Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 1
6. nóvember 2003 Spjaldadælur Einfaldar, tvöfaldar, þrefaldar Stærðir: 6 - 227 cm3/sn. T6 240 bar, T7 300 bar Spilverk ehf. Skemmuvegi 8, 200 Kópavogi, sími. 544 5600, fax. 544 5301 Ekki er allt sem sýnist þegar flutn- ingur kvóta er skoðaður og svelti veldur ótímabærum kynþroska þorsks Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu SKAGINN hf. á Akranesi og Faroe Real Estate (FRE) í Kolla- firði í Færeyjum undirrituðu fyr- ir skömmu samning um sölu á fullkomnum búnaði fyrir vinnslu uppsjávarfiska. Samningsupphæð nam um hátt á þriðja hundrað milljóna íslenskra króna og mun búnaðurinn verða afhentur í Fær- eyjum ársbyrjun 2004. Í byrjun ársins var sambærilegur búnaður seldur til fyrirtækisins Lofoten Pelagiske í Noregi. Um er að ræða nýja tækni þar sem blandað er saman blást- ursfrystingu og plötufrystingu. Búnaður Skagans tengist við nú- verandi vigtarkerfi verksmiðj- unnar sem skilar afurðunum í 20 kílóa skömmtum í plastpoka. Pokarnir eru lagðir í plastbakka sem afurðirnar eru frystar í. Sjálfvirkur búnaður flytur bakk- ana á álhillur sem staflað er sam- an 20 í hæðina. Lofti er blásið í gegnum hillurnar, en afurðin fær snertingu við ál frá báðum hlið- um. Með því styttist frystitíminn frá hefðbundinni blástursfryst- ingu. Stæðurnar fara á brautum í gegnum frystinn og tekur tæpar 12 klukkustundir að frysta af- urðina. Sjálfvirkur búnaður tekur bakkana af álhillunum, slær frysta blokkina úr og flytur hana að pökkunarbúnaði sem er til staðar í verksmiðjunni. Bakkar og álhillur eru flutt til baka og ný hringrás hefst. Mikil sjálf- virkni er í kerfinu. Í samningnum á milli Skagans og FRE var kveðið á um að Skag- anum bæri að leggja fram ábyrgðir vegna viðskiptanna. Bæði var um að ræða ábyrgð á fyrirframgreiðslu sem FRE innti af hendi og svokallaða verk- lokaábyrgð sem þarf að vera virk í eitt ár frá afhendingu búnaðar- ins. Landsbanki Íslands Akranesi, viðskiptabanki Skagans, gaf um- ræddar ábyrgðir út en Trygging- ardeild útflutnings veitti Lands- bankanum bakábyrgðir. Skaginn selur búnað til Færeyja Sigurður Guðni Sigurðsson, framkvæmdastjóri Skagans, Þorkell Steinsson frá Landsbanka Íslands, Ingibjörg Hrund Þráinsdóttir frá Trygginga- lánasjóði og Þorgeir Jósefsson, fjármálastjóri Skagans. SKIPVERJAR á Smáey VE fengu sjald- séðan fisk í trollið á Víkinni á dögunum. Þetta reyndist vera augnsíld, hvorki meira né minna en 54 sentimetrar á lengd. Yfirleitt verður síld þessi ekki nema 50 sentimetrar að lengd en oftast er hún 20 til 40 sentimetrar að lengd. Augnsíldin er stærri en sú síld sem við eig- um að venjast og heldur hún sig yfirleitt sunnar í Evrópu. Heimskynni hennar eru meðfram öllum ströndum Evrópu frá Bisk- eina síld sunnan við Reykjavík. Síðan varð hennar ekki vart fyrr en árið 1977, en þá veiddist augnsíld á stöng í Eyjafirði. Augnsíld lifir líkt og laxinn, ýmist í sjó eða í ám. Hún hrygnir í árósum, en fer aldrei langt upp í árnar til hrygningar. Nytsemi er frekar lítil því að augnsíldin þykir ekkert sérstaklega góð til átu og auk þess eru beinin flestum hvimleið. Heimild: Íslenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson. lands. Fyrst er hennar getið hér við land 1829 við Vestmannaeyjar, þá 1933, en þá veiddi þýzkur togari 30 augnsíldir við Reykjanes. Nokkrum árum seinna veiddi sami togari ajaflóa, jafnvel Marokkó í Afríku, umhverfis Bretlandseyjar, við Skandinavíu, í Eystra- salti allt inn í Kirjálabotn. Ýmis afbrigði eru til af henni og flækist hún stundum til Ís- Augnsíld við Vestmannaeyjar TILRAUNIR Samskipa og tveggja íslenzkra sjávarútvegsfyrir- tækja hafa nú leitt í ljós að hægt er að flytja fersk fiskiflök utan í gámum þannig að sölutími