Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7|11|2003 | FÓLKÐ | 13 Steinunn Ýr Einarsdóttir, Guðríður Svava Óskarsdóttir og Sigurbjörg Sæmundsdóttir skipa ljóðafélagið Ag- iníu en þær koma fram á Ljóðamixtúru á Unglist í Tjarnarbíói kl. 20 á þriðjudaginn. Á kvöldinu verða leiddir fram ýmsir ljóðahópar úr mismunandi áttum en einnig verða þarna Nýhil, Slampoetry (ljóðarapp), Lúðrasveit lýðsins verður með tónlist á milli atriða og plötsnúður verður á staðnum. „Þessir hópar eru svo ólíkir. Við erum stelpur og er- um svolítið í mjúkum konuljóðum. Nýhil eru pólitískir og stundum með gróft mál og svo kemur Slampoetry þarna líka með ljóð af ýmsum toga,“ segir Steinunn. Aginía hefur staðið reglulega fyrir ljóðakvöldum á Bláa barnum frá því í sumar við góðar undirtektir. Þar hefur orðið jafnan verið gefið laust og hljóðneminn opinn en Steinunn telur að það gefist ekki tími fyrir það í þetta sinn. „Þetta verður laust í reipunum. Ef það verður tími fyrir það og stemning þá er aldrei að vita. Það verður að vera pláss fyrir hið óvænta,“ segir hún. Upphafið að Aginíu má rekja til þess að Steinunn og Guðríður Svava tóku þátt í skapandi sumarstarfi Hins hússins, sem hópurinn Ljóðaleikur. „Ekkert af þessu hefði gerst ef Hitt húsið hefði ekki ráðið okkur í sum- arvinnu.“ Er ljóðið í sókn? „Mér finnst það algjörlega í sókn og mikil vakning í gangi. Mér finnst svo gaman að því að það sé pakkað á ljóðakvöldum, bæði hjá okkur og hjá Nýhil. Það er mikill áhugi fyrir þessu.“ Hvaða gildi hefur ljóðið? „Ljóð hefur mikið gildi í íslensku menningar- samfélagi og mér finnst það vera list Íslands. Við eig- um engin gömul málverk en við eigum gömul ljóð.“ Hvað er sérstakt við ljóðaupplestur? „Maður fær að skyggnast inn í heim annarra. Þetta vantar oft í samskiptin okkar almennt, að segja frá einhverju sem við eigum sameiginlegt,“ segir Steinunn og líkir þessu við tilfinningaflóð. Hvaðan kemur nafnið Aginía? „Nafnið kom eins og elding af himnum. Okkur fannst Ljóðaleikur ekki nógu gott nafn til lengdar. Ég var í strætó og nafnið kom í hugann. Ég samdi síðan ljóð sem heitir Agínía,“ segir hún en það og fleiri ljóð eftir Steinunni má lesa á ljóð.is. Hvaða máli skiptir að vera með í Unglist? „Ég held að það verði til að vekja ennþá meiri at- hygli á ljóðakvöldum. Þarna frétta fleiri af þessu, stærri hópur en með ljóðakvöldin, sem við höfum verið með,“ segir Steinunn, sem vonast eftir góðri mætingu. List Íslands Morgunblaðið/Árni Torfason LJÓÐAMIXTÚRA LJÓÐAHÓPURINN AGINÍA: STEINUNN ÝR, SIGURBJÖRG OG GUÐRÍÐUR SVAVA. Næsta mánudag verður haldið sérstakt Framsækniskvöld Unglistar í Tjarnarbíói kl. 20. Kvöldið er á vegum félagsskaparins SPECAP, eða SLÁTUR, sem stendur fyrir Samtök list- rænt ágengra tónlistarmanna umhverfis Reykjavík. Hægt er að fræðast nánar um sam- tökin á vefnum www.specap.com. Eru þetta ný samtök? „Já, þetta er tiltölulega nýtt. Við vorum tveir félagar sem stofnuðum þetta í sumar. Okkur langaði til að stofna félagsskap fólks sem að leggur stund á gerð framsækinnar tónlistar án landamæra,“ segir Guðmundur Steinn Gunnarsson, kallaður Steini, sem stofn- aði samtökin ásamt vini sínum, Páli Ivani Pálssyni. Þeir eru báðir við nám í Listaháskóla Íslands og eru saman í hljómsveitinni Hestbak, sem kemur fram á Framsækniskvöldinu. „Þarna er fólk með rokkbakgrunn, klassískan bakgrunn og úr djassi. Þetta kvöld verður sýnishorn af hinu og þessu sem gengur á meðal þeirra sem tengjast samtökunum,“ segir Steini. Einnig stíga á svið á mánudaginn Angurgapi, Varði (sem fór til Evrópu), Jeremiah Runn- els (raftónlistarmaður og djassgítaristi), Jesper Pedersen (tölvumúsíkant) og Charles Ross (tónskáld og fiðluleikari) ásamt því að ný íslensk raftónlist verður spiluð á milli at- riða. Af hverju að stofna slík samtök? „Okkur fannst vanta samkennd á meðal fólks sem er að gera framsækna tónlist. Það er til fólk sem er svipað þenkjandi þó að það tilheyri ólíkum geirum tónlistar.“ Hvernig tónlist spilar Hestbak? „Þetta er djass, rokk, raf, framúrstefnubræðingur,“ segir Steini. Hvaða gildi hefur það að vera með í Unglist? „Það breytir öllu og þýðir það að þetta er mögulegt. Annars værum við ekki að leigja Tjarnarbíó og hljóðmann. Þetta er gullið tækifæri og líka það að atriðin á Unglist eru sam- eiginlega auglýst og vel kynnt.“ |ingarun@mbl.is Sameinaðir og framsæknir JESPER, PÁLL IVAN OG STEINI ERU LISTRÆNT ÁGENGIR TÓNLISTARMENN. FRAMSÆKNISKVÖLD Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.