Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 B 5 NFRÉTTIR  DHL uppfyllir allar flutningsflarfir flínar, sama hversu flóknar flær eru. Af flví a› vi› hjá DHL erum sérfræ›ingar flegar kemur a› fraktflutningi fyrir flig. DHL er fremsta fyrirtæki í Evrópu í sjó-, flug- og landflutningi.Vi› flytjum hva› sem flú óskar – um vegi, teina e›a fjölflættar flutningslei›ir. Allt frá brettum og minni farmi til heilu bílfarmanna. Og me› flví a› styrkja verkferlana, munum vi› samflætta flutningsferla okkur og starfsemi fyrirtækis flíns.Veldu flví DHL ef flú vilt sérhæf›ari lausnir fyrir fraktflutning flinn. Kíktu á www.dhl.is e›a hringdu í síma 535 1100. Sérhæf›ari lausnir fyrir fraktvi›skipti flín. og hvað segir þú?Við prentum ókeypis ný nafnspjöld fyrir starfsmenn þegar fyrirtækið fær GSM-áskrift hjá Og Vodafone. Fyrirtækjaþjónusta Og Vodafone • Sími 800 1100 • www.ogvodafone.is Árangur í viðskiptum byggist á þrennu: Reynslu, þekkingu og hæfileikanum til að nota ekki þetta tvennt. einfalt að skipta ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 22 27 4 10 /2 00 3 KVIÐDÓMENDUR í réttarhaldinu í málinu gegn Dennis Kozl- owski fyrrverandi for- stjóra bandaríska stórfyrirtækisins Tyco International Ltd. og Mark Swartz fjár- málastjóra félagsins, fengu nýverið að horfa á 30 mínútna langt myndband sem tekið var upp í veislu í tilefni fertugsafmælis eiginkonu Kozlowskis. Á myndbandinu sést að ekkert er til spar- að og segir í frétt Reuters að talað sé um dýrustu fyr- irtækjaveislu seinni tíma. Kostnaður við veisluna nam 2,1 milljón Bandaríkja- dala eða um 150 milljónum íslenskra króna. Tyco borgaði helming kostnaðar- ins. Sýning myndbandsins er hluti af málaferli gegn þeim Koslowski og Swartz en þeir eru sakaðir um að hafa dregið sér 600 milljónir Bandaríkjadala úr rekstri fyrirtækisins, eða 45 milljarða íslenskra króna. Vodka úr Davíð Í veislunni var meðal annars boðið upp á vodka sem bunaðist úr getnaðarlim ís- skúlptúrs sem var nákvæm eftirmynd höggmyndarinnar af Davíð eftir Miche- langelo. Einnig var boðið upp á afmæl- isköku sem var í laginu eins og konu- brjóst þar sem stjörnuljós glitruðu á toppnum. Þessi atriði voru þó klippt út úr mynd- brotinu sem kviðdómendur fengu að sjá en þeir sáu aftur á móti Kozlowski taka á móti gestum, þeir sáu hann skála við konu sína og dansa við undirleik söngv- arans Jimmy Buffet sem fékk 250.000 dali fyrir viðvikið, eða tæpar 20 milljónir króna. Einnig sáust í myndbandinu vöðvastæltir karlmenn berir að ofan ganga um með fegurðardísum í toga- klæðnaði að hætti forn Rómverja. Veisl- an stóð í eina viku. „Þetta verður skemmtileg vika, við siglum á snekkj- unni, spilum tennis, golf, etum og drekkum. Allt eru þetta hlutir sem við erum fræg fyrir,“ segir Kozlowski í mynd- bandinu í ávarpi sínu til gesta. Um helmingur gestanna voru starfs- menn Tyco, en hinn helmingurinn vinir Koslowski-hjónanna. Verjandi Koslowskys og Swarts lagði áherslu á það í vörn sinni að veislan hefði verið á ábyrgð fyrrverandi uppá- komustjóra Tyco og Koslowsky hefði ekki vitað um smáatriði veisluskipulagning- arinnar. Þá sagði verjandinn að ekki hefði komið fram í myndbandinu að í veislunni hefðu verið gerðir mikilvægir viðskiptasamningar og að veislan væri hluti af því að viðhalda og afla nýrra við- skiptasambanda, auk þess sem verið væri að umbuna starfsmönnum með því að bjóða þeim til veislunnar. Reuters Dennis Kozlowski ásamt tveimur tóga-klæddum konum í afmæl- isveislu konu hans, Karen Mayo. Veislan kostaði 160 milljónir ís- lenskra króna og var haldin á eyjunni Sardínu í Miðjarðarhafinu. Myndband af veisluhöldum lagt fram í Tyco-máli Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 • www.stepp.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.