Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótanháttflegarnau›synleggögn liggja fyrir. Haf›u sambandvi› rá›gjafaGlitnis e›akíktuáwww.glitnir.isogfá›ua›sto› vi›a›veljafláfjármögnunarlei›semhentarbest. Glitnir traustur samstarfsa›ili í fjármögnun atvinnutækja. F T T E R F E T O T P E O P E Sér›u atvinnutæki› sem flig langar í? – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a nd sbanka K i r k j u s and i 1 5 5 Rey k j a v í k g l i t n i r . i s s ím i 4 40 4400 ÞRJÁTÍU og fjórir hluthafar í Hraðfrystistöð Þórshafnar, sem samanlagt eiga 14,8% hlutafjár í félaginu, hafa höfðað mál gegn Hraðfrystistöð Þórshafnar, HÞ, og Samherja hf. vegna kaupa HÞ á fiskiskipinu Þorsteini EA af Samherja 24. september sl. Hluthafarnir krefjast þess að kaupin verði látin ganga til baka. Í tilkynningu frá hluthöfunum segir að þeir telji að Samherji, sem á tæp 50% hlutafjár í Hrað- frystistöð Þórshafnar, hafi nýtt sér sterka stöðu sína í félaginu til þess að selja því fiskiskipið Þor- stein EA ásamt aflaheimildum á yfirverði. Með því hafi Samherji hagnast á ólögmætan hátt á kostnað annarra hluthafa í félag- inu. Krafa stefnenda byggist á því að kaupsamningurinn skuldbindi félagið ekki þar sem ákvörðun hluthafafundar, þar sem sam- þykkt voru kaupin á skipinu, hafi verið ólögmæt. Þá hafi stjórnar- menn, sem hafi verið vanhæfir, tekið þátt í samningsgerðinni við Samherja hf., sem fari í bága við hlutafélagalög, að mati stefnenda. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins telja stefnendur að stjórnarmenn í HÞ sem hags- muna höfðu að gæta af samnings- gerðinni vegna tengsla sinna við Samherja hf. hafi ekki mátt taka þátt í meðferð máls um samnings- gerðina milli HÞ og Samherja, eins og raunin var. Stefnendur halda því fram að Finnbogi Jóns- son, stjórnarformaður beggja fé- laga, hafi tekið virkan þátt í með- ferð málsins þrátt fyrir að hafa vikið af fundi þegar kom að at- kvæðagreiðslu um málið á stjórn- arfundi 25. ágúst sl. Þá telja stefnendur, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að stjórnarformaðurinn hafi samið um margvíslega þætti í kaupun- um með undirritun á kaupsamn- ingi stefndu fyrir hönd beggja fé- laga, þrátt fyrir að hafa verulega hagsmuni af afdrifum málsins vegna stöðu sinnar hjá Samherja hf. 330 milljóna yfirverð Hraðfrystistöðin greiddi 330 milljónum króna of hátt verð fyrir Þorstein EA sé tekið mið af mati skipamiðlara sem mat verðgildi skipsins í október sl. 680 milljónir króna voru greiddar fyrir skipið en skipamiðlarinn mat skipið á 350 milljónir króna, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Hilmar Þór Hilmarsson, stjórnarmaður í Hraðfrystistöð Þórshafnar og talsmaður hlut- hafahópsins, telur að um prófmál um rétt minni hluthafa í hluta- félögum geti verið að ræða. „Það er skelfilegt þegar meirihlutaaðil- ar geta hagað sér svona, að selja hluti á yfirverði til fyrirtækja sem þeir eiga ekki einir,“ sagði Hilmar í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er að mínu viti ekkert ann- að en sjálftaka á peningum, meira en 300 milljónum króna.