þín tengdadóttir, Rut Magnúsdóttir. Elsku besti afi í heimi. Við þökkum þér fyrir allar yndis- legu stundirnar sem við áttum með þér. Þér þótti alltaf svo gaman að leika við okkur og við eigum margar yndislegar minningar sem við mun- um um alla eilífð geyma í hjarta okk- ar. Það var svo gaman að vera með þér og sérstaklega ferðast með þér hvort sem við fórum í sveitina eða til útlanda. Þú hafðir alltaf tíma til að leika við mig, Steinþór, en því miður er Helena Sif ennþá svo lítil að hún náði ekki að fá að leika mikið með þér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku afi, megi góður guð og allir englarnir geyma þig og vaka yfir þér. Þín afabörn, Steinþór Örn og Helena Sif. Við hjónin og börn okkar urðum harmi slegin þegar okkur var sagt frá andláti Steina, okkar elskulega vinar. Það kom ekki í hug okkar að það væri hans hinsta stund með okkur einni viku áður, þegar hann helsjúkur með bros á vör færði gestum sínum veit- ingar heima í stofunni í Víðilundi eins og hann var vanur að gera. Á þeirri stundu hefur hann sjálfur vitað að hverju stefndi, en gætti þess að íþyngja ekki öðrum með þeirri vitn- eskju. Hann sýndi gestum sínum nýju fötin sem hann ætlaði að vera í um kvöldið þegar hann færi að kveðja Kíwanisfélaga sína, sem hann hafði veitt forustu um margra ára skeið. Með sinni miklu hógværð sagði hann mér nokkrum dögum síðar: „Ég var nú ekki sterkari en svo að ég treysti mér ekki til að taka til máls, það var nú bara þannig.“ Viku síðar var hann allur. Þessi lýsing á því hvernig Steini tók veikindum sínum segir margt um hans manngerð. Steini var mikill félagsmaður og reyndist hann félögum sínum í Kíw- anisklúbbi Garðabæjar og Félagi dúklagninga- og veggfóðrarameist- ara bæði öflugur félagsmaður og drengur góður. Þegar vanda bar að höndum leituðu menn gjarnan til Steina, sem reyndist úrræðagóður, gekk beint að verki og leysti málin. Hann reyndist nemum sínum ekki bara góður kennari heldur eins og besti faðir. Þeir eru ekki ófáir dreng- irnir sem borið hafa honum þessa sögu. Þegar vandamál komu upp hjá þeim, ekki bara í vinnunni heldur líka í einkalífinu, leituðu þeir til Steina, sem tók á málum með þeim á sinn föðurlega hátt. Steini hafði gaman af því að ferðast bæði innanlands og til útlanda. Þær voru margar ferðirnar þar sem við fengum að njóta þess að vera með Ei- ríku og Steina bæði hér heima og í út- löndum. Nú sitja þessar ferðir eftir í huga okkar í minningu um góðan dreng. Kæri Steini, þeir voru ófáir veiði- túrarnir sem við fórum saman í og bæði voru skemmtilegir og upp- byggilegir. Sérstaklega sitja eftir í minningunni ferðirnar snemma sum- ars sl. 20 ár í Svarthöfða, sem við fór- um með Ágústi og Abba. Öll þessi ár skiptum við veiðinni þannig að við fylgdumst að. Á þeim stundum gafst okkur tækifæri til að ræða saman hin ýmsu mál og vil ég þakka þér fyrir þær stundir. Alltaf hef ég hugsað með tilhlökkun til ferðarinnar í Svarthöfða en næsta ferð verður örugglega erfið því missir okkar er og verður mikill. Manngildi þitt var mikið og bera börn þín þess ríkuleg merki. Þær voru margar stundirnar sem við fengum að njóta á heimili þínu með þér og Eiríku og börnum ykkar. Þar var gestrisnin í hávegum höfð. Heim- ili ykkar var alltaf opið og gestrisni ykkar slík að varla var komið í heim- sókn öðru vísi en að fyrir væru gestir. Tengdamóðir þín þakkar þér mik- inn hlýhug og greiðvikni í sinn garð. Kæri vinur, söknuður okkar er mikill en minningar um góðan dreng sitja eftir. Elsku Eiríka, Margrét, Þórarinn, Eiríkur, tengdabörn og barnabörn, missir ykkar er mikill. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Haraldur, Ólöf og börn. Nú er elskulegi Steinþór Eyþórs- son farinn á æðra tilverustig. Við sem eftir erum sitjum uppi með margar spurningar en engin svör. Af hverju hann? Af hverju svo snemma? Hann sem var svo kærleiksríkur og góður maður, af hverju fékk fjölskyldan hans ekki að hafa hann aðeins leng- ur? Því hefur stundum verið fleygt fram að þeir sem deyja fari heim, til himins þar sem hinn almáttugi faðir hefur kallað þá til sín til að takast á við verkefni á æðra tilverustigi, við hin sitjum eftir með heimþrá. Eitt er víst að Steinþór gat tekist á við verk- efni, í raun hvaða verkefni sem var. Hann var alltaf boðinn og búinn að aðstoða okkur hin sem á honum þurftum að halda og við erum þakklát fyrir það. Steinþór var kletturinn í fjölskyld- unni og það var ekkert vandamál þess eðlis að hann tæki ekki þátt í því með þeim. Hann gaf sé alltaf góðan tíma fyrir fjölskylduna og hafði sér- staklega gaman af unga fólkinu. Fyr- ir elskulegu Eiríku var Steinþór líf hennar og tilvera og hvert sem þau hjónin fóru leiddust þau. Það var ekkert of gott fyrir Eiríku sem hann elskaði meira en nokkuð annað. Hjónaband þeirra var myndað af ást og trausti og sá kærleikur og það ör- yggi sem Steinþór og Eiríka veittu börnum sínum í sameiningu hefur borið sýnilegan ávöxt fyrir okkur hin í dag. Margrét, Þórarinn og Eiríkur hafa öll náð langt á sínu sviði og eru einstaklega góð og hjartahlý. Það var sérstakt að sjá hvernig Eiríkur yngsti sonur þeirra hlúði að ömmu Fjólu stuttu eftir andlát föður síns. Þá minnti hann mikið á pabba sinn, sem hefði gert nákvæmlega það sama fyrir tengdamömmu, þótt hann ætti sjálfur um sárt að binda. En þannig var Steinþór, hann hugsaði alltaf fyrst um aðra og svo um sig. Steinþór greindist með krabba- mein fyrir aðeins tveimur mánuðum og háði hetjulega baráttu við sjúk- dóminn sem hann ætlaði að sigrast á. En vegir drottins eru órannsakanleg- ir. Við viljum votta elskulegu Eiríku, Margréti og Mogens, Þórarni og Rut, Eiríki og Fjólu, afabörnunum Stein- þóri Erni og Helenu Sif, Fjólu ömmu og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð og biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur og leiða á þessum erfiða tíma. Minningarnar um Stein- þór munu lifa á meðal okkar um ókomna tíð. Elinrós Líndal, Sveinbjörg Haraldsdóttir. Ég man eftir fyrsta vinnudegi eftir verslunarmannahelgi nú í sumar, við saman í kaffi að spjalla um nýfædda barnið hennar Margrétar. Ég sagði eitthvað á þá leið að þið gætuð svo STEINÞÓR EYÞÓRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.