Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 6
6 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 7|11|2003 MORGUNBLAÐIÐ Það stytti upp í nótt. Þar sem ég gekk í morgun með börnin í átt að kaupstefnusvæðinu komum við að myndarlegum polli á miðri gang- stétt. Þá rifjaðist upp fyrir mér hvað pollar skipa háan sess í landslagi æsku minnar. Raunverulegir pollar, ekki skammlífir pyttlingar á dreif um stéttina og ekki heldur tækifær- issinnaðir pollungar sem búa um sig í ræsinu. Strangt tekið finnst mér pollar heldur ekki tilheyra sveit- um. Pollar eru nokkurs konar hlátur jarðarinnar í hálfskipulögðu þétt- býli. Það er ósköp skáldlegt, en svona er það nú samt. Þeir koma til að minna okkur á að það er sama hvað við skipuleggjum lífið og um- hverfið nákvæmlega, fjörið verður alltaf þar sem skipulag og óskipu- lag mætast. Þetta skipulagða líf fær inntak á jaðrinum, á mörkum hins óorðna. Óorðaða. Eins og flestir Íslendingar af minni kynslóð hóf ég lífið í heimi sem var enn í mótun, jaðarinn var alls staðar, alls staðar stoltir pollar sem mátti reiða sig á en sem aldrei var hægt að kynnast til fulls. Það er ekki hægt að þekkja poll. Hann er að öllu leyti ógegnsær. Nema kannski Stóripollur þegar hann var botnfrosinn og við óðum á móti norðaustanáttinni á leið í skólann, tvö skref áfram, eitt til tvö aftur- ábak. Datt ekki í hug að fara í kring- um hann. Sá fékk að kynnast hon- um sem datt. Síðan vex þéttbýlið og mennirnir leitast við að gera það snyrtilegt, myndarlegt og jafnvel fal- legt. Og pollvana. Og augljós en af- drifarík sannindi renna upp fyrir mér: Það er ekki hægt að skipu- leggja polla; er það nokkuð? Og eins og alltaf eru það börnin sem eru í innilegustu sambandi við sannleikann, án þess að vita af því, líklega af því þau vita ekki af því. Það er víst ekki hægt að skipu- leggja það samband heldur. En í Bo- logna fá þau ekki að kankast við pollana. Fatavarnarliðið, mömmur og ömmur, koma í veg fyrir það. Þau verða að finna sína polla annars staðar eða fölna ella. Á fjórða ári stóð ég fastur í einum og bandaríski herinn var fenginn til að losa mig og labba með mig í fanginu heim til mömmu. Kannski einhver hluti af mér hafi samt orðið eftir í glaðhlakkalegri leðjunni. Er það ekki þess vegna – nú þegar ég kom að alls óvæntum polli á leið í kaupstefnuhverfið – að helltist yfir mig hversu skakkt það er að árum saman hef ég haldið til á stöðum þar sem pollar eru lítilsvirtir og hraktir? Ég þurfti ekki að segja Þorgerði frá þessu. Það var eins og hún henti á lofti mikilvægi þess að hjóla af einbeitingu og ákafa mitt í gegnum pollinn hvað eftir annað meðan maður í barnavagni horfði á, stúd- eraði, og hvatti systur sína. LÍFIÐ Í BOLOGNA ATLI INGÓLFSSON Ómar, hvað er svona heillandi við djass? „Frelsið. Annars byggist þessi tónlist á meðspilurun- um; fólkinu sem er í kringum mann. Maður verður að hlusta og skynja það sem aðrir eru að gera. Djass er auðvitað ofsalega víð tónlistarstefna og erfiður að njörva niður, en mesti kosturinn er að mínu mati að maður fær að leika sér svolítið og vera frjáls í tónlist- inni.“ Hefur ungt fólk fordóma gagnvart djassi? „Nei, það er afar lítið um þá. Kannski einna helst hjá skólafólki, en ég held að flestir meti góða tónlistar- menn óháð hvaða tónlistarstefnu þeir fylgja.“ Er þetta hreinræktuð djassplata hjá þér? „Það er erfitt að skilgreina hreinræktaðan djass. Platan er mjög einlæg og hlýleg. Lögin eru stutt og mikil áhersla lögð á að gera laglínurnar flottar. Það er ekkert tíu mínútna langt sólóa-lag á henni. Við tókum plötuna upp við Apavatn, fórum í risastóran bústað, lágum í heitum potti, elduðum góðan mat og höfðum það gott. Þess á milli tókum við upp og þetta þægilega andrúms- loft skilar sér vel á plötunni.“ Tenórsaxófónn Óskars bróður þíns ljær plötunni mjög hlýlegan blæ. „Hann var ómetanlegur í þessu verkefni. Hann stjórnaði upptökum og reynsla hans nýttist afar vel. Hann er eldri en ég og er búinn að vera lengur í bransanum. Ég er að byrja núna og fékk hann til að hjálpa mér með þetta.“ Ég sé að eitt lagið heitir Schengen. Hefurðu tengst Schengen-samkomulaginu tilfinningalegum böndum? „Í rauninni ekki. Þetta var bara orð sem maður heyrði mikið á tímabili og mér fannst það flott. Þetta er „old- school“ djasslag og það er engin djúp merking á bak við nafngiftina.“ Ætlið þið að taka öll lögin á plötunni á útgáfutónleik- unum? „Velflest að minnsta kosti. Þetta verður klukkutími af tónlist. Við veljum það besta og reynum að skemmta okkur og áheyrendum vel.“ |ivarpall@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Ómar Guðjónsson gítarleikari fór ný- verið með félögum sínum í risastóran sumarbústað við Apavatn. Þar slöpp- uðu vinirnir af, borðuðu góðan mat, lágu í heita pottinum og tóku upp þrettán lög sem prýða geislaplötuna Varma land; sem Ómar sendi frá sér í dag. Hann segir að afslappaða and- rúmsloftið úr bústaðnum og heita djasspottinum hafi skilað sér vel á plötuna. ÚR HEITA djasspottinum 7. nóvember Ómar Guðjóns- son með útgáfu- tónleika á Nasa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.