Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 1
F ÁTT er vinsælla hjá litlum stelpum þessi misserin, bæði hérlendis og í útlandinu, en hinar bandarísku Bratz-dúkkur. Þær sam- anstanda af fimm vinkonum, þeim Cloe, Meygan, Jade, Sasha og Yasmin. Reyndar hefur Dana komið í stað Meygan, því hún seldist ekki nógu vel og einnig hefur skvísan Nevra nýlega bæst í hópinn. Fjórir Bratz-strákar komu einnig á markaðinn í sumar, því framleið- endur komust að því að stelpur um tíu ára aldurinn væru í leikjum sín- um mjög uppteknar af pörum. Dúkkurnar, sem eru nokkr- um sentímetrum lægri en Barbie, bera því óneitanlega vitni að poppmenningin með fáklæddum dillibossum hefur haft áhrif á leik- fangaiðnaðinn. Bratz-dúkkur (þær sem eru kvenkyns) klæðast pínupilsum og flegnum bolum eins og poppstjörnur sem eru á fullorðinsaldri og eru auk þess stífmál- aðar. Þær eru vinsælast- ar hjá stúlkum á aldrinum fimm til tólf ára og því ekki að undra að sumir for- eldrar velti fyrir sér hvort slíkar fyrirmyndir séu heppilegar fyrir svo ungar stúlkur. Spegilmynd samfélagsins? Aðrir segja að dúkkurnar spegli einungis sam- félag okkar þar sem við komum fram við og klæð- um börn okkar eins og þau séu miklu eldri en þau eru. Margir setja líka spurningamerki við þau skilaboð sem Bratz-vinkon- urnar flytja, því þær virðast ekki gera neitt annað en að hafa sig til og fara út að skemmta sér. Þær eru markaðs- settar með orðunum „The girls with a passion for fashion“, sem sagt stúlkur með ástríðu fyrir tísku. Þær eru alveg sjúkar í „funk“- tísku og allir aukahlutir sem þeim fylgja snúast um útlit og yfirborð. Mörgum finnst þetta afturför, því Barbie hefur einmitt þróast frá því að sitja heima og bíða eftir Ken, til þess að geta hvað sem er. Vegna gagnrýnisradda um metnaðarlausa dúkku, var farið að framleiða Barbie sem er tannlæknir eða hvað annað sem hug- urinn stendur til. Einnig var málum hennar breytt, þar sem hún hafði svo ógnarstór brjóst miðað við mittismál og leggi svo óhóflega lengri en búk, að ekki nokkur lifandi manneskja getur verið þannig í laginu og þar af leiðandi urðu margar ungar stúlkur fyrir miklum vonbrigðum þegar þær báru sig saman við vaxtarlag Barbie. Risastórt höfuð og þrýstnar varir Bratz-vinkonurnar hafa önnur hlutföll en lifandi stúlk- ur, þær eru með risastórt höfuð samanborið við búkinn, agnarsmátt nef og þrýstnar varirnar ná yfir meirihluta neðra andlitsins. Einnig eru skásett og hálflukt augun í yfirstærð. Telja má framleiðendum Bratz-vinkvennanna það til tekna að þær standa fyrir fleiri en einn kynþátt því Sasha og Yasmin eru dökkar á hörund. Í Dótabúðinni í Kringlunni fengust þær upplýsingar að Bratz-dúkkurnar væru mjög vinsælar hjá stelpum en að- eins einn strákur hefði keypt slíka dúkku og þá karlkyns. Í hvert sinn sem eitthvað nýtt kemur í Bratz, fyllist búðin af stelpum og vafalítið verður þetta jólagjöfin hjá mörgum í ár. Auk þess er mikið um fylgihluti, allt frá skarti og klæð- um til heilu diskótekanna, límósína og hárgreiðslustofa. Einnig eru til púðar með myndum af skvísunum og hægt er að kaupa stórt Bratz-höfuð til að farða. Nýjasta nýtt eru litlar Bratz-dúkkur. Ónefnd móðir sjö ára stúlku sagðist vera búin að streitast í heilt ár á móti þrýstingi frá dóttur sinni um að fá Bratz-dúkku og nú væri hún að hugsa um að láta undan, þótt hún hefði efasemdir um fyrirmyndina. „En bakgrunnur barnanna skiptir líka máli og ég treysti dóttur minni alveg til að láta þessar dúkkur vera þyrluflugmenn eða eitthvað annað og meira en pjattrófur.“ Bratz-dúkkurnar þustu fram á leikfanga- markaðinn sumarið 2001 og hafa nú náð 31,7 prósentum á dúkkumarkaðnum. Þær og fylgihlutir þeirra hafa rakað inn einum milljarði Banda- ríkjadala og því ekki að undra að margir leikfangafram- leiðendur hafi farið út í að framleiða og selja Bratz-eftir- líkingar. Bratz-dúkkurnar eru markaðs- settar sem stúlkur með tískuástríðu Barbie og Bratz: Þær eiga ekki mikla samleið, hin hógværa Barbie og glimmergellan Dana.  LEIKFÖNG BRATZ-vinkonurnar: Jade, Cloe, Meygan, Sasha og Yasmin. Komn- ar í glimmerklæðin og háu hælana. Minna svolítið á Spice Girls. PÚÐAR: Sasha og Jade. Meygan: Svaka skvísa. Morgunblaðið/Kristinn Umdeildar skvísur khk@mbl.is LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.