Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 19
Neo er uppreisnarmaðurinn sem kominn er til að frelsa heiminn á ögurstund. Við erum stödd í náinni framtíð og höfum flotið sofandi að feigðarósi. Erum fangar okkar eigin hugvits sem hefur greinilega tekið stjórnina í sínar hendur á þessari öld eða næstu. Við höfum brotið boðorð og siðalögmál og gjöldum fyrir með frelsinu. Erum endi framlengingarsnúru í orkubanka allsráðandi tækjabún- aðar. Almættið er vélar gæddar gervigreind, skurðgoð há- tækniþekkingar mannsins, sem farin er úr böndunum. MIKIÐ VILL MEIRA Að lokinni frumsýningu Matrix var ljóst að Wachowski- bræður höfðu brotið blað í kvikmyndasögunni. Myndin er draumkennd flétta áður óþekktrar stærðargráðu slags- mála sem minnir frekar á loftfimleika og spennu í anda meistara Hitchcocks. Bræðrunum var umsvifalaust skip- að á bekk með snillingum (höfðu áður aðeins lokið við Bound, bráðsnjallt og ögrandi glæpagrín), og það fór að kvisast út að von væri á framhaldsmynd. Síðar á árinu 1999 kom sannleikurinn í ljós; bræðurnir voru flognir til Ástralíu með lungann af samstarfsfólkinu. Tökur hófust á tveimur framhaldsmyndum samtímis: Mat- rix endurhlaðin og Matrix byltingar. Framleiðandinn, Joel Silver, gaf kvikmyndagerðarmönnunum rúman tíma og fjárráð til starfans og þurftu Matrix-aðdáendur að bíða í 4 ár, eða til vors 2003, eftir Matrix endurhlaðin. Verki sem skoðast sem e.k. millilending og er veiki hlekkurinn í þrí- leiknum, undirbúningur undir hatrammt lokauppgjör Mat- rix byltingar, sem nú er komin fram í dagsljósið. VINSÆLDIR OG VIRKIR AÐDÁENDUR Matrix hlaut engu síðri móttökur hjá almenningi en gagnrýnendum því hún tók inn tæpar 400 milljónir dala í aðgangseyri – ekki lítill hagnaður þegar haft er í huga að hún kostaði „aðeins“ 60 milljónir. Þá eru ótaldar ýmsar aðrar tekjur sem fara langt með að tvöfalda upphæðina, svo sem af sýningarrétti til sjónvarpsstöðva og mynd- böndum. Þá braut Matrix blað í sögu mynddiska (DVD), er hún varð fyrst til að brjóta milljón eintaka múrinn. Aðsóknartölurnar eru ekki þær hæstu sem þekkjast en engu að síður ahyglisverðar, ekki síst í ljósi þess að myndin naut engrar forsölu, líkt og verkin sem trónuðu ofar henni á toppnum árið ’99: Star Wars Episode One, Toy Story 2 og Austin Powers 2. Allar framhöld sterkra kassastykkja. Matrix endurhlaðin gerði enn betur – þrátt fyrir misjafna dóma og nokkur vonbrigði, og sló fjölda að- sóknarmeta. M.a. hefur engin önnur mynd náð því að ausa inn 158 milljónum dala á einni viku; 100 milljónum um eina helgi og alls hefur hún innbyrt 735 milljónir dala sem skipar Matrix endurhlaðin í 10. sæti listans yfir mest sóttu myndir kvikmyndasögunnar. Menn búast því við sprengingu og fjölda nýrra aðsóknarmeta af Matrix byltingar, sem hefur göngu sína samtímis í öllum helstu löndum heims. Ástæða velgengninnar er að efnið höfðar til fjöldans og skapaði samstundis áberandi „cult“-fylgi – „trúarsöfnuði“ virkra áhorfenda. Bræðurnir flétta saman nokkrum vin- sælum kvikmyndagreinum þar sem hæst ber vís- indaskáldskap og austurlenskar bardagamyndir, unnið af ljóðrænni, stefnumótandi snilli sem minnir meira á ballet en átök. Trúarþemað liggur þungt á metaskálunum og kennir margra grasa. M.a. tilvísanir í kristindóm, búdda- trú og norræna goðafræði (sbr. geimskipið Mjolni). Heillandi þáttur sem hefur laðað að sér aðdáendur af öll- um kynþáttum um allan heim. Þeir eru mikilvirkir á Net- inu þar sem er að finna tugi heimasíðna og umræðuhópa á borð við Matrix as Messiah Movie. Þá eru myndirnar uppfullar af tilvísunum og skírskot- unum sem krefjast allrar athygli áhorfandans og jafnvel margra bíóferða. Hérlendis birtust t.d. fréttir af bíógest- um sem séð höfðu Matrix í marggang á fyrstu sýning- ardögunum. Útlit Matrix, sem sækir víða föng (í tölvuleiki, Hitch- cock, kung fu, spaghettivestra Leones, Blade Runner Scotts, svo nokkuð sé nefnt), svartir síðfrakkar, sólgler- augu, er kynæsandi og svalt í anda samtímans. | saebjorn@mbl.is 1 234 5 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7|11|2003 | FÓLKÐ | 19 HVAÐ SEGJA LEIKARARNIR UM HLUTVERK SÍN?  KEANU REEVES: „Neo verður að halda áfram leitinni uns lokamarkmiðinu er náð. Hvert sem hún ber hann, hvað sem hún kostar. Því þykir mér vænt um Neo. Hann er friðarsinni og tilbúinn til að leggja allt í sölurnar fyrir friðinn.“  LAURENCE FISHBURNE: „Í Matrix byltingar koma jafnvel enn fleiri, mannlegar hliðar Morfeusar upp á yfirborðið. Hann er enn sá náungi sem þú vilt fylgja að málum því þú treystir honum og finnur öryggi í nærveru hans. Hann er ekki lengur sú óárennilega mannvera sem allt virtist vita í upphafsmyndinni. Hann er orðinn mannlegri.“  CARRIE-ANNE MOSS: „Það sem mér þykir hvað vænst um í fari Trinity er hin fullkomna ábyrgð og trúfesta í ást hennar á Neo og hvernig ástin styrkir hana og mýkir eftir því sem á líður.“  PINKETT SMITH: „Niobe virðir Neo og stendur með honum sakir þeirra fórna sem hann hefur fært og þess sem hann hefur afrekað.“  HUGO WEAVING: „Smith er afar myrkur náungi, en mér þykir hann fyndinn. Það var skopskyn í Smith fyrstu Matrix-myndarinnar og bræðurnir hafa bætt við það í framhaldsmyndunum. Ég hef notið þess fram í fingurgóma að leika hann.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.