“ Hilmar segir að ekki einungis hafi skipið sjálft verið of hátt met- ið heldur líka þær aflaheimildir sem fylgdu því. Alls námu kaupin á skipi og aflaheimildum 1.360 milljónum króna. Skipinu fylgdu 1,25% afla- hlutdeild í loðnu, 2% hlutdeild í kolmunna og einn síldarkvóti í ís- lenskri síld. Málsatvik „Kaupin á Þorsteini EA og afla- heimildum sem honum fylgdu voru borin undir hluthafafund í Hraðfrystistöð Þórshafnar í sept- ember síðastliðnum. Fundurinn samþykkti kaupin og greiddi Samherji sjálfur atkvæði með þeim, sem og félög sem tengjast Samherja eignatengslum eins og Kaldbakur og Efnaverksmiðjan Sjöfn. Smærri hluthafar töldu hins vegar rétt að afla verðmats á skipinu og aflaheimildum en Samherji og tengd félög felldu þá tillögu í atkvæðagreiðslu,“ segir um málsatvik í tilkynningu frá hluthöfunum. Hluthafarnir byggja málshöfð- unina á því að kaupverð Þorsteins EA hafi verið langt yfir sannvirði. Í ljósi þess telja hluthafarnir að ályktun hluthafafundarins hafi verið ólögmæt og krefjast þeir þess að hún verði ómerkt með dómi. Þá krefjast þeir þess að kaupsamningur sem gerður var í kjölfar fundarins verði ógiltur af sömu ástæðu. Málið verður þingfest í dag í Héraðsdómi Norðurlands. Mál höfðað gegn Samherja og HÞ Hluthafar í HÞ krefjast þess að kaup á Þorsteini EA gangi til baka. Telja Samherja hafa hagnast með ólögmætum hætti. Hugsanlega prófmál um rétt minni hluthafa. Morgunblaðið/Kristján HÞ greiddi 330 milljónum króna of hátt verð fyrir Þorstein EA sé tekið mið af mati skipamiðlara sem mat verðgildi skipsins í október sl. 680 milljónir króna voru greiddar fyrir skipið en skipamiðlarinn mat skipið á 350 milljónir. VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS JOHN Reed, sem gegnir tímabundið starfi yfirmanns kauphallarinnar í New York, NYSE, hefur lagt fram tillögur um breytta stjórnsýslu kauphallarinnar. Tillög- urnar fela meðal annars í sér að skipta um nær alla stjórnina og skilja betur á milli hagsmuna kauphallaraðila og eftirlits- hlutverks kauphallarinnar. Þessu markmiði á að ná með sjálfstæðri stjórn sem á að fylgja því eftir að reglum sé fylgt, auk þess að fjalla um launakjör og innra eftirlit. Tillögurnar gera einnig ráð fyrir sér- stökum yfirmanni með eftirliti sem heyri undir stjórn en ekki forstjóra kauphall- arinnar. Reed hefur gert tillögu um nýju stjórn- ina og í henni er aðeins gert ráð fyrir að tveir stjórnarmenn haldi áfram og er annar þeirra Madeleine Albright, fyrrum utanrík- isráðherra Bandaríkjanna. Þeir sem til- nefndir eru nýir eru flestir núverandi eða fyrrverandi stjórnendur fyrirtækja. Breytingarnar eiga eftir að hljóta sam- þykki verðbréfaeftirlitsins, SEC, sem hefur lýst vilja til að breyta stjórnsýslunni og eft- irliti með markaðnum. Í yfirlýsingu frá SEC segir líklegt að hugað verði að frekari breytingum en þeim sem Reed hefur kynnt. M A R K A Ð U R Breytt stjórnsýsla hjá NYSE S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Útflutningur á hátækni V́ægi hátækniiðnaðar í útflutningi lítið hér 2 Nýr stjórnandi evrunnar Jean-Claude Trichet tekinn við af Duisenberg 8 LÍF Á FJÖLUNUM OPIN kerfi Group hf. gaf út afkomu- viðvörun í gær í tengslum við gerð skrán- ingarlýsingar Opinna kerfa sem er vænt- anleg í vikunni. Endurskoðaðar áætlanir félagsins gera ráð fyrir að velta félagsins fyrir árið í ár verði á bilinu 11,5 til 12 milljarðar króna og að EBITDA hagnaður verði á bilinu 550 til 600 milljónir króna sem er heldur minni hagnaður en gert var ráð fyrir. Frávik frá fyrri áætlun er einkum að rekja til verri afkomu á fyrri helmingi árs- ins, aðallega í Svíþjóð. Auk þess hefur sameining Virtus og Datapoint verið kostnaðarsamari en ráðgert var. Afkomuvið- vörun frá Opn- um kerfum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.