Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 8
8 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 7|11|2003 MORGUNBLAÐIÐ UM ÞEREMÍN D.D.A-Dolph-in-Institute á eitt af örfáum þeremín-hljóðfærum landsins. Þeremínið var fundið upp árið 1919 af Rússanum Leon Theremin. Hljóð- færið var fyrsti hljóðgervillinn (synthesizer) og er spilað á það án þess að nein snerting fari fram. Lárétta loftnetið er til að stilla hversu hátt hljóðið heyrist, þeim mun nær sem höndin er fletinum, þeim mun hærra heyrist. Lóðrétta loftnetið stjórnar því hversu skært hljóðið er. Í fyrstu var spilað á þeremín í sinfóníusveitum, en síðar varð hljóð- færið sennilega hvað þekktast fyrir að vera notað í vísindaskáldskap- arkvikmyndum á 6. áratugnum. Hljómsveitin Beach Boys notaði mjög áþekkt hljóðfæri í laginu „Good Vibrations“, en Jimmy Page var senni- lega fyrstur til að nota þeremín í rokktónlist. Einnig má heyra í hljóðfær- inu í tónlist Air, Snoop Dog og Beastie Boys, að ógleymdri sveitinni D.D.A-Dolph-in Institute. Þeir félagar Birgir Már Daníelsson og Árni Ólafsson, í hljóm- sveitinni D.D.A-Dolph-in-Institute, eru langt á undan sinni samtíð að sögn einkagagnrýnanda sveitarinnar, Lárusar Þor- valdssonar. Í eigu hljómsveitarinnar er eitt af örfáum þerem- ín-hljóðfærum landsins og ljær það tónum hennar afar sér- stakan blæ. Við fengum lögfræðing sveitarinnar, hljóm- sveitarmeðlimi og fyrrnefndan Lárus einkagagnrýnanda til að segja nokkur orð um D.D.A-Dolph-in-Institute. Morgunblaðið/Ásdís Jaðarleysi og hraði myrkurs Morgunblaðið/Árni Torfason KL. 01.13 Laugardagur 1. nóvember 11, efri hæð Stelpur gegn strákum 11 er rokkstaður og þar er líka hægt að fara í fótboltaspil á efri hæðinni. Sumir hafa reynt að dansa um leið og þeir spila, með misjöfnum árangri. KL.: 01:15 Laugardagur 1 nóvember 11, neðri hæð Á neðri hæðinni er líka leikur í gangi. Þar bíða leikmenn á bekknum. Allir í sama svarta búningnum. EINAR BJÖRGVIN SIGURBERGSSON, UMBOÐS- MAÐUR OG LÖGFRÆÐILEGUR RÁÐGJAFI: „Fyrstu kynni mín af D.D.A-Dolph-in-Institute voru þegar hljómsveitin gaf mér fyrsta disk sinn í jólagjöf. Við fyrstu hlustun varð ég heill- aður og þess fullviss að hljómsveitarinnar biði mikill frami. Gleði mín var því mikil þegar hljómsveitarmeðlimir gerðu mig að umboðs- manni sínum fyrr á þessu ári. Í laganáminu er sagt að fordæmi séu mikilvæg. En verðum ekki fordæmunum að bráð og leyfum „avant- garde“-stefnu hljómsveitarinnar að hljóma á Íslandi.“ LÁRUS ÞORVALDSSON, EINKAGAGNRÝNANDI D.D.A-DOLPH-IN-INSTITUTE: „Ég hef trú á að D.D.A-Dolph-in-Institute muni marka þáttaskil í sögu vestrænnar tón- listar. Sem „avant-garde“-tónlistarmenn eru þeir náttúrlega langt á undan samtíð sinni og menningarumhverfi sem gerir það að verkum að þeir eru oft á tíðum misskildir. Þá er gaman að sjá hvernig þeir hafa upp á síðkastið sótt inn á svið dulspekinnar. Sérstaklega bind ég miklar vonir við það hvernig þeir munu kanna möguleika þeremínsins í þeim tilgangi. Það hljóðfæri er hreint út sagt stórfenglegt.“ |ivarpall@mbl.is BIRGIR MÁR OG ÁRNI: „Hljómsveitin var stofnuð fyrir tæpu ári. Ástæða þess var að við vorum orðnir leiðir á þeirri stöðnun sem hafði átt sér stað í tónlist síðustu ár. Það má í raun segja að jaðarleysi hafi ríkt í tónlistarheiminum frá andláti John Cage. Við gerð fyrstu LP-plötu sveitarinnar, The Happenings of Verbal Lunacy, vorum við undir miklum áhrifum frá „avant-garde“ tón- list, þá sérstaklega John Cage og Karl-Heinz Stockhausen. Einnig komu sveitir á borð við Suicide, XTC, Swans, Bauhaus og Birthday Party við sögu. Innan skamms er EP-platan Eine Kleine Chaos Muzik væntanleg. Þar má greina and- lega leit liðsmanna að hinum ýmsu stefnum og straumum. Þar má nefna fyrsta verk Mín- usar, Hey Johnny, The Incredible String Band og sólóverkefni Syd Barrett. Við sköpun tónlistar höfum við þá stefnu að opna nýjar víddir. Við höfum sökkt okkur ofan í verk Aleister Crowley, Hunter Stock- ton Thompson, Wilhelm Reich og Kenneth Anger. Allt þetta hefur átt sinn þátt í því að okkur hefur tekist að opna gátt í nýja heima með tónlist okkar. Nú er í vinnslu „concept“- plata, þar sem við veltum fyrir okkur myrk- eindum, hraða myrkurs og svartholum.“ D. D. A-DOLPH-IN-INSTITUTE OG SÉRLEGIR AÐSTOÐ- ARMENN, FRÁ VINSTRI; EINAR BJÖRGVIN SIGURBERGS- SON, LÖGFRÆÐILEGUR RÁÐGJAFI OG UMBOÐSMAÐUR, LÁRUS ÞORVALDSSON EINKAGAGNRÝNANDI SVEIT- ARINNAR, BIRGIR MÁR DANÍELSSON OG ÁRNI ÓLAFSSON.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.