Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 18
18 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 7|11|2003 MORGUNBLAÐIÐ VITUND, MENN OG VÉLAR Fyrsta Matrix-mynd Andy og Larry Wachowski kom á markaðinn 1999, og telst ósvikin bylting í gerð spennumynda. Efni, innihald og útlit óvenju ferskt og frjótt. Við bíógestum blasir ógnvænleg framtíðarsýn þar sem söguhetjan Neo vaknar til meðvitundar um að við lifum hugsanlega í tölvu- stýrðri draumaveröld framtíðar þar sem líkamar okkar eru notaðir sem afl- gjafar. Er núið aðeins forritaður sýndarveruleiki í dásvefninum? Er til- gangur okkar að vera orkuver framtíðarvéla á meðan við sofum, er tilveran draumur? Martröðin heldur endalaust áfram. Er ekkert eins og það sýnist, er- um við tölvuforrit þar sem skilningarvitin eru aðeins blekking? Söguhetjan Neo velkist í vafa – hvernig á hann að greina muninn á draumi og veruleika? Honum er kennt að hættulegasti maður ver- aldar sé Morfeus (Laurence Fishburne). Er fundum þeirra ber saman kemst Neo á hinn bóginn að því að Morfeus fer fyrir hópi manna sem hafa komist að sömu tilvistarniðurstöðu og hann. Morfeus hefur náð tökum á eigin vitund og getur flakkað um tölvuforritið sem við köllum tilveru. Menn sem hann skipa lítinn hóp, hættu- legan móðurtölvunni sem sendir morðingja til höfuðs þeim. Eltir uppi og drepur hvar sem til þeirra næst. Uppreisnarmennirnir gæta Neos þar sem þeir sjá í honum framtíðarleiðtoga sinn í baráttu við vélarnar. Þannig hefst hugmyndafræði og trúarspeki Wachowski-bræðra. allt sem hefur upphaf hlýtur endi MATRIX Undir spennuþrungin lok Matrix endurhlaðin, nálg- ast Neo (Keanu Reeves) svarið við sannleiksleit- inni sem hófst í fyrsta hluta myndbálksins. Átökin skilja við hann þorrinn að kröftum í einskismanns- landinu á mörkum Sýndarheimsins og veraldar vél- anna. Á meðan Trinity (Carrie-Anne Moss) vakir yf- ir örmagnaðri hetjunni kemst Morfeus (Laurence Fishburne) að því að Sá útvaldi – sem hann hefur treyst til þessa – er þáttur í stjórnkerfi smiða Sýndarheimsins. Í Matrix byltingar, endahnút þrennunnar, fer fram lokabardaginn á milli manna og véla. Herafli Zion, með sjálfboðaliðana Zee (Mona Gaye) og Strákinn (Clayton Watson) innan- borðs, berst á móti innrás vélanna, sem bora sig inn í yfirráðasvæði þeirra. Íbúar Zion berjast ekki aðeins fyrir lífi sínu heldur framtíð alls mannkyns. FR UM SÝ NT TÖLVULEIKIR OG TEIKNIMYNDIR Matrix-myndunum er gjarnan líkt við tölvuleiki og teiknimyndir enda skyldleikinn augljós. Hröð taka og klippingar, efni, persónur og umhverfi. Það lá beint við að Wachowski-bræður gerðu teikni- myndir byggðar á hug-myndunum að baki kvik- myndunum. Teiknimyndirnar hafa hlotið nafnið Animatrix og eru níu talsins. Við gerð þeirra nutu bræðurnir að- stoðar hæfustu fagmanna í teiknimyndaheiminum en myndröðin segir frá aðdraganda uppreisnar vél- mennanna og atburða sem gerast í kringum sögu- svið þríleiksins.Animatrix-þættirnir voru sýndir á Stöð 2 fyrr á árinu, þeir hafa staðið mönnum til boða á Netinu og eru fáanlegir á mynddiski. Sjón- ræn veröld tölvuheims Matrix-myndanna með öll- um sínum tæknibrellum og tölvukúnstum nýtur sín ekki síður í tölvuleiknum Enter the Matrix, sem kom á markaðinn í ár og nýtur feikna vinsælda. Þá eru áhrif hugmyndanna um Sýndarheiminn greinileg í hliðstæðum leikjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.