Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 2
2 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 7|11|2003 MORGUNBLAÐIÐ Pravda: Var boðin í samkvæmi á Pravda á föstu- dagkvöldið síðasta. Þar var hljómsveit að spila djassaða tóna og boðið upp á fínustu léttar veit- ingar, snarl og drykki. Hef aldrei komið á staðinn áður (í gervi Pravda) en leist bara vel á. Alltaf hollt að breyta um senu við og við og kíkja á nýja staði þó ég búist ekki við því að verða fastagest- ur …Hótel Holt: Ef þú hefur ekki smakkað lang- tímaeldaðan þorsk, „bois boudran“, kjúklingalifr- arterrínu, hörpuskelsturn, „tómatconcasse“, baunaragú eða saltfisktartar, þá er kominn tími til að þú farir að snæða á Hótel Holti. Þangað fór ég með vinkonum mínum í hádeginu á laugardaginn en þá er hægt að fá dýrindis rétti á hagstæðu verði. Og ekki spillir umhverfið og þjónustan fyrir en þarna er hægt að skoða málverk eftir helstu meistara þjóðarinnar á meðan notið er matarins. Koníaksstofan er ekki síðri, maður sekkur langt ofan í djúpa leðurhægindastóla í vitsmunalegu umhverfi (gamlar bækur í hillu). Rólegheitin ráða ríkjum …Með kveðju frá Sví- þjóð: Formlegheitin tóku völdin eftir Holtið. Sænsk menning- arvika var opnuð með viðhöfn í Þjóðleikhúsinu. Eins gott að hafa verið uppáklæddur því þarna var forsetinn og mennta- málaráðherra og fleira fyrirfólk. Eftir kórasöng og skemmtilegan upplestur á sænsku og íslensku var opnuð sýningin „Hvað er heimsminjaskrá UNESCO?“ Er nýkomin frá Stokkhólmi þar sem ég skemmti mér vel enda margt að sjá og gera og því með nýtilkominn áhuga á ýmsu sænsku. Svo má nefna að margar sænskar myndir verða sýndar á menningarvik- unni. Margar nýjar myndir eru á dagskrá og svo líka sígild- ar. Ein uppáhalds Ingmar Bergman-myndin mín verður sýnd í Bæjarbíói í kvöld kl. 20. Er það Að leiðarlokum (Smultronstället) frá árinu 1957. Mæli hiklaust með henni …Dansiball: Fór á Kaffibarinn og dansaði mikið á laugardagskvöldið en þar var stelpa að spila, sem ég man ekki eftir að hafa séð áður. Ef hún les þetta þá er ég með þau skilaboð til hennar að hún var alveg frábær og ég vonast til að hún spili oft aftur. Áður fór ég á Gullfoss og Geysi í Þjóðleikhúskjallaranum, sem var gaman að vanda. Það má segja staðnum til hróss að hann er mjög smekklega innréttaður og nóg pláss á dansgólfinu, öfugt við marga staði …Tæki og tækni: Fór á generalprufu á CommonNonsense í Borgarleikhúsinu. Verkið er byggt á skúlptúrum eftir Ilmi Stefánsdóttur og var alveg hrikalega skemmtilegt. Svo var náttúrlega verið að frumsýna Matrix - Byltingarnar og er ég strax búin að gleyma hvað önnur myndin var mikil vonbrigði. Hlakka mik- ið til að sjá hvað Neó gerir næst. Skyldi hann bjarga heiminum? Og erum við þá að tala um raunheima eða netheima? Eða reyndist raunheimurinn ekki raunverulegur? Verður Trinity í nýjum fötum? |ingarun@mbl.is Að kunna gott að meta FRÁ FYRSTU HENDI FÓLKIÐ Pétur Blöndal pebl@mbl.is| Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is| Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is | Bryndís Sveinsdóttir bryndis@mbl.is | Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@mbl.is | Árni Matthíasson arnim@mbl.is Nóttin var dimm og vindasöm. Rögnvaldur læknir var því engan veginn viss um að þetta hefði verið skothvellur sem hann heyrði þegar hann gekk upp heimreiðina að reisulegu einbýlishúsi í Mávanesi. Hann barði að dyrum með dyrahamrinum, gylltu ljóni með tunguna út úr sér. Kona kom til dyra, hún var föl og hélt á hráum þorski. Rögnvaldur hikaði: Ég var beðinn um að koma fljótt, hér hefði orðið slys. Hann starði á kon- una sem var klædd í græna regnkápu, froskalappir og með sundgler- augu. Hún leit út eins og hún hefði verið að leika Gollúm. Nei, hér hefur enginn slasast, sagði konan. Rögnvaldur mjakaði sér nær konunni og reyndi að sjá inn… … þar blasti við einkennileg sýn. Inni í eldhúsi var maður að munda hníf í átt að herbergisdyrum. Hann var mjög unglegur, hávaxinn og grannur, íklæddur jakka með bótum á olnbogunum, svokölluðum „fræðimannajakka“. „Hvað er þessi maður að gera?“ spurði Rögnvald- ur konuna. „Ég veit það ekki,“ sagði hún, „ég skil ekki allt sem Íslend- ingar taka sér fyrir hendur.“ Heyrði læknirinn þá að hún talaði með er- lendum hreim. „Hvers vegna ertu svona búin?“ spurði þá Rögnvaldur. „Ég er að koma úr rússneska sendiráðinu,“ sagði konan. Í sömu andrá leit maðurinn upp. „Þarna ertu,“ sagði hann og hélt enn á hnífnum. „Það var ég sem hringdi í þig.“ „Hvers vegna?“ hváði Rögnvaldur. „Það skal ég segja þér,“ sagði maðurinn … Keðj usag an Fyrsti hluti | eftir Katrínu Jakobsdóttur Annar hluti | eftir Sverri Jakobsson Forsíðumyndin, eftir Ásdísi Ásgeirsdóttur, er af Englendingunum Jonathan Twigger og PJ Whitworth. Jonathan er hér við störf sem vefhönnuður hjá Skólavefnum ehf., sem rekur skolavefur.is. PJ vinnur á veitingahúsinu Kaffi Kúltúr í Alþjóðahúsinu. Hún kom hing- að í ágúst, til að hitta vin sinn og skoða landið, og hyggur á heim- för eftir jól. Forsíða Við vissum ekki fyrir viku... … að Eiður Smári myndi grípa tækifærið og skora eitt marka Chelsea í sigri liðsins á Lazio í Meistaradeild- inni. … að söngkonan Pink yrði svona skrambi hress á kynningu nýju plötunnar sinnar, Try This. … að spænski krónprins- inn, Felipe, myndi til- kynna trúlofun sína og sjónvarpskonunnar Let- izia Ortiz. Hann bað „formlega“ um hönd hennar í gær og brúð- kaupið verður næsta sumar. … að spænski hjartaknús- arinn Julio Iglesias myndi taka upp á því að klappa saman höndum á blaðamannafundi vegna nýjustu plötu kappans, Divorcio (Skilnaður). …að Karl Bretaprins myndi verða svo hlaðinn blómum sem raun bar vitni, þegar hann heim- sótti Bhaonta-þorpið, nærri Jaipur á Indlandi. … að Abraham Lincoln karlinn myndi fá sína ár- legu hreinsun í vikunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.