flakanna sé fimm dagar eftir að þau eru komin í búðir ytra. Gæði þeirra eru fyllilega sam- bærileg við gæði flaka sem hafa farið utan með flugi, en sölutími flugflak- anna er 6 til 7 dagar. Kostnaður á hvert kíló í gámum er 30 til 40 krónur en 100 til 120 með flugi. Þessar tilraunir hafa verið sérstakt verkefni hjá útflutningsdeild Sam- skipa og hafa Hinrik Ö. Bjarnason deildarstjóri og Mikael Tal Grétars- son verkefnisstjóri leitt verkefnið. Þeir segja að það hafi snúizt um það hvort hægt væri að viðhalda nægri kælingu og ferskleika í gámunum til að geymsluþol flakanna yrði nægilegt eftir að út væri komið. Ljóst sé að með svokallaðri undirkælingu sé hægt að ná þeim árangri sem stefnt hafi verið að. „Nú þegar hafa nokkrar útgerðir og sölufyrirtæki byrjað að flytja flök og hnakkastykki með þess- um hætti og fara nokkrir gámar með undirkælingu þegar utan í viku hverri til Evrópu. Stöðug aukning hefur ver- ið í þessum flutningum viku frá viku og byggist aukningin á því að kaup- endur eru búnir að átta sig á því að gæði fisksins eru mjög mikil.“ Þeir segja að það sé hins vegar mikilvægur þáttur að fiskurinn sé vel kældur strax og hann hefur verið veiddur til að undirkælingin náist sem fyrst, en þá er hitastigi í fiskinum náð niður fyrir frostmark allt að tveimur gráðum í mínus. Með því móti haldist gæði fiskins mjög vel. Því þurfi þeir sem ætli sér að notfæra sér þessa flutningsleið að taka mjög vel á kæl- ingu um borð og best væri ef hægt væri að vinna fiskinn um borð fyrir dauðastirðnun. Þetta væri til dæmis hægt um borð í frystiskipum. Þau gætu þá notað eins og tvo síðustu daga veiðiferðar til vinnslu á ferskum flökum til útflutnings. „Það að forvinna fiskinn betur og laga ýmsa þætti í útgerð og vinnslu til að auka gæðin enn frekar en það sem nú er. Þeir þættir hafa ekki verið beinir áhrifaþættir á árangur í verk- efninu okkar til þessa, þar sem við skoðuðum aðeins flutningsþáttinn. En vitað er að þessir þættir geta skil- að mjög miklu. Við höfum sýnt fram á að þetta er vel hægt með þeim tilraunum sem við höfum gert. En það þurfa fleiri að koma að málum og þetta er engin bylting sem skellur á á næstu vikum eða mánuðum. Það þarf að þróa þess- ar leiðir áfram og í þessu felast svo margir þættir sem hægt er að laga til að ná enn betri árangri. Í þessu felast hins vegar töluverð tækifæri til að víkka út markaðinn fyrir ferskan fisk í Evrópu. Flutningskostnaður er mun lægri en með flugi og það gefur líka tækifæri til að senda út ódýrari teg- undir, sem ekki hafa staðið undir flug- fraktinni. Þetta gæti ennfremur verið svar okkar við samkeppninni við ódýra frysta fiskinn frá Kína.“ Lax til Bandaríkjanna Það er hægt að ná kælingunni í gám- unum með ýmsum hætti. Hægt er að nota frystigáma þar sem kuldastigið er nákvæmlega stillt og helzt hið sam- an allan tímann. Einnig er hægt að nota ískrapa sem undirkælingu og þá þarf ekki frystigám. Þriðji möguleik- inn er að nota koltvísýring og virðist hann gefa mesta geymsluþolið. „Við höfum prufað að nota koltvísýring í sendingu af ferskum laxi til Banda- ríkjanna. Eftir 16 daga í gámnum var hann nánast eins og glænýr. Þessi að- ferð gæti opnað markaðinn á austur- strönd Bandaríkjanna fyrir eldislax frá Íslandi og skapað íslenzkum fram- leiðendum ákveðið forskot þar á helztu keppinautana, Noreg og Chile, vegna meiri nálægðar við markaðinn. Við teljum okkur hafa sýnt fram á að útflutningur á flökum, flakastykkjum og heilum fiski með þessum hætti gengur upp. Nú er annarra að taka við og vinna nýja markaði. Við sjáum um að koma fiskinum út,“ segja þeir Samskipamenn. Sparnaður 70 til 80 krónur á hvert kíló Útflutningur ferskra flaka í gámum gengur vel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.