Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 10
10 B FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI                         !    "#   $     % &'  (          %  )      *       !  +     # ( ,' %   $'   '  (   - .  (            ( S tjórnunarhættir í hlutafélögum, og þá einkum í skráðum fé- lögum, hafa undanfar- inn áratug verið við- fangsefni fræðimanna, ýmissa hagsmunaaðila og alþjóðlegra stofnana. Ber sú um- ræða heitið „Corporate Govern- ance“ sem þýða má sem stjórnkerfi eða stjórnunarhættir fyrirtækja. Á alþjóðavettvangi og innan einstakra ríkja hafa verið skipaðar nefndir til að leggja mat á stjórnkerfi hluta- félaga, samdar hafa verið viðamikl- ar skýrslur og sett viðmið um stjórnun og eftirlit með rekstri þeirra. Eitt af markmiðunum er að efla traust hluthafa/fjárfesta til stjórnkerfis hlutafélaga og þar með stjórnenda þeirra. Hér á eftir verð- ur leitast við að skýra viðfangsefni Corporate Governance umræðunn- ar, hvers vegna reglur um stjórn- kerfi og stjórnunarhætti í hluta- félögum skipta verulegu máli og mikilvægi þess að skoða stjórnkerfi íslenskra hlutafélaga, jafnvel í því skyni að innleiða viðmiðunarreglur til að efla og bæta stjórnunarhætti. Aðskilnaður félagsins og eigenda Að baki umræðu um mikilvægi góðra stjórnunarhátta í hlutafélög- um liggur sú staðreynd að með þátt- töku í hlutafélagi afsölum við okkur beinum ráðstöfunarrétti (og hefð- bundnum eignarrétti) yfir þeim fjármunum sem við innum af hendi í formi hlutafjár til félagsins en sér- stökum stjórnendum er falið að fara með rekstur félagsins. Hluthafar njóta ekki á grundvelli félagsaðildar beins réttar til að ráðstafa fjármun- um félagsins, taka ákvarðanir um málefni þess eða koma fram fyrir þess hönd, t.d. skuldbinda félagið með samningum. Þess í stað er í lögum kveðið á um tilteknar stjórn- areiningar; hluthafafund, fé- lagsstjórn og framkvæmdastjórn, sem annast stefnumótun, ákvarð- anatöku og fara með forsvar félags- ins. Völd og áhrif í hlutafélögum eru með öðrum orðum í höndum stjórn- enda (félagsstjórnar og fram- kvæmdastjóra) og hluthafa (hlut- hafafundar). Hluthafafundur kýs stjórnarmenn og félagsstjórnin ræður framkvæmdastjóra til að sinna daglegum rekstri. Eini lög- formlegi vettvangur hluthafa til að hafa áhrif á stjórnun félagsins er hluthafafundur. Hætta á hagsmunaárekstrum Einn kosturinn við hlutafélög er að hluthafar þurfa ekki að stýra þeim sjálfir heldur geta falið öðrum stjórnun þeirra. Sú staða að stjórn- endur hlutafélaga hafa oft engra hefðbundinna eigendahagsmuna að gæta getur þó leitt til hagsmuna- árekstra. Sú hætta er fyrir hendi að stjórn- endur láti stjórnast af eigin hags- munum við ákvörðunartöku í mál- efnum félagsins, t.d. í tengslum við samninga við fyrirtæki sem þeim eru tengd eða ákvörðun launakjara æðstu stjórnenda. Þessi hætta er einkum fyrir hendi þegar eignar- hald á hlutum í félagi er mjög dreift og enginn hluthafi sýnir rekstri fé- lagsins sérstakan persónulegan áhuga. Skipan eignarhalds, þar sem fyrir hendi er einn hluthafi eða hópur hluthafa sem ráða yfir nægilega stórum hlut til að geta ráðið ferðinni í málefnum félagsins og hafa ríkra hagsmuna að gæta af starfsemi fé- lagsins, hefur þá kosti að stjórn- endur búa við meira aðhald og eft- irlit af hálfu hluthafa. Svona eignarhald kann þó að skapa annars konar hættu á hagsmunaárekstrum. Með sama hætti og aðhaldslausir stjórnendur geta ákvarðanir ráð- andi hluthafa fremur litast af eigin hagsmunum en hagsmunum félags- ins og annarra hluthafa. Við þessar aðstæður geta hagsmunir minni- hluta hluthafa verið fyrir borð born- ir og grunsemdir vaknað hjá hlut- höfum um að félagið sé einkum rekið í þágu persónulegra hags- muna aðalhluthafans. Inntak Corporate Governance-umræðunnar Undir formerkjum Corporate Gov- ernance kemur til skoðunar stjórn- kerfi hlutafélaga, þ.e. hvernig þeim er stýrt frá degi til dags og eftirliti með stjórnendum er háttað. Viðfangsefnið er hvernig á að skipa hlutverki og samskiptum hlut- hafa og stjórnenda sem í samein- ingu móta stefnu félagsins, taka ákvarðanir í málefnum þess og ráða framferði þess í viðskiptum. Skoðuð er umgjörð áhrifa hluthafa og eft- irlits þeirra með stjórnendum fé- lagsins. Stjórnun hlutafélaga er enn fremur oft skoðuð í víðara samhengi og þá litið til hagsmunaðila, t.d. starfsmanna, lánveitenda og neyt- enda. Þá er horft til þjóðfélagslegr- ar þýðingar hlutafélaga og almanna- hagsmuna. Skoðun á stjórnunarháttum í hlutafélögum einskorðast þó gjarnan við hags- muni hluthafa, þ.e. hvernig tryggja megi þeim sem mestan arð af fjár- festingu sinni. Að baki liggur það viðhorf að fyrirtæki sem eru rekin með hagsmuni hluthafa að leiðar- ljósi skili jafnframt mestum þjóð- félagslegum ávinningi. Viðmið um stjórnunarhætti Aukin alþjóðleg umræða og áhersla á góða stjórnunarhætti á sér m.a. bakgrunn í fjármálahneykslum en ekki síður í alþjóðavæðingu fjár- málamarkaða og þar með vaxandi alþjóðlegri samkeppni fyrirtækja um erlent fjármagn. Þess vegna hafa hagsmunaðilar, bæði alþjóðleg- ar stofnanir og hagsmunaðilar innan fjölmargra ríkja, séð ástæðu til að skoða hvernig stjórnun hlutafélaga verði best háttað og setja viðmið um stjórnunarhætti. Slík viðmið taka þá sérstaklega Stjórnun og stjórnkerfi íslenskra hlutafélaga Mikið hefur verið fjallað um stjórnun og stjórnunarhætti hlutafélaga. Að sögn Áslaugar Björgvins- dóttur á aukin al- þjóðleg umræða og áhersla á góða stjórn- arhætti meðal annars bakgrunn í fjármála- hneykslum og al- þjóðavæðingu fjár- málamarkaða. Morgunblaðið/Þorkell Eini lögformlegi vettvangur hluthafa til að hafa áhrif á stjórnun félagsins er hluthafafundur en á þeim eru stjórnarmenn félagsins kjörnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.