Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 4
4 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 7|11|2003 MORGUNBLAÐIÐ Elvis Presley bíður í röðinni á Aktu taktu. Raunar er Elvis ís- lenskur. Þessi a.m.k.. Hann heitir Steinn Ármann og fer með hlutverk Elvis-eftirhermu í leikritinu Eldað með Elvis eftir Lee Hall, sem frumsýnt verður í Loftkastalanum 30. desember. Sýningin fjallar um lamaðan eiginmann, sem áður var Elv- is-eftirherma, ófullnægða eiginkonu hans og brjóstgóða dóttur. Þegar þau kynnast ósköp venjulegum deildarstjóra hjá Myllunni er fjandinn laus. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson. Steinn Ármann leggur á bílastæðinu við Aktu taktu og gæðir sér á mexíkósku taco. – Hefðirðu ekki átt að fá þér hamborgara? – Til að vera eins og Elvis? Jú ætli það ekki, segir hann og fær sér bita. – Hefurðu borðað pokarottu, eins og Elvis gerði í efna- snauðri æsku sinni? – Nei, ég hef ekki étið pokarottu. En ég hef smakkað kengúruskinku. Það er það skrýtnasta sem ég hef smakk- að. Fyrir utan íslenska þorramatinn. – Ertu einn af þeim leikurum sem þurfa helst að upplifa allt sem söguhetjan upplifði til að undirbúa sig fyrir hlutverkið? – Nei, þetta felst aðallega í því að læra textann minn og ganga ekki á húsgögnin. – Það stendur til að þú klæðist gallanum hans Elvis? – Þetta er svolítið skrýtið leikrit. Ég leik mann sem er bara bundinn við hjólastól og út úr heiminum, en hann hafði verið Elvis-eftirherma í eina tíð. Og hann lifnar við nokkrum sinnum. Svo sem ekkert útskýrt hvort það er í eigin hugarheimi eða í huga fjölskyldumeðlima. Þá flytur hann einræður og tekur meira að segja lagið. – Vegir ykkar Elvis hafa áður legið saman. – Ég hef svolítið verið orðaður við Elvis. Við vorum með útvarpsþátt sem spilaði eingöngu Elvis og svo hef ég verið kynnir á Elvis-eftirhermukeppni. Ég á Elvis-búning og finnst reyndar mjög gaman að Elvis. Það er skrautlegur karakter. – Hvernig maður var Elvis? – Ja, ég er ekki það mikill Elvis-aðdáandi að ég hafi rannsakað líf hans. En hann kom úr verkamannafjölskyldu, var vörubílstjóri og hafði þessa gullnu rödd, sem uppgötv- aðist fyrir tilviljun. Ég held að þessi skyndilega ofsafrægð og peningar hafi ekki gert honum sérstaklega gott, enda held ég hann hafi fyrir rest dáið úr þessu. – Ef hann er þá dauður? – Svo er það nú önnur pæling. – Er hann góð fyrirmynd? – Nei, það held ég ekki. Ekki nema bara til að passa sig á að verða ekki svona af frægðinni og peningum. – Nú ert þú svolítið frægur? – Það gildir annað á Íslandi. Við erum svo fá og maður þekkir eiginlega alla. – Er það rétt að þú eigir Elvis-búning? – Já, Hallur keypti hann á mig í Los Angeles. Raunar fengu Davíð Þór og Ingvar Þórðarson líka búninga og einn var notaður sem verðlaun í fyrstu Elvis-keppninni. Annars er búningurinn úr svo miklu gerviefni að það er eiginlega kom- in svitalykt áður en maður fer í hann. Æfingar á Eldað með Elvis hefjast á mánudag. Steinn Ár- mann fer einnig með hlutverk í verðlaunasýningunni Kvetch, sem verið er að sýna enn og aftur í Borgarleikhús- inu. Þá vann hann í uppistandskeppni á dögunum og er að leikstýra Með álfum og tröllum, barnaleikriti Staffans Wes- terbergs, hjá Leikfélagi Keflavíkur. |pebl@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg S T E I N N Á R M A N N GR ÍM UL AU S EL VI S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.